Austri


Austri - 14.01.1993, Blaðsíða 7

Austri - 14.01.1993, Blaðsíða 7
Egilsstöðum, 14. janúar 1993. AUSTRI 7 Frá fundi Framkvæmdaráðs SSA Samþykkt framkvæmdaráðs Sam- bands sveitarfélaga í Austurlands- kjördæmi varðandi fyrirhugaðar ráðstafanir ríkisstjómarinnar í efna- hagsmálum. Á fundi framkvæmdaráðs SSA miðvikudaginn 16. des. 1992 var m.a. fjallað um fyrirhugaðar ráð- stafanir ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum er varða sveitarfélögin. Fyrir fundinum lágu samþykktir nokkurra sveitarstjóma á sam- bandssvæðinu vegna málsins. Meðfylgjandi ályktun var sam- þykkt samhljóða: “Svo ber við urn þessar mundir að boð hafa komið frá rrkisstjórninni, sem túlka verður á þann veg að ó- þarfi sé að skrásetja alla lands- byggðina. Af fyrirhuguðum ráðstöfunum rík- isstjómarinnar í efnahagsmálum, er snerta tekjur sveitarfélaganna virð- ist mega ráða að hún hafi tilhneig- ingu til að höggva sérstaklega í þann knérunn að skerðingu valdi á tekjustofnum flestra sveitarfélaga á landsbyggðinni umfram önnur, sem betur gætu þolað hana. Framkvæmdaráðið vill í þessu sambandi nefna eftirtalin atriði: 1. Við niðurfellingu aðstöðugjalds- ins á næsta ári er reiknað með að bæta sveitarfélögum einungis sam- bærilega hlutfallstölu og innheimt hefur verið til Reykjavíkur. Flest sveitarfélög, sem byggja á sjávarút- vegi, hafa búið við mun betri inn- heimtu, enda ekki vanþörf á með tilliti til þess að þau hafa mörg hver að undanförnu þurft að leggja fram ómældar upphæðir til að treysta rekstur undirstöðufyrirtækja at- vinnulífs vítt og breitt um landið. 2. Augljóst er að hækkun á með- lagsgreiðslum, sem nú hefur verið kynnt, mun hafa það í för með sér að aukin vanskil verði að óbreyttu sótt af innheimtustofnun sveitarfé- laga í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, en það mun líklega þýða lækkun á jöfnunarframlögum til tekjulægri sveitarfélaga sem nemur 300 - 350 millj., verði ekki gerðar sértækar ráðstafanir til að hindra það. 3. Sama er uppi á teningnum, þeg- ar skoðaðar eru afleiðingar þess ef ríkisstjóminni tekst að koma fram ætlunarverki sínu að leggja 14% VSK á húsahitun, skólaakstur o.fl., en það mun sérstaklega koma til með að hafa áhrif á mörg sveitarfé- lög á landsbyggðinni og íbúa þeirra. Samkomulag stjórnar Sambands íslenzkra sveitarfélaga og ríkis- stjómarinnar um 500 millj. króna framlag sveitarfélaganna í Atvinnu- leysistryggingasjóð á næsta ári bendir til þess að þau ætli sér ekki að vera “stikkrí” fremur en endranær að axla þær byrðar, sem samdráttur í þjóðfélaginu hefur í för með sér. Skipting framlaga í sjóðinn kemur eflaust eitthvað mis- jafnt niður á sveitarfélögum, en hún byggir ekki á þeim sjónarmið- um, sem virðist vera meginregla núverandi stjórnvalda að ráðast beint eða óbeint á Jöfnunarsjóð sveitarféaga og þar með sérstaklega á sveitarfélögin víða á landsbyggð- inni”. Fréttatilkynning Smábátafélagið Nökkvi á Norðfirði Aðalfundur smábátafélagsins Nökkva á Norðfirði, sem haldinn var 2. janúar s.l. tekur undir erindi frá 8. aðalfundi landssambands smábátaeigenda um dragnótaveið- ar, en þar segir meðal annars: “Mikil og almenn óánægja hefur lengi verið með ofnotkun dragnótar á gmnnslóð og þó sérstaklega inni á fjörðum. Nær sú óánægja langt út fyrir raðir smábátaeigenda. Meðal annars er talið að dragnót hafi skaðvænleg áhrif á hrygningu staðbundinna fiskistofna sbr. merk- ingar á hrygningarstofni í Stöðvar- firði og Bakkafirði.” Þá finnst fundarmönnum óskiljan- legt að engin viðbrögð hafi borist við bréfi félagsins varðandi drag- nótaveiðar í Norðfirði, Hellisfirði, Viðfirði og Mjóafirði, sem sent var til nefndar um bætta umgengni um auðlindir sjávar þann 11. maí s.l. Vilja fundarmenn benda á að víða eru í gildi bönn við þorskveiðum í dragnót, þó leyfð sé þar skarkola- veiði í þar til gerða nót, en þess konar fyrirkomulag gæti átt við um fyrrgreinda firði. Einnig ályktaði fundurinn um tírna- setningu möskvastærða þorskaneta og leggur til eftirfarandi: 1. 6 tommu möskvar verði leyfðir allt árið. 2. Netaveiðibannið frá 1. júlí til 15. ágúst verði afnumið vegna ýsu- gengdar á grunnslóð á þessu tíma- bili. Fréttatilkynning Norræn hljómsveit Næsta sumar verður hleypt af stokkunum norrænu verkefni á sviði æskulýðsmála undir heitinu “ Orkester Norden”. Um er að ræða samstarfsverkefni milli Sambands Norrænu félaganna á Norðurlönd- um. Norðurlandaumdæmi Lions- hreyfingarinnar og Jeunesses Musi- cales auk þess sem ýmsir aðrir veita því stuðning sinn. Fjárhagslegur bakhjarl verkefnisins er Norræni Menningarmálasjóðurinn, auk þess sem Lionshreyfingin veitir öllum þátttakendum styrki til þess að standa undir hluta útgjalda þeirra vegna þátttökunnar. Markmiðið með “Norrænu hljóm- sveitinni” er að treysta samheldni norræns æskufólks og miðla þeim og öðrum þekkingu um norræna tón- list. Duglegu ungu tónlistarfólki á aldrinum 15-25 ára verður boðið að taka þátt í móti, sem hefst á 10 daga námskeiði í Ingesunds tónlistarhá- skólanum í Arvika í Svíþjóð o g lýk- ur með 4 daga tónleikaferð um val- inn hluta Norðurlandanna. Á næsta ári er gert ráð fyrir að stofnuð verði um 50 manna kammersveit, sem verði síðan stækkuð í um 100 manna sinfóníuhljómsveit sumarið 1994. Fagleg ábyrgð á efnisvali og tón- listarflutningi er í höndum Finnans Esa Pekka Salonen, sem er einn af fremstu hljómsveitarstjórum af yngri kynslóðinni í dag. Hann mun jafn- framt stjóma sinfóníuhljómsveitinni sumarið 1994. Það tónlistarfólk á aldrinum 15-25 ára, sem hefur áhuga á að taka þátt í “Norrænu hljómsveitinni” getur pantað nótur og umsóknareyðublöð fyrir 31. janúar 1993 hjá Orkester Norden, c/o Svenska Rikskonserter, Boks 1225,S 111 82 Stockholm. Eyðublaðinu ásamt snældu með SNJÓMOKSTUR Tökurri að okkur snjómokstur fyrir fyrirtœki og einstaklinga. /ATHUGIÐX Látið gera upp * BOLHOLT HF ©97-11609 985-23783 & 28507 hljóðfæraleik viðkomandi þarf síðan að skila fyrir 15. febrúar 1993. “ Orkesten Norden” verður síðan mynduð á grundvelli niðurstöðu dómnefndar. Bæklingi, sem inniheldur upplýs- ingar um verkefnið og Boð til ungs norræns tónlistarfólks, hefur verið dreift til all flestra Lionsklúbba á ís- landi, en auk þess er hægt að nálgast þá hjá félagsdeildum Norræna fé- lagsins. Fréttatilkynning ^ U P o L. F L o o r : P A R K i- LLl |Eik, ASKUR, B E Y K 1 O G HLYNURI Parketþjónusta Gegnheilt parket Leggjum, slípum og lökkum Margar viðartegundir, límt á stein parket og gólfborð. eða neglt á grind. Trésmíðaverkstæði Smíðum útihurðir, glugga, sólstofurog sumarhús. Einnig öll almenn bygg- ingarstarfsemi, nýsmíði og viðhald. EYÞOR OLAFSSON Tjarnarási 8 - Egilsstöðum VS. 97-11290 HS. 97-11116 FUNDARBOÐ Aðalfundur Tollvörugeymslu Austurlands hf. verð- ur haldinn í Verkalýðshúsinu á Reyðarfirði, mið- vikudaginn 20. janúar 1993 og hefst kl. 14:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Umræður um framtíð félagsins. Stjórnin ALLAR ALMENNAR BILAVIÐGERÐIR Þjónustuumboð: Hekla, Brimborg, Toyota, Glóbus, Bifreiðar og Landbúnaðar- vélar ❖ Smurþjónusta ❖ Mótorstillíng ❖ Hjólastilling Söluumboð: Búvélar frá Glóbus. Önnumst allar jeppabreytingar Setjum túrbínur í Toyota Hilux með ábyrgð frá umboðinu. Bifreiðaverkstœði Borgþórs Gunnarssonar Miðási 2 Egilsstöðum Sími 97-11436 EGILSSTAÐABÆR ALMENN KAUPLEIGUÍBÚÐ Til úthlutunar er þriggja herbergja almenn kaupleiguíbúð í fjölbýlishúsi á Egilsstöðum. íbúðin er laus nú þegar. Nánari upplýsingar veittar á bæjarskrifstofunni. Bæjarstjóri. Medic Alert Egilsstaðakirkja 17. janúar Ccw Fj ölskylduguðsþ j ónusta GEFÐU LÍFINU GILDI kl. 11:00 Lionsklúbburinn Múli Sóknarprestur reiðhjólin fyrir vorið. Reiðhjólaviðgerðir Hjólmar \ © 11288 / Ókeypis smáauglýsingar Vantar þig Bragga? Tilboð óskast í gaman Bragga við Sláturhúsið á Egilsstöðum. Uppl. í síma 11200. Til sölu NINTENDO leikir á tilboðsverði. Einnig til söiu NINTENDO tölva. Nánari uppl. í síma 11050. Til sölu góðar lopapeysur. Uppl. í síma 11570. Til sölu Toyota Corolla. Uppl. í síma 11349. Þorrablót árshátíðir Bjóðum uppá tónlist fyrir alla aldurshópa. Sköpum réttu stemmninguna. Hljómsveitin FIMMAN Uppl. í símum 82055 / 81581 Tvær ferðir íviku! Brottför úr Reykjavík: þriðjudaga og föstudaga. Afgreiðsla á Landflutningum. Sími 91-685400. Bílasímar: KT-232 sími 985-27231 U-236 sími 985-27236 U-2236 sími 985-21193 SVAVAR & K0LBRÚN sími 97-11953/sími 97-11193 700 Egilsstöðum " N Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn á Seyðisfirði skorar hér með á gjaldendur eftirtalinna vangoldinna opinberra gjalda álögum 1991 og 1992 á einstaklinga og lögaðila í umdæmi sýslumannsins á Seyðisfirði, að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunnar þessarar. Gjöldin eru þessi: Vanskilafé staðgreiðslu og tryggingargjalda eindagað fram til 15. desember 1992, ógreiddur virðisaukaskattur eindagaður til 4. desember 1992 og þungaskattur vegna ökumæla fyrir 3. álestrartímabil 1992. Þá nær úrskurðinn til viðbótar- og aukaálagningar framangreindra opinberra gjalda vegna fyrri tímabils. Svo og vegna áfallinna viðurlaga, vaxta og verðbóta á ofangreind gjöld. Fjárndms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna auk vaxta og viðurlaga, að liðnum 15 dögum frá birtingu áskorunar þessarar. Seyðisfirði 6. janúar 1993. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.