Austri


Austri - 25.03.1993, Blaðsíða 5

Austri - 25.03.1993, Blaðsíða 5
Egilsstöðum, 25. mars 1993. AUSTRI 5 Guttormur V. Þormar: Frá Búnaðarþingi Á nýlega afstöðnu Búnaðarþingi lágu m.a. fyrir erindi frá Barra hf. á Fljótsdalshéraði um endurskoðun á lögum um skógrækt og starfsemi Skógræktar ríkisins. Vegna þeirrar umræðu og rangtúlkana á erindinu, sem valdið hafa nokkrum óróa, tel ég rétt að birta ályktun Búnaðar- þings í heild, ásamt greinargerð: “Búnaðarþing fagnar þeirri hreyf- ingu, sem orðið hefur í skógrækt á Islandi síðustu ár. Markast hún af auknum áhuga á skógræktarstarfi meðal bænda, ýmissa félagasam- taka og einstaklinga. Að sama skapi hefur gróðursetning og fram- leiðsla skógarplantna og garð- plantna margfaldast. I ljósi þessara aðstæðna telur Bún- aðarþing nauðsynlegt, að lög um skógrækt verði endurskoðuð, og löguð að breyttum viðhorfum. Við þá endurskoðun verði leitast við að treysta skógrækt og vinnslu skógar- afurða sem atvinnuveg í sveitum og finna jafnræðisgrundvöll fyrir gróðrarstöðvar í skógrækt. Lögð verði áhersla á að Skógrækt ríkisins sinni áætlunum og leið- beiningum í skógrækt, sem og skógarrannsóknum, og vinni mark- visst að rannsóknum á vinnslu og markaði skógarafurða og hvemig skógrækt þjóni best þjóðarhags- munum. Stuðningur ríkisins við skógrækt bænda miðist við að skógræktin verði liður í búskap og efli búsetu í sveitum landsins.” Greinargerð: Allt frá því að Skógrækt ríkisins var stofnsett má segja að skógrækt- arstarfið hafi verið borið uppi af Skógrækt ríkisins. Með breyttum áherslum í landbúnaði verður skóg- ræktin drjúgur þáttur í því land- bótastarfi, sem bændur landsins vinna. Gróðrarstöðvar Skógræktar ríkis- ins hafa haft nokkra sérstöðu fram að þessu með sínu brautryðjenda- starfi og stór hluti af framleiðslu skógarplantna hefur farið þar fram. Aftur á móti hefur Skógrækt ríkis- ins á seinni árum dregið úr fram- leiðslu garðplantna og hefur sú framleiðsla færst í auknum mæli til garðyrkjubænda. Nauðsynlegt er að rekstrargrund- völlur einkafyrirtækja í plöntuupp- eldi og þeirra stöðva Skógræktar ríkisins, sem framleiða og selja skógarplöntur, sé sambærilegur. Þá var lagt fyrir þingið erindi Bún- aðarsambands Austurlands um námskeiðahald og búnaðarmenntun á Skriðuklaustri, sem fékk eftirfar- andi meðferð: “Búnaðarþing vísar til fyrri sam- þykkta sinna varðandi hugmyndir um nýtingu Skriðuklausturs. Þingið leggur ríka áherslu á að það námskeiðahald sem hófst þar á síð- astliðnu ári, falli ekki niður. Þá er brýnt að samdar verði reglur um starfsemi svonefndrar gestaíbúðar á staðnum. Þingið beinir því til stjómar Búnaðarfélags íslands að hún leggi þessum málum liðsinni eftir því sem unnt er.” Greinargerð: Búnaðarþing hefur ítrekað ályktað um starfsemi á Skriðuklaustri og lýst fullum stuðningi sínum við að þau skilyrði, sem sett eru í gjafa- bréfi skáldsins Gunnars Gunnars- sonar verði virt. Á útmánuðum síðastliðið ár hófst þar námskeiða- hald í sama formi og haldin eru á búnaðarskólunum og í samvinnu við þá. Námskeið þessi voru ágæt- lega sótt og með þeim var komið til móts við þarfir fólks á Austurlandi um fræðslu í heimahéraði í stað þess að sækja hana um langan veg með æmum kostnaði. Festa þarf þetta námskeiðahald í sessi. Þá em ekki neinar reglur um nýt- ingu gestaíbúðarinnar á staðnum, en hún heyrir undir Menntamála- ráðuneytið. Þörf er á að úr því verði bætt sem fyrst. Fyrir þessu þingi lágu alls 45 mál, sem væntanlega verða gerð einhver skil síðar. Aðlögunarnámskeið fyrir fatlaða Dagana 16.-18. apríl n.k. gengst Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, fyrir námskeiði, sem ætlað er hreyfi- hömluðu fólki. Þetta er í fjórða sinn sem slíkt námskeið er haldið en þau em sniðin eftir finnskri fyrirmynd og hafa gefið mjög góða raun. Á námskeiðinu verður fjallað um fé- lagslegar afleiðingar fötlunar. Fluttir verða stuttir fyrirlestrar um viðhorf almennings til fötlunar, viðbrögð vina og vandamanna og viðbrögð einstak- lingsins við nýjum og breyttum að- stæðum. Á námskeiðinu verður einnig fyrirlestur um tryggingamál og réttindi fatlaðra varðandi ýmsa þjón- ustu og starfsemi Öryrkjabandalags íslands, Sjálfsbjargar og íþróttasam- Vegna fréttar sem birtist í ó.tbl. sl. um fræðslustjóra Kirkjunnar á Austurlandi var sagt að Þórhall- ur Heimisson væri sóknarprestur í Neskaupstað. Hið rétta er að hann er fræðslustjóri Kirkjunar á Austurlandi en er að leysa sókn- arprestinn í Neskaupstað af í 6 mánuði. Edda Jónsdóttir er því að leysa Þórhall af á þessu sama tímabili. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mistökum. band fatlaðra. Á námskeiðinu verður unnið í litlum hópum. Þar verða rædd ýmis mál sem snerta daglegt líf fatl- aðs fólks, bæði mál sem öllum eru sameiginleg og svo sérstök vandamál þátttakenda. Hópstjóri er í hverjum hópi sem hefur menntun og reynslu af vinnu með fötluðu fólki. Hins vegar fer engin bein líkamleg þjálfun fram á námskeiðinu. Námskeiðið er einkum miðað við fólk eldra en 16 ára, sem hefur fatlast af einhverjum orsökum. Dæmi um slíkt eru mænusköddun, vöðva- og miðtaugakerfissjúkdómar, liðagigt, klofinn hryggur, helftarlömun, út- limamissir, fólk með MS-sjúkdóm- inn, og fleira. Auk hreyfihamlaðra eru aðrir ættingjar, makar og vinir einnig boðnir velkomnir á námskeið- ið. Námskeiðið er haldið á vegum Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, í húsi Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra, í Reykjadal, Mosfellsbæ. Nám- skeiðssgjald er kr. 5.200 og er fæði, gisting og námskeiðsgögn innifalin. Ferðakostnaður er greiddur fyrir þátt- takendur af landsbyggðinni. Tilkynn- ið þátttöku fyrir mánudaginn 5. apríl til Lilju Þorgeirsdóttir á skrifstofu- tíma í síma 91-29133. Fréttatilkynning ixixixixixi: rixixixi: Eyjólfur Sverrisson, knattspymumaður „STJ ÖRNUBOKIN HITTIR BEINT í MARK!“ —o------------- Með sþariáskrift a’Ó Stjörnubók er unnt a'ð losa alla innstœðuna á sama tíma. Verðtrygging og háir raunvextir. Vextir bókfærðir tvisvar á ári. Lausir til útborgunar eftir það. Hver innborgun bundin í 30 mánuði.* Eftir það er hún alltaf laus til útborgunar. Spariáskrift - allar innborganir lausar á sama tíma. Lántökuréttur til húsnæðiskaupa. Lánsupphæð hámark 2,5 milljónir til allt að 10 ára. Ef nauðsyn ber til getur reikningseigandi sótt um heimild til úttektar á bundinni fjárhæð gegn innlausnargjaldi. 5TJÖRNUBÓH BLINAÐARBANKINN EGILSSTÖÐUM

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.