Austri


Austri - 19.12.1991, Síða 33

Austri - 19.12.1991, Síða 33
Egilsstöðum, jólin 1991. AUSTRI 33 Breytingar á starfsemi Bókasafns Héraðsbúa BÓKASAFN HÉRAÐSBÚA varð til árið 1956 þegar sameinuð voru lestrarfélög nokkurra hreppa á Héraði. Á þeim árum sem síðan eru liðin hefur oltið á ýmsu í starfsemi safnsins. Húsnæðis- vandræði ollu oftar en ekki alls konar vandræðum, meira að segja svo miklum að um skeið var útlánsgögnum komið fyrir í kössum sem góðhjartaðir hús- ráðendur í þorpinu skutu skjóls- húsi yfir og gefur auga leið hver þjónusta safnsins hefur verið við slíkar aðstæður. Sem betur fer er slíkt liðin tíð og í janúar 1981 flutti safnið í húsnæði í Menntaskólanum. Þar var það til húsa þar til á síðast liðnu vori að starfsemi þess flutti í bjart og vistlegt húsnæði að Tjarnarbraut 19. Þar með er safnið komið í „þjóðbraut" því hver á ekki leið um Tjarnarbraut- ina, þaðan er heldur ekki svo ýkja langt heim þ.e.a.s. að húsi Safna- stofnunar Austurlands en þar er Bókasafni Héraðsbúa ætlaður samastaður til frambúðar. Húsráðendum og skólastjórn- endum Menntaskólans er hér með þakkaður sá skilningur og velvilji er þeir hafa sýnt starfsemi safnsins meðal annars með því að hýsa það án nokkurs endurgjalds öll þessi ár. Um nk. áramót eru fyrirhug- aðar nokkrar breytingar á starf- semi safnsins sem felast í því að notendur greiða árgjald. Því verður mjög í hóf stillt og verður kr. 500.- Börn yngri en 12 ára, ellilífeyrisþegar og öryrkjar verða undanþegin árgjaldi. Þá verða tekin upp sektargjöld sem verða kr. 10,- fyrir hvern dag umfram ákveðinn útlánstíma. Með þessu vonumst við til að not- endur verði skilvísari en nokkuð hefur borið á því að bækur liggi vikum og jafnvel mánuðum saman hjá notendum. Eitt símtal nægir til að endurnýja útlán á bók eða gera grein fyrir henni ef veður eða óvæntar uppákomur hamla för á safnið. Það er von okkar að þessum breytingum verði vel tekið og við væntum góðs sam- starfs við notendur, hér eftir sem hingað til. Af gefnu tilefni er rétt að geta þess að allir Héraðsbúar eiga jafnan rétt á þjónustu safnsins, og eru hvattir til að líta við á Tjarn- arbrautinni. Þar í hillum er ýmsan fróðleik að finna fyrir utan allt léttmetið, það er heitt á könn- unni, auk þess sem jólabækurnar streyma að þessa dagana. Bókasafn Héraðsbúa er opið alla virka daga frá kl. 15-19, sími safnsins er 11546. Nýir geisladiskar og plötur frá Geimsteini Út eru komnar á einum geisla- diski tvaer fyrstu hljómplötur Bjartmars Guðlaugssonar sem fyrst voru gefnar út 1984 og 1985. Þær heita „Ef ég mætti ráða“ og „Venjulegur maður“ og hafa verið ófáanlegar í mörg ár. Alls eru þetta 20 lög og ljóð Bjartmars m.a. „Sumarliði er fullur“, „Hippinn", „Venjulegur maður“ og „Stúdentshúfan“. Brimkló - Rock’n roll öll mín bestu ár Hljómsveitin Brimkló setti svip sinn á popptónlist 8. áratugarins hér á landi og nutu plötur sveitar- innar feykimikilla vinsælda. Lögin voru morg sótt í smiðjur kántrí- söngvaranna og segja má að Brimkló hafi öðrum fremur hér á landi kynnt þá stefnu innan popp- tónlistar sem nefnd er Kántrí- rokk. Textarnir eu litlar smá- myndir úr daglega lífinu sem falla vel að einfaldri tónlistinni og sann- hermt er að fáar ef nokkrar hljóm- sveitir hafi átt í dægurlagasögunni jafnt margar plötur í „partýplötu- söfnum“ heimilanna og Brimkló. Þessi hljómplata sem fyrst kom út árið 1976 hefur verið ófáanleg í meira en áratug. Hún hefur að geyma mörg lög sem á sínum tíma slógu í gegn og má þar nefna titil- lagið Síðasta sjóferðin, Samferða, Stjúpi o.fl. Tilvalin plata eða geisladiskur í safn þeirra sem eru að endurnýja samkvæmisplöturnar, þessar gömlu góðu sem á sínum tíma voru hafðar á grammófóninum alla daga. Þórir Baldursson og Rúnar Georgsson - Til eru fræ Hér er róið á íslandsmið og ára- lagið hægt, markvisst og fagmann- legt. Tveir af okkar snjöllustu hljómlistarmönnum þeir Þórir og Rúnar leika hér þekkt íslensk dæg- urlög í fáguðum útsetningum Þóris Baldurssonar. Það leynast margar gullfallegar laglínur í íslenskri dægurtónlist ef grannt er skoðað og er þetta 14-laga safn til vitnis um það. Þetta er fyrsta platan í Til eru fræ-seríunni þar sem viðfangs- efnið er leikin íslensk dægurtónlist frá ýmsum tímum. Ef frá er talið titillagið eru lögin eftir landskunna lagahöfunda eins og Sigfús Hall- dórsson, Magnús Eiríksson, Bubba Morthens, Jón Múla Árna- son og fleiri. í ævintýraleik - Tumi þumall og Jói og baunagrasið Hinn kunni lagahöfundur Gylfi Ægisson tók sig til fyrir áratug eða svo og samdi lög, ljóð og texta uppúr nokkrum þekktum ævintýr- um. Þessar poppóperettur nutu mikilla vinsælda yngstu kynslóðar- innar enda einlægar, auðlærðar og skemmtilega fram settar. Tvær þeirra, ævintýrin um Tuma þumal og Jóa og baunagrasið eru hér á einum geisladiski. Eins og heyra má láta þær kunnuglega í eyrum, sennilegast hafa þær einhvern tíma ómað í barnaherberginu fyrir 10 árum en margir landsþekktir eru þarna í aðalhlutverkum. Má nefna þá Þórhall Sigurðsson (Ladda) og Magnús Ólafsson í því sambandi og sögumenn eru hinir kunnu sjónvarps- og útvarpsmenn Her- mann Gunnarsson og Þorgeir Ástvaldsson. Öll lög og textar eru eftir Gylfa Ægisson en auk hans útsetja þeir Þórir Baldursson og Rúnar Júlíusson og færa í hljóðbúning. Útgefandi er Geimsteinn, Keflavík. Bændur á hvunndagsfötum Bókin Bændur á hvunndagsföt- um, þriðja og síðasta bindi sam- nefndra viðtalsbóka Helga Bjarna- sonar blaðamanns, er komin út. f bókinni eru viðtöl við fjóra bændur sem allir hafa frá viðburða- ríku lífi að segja. Bændurnir eru Egill Ólafsson á Hnjóti, Eiríkur Sigfússon á Sílastöðum, Björn Sig- urðsson í Úthlíð og Egill Jónsson á Seljavöllum. Hörpuútgáfan á Akra- nesi gefur bókina út. „Er rekinn áfram af fróðleiks- fýsn“, er heiti viðtals við Egil Ný bók SPAKMÆLI - málshættir frá mörgum löndum Hörpuútgáfan hefur sent frá sér 2. útgáfu þessarar vinsælu bókar í nýjum búningi. Safn þetta hefur að geyma yfir 4.000 spakmæli og málshætti og er gamansöm og alþýðleg menningarsaga. Lesand- inn finnur hér kjarnyrt spakmæli og jafnvel hneykslanlega máls- hætti, en fyrst og fremst er hér um að ræða skemmtilegt og fróðlegt efni. f bókinni eru fjölmargar skopmyndir tengdar efninu. Bókin hentar vel til hvers konar notkunar í skólum og ræðumenn nota hana mikið. SPAKMÆLI er 227 bls. Gissur Ó. Erlingsson þýddi. Filmuvinna prentun og bókband er unnið í prentsmiðjunni Odda hf. Bókar- frétt Ólafsson bónda og fræðaþul á Hnjóti í Örlygshöfn. Egill hefur helgað líf sitt varðveislu menningar- verðmæta. Hann kom upp byggða- safni og gaf Vestur-Barðastrandar- sýslu. Safnið er eitt merkasta hér- aðsminjasafn landsins. Síðustu árin hefur hann verið að safna efni í flugminjasafn sem hann hefur nú gefið flugmálastjórn. Eiríkur Sigfússon stórbóndi á Sílastöðum í Kræklingahlíð í Eyjafirði segir meðal annars frá deilum við yfirvöld og kerfið í frá- sögn sem hefur yfirskriftina „Kaupi mér aldrei frið“. Baráttusaga Eiríks hófst þegar hann kornungur neit- aði að láta kaupfélagsstjóra KEA kúga sig í kartöfluviðskiptum. „Ýmislegt á sig leggjandi til að sjá drauminn rætast“, er yfirskrift viðtals við Björn Sigurðsson bónda í Úthlíð í Biskupstungum. Björn er einn af brautryðjendum í ferða- þjónustu bænda sem sannað hefur gildi sitt á undanförnum árum. Á jörð hans hefur byggst upp stórt sumarbústaðahverfi og hann stend- ur nú í stórhuga uppbyggingu á þjónustu við sumarbústaðafólk og aðra ferðamenn. Egill Jónsson bóndi og alþingis- maður á Seljavöllum í Nesjasveit í Hornafirði segir frá störfum sínum í landbúnaði í Austur-Skaftafells- sýslu. Eitt mikilvægasta verkið við að koma þar á búskap með nútíma sniði og jafnframt það þekktasta er félagsræktunin á söndunum. Heiti frásagnarinnar, „Þú sérð ekkert þessu líkt fyrr en í himna- ríki“, er tekið upp úr lýsingu hans á uppgræðslunni í Skógey í Horna- firði. Bændur á hvunndagsfötum, þriðja bindi, er 172 blaðsíður að stærð, prýdd um 100 ljósmynda auk yfirlitskorta af heimabyggð viðmælenda. f bókinni er nafna- skrá fyrir öll þrjú bindin. Bókin er unnin að öllu leyti í prentsmiðj- unni Odda hf. Fréttatilkynning Andhverfur Út er komin ljóðabókin „And- hverfur“ eftir Svein Snorra Sveins- son. Höfundur er aðeins 18 ára gamall og er þetta frumraun hans. Á bókarkápu skrifar Finnur N. Karlsson kennari, sem var höfundi til aðstoðar við val ljóðanna: í fornum sögum segir frá því að menn björguðu lífi sínu með því að yrkja kvæði. Hitt kom líka fyrir að menn voru drepnir fyrir sömu iðju. Á okkar dögum er yfirleitt lítið veður gert út af skáldskap. Samt eru það alltaf góð tíðindi þegar kornungt fólk ver tíma sínum í að yrkja og leggur í það jafnmikinn metnað og höfundur þessarar bókar, Sveinn Snorri (f. 1973). Ljóð þau sem hér birtast eru af ýmsum toga. Sum draga upp mynd- ir, önnur fjalla um samskipti milli manna eða lýsa djúpstæðum til- vistarvanda. Öll bera þau vitni um athyglisverða tilraun höfundar til að finna tilfinningum sínum skiljan- legan búning. Þrátt fyrir að hér sé um frumraun að ræða ætti enginn að vera svikinn af afrakstrinum. Bókina gefur höfundur út á eigin kostnað. Mynd á kápusíðu teiknaði Ólöf Birna Blöndal. Út er komin bókin HAG- FRÆÐI, STJÓRNMÁL OG MENNING eftir Þorvald Gylfa- son. Bókinni er ætlað að bregða birtu á þjóðarbúskap íslendinga og vekja lesandann til umhugsunar um ýmis alvarleg vandamál, gömul og ný, á þeim vettvangi. Greint er frá þeim margþætta vanda, sem íslendingar standa frammi fyrir nú, þegar Evrópuríkin renna saman í eina öfluga markaðsheild. Færð eru rök að því, að öruggasta leiðin til að bæta hag folksins í landinu til frambúðar sé að gefa markaðsöflum lausari taum í hag- kerfinu í samræmi við öra þróun mála í nálægum löndum. Rætt er um verðbólguvandann, atvinnu- mál og afkomu fyrirtækja, og færð rök með og móti veiðigjaldi. Það efni leiðir óhjákvæmilega að stjórnmálum og stjórnarfari. Stefnu stjórnvalda ber á góma víða í bókinni. Þá er einnig fjallað um umhverfisvernd og menningar- mál af sjónarhóli hagfræðings. Loks er í bókinni efni úr ýmsum áttum aðallega um reynslu annarra þjóða og þá lærdóma, sem íslend- ingar geta dregið af henni. Fréttatilkynning Jól Þau gefa hverju Ijósi lit og litlum augum blikskœrt glit, þau kveikja í hjörtum heilagt bál, en heitast þó í barnsins sál. Þau flytja boð um frið á jörð, með fögnuð, dýrð og þakkargjörð, þau koma í snauðra og ríkra rann sem raunhæft tákn um frelsarann. Þau vitna bert, svo björt, svo hlý um barn sem lagt var jötu í. Þau gefi öllum grið og skjól! -Gleðileg og friðsœl jól!- Bragi Björnsson frá Surtsstöðum

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.