Austri


Austri - 14.01.1993, Blaðsíða 1

Austri - 14.01.1993, Blaðsíða 1
38. árgangur. Egilsstöðum, 14. janúar 1993. 2. tölublað. Fyrir þorrablótin! Ódýrir konukjólar, pils og blússur. Ódýr fatnaður fyrir yngri dömur. Hvítar herraskyrtur, herrabindi. Væntanlegir dömu- og herraskór. Útsala á ýmsum efnum hefst föstudag 15. jan. Kaupfélags Héraðsbúa Egilsstöðum Seyðisfjörður: Góð aðstaða til skíðaiðkana Nægur snjór er á skíðasvæði Seyðfirðinga og opnuðu þeir svæð- ið óvenju snemma þ.e. á milli jóla og nýárs. Að sögn Bjargar Blön- dal, formanns skíðaráðs var aðsókn ágæt. Öllum var boðið ókeypis í lyftur daganna milli hátíðanna og var það gert í þeim tilgangi að kynna skíðaáhugamönnum í ná- grenninu svæðið. Um 80 böm og unglingar hafa byrjað æfingar, en nýr þjálfari, Þórður Hjörleifsson hefur hafið störf, en hann starfaði áður við skíðaþjálfun hjá Víkingi. Skíðasvæðið er opið frá 10:00 á morgnana um helgar, ef veður leyf- ir og á miðvikudögum og föstudög- um frá 10:00 - 16:00. Auk þess er opið aðra daga frá 13:30 og svæðið þá opið eins lengi og dagsbirta nýt- ist, en allar upplýsingar eru veittar í símsvara í 21160. Öll vinna við svæðið er ynnt að höndum í sjálf- boðavinnu og greiddi skíðadeildin meðal annars kostnað við breyting- ar á snjóbflnum, sem fólust í því að húsið var tekið af honum, til þess að hann yrði léttari og nýttist þannig betur sem troðari. Að sögn Bjargar er þó fljótlegt að setja á hann húsið aftur ef á þarf að halda í neyðartilvikum. Fé til uppbygging- arinnar fær skíðadeildin m.a fyrir einnota umbúir, sem bæjarbúar safna og láta af hendi rakna til deildarinnar sem síðan sér um að innheimta skilagjald. AÞ Reyðarfjörður: Gistihús KHB verður farfugla- heimili. Kaupfélag Héraðsbúa á Egils- stöðum hefur leigt hjónunum Soffíu Björgvinsdóttur og Jónasi Bóassyni Gistihús KHB á Reyðar- firði til eins árs. I viðtali við blaðið sagði Soffía að þau hyggðust reka farfuglaheimili, og gistiheimilið nú þegar komið inn í auglýsinganet Farfugla. Boðið verður upp á gist- ingu með morgunverði en einnig verður eldunaraðstaða fyrir gesti sem kjósa að sjá um mat sinn sjálf- ir. Gisthús KHB á sér langa og merkilega sögu og hefur þar verið rekin greiðasala og gisting í 54 ár og hefur reksturinn lengstum verið á vegum KHB. AÞ Nesjahreppur: Bygging íþróttahúss á lokastigi Bygging íþróttahúss í Nesja- hreppi er nú á lokastigi en byrjað var á byggingunni haustið 1990. íþróttahúsið er viðbygging við fé- lagsheimilið Mánagarð og nýtist einnig til félagsaðstöðu. Iþróttasal- urinn er svokallaður hálfur salur 16 m. x 16 m. að stærð, en möguleik- ar eru á að byggja við hann. I ný- byggingunni eru einnig búnings- herbergi og snyrtingar, auk aðstöðu fyrir skrifstofu Nesjahrepps. I Nesjahreppi fjölgaði íbúum á síð- asta ári um 7 og sagði Sæmundur Gunnarsson, sveitarstjóri í samtali við blaðið að á síðastliðnu ári hefðu verið byggð 2 einbýlishús og búið væri að úthluta lóðum fyrir 2 hús sem væntanlega hæfust fram- kvæmdir við á þessu ári. Ennfrem- ur stóð hreppurinn að framkvmd byggingar á íbúð fyrir skólameist- ara framhaldsskólans sem flutt var í, í haust. Leikskóli hefur verið starfandi í Nesjum síðan 1991. Þar eru nú 22 böm í gæslu og 2 fóstrur við störf. í Nesjaskóla eru um 180 nemendur þar af um 100 í fram- haldsdeild. AÞ íþróttasalurinn er viðbygging við félagsheimilið Mánagarð og nýtist einnig til félags- staifsemi. Austramynd Sverrir Aðalsteinsson Gunnar Hjaltason valinn maður ársins af hlustendum Raust Reyðfirðingurinn Gunnar Hjalta- son var valinn Austfirðingur ársins 1992 af hlustendum svæðisútvarps- ins á Austurlandi, en það er nú orðin hefð að Raust standi að slíku vali í upphafi árs. Gunnar hlaut tilnefninguna fyrir björgunarafrek, en hann bjargaði manni frá dmkn- un síðastliðið haust. Tilviljun réði því að Gunnar fór á sjó þennan dag og kom hann að manninum á floti í sjónum þar sem hann hélt sér uppi á fiskikari eftir að bátur hans sökk og mátti ekki tæpara standa. Alls Gunnar Hjaltason. tóku 630 manns þátt í vali á Aust- firðingi ársins. Tilnefndir voru 97 og fengu flestir 1-10 atkvæði. Næst flest atkvæði fékk Eysteinn Hauksson íþróttamaður, Hetti Eg- ilsstöðum. í þriðja sæti varð Skúli Gunnar Hjaltason formaður björg- unarsveitarinnar Gerpis í Neskaup- stað, en hann var nýlega ráðinn slysavarnarfulltrúi Austurlands. Þetta er í fjórða sinn sem svæðisút- varpið á Austurlandi stendur fyrir vali á manni ársins. Val undanfar- inna ára hefur sýnt að fólk sem bjargað hefur mannslífum eða lent í mannraunum eða slysum nýtur mestra vinsælda í þessu kjöri, svo og íþróttamenn. Til dæmis komst aðeins einn af þingmönnum kjör- dæmisins á blað og hlaut 2 tilnefn- ingar. AÞ Fellabær-Egilsstaðir Öllu starfsfólki sagt upp hjá Verslunarfélagi Austurlands Öllu starfsfólki Verslunarfélags Austurlands hefur verið sagt upp störfum. Um 20 manns starfa hjá félaginu í 14 - 15 stöðugildum. Guðjón Sigmundsson, fram- kvæmdastjóri sagði að eins og á- standið væri í þjóðfélaginu, yrði ekki komist hjá hagræðingu í rekstri, en ekki er þó á döfinni að loka neinni af verslunum félagsins, sem rekur verslun í Fellabæ og tvö útibú á Egilsstöðum þar sem aðal- lega er verslað með matvæli. Guð- jón sagðist telja óhjákvæmilegt m.a. að endurskoða opnunartíma verslananna, sem er hans dómi er komin út í öfgar sérstaklega yfir vetrartímann. Reynt verður að ráða flesta starfsmenn aftur en Guðjón taldi þó óhjákvæmilegt að einhverj- ar uppsagnir tækju gildi. AÞ Reyðarfirði: Tollvörugeymsl- an borgar upp- safnaðan arð Stjórn Tollvörugeymslunar hf. hefur ákveðið að borga hluthöfum uppsafnaðan arð af rekstri félags- ins. Heildarupphæðin nemur rúm- lega 1 milljón króna. Að sögn Harð- ar Þórhallssonar, gjaldkera Tollvöru- geymslumar hf. er þarna um að ræða ákveðin arð sem átti að greiða út fyrir nokkrum árum en var ekki gert fyrr en nú. Nemur sú upphæð tæplega 400 þús. krónur, til viðbótar vöxtum. Ennfremur var ákveðið að borga arð vegna ársins 1991. Hluthafar em rétt innan við 100 aðilar sem eru um allt land, stærsti hluthafinn er Eimskip. Tollvömgeymslan hf. hefur aldrei starfað sem tollvörugeymsla en fyrir- tækið hefur leigt út vöruskemmu sem það á, undir sfldasöltun og nú í dag undir skipaafgreiðslu. í núverandi stjóm eru Marinó Sigurbjömsson stjómarformaður, Hörður Þórhallsson gjaldkeri, Þorvaldur Aðalsteinsson, Rfj. Þráinn Jónsson, Fellabæ og Frið- rik Vilhjálmsson Nesk. Þess má geta að aðalfundur félagsins verður 20 jan n.k. MM. til að þeir troði snjóinrt betur niður.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.