Austri


Austri - 25.03.1993, Blaðsíða 2

Austri - 25.03.1993, Blaðsíða 2
2 AUSTRI Egilsstöðum, 25. mars 1993. Útgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi. Skrifstofa Austra Lyngási 12, 700 Egilsstaðir, pósthólf 73, sími 97-11984, fax 97-12284. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson. Útgáfustjóri: Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir. Blaðamenn: Arndís Þorvaldsdóttir og Marinó Marinósson. Auglýsingar: Sími 97-11984, Sigrún Lárusdóttir. Áskrift: Sími 97-11984, Svanfríður Kristjánsdóttir. Áskrift kr. 95 pr. blað. Lausasöluverð kr. 120.- Prentun: Héraðsprent sf. Egilsstöðum. Austri kemur út á fimmtudögum. Aðsent efni þarf að hafa borist fyrir kl. 10:00 föstudaga. Austri er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. stjómin bíður Ástandinu í efnahags og kjaramálum er best lýst með einu orði, biðstöðu. Þann tíma virðast vinnuveitendur nota vel til þess að mála það dökkum litum og halda því jafnframt fram að það þurfi að lækka launin, ef nást eigi jafnvægi í efnahagsmálum. Á undanfömum árum hefur ríkisvaldið ætíð lagt sitt af mörkum til þess að stuðla að samningum á vinnu- markaðinum. Ovissa sú sem það veldur að hafa alla kjarasamninga lausa í þjóðfélaginu veldur því að for- svarsmenn fyrirtækja halda að sér höndum. Ekki dregur úr, þegar því fylgir að staða efnahagsmála er máluð svo dökkum litum sem nú er. Atvinnumálin hafa verið og eru mál málanna í þess- um kjarasamningum. Aðilar vinnumarkaðarins hafa skilað tillögum til ríkisstjórnarinnar um þau mál, sem byggjast á vinnu starfshópa á vettvangi þeirra. Engin marktæk viðbrögð hafa komið frá stjómvöldum, þrátt fyrir að forsætisráðherra bæði um nokkurra daga frest til þess að svara. Síðan eru liðnar tvær vikur og ekk- ert hefur gerst. Það er ljóst að það er fráleitt að hefja nú umræðu um launalækkanir í þjóðfélaginu. Það er útilokað að þeir sem hafa innan við fimmtíu þúsund krónur á mánuði geti tekið slíkt á sig. Hins vegar á að ræða í fullri al- vöru kjarajöfnun í þjóðfélaginu við þær aðstæður sem nú eru. Launamunur er gífurlegur, og þar við bætist að fjármagnseigendur raka saman skattfrjálsum tekj- um. Stjómvöld hreyfa ekki hönd eða fót til kjarajöfn- unar t.d. í formi hátekjuskatts eða skatts á fjár- magnstekjur utan tímabundinn hátekjuskatt sem for- sætisráðherra sagði að væri aðeins sálfræðilegt trikk. Stjórnvöld hlusta einnig á kenningar atvinnurekenda um launalækkanir í þjóðfélaginu án þess að hafast neitt að. Við þessar aðstæður verða kjarasamningar ekki gerðir. Meðan svo er drepur óvissan allt at- vinnulíf í dróma. Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram tillögur um brýnar aðgerðir í efnahagsmálum. Þar má meðal ann- ars nefna tillögur um tafarlausa lækkun vaxta, aðgerð- ir til kjarajöfnunar, auknar opinberar framkvæmdir til atvinnusköpunar, aðstoð við fjárhagslega endurskipu- lagningu arðvænlegra fyrirtækja og að álögur sem nú- verandi ríkisstjóm hefur lagt á sjávarútveg og ferða- þjónustu verði felldar niður. Einnig er lagt til að um- framorka verði boðin á lágu verði til fyrirtækja, vinnsla sjávarafla innanlands verði aukin, og bundnu fjármagni í Seðlabankanum verði að hluta varið til at- vinnuuppbyggingar. Þá er lagt til að jöfnunargjald verði lagt á ríkisstyrktar og niðurgreiddra erlendar iðnaðarvörur. Það skortir ekki tillögur um aðgerðir. Það skortir á að ríkisstjórnin vilji vinna af afli að lausn aðsteðjandi vanda. Hún bíður. J.K. Námskeið fyrir afgreiðslufólk í verslunum og þjónustufyrir- tækjum á Héraði BRIDDS Briddsfélag Reyðarfjarðar og Eskifjarðar Urslit í 9. og síðustu umferð í sveitakeppni félagsins urðu sem hér segir: Aðalsteinn - Jóhann 18-12 Sproti/Icy - Jónas 20-10 Böðvar - Magnea 24-6 Slökkvitæki - Óttar 16-14 Síðustu umferðimar vom spilaðar með útsláttar fyrirkomulagi. Lokastaða, 5 efstu sveitimar: 1. Aðalsteinn Jónsson 2. Jóhann Þórarinsson 3. Sproti/Icy 4. Jónas Jónsson 5. Slökkvitækjaþjónustan Alls tóku 8 sveitir þátt í mótinu. Menntaskólinn á Egilsstöðum vill gjaman efla atvinnu og stuðla að blómlegu mannlífi á Héraði. Yfir sumartímann sækja innlendir og er- lendir ferðamenn okkur heim og nágrannar okkar á Austurlandi sækja hingað þjónustu allt árið. því er mikilvægt að íbúar Egilsstaða og þá sérstaklega afgreiðslufólk í verslunum og þjónustufyrirtækjum sé meðvitað um mikilvægi góðrar þjónustu og lipurlegrar framkomu við viðskiptavini. Innan Mennta- skólans hefur komið upp sú hug- mynd að bjóða fyrirtækjum á Hér- aði upp á stutt námskeið þar sem fjallað yrði um mannleg samskipti, hreinlæti, klæðnað og fleira sem gagnast gæti þeim sem hafa bein samskipti við viðskiptavinina. Hér er ekki síst verið að hugsa um sum- arafleysingafólk, sem eftir svona námskeið er meðvitaðra um ábyrgð sína gagnvart fyrirtækinu og mikil- vægi ánægðra viðskiptavina fyrir það. En auðvitað ætti námskeiðið einnig að gagnast fastráðnu starfs- fólki. Um er að ræða tveggja kvölda námskeið sem haldið verður fljótlega eftir páska ef næg þátttaka fæst. kosnaður verður í lágmarki og skipt milli fyrirtækja sem þátt taka. Skólinn vonast eftir góðum undir- tektum þannig að af geti orðið. Upplýsingar veita kennslustjóri, á- fangastjóri og aðstoðarskólameist- ari. Fréttatilkynning Menntaskólinn á Egilsstöðum. Hofshreppur: Álftin er komin til landsins Frá Fellabridds 18. mars spiluðu 14 pör. Efstu sætin: 1. Bjami Ag - Kristmann 202 st. 2, - 3. Petra - Ingibjörg 176 st. 2.- 3. Guðný - Sigurður 176 st. 4. Sigurlaug - Sveinn 174 st. Spiluð voru gefin spil frá sænskum meistaramótum svokölluð Taps spil, og fyrirgjöfin öðru vísi. Með mið af því urðu í 5 efstu sætum: 1. Heiða - Svandís 1436 st. 2. Guðný - Sigurður 1430 st. 3. Gunnlaugur - Sigurjón 1424 st. 4. Sigurlaug - Sveinn 1390 st. 5. Bjami Ag. - Kristmann 1343 st. Firmakeppni B.F. 1. Birkitré (Jón B. Stef. Ólafur) 2. Táp og Fjör 63 st. (Þorvaldur, Hafliði) 3. Ferðamiðstöð Austurl. 54 st. (Bjami,Kristmann) 4. Tannlæknastofan 46 st. (Pálmi, Sigurjón) 5. Arverk 37 st. (Sigurþór, Þorsteinn) 6. Egilsstaðabær 34 st. (Reynir, Unnar) 27 st. Nú þegar vorið nálgast fara fuglar senn að koma til landsins. Til að fá nánari fréttir af komu fugla, sló blaða- maður á þráðinn til Hálfdáns Bjöms- sonar á Kvískerjum í Hofshreppi, til að forvitnast um hvort nokkuð sé farið að sjást til farfugla. Hálfdán er ásamt bræðrum sínum landskunnur fræði- maður og hefur fylgst með komu fugla til landsins í gegnum árin. Mjög mik- ið er um að farfuglar komi að landinu frá svæðinu frá Skeiðarársandi að Alftir. Austramynd: SE. Höfn. Hálfdán sagði að lítið sem ekk- ert af fuglum væri komið. Sem væri kannski bara gott því enn er snjór yfir öllu. Hann sagðist ekki eiga von á eiginlegri komu fugla fyrr en í lok mars og í byrjun apríl. Þó væm álftir, skúmar og lómar farnir að sjást, en Hálfdán sagðist varla telja skúma og lóma til farfugla. “Lómamir vom komnir í kringum 6 mars, skúmamir komu upp að landinu 10 mars og álft- imar komu 14 mars og var þar um þrjá hópa að ræða” sagði Hálfdán. Enn- fremur sagði hann að t.d. gæsin kæmi í kringum 25 mars, skógarþrösturinn kæmi oftast í kringum 28 mars. Fugl- ar koma mjög mikið til landsins í suð- austanátt að sögn Háldáns, og þá kæmu hópamir mjög ört, bæði gæsir, vaðfuglar og spörfuglar, og stundum þá svo margir í einu að hann hefði ekki undan að telja hópana, svo ört kæmu þeir. Væru fuglamir svona frá 5 fuglum til 100 í hverjum hóp, gæsir væm oftast kringum 30 í hóp. MM Leiðrétting í frétt sem birtist í 11. tbl. um afhendingu á íbúðum fatlaðra á Fáskrúðsfirði, var missagt í myndatexta að annar íbúanna, Erla væri Geirsdóttir. Hið rétta er að Erla er Helgadóttir. Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum. Xýsköptin er nauðsyn Fundur á Egilsstöðum Ræðumenn verða Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra og fulltrúar frá Iðnlánasjóði, Iðntæknistofnun og Iðnþróunarsjóði. Fundurinn er öllum opinn en höfðar einkum til þeirra sem láta sig varða atvinnumál á Austur- iandi. Fjallað verður um aðgerðir og verkefni til að styðja við frumkvæði i nýsköpun og auknum atvinnutækifærum. Fundartimi: 25. mars 1993 kl. 20:00 Fundarstjóri: Hermann Níelsson Staður: Menntaskólinn á Egilsstöðum JÍj§ IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ (j]) IÐNLÁNASJÓÐUR lóntæknistof nun ■ ■ IÐNÞRÓUNARSJÓÐUR

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.