Austri - 19.12.1991, Blaðsíða 28
28
AUSTRI
Egilsstöðum, jólin 1991.
Kransinn var
endursendur
smásaga eftir Rögnvald frá Yíöivöllum
Hann situr einn í rökkvuðu stýr-
ishúsinu með flösku í hendi. Hann
er svo viðutan, getur ekkert
hugsað. Þó gerir hann sér óljósa
grein fyrir því að hann situr þarna
með þann óþverra í höndum sem
hann hefur síðastliðin tíu ár reynt
að forða drengjum sínum frá að
neyta. Hann er búinn að vera bæði
stýrimaður og skipstjóri og allan
þann tíma hefur hann reynt að
forða piltum sínum frá því að
neyta of mikils víns. En það er
eins og það fylgi sjómönnum að
drekka fullmikið. Þetta er heldur
ekkert heimilislíf hjá þeim
flestum, stöðugt stím á sjónum
langt frá ástvinum.
Hann sýpur á flöskunni. t>ó að
hann hafi aldrei fyrr bragðað vín
finnur hann enga breytingu á sér.
Og eftir því sem hann situr þarna
lengur og starir út í rökkvað her-
bergið taka myndir liðinna ára að
svífa fyrir hugskotssjónum hans.
Eins og myndir á tjaldi, fyrst ó-
ljósar æskumyndir, svo gleggri og
yngri. Hann hverfur alveg á vit
minninganna, bæði bjartra og dap-
urra.
Þeir voru tveir bræðurnir. Tví-
burar, svo líkir í sjón að ókunn-
ugir þekktu þá ekki í sundur. En
þeir voru eins ólíkir f skapi og
framkomu og þeir voru líkir í sjón.
Hann ráðvilltur hikandi og feim-
inn, en Björn bróðir hans einbeitt-
ur, metorðagjarn, óprúttinn og
frekur.
Einu sinni hafði Gerða Hrólfs
leiksystir þeirra sagt við hann, það
var um fermingarvorið þeirra:
„Sveinn minn, ég held þú verðir
alltaf barn, og ef enginn styður þig
í lífinu er ég hrædd um að þú
verðir troðinn undir“. Og alltaf
var það svo ef honum var gefið
eitthvað þá náði Björn því af
honum, annað hvort með prettum,
eða tók það ófrjálsri hendi. Aldrei
hafði hann þorað að segja neitt við
því. Nei, aldrei. Hjá honum var
aldrei um aðra stúlku að ræða en
Gerðu Hrólfs. Hún hafði alltaf
verið hans draumadís. Engin
önnur. Hann man það enn vel
hvað bróðir hans hafði hlegið að
honum. Hann hafði alltaf litið
niður til sjó- og verkamannadætra,
þó sjómannssonur væri sjálfur.
Bróðir hans hafði alltaf verið á
eftir dóttur yfirvalds þorpsins.
Stúlku, sem ekki vildi við hann
tala, en hló að honum í laumi. Og
svo ef einhverjar ókunnugar
stúlkur komu til þorpsins spurði
Björn ekki eftir hvers dætur þær
væru, en var stöðugt á eftir þeim.
Árið eftir að þeir fermdust hafði
Björn heimtað að foreldrar þeirra
styrktu hann til náms. Sjálfur hafði
Björn aldrei átt eyri. Nei, en
Björn vildi ekki verða eyrarvinnu-
karl. Og foreldrar þeirra höfðu
samþykkt það, þó áttu þau í erfið-
leikum með að draga fram lífið.
Það þekkti hann manna best, svo
oft hafði hann látið kaupið sitt
renna til þeirra. En í augum for-
eldranna hafði Björn verið dýr-
lingurinn. Já, ofurmenni sem reyta
varð sig inn að skinni til að styrkja
til náms. Sjálfur hafði hann orðið
að spara við sig hverja krónu í tvö
ár, til að komast í sjómannaskól-
Rögnvaldur Erlingsson.
ann. Hærra hafði hann ekki
hugsað sér. En hann hafði verið
svo heppinn. Honum hafði gengið
vel í skóla og lokið námi á
skemmri tíma en algengt var.
Hann gat lært, ekki síður en
Björn. Og fljótlega eftir fermingu
höfðu þau byrjað að vera saman
Gerða Hrólfs og hann. Látið sig
engu skipta þó aðrir sæju það,
haldist jafnvel í hendur úti á götu.
Og margt rökkvað haustkvöldið
hafði hann setið með hana á
hnjánum og hallað henni að sér
alsæll. Og hún hafði kysst hann.
Já, hún hafði kysst hann. Hann
hafði aldrei haft kjark til að tjá
henni hug sinn, hvorki í orðum, né
athöfnum. Hann var alltaf sú hel-
vítis gunga. En við að halda í hönd
hennar, já aðeins hönd hennar,
höfðu seitlað inn í sál hans svo
hugljúfar kenndir að engin orð
gátu lýst þeim. Og hann hafði
vonað að sama fyndist henni. Já,
vonað. Vissi það aldrei, því bæði
voru alltaf þögul er þau voru
saman.
Svo gerðist örlagaríkt atvik. En
þó í rauninni ósköp hversdags-
legur atburður. Hrólfur faðir
Gerðu hafði keypt bát. Eins og allt
er Hrólfur tók sér fyrir hendur
gekk útgerð bátsins vel. Á stuttum
tíma hafði Hrólfur orðið einn af
máttarstólpum þorpsins, og þá
líka valdamesti maður flokksins í
kjördæminu. Þó breytti þessi
atburður engu, því söm var Gerða
dóttir Hrólfs við hann. Og ekki
hafði Hrólfur breyst heldur, þrátt
fyrir metorð og völd þau er flokks-
formennskunni fylgdu. Hrólfur
var alltaf sá sami hver sem átti í
hlut.
Ekki höfðu tilfinningar hans til
Gerðu eða ást horfið. Björn bróðir
hans hafði lokið lögfræðinámi þá
og hugðist bjóða sig fram fyrir
flokkinn í heimakjördæminu. Og
höfðu sagnir gengið manna á milli
um að hann hefði ekki notað sem
heiðarlegastar aðferðir, við að
bola gamla þingmanninum úr sæti
í kjördæminu. En það kom honum
ekki á óvart, hann þekkti bróður
sinn það vel. Jú, hann trúði þeim
sögusögnum og þær snertu hann
ekkert sjálfan. Björn mátti beita
hvaða brögðum sem hann vildi í
flokknum fyrir honum. Einn
atburð man hann mjög glöggt.
Atburð sem lýsti Hrólfi vel. Eitt
stutt andartak hélt hann að ham-
ingjudísin væri farin að brosa til
sín. Hann hafði verið háseti á lítilli
bátskel þá og verið að koma að
landi með dágóðan afla eftir
daginn. Þá hafði Hrólfur komið
hlaupandi til hans niður á bryggju
og sagði móður og másandi, óða-
mála og ekki heilsað. „Viltu fara á
Gerðu fyrir mig?“ Hann hafði
starað á Hrólf og haldið að karlinn
væri orðinn galinn. „Ekki þarftu
að óttast að hún sé ekki nógu
traust eða fari vel undir þér“.
Hann var alveg viss um að karlinn
væri orðinn vitlaus. „Ég hef alltaf
hugsað mér að fá einhvern úr
þorpinu á hana og mér hefur sýnst
að þú hefðir ekkert á móti sam-
starfi við Hrólf gamla ha, ha. Og
ekki þarftu að hræðast það að hún
steypi þér af, því vel liggur hún
undir mönnum ha, ha“. „En, en“
hafði hann stamað, en greip þá
Hrólfur fram í fyrir honum og
sagði. „Ekkert en, þú þekkir illa
Hrólf gamla ef þú heldur að hann
sætti sig við eitthvert hik. Annað-
hvort já, eða nei, vil ég og þá er
það ákveðið. Jæja það er gott“.
Og með þau orð á vörum hljóp
Hrólfur aftur upp bryggjuna.
Þannig maður var Hrólfur, alltaf
að flýta sér.
Hann reynir að hætta að hugsa
um þetta tímabil. Reynir að
gleyma þessum minningum. Fær
sér sopa úr flöskunni, þurrkar sér
um munninn og stappar niður fót-
unum. En er þó óðara aftur á valdi
hugsana sinna. Er líka sestur
aftur.
Hann hafði staðið lengi hljóður
eftir að Hrólfur hafði horfið upp
bryggjuna og tautað lágt við
sjálfan sig. Ég held karlinn sé orð-
inn snarvitlaus. En þá mundi hann
allt í einu eftir að Hrólfur hefði
nýverið keypt 250 tonna bát, sem
hann hefði skýrt eftir dóttur sinni
og á þann bát vantaði hann stýri-
mann. En töluð orð yrðu ekki aftur
tekin, þó Hrólfur meinti bátinn.
Þegar hann kom úr fyrstu sölu-
ferð sinni sem stýrimaður bátsins
var það fyrsta sem hann frétti er í
land kom, að Björn væri orðinn
þingmaður og einnig það að Björn
og Gerða Hrólfs hefðu gift sig viku
áður og flutt suður. Björn hafði
verið á framboðsfundum er hann
fór í söluferðina og enginn gat náð
kosningu í þessu kjördæmi sem
ekki átti stuðning Hrólfs vísan.
Svo mikill maður var hann orðinn,
karlskrattinn því miður. Sólar-
hringurinn sem á eftir fór hafði
verið sá erfiðasti sem hann hafði
lifað allt til þessa dags, í dag.
Hafði hann farið niður í bátinn og
lokað að sér og ekki fengist til að
ræða við neinn mann. Og hefði
hann ekki átt þessar hugljúfu
minningar og ógleymanlegu
stundir með Gerðu Hrólfs, því
miður óburðugar og hikandi frá
hans hendi, hefði hann stokki fyrir
borð á Gerðu SU 80 og látið sig
hverfa í hafið. I einu vettvangi
hafði hin mikla tilhlökkun um
heimkomuna og endurfundi við
Gerðu, er hélt fyrir honum vöku
nóttina áður, breyst í nístandi
harm og söknuð sem hann vissi að
myndi halda fyrir honum vöku
næstu nætur. En hann hafði
harkað af sér, þó margar andvöku-
nætur ætti og ekki gripið til neinna
örþrifaráða. Bara farið að halla sér
meira að Gerðu SU 80. Já, lagt sig
fram um að skilja duttlunga
hennar og ástarsamband við hafið.
Reynt að gleyma öllu nema
bátnum. Og ekki breyttist sam-
band þeirra Hrólfs við burtför
dótturinnar. Og þó, það varð enn
nánara. Gerða var einkadóttir
þeirra Hrólfs og Önnu. Nú var hún
flutt burt og þau ein eftir í fallega
húsinu sínu.
Strax ári eftir brottför dóttur
sinnar hafði Hrólfur fengið honum
í hendur skipstjórn bátsins. Og
varð hann líka hans hægri hönd
við útgerðina. Líklega féll Hrólfi
vel við hann þó að hann minntist
aldrei á það. Hann var nú alltaf
svo þögull hann Hrólfur. Svo voru
þau nærgætin í orðum gömlu
hjónin, þau minntust aldrei einu
orði á einkadótturina eða Björn í
návist hans.
Skömmu síðar kom atvik fyrir
er gert hafði hann bæði undrandi
og ruglaðan. Hrólfur hafði komið
hlaupandi til hans ofan á bryggju
og sagt óðamála, án þess að kasta
á hann kveðju. „Sveinn, ég er
búinn að selja afa þínum Gerðu“.
Hann starði undrandi og ráðvilltur
á Hrólf og gat ekkert sagt. Afi
hans var gamalmenni sem dvaldi á
elliheimili, og vegna þess að hann
hét í höfuðið á honum hafði gamli
maðurinn arfleitt hann að öllum
eigum sínum, sem varla yrðu
miklar. Þó hafði Hrólfur sjálfur
verið við undirritun erfðaskrárinn-
ar. Það gátu fleiri verið brögðóttir
en bróðir hans. Gerða Hrólfs átti
að erfa allt eftir foreldra sína.
Hvað segði Björn nú. Já, þannig
var það og gekk hann til Hrólfs og
þrýsti hönd hans og sagði hvor-
ugur neitt. Þeir þurftu þess ekki.
Þeir skyldu svo vel hvorn annan án
orða. Augu beggja urðu rök þá
stund.
Sveinn reis á fætur og skyggnir í
flöskuna, enn er hún hálf, þó gerir
innihald hennar ekki betur en að
halda á honum hita. En hann hafði
stolið flöskunni frá drengjum
sínum. Hann fellur saman, grípur
höndum fyrir andlitið og rær út í
rökkrið, kjökrandi.
Það hafði svo verið fimmta
haustið hans sem skipstjóri á
Gerðu, það var búið að vera
ördeyða lengi og ekki fengist bein
úr sjó. Dag einn komst hann í
fiskigöngu og fyllti bátinn á
stuttum tíma. Það var mikill
fögnuður í huga hans er hann hélt
til lands og hlakkaði hann til að
hitta Hrólf þegar hann kæmi að
landi óvænt með svo góðan afla.
En um leið og hann sá til lands
þyrmdi yfir hann og hugur hans
hafði fyllst ótta og kvíða. Hann
tók eftir að flaggað var í hálfa
stöng við hvert hús í þorpinu.
Hann reyndi að hugga sig við það
að það væri vegna andláts afa sem
flaggað væri. Þó átti hann erfitt
með að trúa að svona almennt væri
flaggað. Afi var aumingi sem allir
óskuðu að færi að fá hvíldina sem
fyrst. Nei, hann óttaðist að það
væri aðeins við andlát eins manns í
þorpinu sem svona almennt væri
flaggað. Og því miður reyndist sá
ótti réttur. Hrólfur varð bráð-
kvaddur um morguninn. En, and-
lát Hrólfs hafði þó engu breytt.
Hann, Sveinn, hafði verið aðal-
maður við útgerð bátsins þá strax.
Jú, það eina sem breyttist var að
Anna ekkja Hrólfs bauð honum
herbergi í húsinu hjá sér. Hún
hafði sagt að sér leiddist að vita
hann á hrakningi úti í bæ þegar
hún væri ein í þessu stóra húsi.
Hafði hún bætt við að ef til vill ótt-
aðist hann að fólk færi að slúðra
um þau þó hún væri svona gömul.
En honum stóð á sama um það.
Hann óttaðist aðeins að Björn og
Gerða kæmu einhvern tíma í
heimsókn er hann væri í landi. En
sem betur fór reyndist sá ótti á-
stæðulaus þangað til í dag að Björn
birtist í stýrishúsdyrunum. Menn
hans voru komnir í land eftir
langan veiðitúr. Sjálfur ætlaði
hann að taka sendistöð bátsins
með sér til viðgerða og því verið
einn eftir um borð.
Hann ætlaði ekki að þekkja
bróður sinn. Þeir höfðu verið
sagðir mjög líkir í sjón í æsku.
Hann hafði að vísu ekki litið í
spegil lengi, en það veit hann þó
með vissu að hann hefur allt hárið
á höfðinu enn. Og ekki var hann
heldur með neinn fitupoka framan
á maganum eins og Björn, fór
hann Birni mjög illa eins lágur í
lofti og hann var. Og svo andlitið á
honum, allt rauðþrútið og slappt.
En éf til vill leit hann eins út.
Aðeins sjálfsblekking að taka ekki
eftir því. Nei, það var svo að sjá að
hásetastarf á þjóðarskútunni
þreyti menn ekki minna en skip-
stjórn á báti. Já, bróðir hans hafði
aðeins breyst í útliti. Ekki annað.
Hann segir án þess að kasta á hann
kveðju. Þó höfðu þeir ekki sést í
mörg ár: „Ég ætla að láta þig vita
það, Sveinn bróðir, að kaupsamn-
ingur sá er Hrólfur gerði við afa
okkar er týndur, svo við Gerða
eigum dallinn. Og nú þarf ég
nauðsynlega á koppnum að halda.
Ég hef góða von um að verða val-
inn ráðherraefni flokksins í haust.
En til að ná þeim lífsáfanga þarf ég
stuðning helstu manna í
flokknum. Og þó aðallega eins
sem hefur áhrif á æðri stöðum“.
Og Björn snýtir sér með berum
fingrum og þurrkar þá á buxna-
skálminni. Hann hefur ekki lagt
þann kæk af enn. „Og hann er
útgerðarmaður sem vantar nauð-
synlega 250 tonna fleytu handa
tengdasyni sínum“. Bætti hann
við. 'Svo gekk Björn út aftur, lyfti
ekki einu sinni hatti af skalla í
kveðjuskyni.
Hann þrífur í flöskuna sem
hann hefur lagt frá sér á borðið og
sýpur gúlfylli úr henni. Spýtir svo
víninu af fyrirlitningu á eftir Birni
og tautar lágt. Hann sagði aldrei
skip, helvítis þrællinn, heldur
koppur eða fleyta, hu. Nei, bróðir
hans hafði ekkert breyst, en því
miður hafði hann ekki heldur
breyst. Troða þig undir, hafði
Gerða Hrólfs sagt. Það var víst
satt. Hann bara hneigði höfuðið til
samþykkis. En Björn bætti við.
Fattur á bryggjusporðinum. „Þú
getur haft peningana sem þú hefur
unnið þér inn frá því afi var talinn
eigandi bátsins. Ég þarf ekki á
þeim að halda núna. Ekki í bráð,
kannski síðar. Jú, vafalaust síðar“.
Svo er Björn horfinn upp bryggj-
una, en hann stendur þögull og
niðurbrotinn eftir og horfir út í
tómið.
Nú líður honum enn verr en er
Gerða Hrólfs hvarf burt með
Birni. En þá var hann yngri og og
þá átti hann minningar sem
hjálpað höfðu að taka af karl-
mennsku vonbrigðum lífsins. Víst
minnist hann margra góðra sölu-
ferða í glöðum félagsskap drengja
sinna. En þær minningar gátu aldr-
ei orðið eins hugljúfar eða veitt
honum eins mikinn styrk í mótlæt-
inu og minningarnar um Gerðu
Hrólfs. Nú er það aðeins eitt sem
hann getur gert. Hann hafði alltaf
elskað hafið. Var þá nokkuð til
betra en hljóta þar hinstu hvílu?
Að vísu vissi hann að hafið er dutt-
lungafullt. Það þekkti hann af
langri reynslu. Og fyrir kom að
það fleygði á land þeim er í það
féllu, eða sem oftar var leifunum
af þeim.
Hann sprettur á fætur og grýtir
fiöskunni út á hafið. Þessi fjandi
hafði ekkert gagn gert nema síður
væri, því honum er orðið flökurt.
„Hvar eru vinir mínir?“ spyr hann
stakan máf sem situr á mastri
bátsins. „Á ég enga vini?“ Jú,
hann á marga kunningja, menn
sem lengi höfðu unnið hjá honum.
En vini Önnu. „Anna“ hrópar
hann út í rökkrið. Man um leið að