Austri


Austri - 14.01.1993, Blaðsíða 6

Austri - 14.01.1993, Blaðsíða 6
6 AUSTRI Egilsstöðum,14. janúar 1993. Framsókn á fjöllum Framsóknarmenn á Austurlandi fóm sína árlegu skemmtiferð að þessu sinni laugardaginn 25. júlí 1992. Ekki virtust veðurguðirnir ætla að verða ferðafólki hliðhollir, því um morguninn var norðvestan þokuloft og rigning, hiti 6 stig. Ferðinni var heitið í Snæfellsskála og Snæfell auðvitað þoku hulið. Við Bjöm Bjamason í Birkihlíð lögðum samt af stað út að Egils- stöðum. Það hefur eflaust ýtt undir Bjöm að fara, að þegar tilkynning um þessa ferð var birt í Austra var þess getið að gróðursetja ætti trjá- plöntur, eina plöntu fyrir hvem framsóknarmann í kjördæminu, vísir að framsóknarskógi. Einnig átti að grilla lambakjöt í Snæfells- skála. Bjöm tók með sér að heiman fjóra svokallaða stafi, sem notaðir eru til að setja niður trjáplöntur. Þegar við komum í Egilsstaði, lögðum við bílnum á bílastæði hjá Sölu- skálanum, fórum út og tókum að svipast um hvað við sæjum af framsóknarfólki, kannski ekki svo auðvelt að þekkja það frá öðru fólki þama í rigningunni. En þó komum við brátt auga á Karen Erlu varaþingmann framsóknar á Austurlandi. Við heilsuðum og buðum henni að koma inn í Sölu- skálann og fá sér kaffisopa með okkur, sem hún þáði. En varla hafði hún lokið við það, þegar hún stóð upp og sagðist verða að fara að sinna ýmsum undirbúningi, áður en lagt yrði af stað. Um leið og hún stóð upp Ieit hún til mín og sagði, viltu geyma töskuna mína og með það var hún rokin. Eg stóð eftir með rauða tösku ekki rétt skemmtilega á litinn fyrir flokkinn minn, en hvað um það, töskuna varð eg að passa. Við Bjöm geng- um út meðal annars til að gá til veðurs og hvort við sæjum eitthvað af fólki. Nú, það stóð svo sem ekki á því, það voru komnar tvær rútur og fólk farið að raða sér inn í þær. Við Björn settumst inn en ekki báðir í sömu rútuna. Sveinn Sigur- bjömsson sat við stýrið í minni rútu og Jón Kristjánsson í fararstjóra- sæti. A slaginu kl. 10 rann lestin af stað, tvær rútur og 10 smærri bílar 110- 20 manns. Það var ekið norður yfir Lagar- fljótsbrú um Fellabæ og framhjá bæjunum Ekkjufelli og Skipalæk. Eflaust hugsuðu margir: hvar skyldi vera ætlaður staður þessum blessuðum framsóknarskógi. Meira að segja var mikið hik á Sveini, hann horfði meira til beggja hliða, en beindi sjötta skilningarvit- inu fram á veginn. En brátt skýrð- ist þetta þegar hann sá að hin rútan stansaði vestan í löngum ás sem er í Ekkjufellslandi. Þar lét Halldór Asgrímsson varaformaður fram- sóknar dreifa niðursetningarstöfum og plöntubökkum meðal fólksins. Eg fékk plöntubakka og þrekmikill Borgfirðingur sem eg man ekki hvað heitir, fékk staf og gekk hann rösklega að verki við að stinga hol- ur, en eg setti plöntur í og hlúði að þeim. Eftir smástund var þetta búið, settar voru niður 1200 plönt- ur. Margar hendur vinna létt verk. Fólkið safnaðist saman í hóp og blés mæðinni. Eg leit yfir ásinn og umhverfi og segi: nú, þessum Framsóknarskógi hefur verið valinn staður í mesta sjálfstæðishreiðri Fellamanna. Heyri eg þá, að einhver rak upp skellihlátur að baki mér, eg leit við og sá að það var Grétar á Skipalæk. Mér varð þá að orði, hvað segir Þráinn nú? Hann bara fussar, svar- aði Grétar. En nú var ekki til setunnar boðið, allir röðuðu sér í bflana og ekið var af stað inn Fellin. Jón Kristjánsson lýsti bæjum og búskap þar, sama gerði hann inn Fljótsdalinn að Bessastöðum. Þar eru vegamót á svokallaðan Fljótsdalsvirkjunarveg, sem lagður er upp Bessastaðafjall í mörgum beygjum. Þegar upp á brún er komið var ekið eftir ágæt- um byggðavegi eins og fólkið kall- aði hann. Farið var framhjá Einars- búðum, sem kenndar eru við Einar Bjömsson í Mýnesi, sem gætti þeirra ámm saman, en nú auðar og yfirgefnar. Lögð var lykkja á leiðina niður fyrir utan eða norðan Laugará og yfir hana. Þar á vestri árbakka er gangnakofi þeirra Fljótsdælinga, sem heitir Laugakofi. Þar er lítil hringlöguð heit laug, kjörin til að fara þar í bað, eða bara að setjast á barminn og fá sér hressandi fóta- bað. En allir vita hvemig fór fyrir bakkabræðrum og létu allt fótabað eiga sig. Bílamir námu staðar við húsin og fólkið tíndist út, mest til að létta á sér fyrir næsta áfanga, þó skilyrði til þess væm harla frumstæð fyrir þennan fjölda. Ekki leið á löngu uns blásið var til brottfarar. Var nú farið sömu leið upp á veginn og nú áleiðis í Snæfellsskála, veðrið hélst stillt og gott, en þokan sat sem fast- ast á fjallatoppum og þar á meðal á Snæfelli. Eitthvað var verið með gamanmál og frumsamdar vísur, en ekki minnist eg þess að þær gengju út á það, að kveða burt þokuna. Þess er áður getið, að Karen bað mig fyrir töskuna sína. Þama einhvers staðar á leiðinni, rann hún af stað úr sætinu og datt í gólfið, sagði þá einhver nærstaddur, hún er óþekk við þig þessi taska. Þá urðu til hjá mér eftirfarandi hendingar. Töskuna eg tók að mér, til að geyma. Ekki veit hvar Karen er, enn að sveima. Öllum gamanmálum var laumað til Jóns Kristjánssonar, sem sá um flutning. Þegar í Snæfellsskála kom, var þar heldur köld háfjallagola, umhverfið gróðursnautt og sást ekki fugl hvað þá sauðkind eða hreindýr. Þingmenn flokksins voru hand- fljótir að kveikja á grillinu og raða á það lambakjötinu, eitthvað höfðu þeir af sjálfboðaliðum við það, því ekki leið á löngu, þar til fólkið fór að fá grillað kjötið ásamt viðeig- andi meðlæti. Það var notalegt að fara með diskinn sinn í hlýjuna, setjast þar og borða. Þegar allir höfðu borðað nægju sína og gert heiðarlega tilraun til að lækka kjötfjallið, var farið í bílana. Skyldi nú haldið vestur að Brúar- jökli og ekki nam Sveinn staðar fyrr en framhjól bflsins voru þar að hálfu í kafi í snjó. Flestir eða allir fóm út og þrömmuðu upp aflíðandi jöklabreiðuna. I hópnum vom hjón af Breiðdals- vík, Stefán Eðvarð Stefánsson og Guðný Jónasdóttir með 11 mánaðar gamlan son sinn Birkir Rafn. Þau fóru víst eitthvað að bera til fæt- urna þama í jöklabreiðunni og fara þá að hafa orð á því hver mundi vera elstur í hópnum. Bjöm í Birkihlíð var þama nærstaddur og sagðist vita um einn sem hefði orð- ið áttræður á síðastliðnum vetri. Þegar eg kom að bílnum eftir jök- ulgönguna, kom Stefán með Birki Rafn og skákaði honum í fangið á mér og sagðist ætla að taka mynd af þeim elsta og yngsta í hópnum. (Hjónin í Tungufelli í Breiðdal sendu mér myndina. Varð hún til þess að ýta við mér að skrifa ferða- söguna). Nú raðaði fólkið sér í bílana og ekið var af stað til baka í Snæfells- skála, var samt aðeins stansað á leiðinni farið út og rétt úr sér. Þar skyldu nokkrir af þeim sem voru með jeppabíla við hópinn, kváðust ætla að fara í Hrafnkelsdal. Þegar í Snæfellsskála kom, var enn beint sjónum að Snæfelli, en þokan gætti þess að við sæjum það ekki. í Snæfellsskála var dmkkið kaffi, sem gæslukonan þar var búinn að hita. Að því loknu var lagt af stað heimleiðis og má nú segja amen eftir efninu, því farið var í einum á- fanga inn á jökulsárbrúnna í Fljóts- dal og út að austan um Hallorms- staðaskóg og Velli. Ef til vill sá fólkið þar framtíðarsýn um fram- sóknarskóg út í Ekkjufellsásum. Stefán Bjarnason, Flögu. ( " ^ Munið eftir smáfugl- unum \________________________/ Stefán Bjarnason heldur á Birki Rafni Stefánssyni. Sögufélag tekur við dreifingu á ritum Þj óð vinafélagsins Út er komið Almanak Hins ís- lenska Þjóðvinafélags í 119 sinn. Það hefur að geyma Almanak um árið 1993, sem Þorsteinn Þorleifs- son hefur tekið saman. Ritið er 184 bls. með fjölda mynda, sem tengj- ast efni árbókarinnar. Það er unnið í Prentsmiðjunni Odda. Bókaútgáfa menningarsjóðs og Þjóðvinafélags- ins hefur í fjölda ára séð um dreif- ingu á Almanaki Þjóðvinafélagsins, en nú hefur Sögufélag, Fischer- sundi 3, tekið við dreifingu í bóka- verslanir og sölu á Almanakinu og einnig Andvara. Ljósmyndasafnið á Egilsstöðum: Af hverjum er myndin? Myndir frá Stefaníu Hrafnkelsdóttur og Gísla Hallgrímssyni, Hall- freðarstöðum, Hróarstungu. Ef lesendur vita hverjir eru á myndunum þá vinsamlegast komið upplýsingum til Guðrúnar Kristinsdóttur í síma 11451 eða Sigurðar O. Pálssonarí síma 11417. Ok.___~ Vallaneskirkja í vetrarskrúða Austramynd: AÞ.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.