Austri - 19.12.1991, Page 27
Egilsstöðum, jólin 1991.
AUSTRI
27
Land og saga
Þessi getraun er fólgin í því að
þið eigið að finna nöfn á 10 stöðum
á Austurlandi, lýst er landfræði-
legum aðstæðum og í örstuttu máli
komið inn á sögu þeirra. Ef tekinn
er fyrsti stafurinn í hverju staðar-
nafni eiga þeir í réttri röð að
mynda nafn á sveitabæ á Austur-
landi, þar sem lengi var samkomu-
staður og á tímabili eini kjörstaður
Norðmýlinga. Dregið verður úr
réttum lausnum og verðlaun veitt.
Eyðibýli í fjarðarbotni sögð
landnámsjörð Eyvindar sem kom
út með Brynjólfi gamla Porgeirs-
syni. Þar var fyrrum stórbýli og
prestssetur fram undir lok 18.
aldar og þar vitnar örnefni ekki
langt frá um samskipti klerka og
trölla. Þar hafa búið margir merkir
menn og er einum þeirra lýst eftir-
farandi í þjóðsögum Sigfúsar Sig-
fússonar: „Hann var einhver at-
kvæðamesti leikmaður eystra á
þeirri tíð, gáfumaður mikill, vel að
sér, glíminn og rammur að afli,
skrautmenni og kallaður yfirgangs-
menni“. Bærinn er umgirtur háum
fjölium og þar sér ekki sól í rúma
fjóra mánuði á ári. Býlið hefur
ekki verið í ábúð um árabil
íbúðarhús er nýtt sem orlofsheim-
ili.
Þar voru í gangi óvenjulegar
framkvæmdir á árunum 1974-1977
og er mannvirkið í um 630 m hæð
yfir sjávarmál. Oft er þar erfitt
yfirferðar á vetrum og löngum
hafa snjóþyngsli gert vegfarendum
erfitt fyrir. Á einmánuði og hörpu
er þangað mikið sótt og stunduð
þar íþrótt, sem talið er að hafi bor-
ist til Norðurlands með norskum
manni á síðustu öld.
Þar var oft á útmánuðum margt
um manninn og einkum sótt til
hákarla-, lúðu- og skötuveiða.
Lítið er þar um mannaferðir nú á
dögum og æðarfuglinn nánast ein-
valdur á sjó og landi. Grónar rústir
verbúða vitna um horfna mannvist
og Ærin, Lambið og Hrúturinn
eru enn á sínum stað og bíða karla
með krafta í kögglum.
Fjall 637 m y.s. skammt frá
þjóðvegi í einum mesta fjallgarði
Austurlands. Sagnir segja að nafn
þess megi rekja til mannvirkis í
heiðni. Engu að síður koma þar
einnig klukkur við sögu, sem sagt
er að hafi verið staðsettar í gjá í
fjallinu og hringt fyrir vindi og
varið nærliggjandi byggðir fyrir
ásókn trölla.
Handan hafsins
Þægileg fangavist
Pablo Escobar heitir rúmlega
fertugur maður, borinn og barn-
fæddur í Kólumbíu. Heimabær
hans heitir Envigado.
Escobar þessi er víðfrægur auð-
kýfingur sem grætt hefur of fjár á
eiturlyfjasölu. Yfirvöld í Kól-
umbíu þóttust lengi hafa reynt að
góma kauða m.a. fyrir tilmæli
Bandaríkjastjórnar sem vildi fá
hann framseldan en Bandaríkin
lögðu Escobar til markaðinn
u.þ.b. 15 milljónir eiturlyfjaneyt-
enda. Giltu þar hin gamalkunnu
lögmál um framboð og eftirspurn.
í júnímánuði síðastliðnum lét
ríkisstjórn Kólumbíu þau boð út
ganga að eftirlýstir kókaínbarónar
yrðu ekki framseldir og fengju auk
þess mildari dóma ef þeir gæfu sig
fram. Skömmu síðar gekk áður-
nefndur Escobar inn á næstu lög-
reglustöð og óskaði eftir hand-
töku. Sú fróma ósk var uppfyllt.
Escobar var komið fyrir í fang-
elsi á 2700 m háum fjallstindi fyrir
ofan heimabæinn, Envigado. í
klefa hans er fyrirferðarmikið rúm
og góð aðstaða fyrir Escobar til að
baða þybbinn kroppinn. Hann
valdi sjálfur húsgögnin og klefafé-
lagana ef hægt er að kalla 300 fer-
metra byggingu klefa. Sá grunur
mun hafa læðst að einstaka manni
að „klefafélagarnir" — 6 að tölu
— séu fremur í hlutverki lífvarða
en fanga enda mun samkeppni í
eiturlyfjabransanum vera harðari
en gengur og gerist milli olíufélaga
á íslandi og Escobar á sér keppi-
nauta að ekki sé talað um
fjandmenn. Þá er íþróttavöllur og
heilsuræktarstöð á fangelsislóð-
inni.
Forseti Kólumbíu er að vonum
harðánægður með þennan feng
sinn og segist hafa unnið hreint
gríðarlegan sigur í viðureigninni
við eiturlyfjakóngana. Þegar for-
setinn var spurður hvort aðbún-
aður þessa fanga væri ekki óvenju-
lega góður svaraði hann því til að
aðbúnaðurinn væri hvorki betri né
verri en tíðkaðist hjá saka-
mönnum af líku tagi í Bandaríkj-
unum. (Það er þá kannski ekki að
furða að öll fangelsi í Bandaríkj-
unum eru yfirfull).
Fólkið í Envigado er vel stætt
fjárhagslega miðað við það sem
gengur og gerist í Kólumbíu. Það
á velgengnina fyrst og fremst
Escobar að þakka enda hafa
Pablo Escobar.
margir trúaðir bæjarbúar hengt
mynd af honum við hliðina á líkn-
1. Jólatréð má aldrei taka beint
inn í stofuhita úr miklu frosti.
Ef frost er, þegar taka á tréð
inn, þá verður að láta það
þiðna hægt og helst í raka, t.d.
leggja það í kalt vatn í baðkeri.
2. Eftir að tréð hefur jafnað sig
inni og tími er kominn til að
setja það í vatnsfót, þarf oft að
fjarlægja nokkrar greinar neðst
af stofni og snyrta hann.
3. Saga skal um 5 cm sneið neðan
af stofninum. Leggið neðstu
greinarnar upp með stofninum
eski Maríu meyjar og biðja þess að
hann verði hið fyrsta laus úr haldi.
Margir eru þó þeirrar skoðunar að
Escobar þurfi ekki hjálp að ofan
eins og allt er í pottinn búið.
Fangaverðirnir sem gæta hans eru
flestir frá Envigado og skæðar
tungur segja að þeir séu ekki
þarna til að hindra Escobar í því
að sleppa út heldur til þess að
koma í veg fyrir að óvinir hans
komist inn.
Hámarksrefsing fyrir eiturlyfja-
misferli í Kólumbíu er 12 ár. Sú
refsing styttist um þriðjung gefi
menn sig fram eins og Escobar og
hún styttist enn ef fangar eru sam-
vinnuþýðir og taka þátt í vinnu og
námi sem fangelsisstjórnin skipu-
leggur. Líkur benda því til að
fangavist Escobars geti orðið
endaslepp. sh
og tyllið bandi utan um þær
meðan næsta aðgerð fer fram.
4. Tálgið börkinn af stofninum 10
cm frá stúfnum. Stingið þessum
10 cm stofnsins niður í sjóðandi
vatn í um það bil 10 mínútur.
5. Gangið frá trénu strax að suðu
lokinni í vatnsfót, sem aldrei má
tæmast af vatni.
Athugið að vatnsfóturinn má
aldrei tæmast, annars geta smá
loftbólur komist í vökvaæðar
stofnsins og valdið ótímabærum
dauða trésins.
Gleðileg jól
Fangelsið á fjallinu.
Með réttri meðferð fellir
rauðgrenið ekki barrið um jólin
Þverhnípt fjall í sunnanverðum
fjórðungi um 537 m y.s. Af nafni
þess má draga að þar hafi verið
skógarnytjar fyrr á tímum og þar
var fyrir 30 árum girt af land með
skógrækt í huga. Austan við fjall
þetta er heiði samnefnd afréttar-
landi sem tilheyrir Skagafjarðar-
sýslu.
Örnefni þetta á Suðausturlandi
er náttúrunafn og minnir á umsögn
um Framsóknarflokkinn sem orðið
hefur býsna lífseig. Á þessum
slóðum er að finna stærsta berg-
hleif úr djúpbergi sem þekktur er
hérlendis. Sagt er að þarna sé
snjóflóða- og skriðuhætt og aldrei
mun þar hafa risið byggð.
Stöðuvatn í óbyggðum með
heldur óhugnanlegu nafni og eru
þjóðsagnir um tilurð þess nokkuð
mismunandi og einar þrjár þekkt-
ar. Sagnir eru um að stunduð hafi
verið veiði í vatninu, en í því er
hólmi þar sem á að hafa verið
veiðiskáli. Upp úr miðri 19. öld
fundust mannabein skammt frá
vatninu og var talið að þau væru af
sakamanni sem sloppið hafði úr
varðhaldi fyrr á öldinni.
Stuttur fjörður, inn af honum
töluvert undirlendi, grösugt, sem
klofnar í tvo dali. Þar er að finna
náttúrufræðiminjar frá fornsögu-
legum tíma og hefur m.a. verið
rætt um, að hefja þar nám á jarð-
efnum. Fjölmenn byggð var í f.
fram á þessa öld, en engin föst
búseta er þar nú, en hlunnindi
nytjuð að hluta.
Á sjöunda áratugnum var þetta
mannvirki byggt og gefið nafn,
sem sótt er í norræna goðafræði.
Þarna er gjarnan uppi gleðskapur í
vikulokin og í grennd tefla hrossa-
bændur fram gæðingum á þingum
sínum. Víðsýnt er þarna og gefur
að líta formfögur fjöll. Þegar
Jónas Hallgrímsson var að vinna
að íslandslýsingu sinni dvaldi hann
á nálægu prestssetri og kannski
hefur kvæði hans um Tíkar-Manga
orðið til á gönguferð þeirra félaga
um þessar slóðir.
Þar gefur nú að líta grónar rústir
á bakka stöðuvatns og oft reisa
ferðamenn þar tjöld sín, enda
náttúrufegurð mikil. Býlið var
byggt upp á 19. öld og var búið þar
um 80 ára skeið. Þó afskekkt væri
var það í þjóðbraut á fjölfarinni
leið milli landsfjórðunga, en býsna
snjóþungt mun þar vera á vetrum
en góðir sumarhagar og silungs-
veiði hvöttu til búsetu.
EFST Á BAUGI:
ISLENSKA.
ALFRÆDÍ
0RDABÖKIN
Jól: fæðingarhátíð Jesú, 25.
des.; upphafl. heiðin hátíð um
vetrarsólhvörf til dýrðar frjó-
semisguðum. Við lögfestingu
kristins siðar var jóladagurinn
settur 25. des. og var hann tal-
inn nýársdagur til loka 16. aldar.
jólatré: skreytt og ljósum prýtt
barrtré, sett upp á jólum; veiga-
mikill þáttur í jólahaldi Vestur-
landabúa; upphafl. þýskur siður
og eru elstu heimildir um j frá S-
Þýskal. á 16. öld. Norðurlanda-
búar fóru að setja upp j um
1800, siðurinn barst til ísl. um
1850 en varð ekki almennur fyrr
en eftir 1900. Erfitt var að
útvega barrtré á Isl. og því voru
j smíðuð úr viði og skreytt með
sortulyngi, beitilyngi eða eini.
Innflutt barrtrc urðu almenn á
fsl. eftir 1940.
Grýla: óvættur í ísl. þjóðtrú; af
tröllaætt og m.a. nefnd meðal
tröllkvenna í Snorra-Eddu; á
margar hliðstæður í þjóðtrú
víða um Evr. Margar sögur fara
af útliti G en öllum ber saman
um að hún sé ferleg ásýndum,
m.a. sögð hafa 15 hala, þrjá eða
300 hausa og þrenn augu í
hverju höfði; sögð éta menn,
einkum óþekk börn. G var áður
fyrr notuð til að hræða börn. Á
17. öld er hún fyrst tengd jólum
og sögð koma og setja í pokann
sinn þau börn sem höfðu verið
óþekk á liðnu ári. Fjölmörg
kvæði og þulur eru til um G.
Hún er þrígift og á mörg börn
en þeirra þekktust eru jólasvein-
arnir. Af þremur eiginmönnum
G er sá síðasti, Leppalúði,
kunnastur.
Leppalúði: persóna í ísl. þjóð-
sögum; stór, ljótur og loðinn
tröllkarl, yfirleitt talinn þriðji
eiginmaður Grýlu. Þau áttu 20
börn saman og meðal þeirra eru
stundum taldir jólasveinarnir.
Auk þess átti L holukrakka sem
hét Skröggur.
jólasveinar: vættir sem tengjast
jólum í ísl þjóðtrú; fyrst getið í
rituðum heimildum á 17. öld og
þá taldi tröll og barnafælur,
synir Grýlu og Leppalúða. Á 19.
öld voru j ýmist taldir níu eða
þrettán, illviljaðir, hrekkjóttir
og þjófóttir; sagðir stórir, ljótir
og luralegir í vexti, klæddir
röndóttum fötum með gráa húfu
á höfði og gráan poka á baki. Til
eru mörg jólasveinanöfn frá 19.
öld en þekktust eru Stekkja-
staur, Giljagaur, Stúfur, Þvöru-
sleikir, Pottasleikir, Askasleikir,
Faldafeykir, Skyrgámur,
Bjúgnakrœkir, Gluggagœgir,
Gáttaþefur, Ketkrókur og Kerta-
sníkir. Um aldamótin 1900
ímyndaði fólk sér j í gömlum ísl.
bændafötum en á 20. öld fengu
þeir æ meiri svip af °°Nikulási
og tóku um leið að færa börnum
gjafir. Þrátt fyrir breytt útlit og
hlutverk hafa ísl. j haldið tölu
sinni og nöfnum.
jólakötturinn: köttur í ísl. þjóð-
sögum, tengdur jólum; fyrst
getið í munnmælum á s.hl. 19.
aldar. Sagt er að þeir sem ekki
fái nýja flík á jólum fari í j eða
klæði hann. Hugmyndin um j
virðist hafa borist til ísl. frá Nor-
egi en þar óttast menn jólageit-
ina ef þeir fá ekki nýja flík; gæti
þó verið miklu eldra því fjand-
inn gat m.a. birst í kattarlíki.