Austri


Austri - 14.01.1993, Blaðsíða 5

Austri - 14.01.1993, Blaðsíða 5
Egilsstöðum, 14. janúar 1993. AUSTRI 5 Austurland: Ovenju djúp lægð Fuglaþáttur sr. Sigurðar Ægissonar veldur fárviðri Veðrið verst á suð Austurlandi Mikið óveður með snjókomu og ofsaroki hefur gengið yfir landið síðastliðna daga og hafa Austfirð- ingar ekki farið varhluta af því frekar en aðrir landsmenn. Veðr- inu hefur valdið mjög djúp lægð, sú dýpsta sem sögur fara af og var veðurofsinn mestur á suð Austur- landi. Hvassviðri með steinkasti olli miklum skemdum á Hótel Freysnesi í Oræfum, þar sem brotnuðu yfir 50 rúður í hótelbygg- ingunni og í íbúðarhúsi, en ekki urðu skemmdir innan dyra þar sem í öllum tilfellum var um ytra gler ræða. Illfært var um Skeiðarársand vegna veðursins og hafði Anna María Ragnarsdóttir hótelstjóri í Freysnesi spumir af ferðafólki sem lenti í því að þrjár rúður brotnuðu í bíl þess við Lómagnúp vegna steinkasts af völdum veðurs. I Svínafelli fauk hlöðuþak og rúður brotnuðu í dráttarvélum. Ekki er blaðinu kunnugt um aðrar skemmdir á húsum, nema á Eski- firði þar sem þak fauk af bílskúr á Mjóeyri og plötur losnuðu af íbúð- arhúsi. Rafmagnsleysi hefur vald- ið nokkrum óþægindum, en bilanir urðu á línum milli Sigöldu og Hóla í Homafirði og á milli Hryggstekks og Hóla. Þetta olli rafmagnsleysi í hluta Austur-Skaftafellssýslu um tíma. Seint gekk að koma disel- vélum í gang en auk þeirra fékk svæðið rafmagn frá Smyrlabjarga- árviskjun á meðan á bilun stóð og nægði sú orka engan vegin. Hluti Norðurhéraðs og Vopnafjörður varð seinni part mánudags raf- magnslaus vegna bilunar í Lagar- fossi og á Vopnafjarðarlínu, en straumur komst á eftir tvo og hálf- an tíma. Einnig fór Njarðvíkurlína út, en vegna veðurs en orsök bil- unnar ekki ljós þegar blaðið fór í prentun. Mjög hásjávað hefur ver- ið og hafa sjómenn vaktað báta sína í höfnum. Skemmdir urðu á smábátahöfninni í Neskaupstað og á Grjótvamargarði við Hafnar- hólma í Borgarfirði, þar sem gerði eitt mesta brim í manna minnum. Mikið rusl barst á land og skemmdir urðu á bundnu slitlagi á þorpsgötunni. Sem dæmi um það afl sem þama var að verki má nefna að sjórinn fleytti gömlum kyndara úr bræðslunni á annað hundrað metra upp með svokölluð- um Svínalæk. Mikill fjöldi skipa leitaði vars inn á fjörðum meðan ó- veðrið gekk yfir og settu skipshafn- ir sinn svip á bæjarlíf viðkomandi staða. Allar samgöngur í lofti og að mestu leiti á landi hafa legið niðri og hafa 20 manns á 10 jeppum beð- ið af sér veður í Snæfellsskála. Á þriðjudagsmorgun hafði blaðamað- ur samband við einn Snæfellsfara. Ekkert amaði þá af ferðalöngunum, nema þá helst að kvartað var yfir kvenmannsleysi, en í skálanum dvöldu 18 karlar og 2 konur. Mikill viðbúnaður var víða vegna veðurs- ins og almannavarnanefndir og björgunarsveitir í viðbragsstöðu á þeim stöðum þar sem spáð var versta veðrinu. Til gamans má geta þess að á miðnætti þann 13. janúar í fyrra mældist hitinn á Dalatanga 18,1 gráða og sínir þetta dærni vel þá umhleypinga sem við íslending- ar búum við í veðurfari. AÞ Átveislur miklar... Framhald af baksíðu. gaf þó upp, að aðallega væri reykt við tað. En hve mikið borðar “meðaljóninn” á þorrablóti? Að sögn Þorsteins er skammtur á hvern gest áætlaður 500 - 600 gr. af hangikjöti súrmat, harðfiski og há- karli og telur hann að hangikjötið vegi þar um 40 %. Við þennan skammt bætast svo hefðbundnar stöppur, brauðmatur og smjör á- samt tilheyrandi vökvun. Það er því ljóst að enginn þarf að fara svangur frá borði og um að gera fyrir þorrablótsgesti að nýta um- fram orkuna og taka hressilega þátt í dansinum að borðhaldi loknu. Þorrablótsnefndum sem kaupa matinn hjá KHB hefur staðið sú þjónasta til boða undanfarin ár, að það fylgi með í kaupunum, að matsveinn komi á samkomustaðinn og sjái um alla matargerð. Þessi þjónusta hefur notið vaxandi vin- sælda, þar sem mikið álag er á nefndum við annan undirbúning. Þorsteinn sagði að fyrirhugað væri, að loknum þorrablótum, að hafa á- fram á boðstólum hefðbundinn súr- mat, jafnvel eitthvað fram á sumar- ið og er á döfinni að hefja fram- leiðslu á lifrarpylsu og blóðmör. AÞ Reyðarfirði: Kaupbær hættir rekstri matvörubúðar í byrjun janúar hætti Kaupbær rekstri matvöruverslunar sem fyrir- tækið hefur rekið á Reyðarfirði. Aðalástæðan fyrir lokun verslunin- ar, er að sögn Markúsar Guðbrand- sonar, eiganda hennar, aukin sam- keppni. Á Reyðarfirði voru starf- ræktar 3 matvöruverslanir síðastlið- ið ár og hefur orðið töluverð verð- lækkun á matvöru af þeim sökum. Auk verslunar hefur Markús rekið Hótel Búðareyri og hljómtækja- verslun og ætlunin er að einbeita sér að rekstri hótelsins í náinni framtíð. MM. Músarrindill Músarrindillinn hefur löngum verið talinn minnstur íslenskra- fugla. Hann er þeirra stystur, en jafnan þyngri en auðnutittlingur. Hann er hnubbaralegur, mó- brúnn að lit, með gráum þverrák- um á vængjunum aftan til, og með stutt, uppsperrt stél. Yfir augum er ljós rák. Goggur er brúnn, svo og augnlitur. Miðað við búkstærð eru fætur áberandi sterklegir. Kynin eru mjög á- þekk. Fuglinn er ákaflega kvikur í hreyfingum, og á auðvelt með gang og hlaup. Leitar sér ætis í rotnandi laufi og moði á jörðu niðri, eða tínir skordýr í gróðri. Hann flýgur beint, með afar tíð- um vængjaburði. Flugúthaldið er lítið. Hann lifir mest í birkiskógum landsins og grónum hraunum og er algengur við læki, en lítt hrif- inn af berangri. Á veturna leitar hann til stranda. í fjörukampa og þara- brúk, eða í urðir og grjótgarða. Hann syngur næstum allt árið um kring, og er talinn einn mesti söngfugl Islands. Músarrindillinn er af rindlaætt, en það er ætt með um 60 smá- vöxnum tegundum fugla, sem all- ar eru skordýraætur. Þær eiga all- ar heima f Ameríku, en mús- arrindillinn er eina tegundin af rindlaættinni, sem verpir utan þess svæðis. Hann verpir auk þess í mestallri Evrópu. í N-Afríku, um sunnan- verða Asíu að Kyrrahafi, og sýnir mikla hæfileika til aðlögunar að ýmsum staðháttum. Músarrindillinn skiptist í fjöl- marga storfna, eða í alls um 40 undirtegundir. Þar af eru 27 í Evrópu og Asíu, og 7 í N- Amer- íku. íslenskir fuglar mynda eina slíka, og eru þeir stærri, dekkri og rákóttari en músarrindlar í nálæg- um löndum. íslenska deiliteg- undin er 12-13 sm á lengd, og 14- 17 g að þyngd, en aðrir mús- arrindlar frá 10,5 sm upp í 11,5 sm, og ívið léttari. Vegna smæðar, litar og atferlis, ^þ.e.a.s. vegna þess hversu jarð- Til lesenda: Gerist aldrei neitt hjá ykkur? Um áramót í fyrra tók Austri upp þá nýbreytni að bjóða lesendum að senda blaðinu myndir og tilkynn- ingr til birtingar í tilefni ýmissa tímamóta s.s. afmæla, giftinga, fæðinga og fl. Þetta hefur greini- lega átt erindi til fólks hvað afmæl- in varðar, því blaðinu hafa borist þó nokkuð margar myndir og til- kynningar vegna afmæla. Aftur á móti höfum við engar brúðkaups- myndir fengið og viljum gjaman að þar verði breyting á. Sömu sögu er að segja, hvað varðar nýbura og viljum við hér með skora á for- eldra, afa og ömmur að senda okk- ur myndir af nýjum fjölskyldumeð- limum. Oft er það svo að við sem skrifum þetta blað sitjum og brjót- um heilann fyrir framan auðan tölvuskjá, vegna þess að svörin sem við fáum þegar við leitum bundinn hann er, og gjam á að skótast í felur í holum og gjótum, eða þéttu kjarri, í stað þess að bjarga sér á flugi, hefur mús- arrindillinn oft með alþýðu manna verið talinn skyldari mús en fugli, og áður fyrr var hann því stundum nefndur músarbróðir. Auk þess eru til heitin músar- frændi, og svo bara rindill. Músarrindill byrjar að verpa eins árs. Hann er ekki félags- lyndur á varptíma. en utan þess flakkar hann um í stórum eða litl- um hópum.. Karlfuglinn mætir á varpstöðvar á undan kvenfuglin- um, helgar sér varpsetur og bygg- ir mörg hreiður. Kvenfuglinn velur svo úr þessum hvelfingar- smíðum bónda síns. og þá er loks fóðrað að innan. Hreiðursmíð músarrindils er sérstæð, og nefnist kúluhreiður. Þetta er nokkurs konar hvelfing, haglega gerð úr mosa og stráum, með litlu opi á hliðinni. Því er komið fyrir í holum í þúfum, bökkum við læjarsytrur, í mosa- þembum í hraunum, eða í urðum, og fellur það algjörlega inn í um- hverfið. Varpið hefst í fyrri hluta maí. Eggin eru venjulega 5-8 talsins, hvít að lit, með rauðbrúnum eða ljósgráum dröfnum. Utungun tekur 14-17 daga. Kvenfuglinn liggur einn á, en þegar að ungatíma kemur færa báðir aðilar mat í hreiðrið. Músarrindlar eru oft tvíkvænis- fuglar, og er það yfirleitt karlfugl- inn, sem eignast fleiri maka en einn. Breskir fuglafræðingar hafa verið að rannsaka nokkuð mús- arrindilinn hjá sér, enda mun hann vera með algengustu varp- fuglum þar. Komið hefur í ljós, að eftir milda vetur, einkum og sér í lagi ef þeir koma nokkrir í frétta vítt og breytt um fjórðinginn eru: “hér gerist ekki neytt, Það er allt við það sama”. Þetta er auðvit- að út í hött því allstaðar þar sem býr fólk er eitthvað á döfinni, þó þeim sem að því standa finnist það varla fréttnæmt. Að mínu mati er hlutverk héraðsfréttablaða eins og Austra m.a. að flytja fréttir og þá er ég ekki bara að tala um fréttir af at- vinnuleysi og óáran, heldur annars konar fréttir af því sem fólk er að gera sér til dægrastyttingar og til að lífga upp á menningarlífið. Eins og allir vita eru Austfirðingar oftast sjálfum sér nógir hvað skemmti- krafta varðar og nú þegar tími þorrablóta fer í hönd er, leggst fjöldinn allur af mönnum og kon- um undir feld og ótal gamanbragir og leikþættir verða til. Því ekki að senda okkur skemmtilegar myndir og stuttar fréttir frá þorrablótunum. Svo eru það öll félögin og klúbb- arnir, sem starfa af miklu fjöri yfir vetrartímann, eða allir skólarnir, eitthvað hlýtur að vera að frétta af þeim. Nú spyr sjálfsagt einhver röð getur múaiTÍndilsstofninn þar farið upp í 15-20 milljónir fugla. En fuglinn þolir illa mikinn kulda, vegna smæðarinnar, og eins þess, að hann lifir nær ein- göngu á skordýrum, Eftir vetur- inn 1962-1963, sem var sá harð- asti og kaldasti þar í landi í 200 ár, fækkaði músarrindlunum um t.d. um 78%. En á þeim 10 árum sem á eftir komu, frá 1964-1974, náði stofninn að rétta við, svo að tala verpandi para komst í 10 milljónir. Rúmlega helmingslíkur eru sagðar vera á að músarrindill lifi af dæmigerðan vetur. En elsti músarrindill, sem hefur náðst lif- andi, var þá um 7 ára gamall. Það er að lokum skemmst frá því að segja, að menn vita ákaf- lega lftið um ferðir íslenskra mús- arrindla, eða annað, sem að þeirn lýtur. Til dæmis er stofnstærðin gersamlega óþekkt. Eina leiðin til að bæta úr þessu er að merkja fugla, í þeim tilgangi að reyna að ná þeim síðar ein- hvers staðar. En það hefur ekki verið gert hingað til, nema í afar litlum mæli. Og vegna þess hve lítið er í raun vitað um þennan fugl, hafa í gegnum tíðina myndast alls kyns furðusögur um hann. Dæmi um þetta má sjá í Ferðabók Eggerts og Bjama, frá 1772, þar sem ver- ið er að lýsa fuglalífi í Dalasýslu og á Vestfjörðum. Þar segir m.a.: Lifnaðarhættir músarrindilsins eru einkennilegir. Hann sést sjaldan að degi til, en liggur þá í dimmum holum, sem á vetrum lokast af snjó og ís, en þó hefir hann ætíð opin leyningöng úr þeim. Hann er því mest á ferli á nóttunni og í rökkrinu... Hann sækist mjög eftir hangiketi. Flýg- ur hann inn um eldhússtropana og heldur sig þar í sóti og reyk. Mest sækir hann í kindaketið og grefur sig inn ... þar sem holdið er þykkast, og gerir sér þar holur. Þegar bændurinir verða þess var- ir, setja þeir grind á stropinn. sem núsarrindillinn þorir ekki gegn- um. Aðrir telja hann eins konar óheillafugl og setja því trékross á stropinn, því að þeir trúa að hann þori ekki fram hjá krossinum”. sem þessar línur les, hvað blaða- mennirnir sem starfa við blaðið séu að gera og hvort það sé ekki þeirra mál að hafa upp á fréttum og auðvitað er það rétt. En Austur- land er stórt og ekki viðlit að fylgj- ast með öllu. Það er líka blaðinu ó- metanlegur styrkur að hafa sam- skipti við sem flesta, því aðeins með virkri þáttöku ykkur lesendur góðir getum við orðið miðill sem flytur fjölbreyttar fréttir frá flestu því því sem er á döfinni hér Aust- anlands. AÞ

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.