Austri - 14.01.1993, Blaðsíða 3
Egilsstöðum, 14. janúar 1993.
AUSTRI
3
Aukið hlutverk
sveitarfélaga
Hjólbarða
urþjónusta!
fgeyma.
g og vönduð
''nniþjónusta!
Þverklettum 1, Egilsstöðum, sími 12002
Hin síðari ár hefur vaxandi þungi
færst í umræðu um eflingu sveitar-
stjómarstigsins á Islandi. Einkum
hafa störf tveggja nefnda félags-
málaráðherra komið málinu á rek-
spöl. Fyrri nefndin, sem fjallaði
fyrst og fremst um stækkun sveitar-
félaga skilaði áliti í október 1991.
Nefndin setti fram þrjá valkosti:
1. Sameiningu sveitarfélaga að
því marki að sveitarfélög utan
höfuðborgarsvæðisins yrðu 60-70 í
stað 200 nú.
2. Að sameinað yrði “stórt”: 25-
30 sveitarfélög yrðu utan höfuð-
borgarsvæðisins.
3. Að samstarf á vettvangi hér-
aðsnefnda yrði eflt og yrði
þannig vísir að þriðja stjórnsýslu-
stiginu.
Fulltrúaráðsfundur Samb. ísl.
sveitarfélaga í nóvember 1991
samþykkti með öllum greiddum at-
kvæðum gegn tveimur stuðningi
við leið 2, jafnframt því að sam-
hliða stækkun sveitarfélaganna
verði færð til þeirra aukin verkefni
og tekjustofnar þeirra tryggðir í
samræmi við það.
Afgerandi og nokkuð óvæntan
stuðning fulltrúaráðsins við leið 2
er rétt að skoða í ljósi þess að efa-
semda og andstöðu við sameining-
aráform, einkum samkvæmt leið 2,
gætir einkum í smærri sveitarfélög-
um.
Þau eiga fáa málsvara í fulltrúa-
ráðinu. Sveitarfélög með undir 400
íbúum, sem eru 137 að tölu, eiga
aðeins 5 fulltrúaráðsmenn af 45.
Að leið 3 átti ekki hljómgrunn í
fulltrúaráðinu kom hins vegar ekki
á óvart. Núverandi héraðsnefndir
eru óskilvirkar og hálfgerðir
bastarðar í kerfinu og eru ekki
hvati til samvinnu á þeim grund-
velli.
Einhverjar héraðsnefndir munu
þó vera virkar en það mun vera
vegna samstarfsvilja sveitarstjóma
á viðkomandi svæðum en ekki
vegna skýrra ákvæða um héraðs-
nefndir í sveitarstjórnarlögum. Á-
hugi sveitarstjómarmanna á þriðja
stjómsýslustiginu hefur farið dvín-
andi.
Undirritaður er í hópi þeirra sem
ekki telja það vænlegan kost.
Sveitarfélaganefndin sem skipuð
var í febrúar s.l. hefur byggt starf
sitt á samþykkt fulltrúaráðsfundar-
ins í nóvember 1991. Nefndin
sendi frá sér áfangaskýrslu í lok
október s.l. Hér á eftir verður fjall-
að í örstuttu máli um einstaka kafla
skýrslunnar.
Breytt verkaskipting:
Nefndin hefur nálgast viðfangs-
efni sitt með öðrum hætti en áður
hefur tíðkast, þ.e. að sameiningar-
ferlið verði nauðsynlegt og fremur
afleiðing af auknum umsvifum
sveitarfélaga en að aukin verkefni
komi í kjölfar sameiningar, sem
áður var haldið á lofti.
Má vera að vænlegra til árang-
urs sé að leggja málið upp með
þessum hætti. Nefndin gerir ráð
fyrir verulegum verkefnaflutningi
frá ríki til sveitarfélaga. Fallast má
á að flest þessi verkefni séu jafn vel
eða betur komin hjá sveitarfélögun-
um, fái þau aukar tekjur til að sinna
þeim. Þó er efamál að tímabært sé
aða flytja heilbrigðisþjónustuna að
mestu eða öllu leyti til sveitarfélag-
anna. Aðeins eru þrjú ár síðan rík-
ið tók eitt við rekstri heilsugæslu-
stöðvanna.
Reynsla af því fyrirkomulagi
virðist góð enn sem komið er. Ó-
ráðlegt er að færa mikil verkefni til
sveitarfélaganna með snöggum
hætti á sama tíma og þau eru að að-
laga sig breyttum viðhorfum í kjöl-
far þeirra sameininga, sem óhjá-
kvæmilegar verða.
Tekjustofnar sveitar-
félaga:
Sveitarfélaganefndin leggur til að
fjárþörf sveitarfélaga vegna aukin
verkefna- og niðurfellingar að-
stöðugjalda verði aðallega mætt
með hækkuðu útsvari, sem skili
sveitarfélögunum stærri hluta af
staðgreiðslunni, sem nú skiptist
upp til helminga milli ríkis og
sveitarfélaga.
Þá er Jöfnunarsjóðnum ætluð
nokkuð aukin hlutdeild í beinum og
óbeinum sköttum ríkissjóðs.
Athugandi væri að Jöfnunarsjóð-
urinn verði eingöngu fjármagnaður
af staðgreiðslufé.
Jafnframt verði markvisst stefnt
að því að sveitarfélögin sitji ein að
staðgreislunni, annaðhvort með
lækkuðu staðgreiðsluhlutfalli og þá
auknum öðrum tekjum ríkissjóðs,
eða að sveitarfélögum verði ætlað
að verja auknum útsvarstekjum til
greiðslu á einhverjum þeim kostn-
aði, sem nú fellur á ríkissjóð.
Auk þeirrar einföldunar, sem
þetta hefði í för með sér má ætla að
gjaldendur yrðu meðvitaðri um
hvert staðgreiðsla þeirra rennur en
talsverður misbrestur mun vera á
því nú, enda kerfið óþarflega flók-
ið.
Aðgerðir ríkisvaldsins:
Nefndin leggur til að umboðs-
stjórn ríkis í héraði verði endur-
skoðuð í því skyni að störf færist
frá höfuðborginni út á landsbyggð-
ina .
Þá verði við mótun sjávarútveg-
stefnu tekið meira tillit til byggða-
sjónarmiða en gert er í núverandi
lögum.
Bent er á að samgöngubætur séu
víða forsendur fyrir víðtækari sam-
einingu sveitarfélaga.
Þessar tillögur allar horfa til mik-
illa bóta. Þó samgöngubætur einar
sér leiði ekki sjálfkrafa til samein-
ingar sveitarfélaga er víst að víða
standa erfiðar samgöngur í vegi
fyrir sameiningu.
Umdæmi sveitarfélaga:
I tillögum sveitarfélaganefndar
um ný umdæmi sveitarfélaga er
tekið eins og kostur er mið af fyrr-
nefndri leið 2 eins og fyrir nefndina
var lagt.
Stefna skal að því að ekki verði
færri íbúar í sveitarfélagi en 1000
nema nokkur önnur markmið náist
ekki.
Þar er veigamest að minnst 95%
íbúa hins nýja sveitarfélags séu
innan 30 mínútna akstursvega-
lengdar frá aðalþjónustukjarna
sveitarfélagsins auk þess sem tekið
verði tillit til landfræðilegra að-
stæðna og samgangna eins og kost-
ur er. Miðað við þau markmið sem
nefndinni var ætlað að stefna að
virðast tilögur hennar um þessi efni
vera ásættanlegar. Örfá sveitarfé-
lög munu falla utan viðmiðunar-
markanna, helst jaðarbyggðir.
Verði samstaða um víðtæka sam-
einingu er varla réttlætanlegt að
láta þau standa í vegi fyrir henni.
Að hinu leytinu má þó ætla að það
mundi ekki kollvarpa nýju kerfi
þótt þessi sveitarfélög fengju enn
um sinn að halda sjálfstæði sínu
með sömu réttindum og skyldum
og önnur sveitarfélög. Lögþving-
aðri sameiningu yrði þá ekki kennt
um ef hallast þar á í íbúaþróun.
Þriggja manna umdæmanefnd er
m.a. ætlað að gera tillögur um ný
umdæmi sveitarfélaga.
Samþykki meirihluta sveitar-
stjóma á því svæði, sem ætlunin er
að sameina þarf til að fram fari
sameiginleg atkvæðagreiðsla íbúa á
svæðinu.
Búi 2/3 hlutar íbúa eða fleiri en
1000 íbúar í einu þeirra sveitarfé-
laga sem sameina skal, er þó skylt
að telja atkvæði þeirra sérstaklega.
Meirihluta atkvæðisbærra íbúa á
hverju kosningarsvæði mun þurfa
til að fella sameiningartillögu.
Ákvæði þessa efnis er raunar í
núgildandi sveitarstjómalögum, þó
þannig að talið er sérstaklega í
hverju sveitarfélagi.
Að meirihluta atkvæðisbærra
íbúa þurfi til að fella tillögu er
mjög ólýðræðislegt og ekki bætir
úr skák að telja upp úr sameigin-
legum potti þegar greidd eru at-
kvæði um framtíð einstakra sveitar-
félaga.
Utilokað er að samstaða verði
um að vinna að málinu með þess-
um hætti.
Nefndin setur fram tímaáætlun
aðgerða, sem tekur mið af því að
sveitarstjórnarkosningar verða 1994
og 1998. Athygli vekur að ekki er
þar minnst einu orði á kynningu
málsins meðal íbúa þeirra sveitarfé-
laga, sem til álita kemur að sam-
eina.
Mikilvægt er að sú kynning fari
fram og staðið verði að henni með
hlutlægum hætti en stopular fréttir í
fjölmiðlum ekki látnar nægja eða
kynning viðkomandi sveitarstjóm-
ar, sem kannski hefur þegar tekið
einróma afstöðu með eða á móti
málinu.
Tillögur þær sem settar eru fram
í áfangaskýrslu sveitarfélaganefnd-
ar stefna að því að gjörbylta sveit-
arstjómarstiginu á Islandi
Stórfelld sameining sveitarfélaga
er þar lykilatriði. Slíkar grundvall-
arbreytingar eru líklegar til að
vekja andstöðu verði reynt að koma
þeim á með fyrirgangi og fyrirvara-
lítið, eins og hin þrönga tímaáætlun
aðgerða, einkum hvað varðar fyrsta
árið, virðist stuðla að.
Undirritaður er þeirrar skoðunar
að vinna eigi að eflingu sveitar-
stjórnarstigsins á þann veg, sem
fram kemur í áfangaskýrslunni.
Áríðandi er þó að farið verði
með meiri gát en nefndin leggur til
og að tekið verði tillit til ábendinga
og athugasemda sem við áform
hennar verða gerðar.
Magnús Þorsteinsson
RAFEY HF.
Lyngás 12
700 Egilsstaðir
Sími 97-12013
Helstu
þjónustusvið
'k Raflagnir.
'k Síma- og tölvulagnir.
tV Raftækjaviðgerðir.
Raflagnateikningar.
Motorvindingar.
'k Bílarafkerfi.
~k Startarar, alternatorar.
Söluumboð fyrir
ÆUMENIAX
þvottavélar
Löggiltur
rafverktaki
Tímaritið
Þroskahjálp
er
komið út
I blaðinu er margar fróðlegar
greinar að venju. Þar má nefna
grein um geðheilbrigðiskerfið eftir
Önnu Valgarðsdóttur, viðtal við
Guðrúnu Árnadóttur sem er móðir
fatlað drengs í Keflavík og um-
fjöllun um æfingar og leiki fyrir
froskahefta eftir Margréti Hall-
grímsdóttur. Ásta B. Þorsteins-
dóttir formaður Landssamtakanna
Þroskahjálpar ritar um ný lög um
málefni fatlaðra og nefnir hún
grein sína Málefni fatlaðra á tíma-
mótum. Auk þess má nefna grein
frá Noregi eftir Önnu Fofie
Rasmussen um breytingu á þjón-
ustu fatlaðra þar í landi við færslu
á málaflokknum frá ríki til sveitar.
Ennfremur grein er fjallar um áhrif
áfengis á fóstur og þær alvarlegu
afleiðingar sem af því leiðir.
Fréttatilkynning.
r. A
SNJÓKEÐJUR
fyrir allar vinnuvélar, dráttarvélar,
vörubíla, sendibíla, jeppa og
fólksbíla
• Hefðbundnar gaddakeðjur með þverböndum.
Einnig krosskeðjur.
• Allar algengar sfœrðir á lager. Sérsmíðum
jafnframtmeð stuttum fyrirvara.
Aðeins unnið úr hágœðakeðjuefni frá viður-
kenndum fyrirtœkjum á borð við WEED og ELKEM.
Þverbönd * Krókar * Lásar * Langbönd * Keðjutangir
Allir rata í Snjókeðjumarkaðinn Smiðjuvegi.
SNJÓKEÐJU- OG
HJÓLAMARKAÐUR
Hvellur
Smiöjuvegi 4, Kópavogi
Sími 689 699 og 688 658