Austri


Austri - 19.12.1991, Síða 24

Austri - 19.12.1991, Síða 24
24 AUSTRI Egilsstöðum, jólin 1991. „Silfri krýnda Héraðsdís“ Snœfell skín í suðri sœlu: Silfri krýnda héraðsdís, frá þér holla finn ég kœlu, fagurlega djásn þitt rís. Heilsa bað þér bróðir svás, Bárður hvíti, Snœfellsás. Hann á vestra hrós og lotning hér ert þú hin ríka drottning. M.J. Inngangur Þegar festa skal orð á blað um Snæfell, liggur við að manni fallist hendur. Svo hátignarleg er ímynd þess í hugum okkar Héraðsbúa, svo glæst og hafin yfir raunveru- leikann, að manni finnst eins og ekkert sé um þetta fjall að segja, a.m.k. ekkert sem hæfir tign þess og veldi. Það er í rauninni ólýsan- legt eins og sjálfur guðdómurinn, enda felur það í sér drjúgan part af eðli hans. Það tengir saman himin og jörð. Þó það sé gert af jarð- efnum er það meira í ætt við him- ininn, eins og það birtist okkur Kannske verður því best lýst með orðum Kiljans úr upphafi 4. bókar Heimsljóss (Fegurð himinsins): „Þar sem jökulinn ber við loít hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þess vegna ergleðin ekki nauð- synleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu. “ Varla mun nokkurt fjall á ís- landi bera jafn mikið höfuð og herðar yfir svo víðlenda byggð, sem Snæfell yfir Fljótsdalshérað. Það er hér sannarlega „Fjallið eina“. Það er þannig sett, fyrir suðvestur- stafni Héraðs, að ekki verður betra hásæti fundið fyrir „Héraðs- dís“ eða drottningu Héraðsins. Þessi fjalladrottning hefur líka sína hirð: hnjúkana, sem eru um 20 talsins. Þeir girða fjallið í hálfhring, og myndu sumir vera taldir stæðileg fjöll, ef þeir væru ekki í nábýli við risann. Þegar heiðskýrt er kringum Snæfell, birtist tindurinn silfur- hvítur við himinblámann. í ljósa- skiptunum sveipast hann oft fjólu- bláu mistri, sem gerir hann ójarð- neskan og upphafinn. Fegurst er þetta þó í skammdeginu, þegar sólin sest í grennd við fellið og himininn verður sem eldsglóð eða skíragull. Þá getur Snæfell orðið eins og viti, er stafar geislaflóði út yfir Héraðið. Máske birtist hin ójarðneska fegurð fellsins þó aldr- ei eins skýrt eins og í glaða tungls- ljósi á vetrum, þegar landið er snævi þakið og Fljótið ísi lagt. Þá yrði enginn undrandi þótt álfa- drottningin birtist og heilsaði honum eins og í kvæði þeirra Heines og Jónasar (Stóð ég úti í tunglsljósi). Eins og Olympstindur er toppur Snæfells þó oft hulinn skýjahettu, er vindar háloftsins bægja í ýmsar áttir, teygja og toga í alls konar myndir og litaskraut. Þannig hefur það verið þegar Sigfús á Skjögra- stöðum var á ferð yfir Fljótsdals- heiði, með Rannveigu dóttur sinni og kvað: Snæfells tindinn háa hreina, himinlindar gylltir binda. Og stelpan svaraði að bragði: Hans er strindi, höldar meina, hversdagsyndi sunnan vinda. Helgi Hallgrímsson. Goðahelgi á Snæfelli (Fjallvætturinn) Varla er vafi á því að hinir fornu Héraðsbúar hafi bundið einhvern átrúnað við Snæfell, því að fjalla- dýrkun var alltíð í heiðnum sið. Við getum rétt ímyndað okkur þá ægifegurð sem birtist hinum fyrstu landnámsmönnum, er þeir komu neðan af fjörðum og litu yfir Hér- aðið, skógi skrýtt og vatnaspegl- um, og þessi silfurhvíti tindur blasti við, kórónaður gullnum skýjum í nónstað. Hvað ætli þeim hafi dottið í hug nema sá „helgi áss“, sjálfur þrumuguðinn Þór, akandi í gullreið sinni með höfrunum fyrir. Skyldi það vera nokkur tilviljun, að eyjaflæmið suðaustan við Snæ- fell, eitthvert fegursta flæðiland á íslandi, hefur frá fornu fari nefnst Þóriseyjar, og eitt stærsta fellið í hirð Snæfells er kallað Hafursfell. Hafrar Öku-Þórs voru tveir, og hafi menn líkt Hafursfelli við annan þeirra, þá hafa Nálhús- hnjúkar staðið fyrir hinn. Þar eru nokkuð áberandi móbergsdrangar (nálhúsin), sem geta verið hornin á hafrinum. Nú er meirh að segja hamarinn „Mjölnir" kominn á sinn stað, því að vestan í Snæfelli rís þverhnípishamar mikill hátt uppi í fjallinu, sem farið er að kalla Hamar eða Hamarinn. Ýmis goðahelginöfn má finna í grenndinni. Þórfell er á heiðar- brún fyrir ofan Egilsstaði, Þóris- staðakvísl við Þrælaháls og forn- býlið Þórisstaðir í Hrafnkelsdal. Ennfremur Ragnaborg, á Múl- anum andspænis Laugafelli. Auð- vitað gátu þessi örnefni verið dregin af mannsnafninu Þórir, en það verður að teljast fremur ólík- legt, því það hefur aldrei verið títt á Austurlandi. (Á hinn bóginn var tíska á seinni öldum, að breyta fornum örnefnum þannig að þau virtust vera dregin af mannanöfn- um). Þegar Sveinn Pálsson kemur í Fljótsdal árið 1794, eimir enn eftir af hinni fornu goðahelgi Snæfells. Sveinn ritar: „Þau munnmœli loða við fjall þetta - eins og mörg önnur - að eng- inn megi ganga upp á það, og sé útaf brugðið, verði slíkri ofdirfsku jafnan refsað með illviðri. “ Svipuð hjátrú var t.d. á Snæfells- jökli, Heklu og Herðubreið, en varla á mörgum fjöllum öðrum, þótt Sveinn taki svo til orða. Skyggn kona, Erla Stefánsdótt- ir, búsett í Reykjavík, hefur séð voldugan fjallvætt (fjalltíva) í Snæfelli. Hann líkist einna mest strók eða tré, en í honum má líka greina ýmsar myndir. Stundum gnæfir hann hátt yfir fjallið, jafn- vel upp úr skýjahulunni. Erla segir hvíta, bláa og gyllta liti eða ljós- tóna vera mest áberandi í þessari undurfögru mynd, sem varla er hægt að lýsa, nema með teikningu. Hugsanlega eru það segulkraft- línur fjallsins, sem Erla greinir á þennan hátt. Snæfell í þjóðtrúnni í þjóðtrúnni hefur Snæfell og umhverfi þess orðið þekktast fyrir útilegumannasögur. I hugarheimi Fljótsdælinga og annara Héraðs- búa, fyrr á öldum, voru þar „huldir dalir“, með góðum land- kostum, jafnvel heilar byggðir, með sýslumönnum. Þessi trú var enn í fullu gildi fram á 19. öld. Maríutungur Þetta var stutt með örnefnum eins og Maríutungur, en svo nefn- ist krikinn milli skriðjöklanna miklu, Brúarjökuls og Eyjabakka- jökuls, sem Valþjófsstaðarkirkja eignaðist snemma á öldum, og draga þær líklega nafn af því. Er talið að þar hafi fyrrum verið gróðursælt land. Til merkis um það er ákvæði í gömlum jarða- bréfum, að Skriða í Fljótsdal fékk „hundrað lamba rekstur“ í Maríu- tungur, gegn torfskurði á 20 hesta í landi Skriðu. Sveinn Pálsson segir að þangað hafi verið farið til grasa fyrrum (Ferðabók s. 385). En náttúruöflin hafa verið seig við að eyða þessari gróðurvin, t.d. gekk Brúarjökull langt fram á Tungurnar 1890. „Sem konungur upp yfir ásana rís... “ Séð yfir Egilsstaði og Lagarfljót, til Snœfells. (Mynd úr bœklingnum „Around Iceland '90‘ j Maríutungur koma víða fyrir í útilegumannasögum af Héraði, og eru þá gjarnan staðsettar öðru vísi en nú telst rétt. í Grímu segir um Tungurnar: „Einnig lá orð á, að útlegu- mannabyggð væri á örœfunum inn af Hrafnkelsdal og Jökuldal. Á þeim örcefum inn við jökla, var landspilda, sem menn kölluðu Maríutungur, frjósamt land og fagurt, og þar hugðu menn að byggð útilegumanna væri. Nú eru þessar Maríutungur huldar jökli. “ (Gríma hin nýja 3. bindi, s. 49). í Þjóðsögum Sigfúsar er þessi innskotsgrein í „Sögninni af Mjóa- Teina“. „Þar eru Vesturöræfi fyrir norð- an Snœfell, að Jökulsá á Dal, en að sunnanverðu við fellið, kemur Jökulsá í Fljótsdal í mörgum kvíslum úr Vatnajökli. Milli kvísl- anna heita Maríutungur. En sunn- an Jökulsár í Fljótsdal liggur Múla- afréttur. í Maríutungum slœðist oft fé eftir á haustum. “ Þarna eru Maríutungur komnar austur á Þóriseyjar, og má segja að þá hafi heilög María tekið við arf- leifð Ökuþórs. „Landahringur“ í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er „Sagan af Skúla bónda“ skráð eftir handriti Guðbrands Erlendssonar á Fáskrúðsfirði. Þar segir frá stúlkunni Sigríði, sem útilegumenn rændu frá Glúms- stöðum í Fljótsdal. Ári síðar lendir Skúli bóndi á Glúmsstöðum til byggða þeirra og hittir stúlkuna, sem þá er gift sýslumanni þeirra útilegumanna, og segir hún við Skúla: „Hann er sýslumaður yfir þess- um landshluta, er Landahringur heitir. “ Sýslumaður hafði áður náð öll- um fénaði bónda til sín, og bauð honum nú að koma og setjast að í sínum byggðum, sem bóndi þáði með þökkum, enda voru þar mun betri landkostir en í í Fljótsdal. Þannig voru útilegumannabyggð- irnar sérstakur heimur, sem ekki hlítti reglum íslenskrar veðráttu eða staðhátta enda var oft stutt milli hans og álfheims eða heims jarðbúa. Eitt sinn var Sögu-Guðmundur á Bessastöðum í eftirleitum undir Fellum, ásamt fleirum, og lögðust þeir til svefns í Maríutungum, en Gvendur vakti. Sá hann þá „karl og kerlingu ganga út úr einum melhólnum" og stefna að þeim. „En þau urðu þess vör að ég vakti og stönzuðu, og sneru svo inn í sitt inni aftur.“ Þá kom í ljós að einn félaga Gvendar hafði dreymt það sama. „Allir þeir félagar trúðu að þeim nöfnum hefði birst þetta í vöku og svefni, og að karlinn og kerlingin Itefðu verið útilegumenn, eða öllu heldur álfar eða aðrir jarðbúar. Fóru þeir þaðan hið bráðasta. “ (Þjóðsögur Sigfúsar XI,291). Hér má einnig geta þess, að í Hálskofa, austan undir Snæfelli, hafa menn oft orðið varir við „reimleika", án þess að á því hafi fengist nein viðhlýtandi skýring. Kannske eru „jarðbúar“ þar enn að verki. „Dýrt er drottins orðið“ Sagan er Snæfellsþjófunum er skráð af Sigfúsi Sigfússyni og birt í þjóðsögum hans XII. bindi s. 17-21, eftir Jóni Pálssyni (blinda) í Víðvallagerði og Bergljótu Sigurð- ardóttur á Skeggjastöðum (lang- ömmu minni). „Leikur sagan mjög á ýmsum tungum“, segir Sigfús, og dregur dám af Hellismannasögu. Annars virðist hún til þess ætluð, að skýra þjófa-örnefnin við Snæ- fell og ýmis örnefni í Fljótsdal, svo sem bæjarnafnið Valþjófsstaður. Söguþráðurinn er þannig í stuttu máli: Á dögum Svarthöfða prests á Valþjófsstað lögðust 18 þjófar út, og bjuggu um sig í helli undir fossi í Þjófadalsá (nú Þjófagilsá), sem kemur úr Þjófadal sunnanvert við Snæfell, milli þess og Þjófahnjúka. Þaðan lögðust þeir á fénað Fljóts- dælinga, og fóru ránsferðir út um Hérað. Fjórir eru nafngreindir, er þóttu verstir viðureignar: Galti, Valur, Valþjófur og Valnastakkur, en hann var svo nefndur af því hann gekk í brynju úr sauðarvölum. “Með tímanum gerðu þeir sér skála við ána í Þjófadal. Var hann graf- inn djúpt í jörðu og markar þar enn fyrir grunnlagi hans. “ Nú segir af því, að Fljótsdælum fannst nærri sér höggvið, og skutu á fundi um málið. Þar bauð sonur Svarthöfða sig fram til að heim- sækja ræningja og koma þeim í hendur byggðamanna. Fréttist stuttu seinna, að hann hefði framið glæp og væri horfinn. En það er af prestssyni að segja, að hann lagði leið sína inn í Þjófa- dal, hitti þá útilegumenn, og sagði sínar farir ekki sléttar. Tóku þeir við honum eftir miklar fortölur, og eftir nokkur ár var hann orðinn sem einn af þeim. Tók hann þá að ámálga við þá, að fara niður í dal- inn og ræna sér konum, og lagði á ráðin með aðferðina. Kvað best að taka þær við messu í Valþjófs- staðarkirkju, þegar byggðamenn yggðu ekki að sér. Var afráðið að reyna þetta um hvítasunnuna. Prestsson kom boðum til heimamanna , með því að binda spjald við hornin á for- ustusauð föður síns. Höfðu Fljóts- dælir mikinn viðbúnað. Sátu karlar fremst í kirkjunni, alvopnaðir, dulbúnir sem konur, en konur allar í kór. Koma nú ræningjar að kirkjunni og ráðgast um. Sýndist þeim lítils við þurfa og skildu vopn sín eftir úti og báðu prestsson gæta þeirra. En þegar í kirkjuna kom urðu heldur betur viðbrigði. Tókst nú bardagi, sem endaði með að ræn- ingjar voru allir felldir. Sumir voru eltir uppi og drepnir þar sem við- eigandi örnefni segja til. Sannaðist á þeim, ef sagan er sönn, að „dýrt er Drottins orðið, “ segir Gunnar Gunnarsson. (Árbók F.f. 1944, 89). Leiði þeirra voru til sýnis á Valþjófsstað allt fram á miðja þessa öld, kölluð Þjófaleiði eða Þrælaleiði, en voru þá sléttuð, illu heilli. „Grænmöttlað, hlaðbúið eilífum ís“, sést Snæfell hér af Lagarfljóti gegnum Norðurdal. Múlinn til vinstri og Valþjófsstaðafjall til hægri. Tekið með aðdráttar- linsu. Ljósm.: Rafn Hafnfjörð.

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.