Austri - 25.03.1993, Blaðsíða 6
6
AUSTRI
Egilsstöðum, 25. mars 1993.
Flugleiðir mæta versnandi
afkomu með aðhaldi og
aukinni markaðssókn
Aðalfundur Flugleiða var haldinn
18. mars sl. Hörður Sigurgestsson,
stjómarformaður, og Sigurður
Helgasson, forstjóri, félagsins boð-
uðu aðhald og aukna markaðssókn
til að mæta versnandi afkomu fyrir-
tækisins. Flugleiðir töpuðu 134
milljónum króna af rekstrinum á
síðasta ári, en árið 1991 var 150
milljón króna hagnaður af rekstrin-
um.
Tapið má að mestu rekja til
þriggja meginþátta.
Afkoman af sjálfum rekstrinum
fyrir utan fjármagnsliði hefur versn-
að. Rekstrarhagnaður var 696
milljónir króna árið 1992 en var
927 milljónir króna 1991. Rekstar-
tekjur lækkuðu um 300 milljónir
króna milli ára, voru 12,4 milljarðar
króna 1992, en 12.7 milljarðar árið
1991. Rekstrargjöld lækkuðu hins
vegar innan við 100 milljónir króna
voru rúmlega 11,7 milljarðar króna
árið 1992, en tæplega 11,8 milljarð-
ar árið 1991. Ástæða lakari rekstr-
arafkomu er fyrst og fremst lækkun
flugfargjalda heima og erlendis.
Raunlækkun meðalfargjalda var um
10% milli ára. Farþegum fjölgaði
hinsvegar um rúmlega 4% og vom
807,571.
I annan stað má rekja tapið til
þess að félagið afskrifar nú að
mestu það sem eftir er af vara-
hlutalager í eldri flugvélar félags-
ins.
I þriðja lagi er skýringa á tapi að
leita í breyttum endurmatsreglum
flugvéla. Þar er tekið tillit til þess
að verð á nýlegum flugvélum hefur
lækkað lítilega.
Eigið fé Flugleiða var í árslok
1992 samtals 4,1 milljarður króna,
en var 4,4 milljarðar í árslok 1991.
Handbært fé frá rekstri á árinu 1992
var 1,1 milljarður króna en 1,3
milljarðar á árinu 1991. Lausafjar-
staða Flugleiða er góð og hefur ver-
ið betri undanfarin 3 ár en nokkum
tíma áður í sögu fyrirtækisins.
Á aðlafundinum greindi Hörður
Sigurgestsson frá því að fyrirtækið
hefði markað sér nýja stefnu um
mitt síðasta ár þegar ljóst var hvert
stefndi í rekstrinum. Veigamestu
liðir hennar voru aukin þjónusta,
samstarf við erlent flugfélag og
lækkun kostnaðar. Spamaðará-
formin og samstarfssamningurinn
við SAS eru stærstu skrefin sem fé-
lagið hefur tekið í samræmi við
þessa stefnumótun. Flugleiðir hefja
í sumar flug á nýjum markaði milli
Kaupmannahafnar og Hamborgar.
Félagið stóreykur einnig flug milli
Islands og Kaupmannahafnar í
tengslum við Hamborgarflugið. í
sumar fljúga Flugleiðir einnig til
tveggja nýrra ákvörðunarstaða í
suður Evrópu, Mílanó og Barcelóna
og næsta haust hefst vikulegt flug
til Fort Lauderdale á Flórída.
Aðlafundur Flugleiða ákvað að
greiða hluthöfum 7 % arð.
Byggt á tveimur fréttatilkynn-
ingum.
Fyrirhugað er að halda stutt
námskeið fyrir afgreiðslufólk
í verslunum og þjónustufyrirtækjum
eftir páska ef næg
þátttaka fæst!
- Betri þjónusta!
- Aukin ánægja!
- Meiri viðskipti!
Upplýsingar veittar í síma 11684.
Menntaskólinn á Egilsstöðum
UTILEIKHUSIÐ
„HérFyrirAustan"
auglýsir eftir merki
Litanotkun verður fullkomlega frjáls en gott væri að merk-
ið tæki sig einnig sæmilega út í svörtu og hvítu. Hafa skal í
huga að útileikhúsið ætlar fyrst og fremst að ná til íslensks
fjölskyldufólks, bæði frá Austurlandi og öðrum landshlut-
um. Þjóðdansar verða sýndir, en allt efnið skrifað af Aust-
firðingum. Veitingar verða heimilislegar/þjóðlegar, svo og
munir sem verða til sölu á svæðinu.
Leikhúsið heitir „HÉR FYRIR AUSTAN".
Skilafrestur til mánudags 19. apríl.
Verðlaun: 12.000 kr.
Undirritaður áskilur sér rétt til að hafna öllum tillögum.
Austri Jlytur þérfréttir úr
jjórðungnum.
Þeir sem gerast áskrifendur
fylgjast með.
Áskriftarsíminn er 97-11984.
Aktu eins og
þú vilt að
aðrir aki.
Umferðarráð
Bændur,
semjið um sérkjör nú á vordögum
Vekjum athygli á eftirfarandi:
Rúllufilma 1.800 m kr. 3.200
Flaghefill á þrítengi kr. 42.000
Flutningakassi á þrítengi kr. 25.000
Ávinnsluherfi kr. 30.000
Lokaðir gámar 8 rúmm kr. 163.000
1000 Itr gámar kr. 23.000
Opnir gámar 8 rúmm Áburðardreifari kr. 140.000
með fjarstýringu kr. 93.000
Sláttuvél, vinnslubreidd 1,65 Heyþyrlur, kr. 107.000
vinnslubreidd 4,5 m kr. 196.000
Stjörnumúgavél 3,15 m kr. 160.000
Bjóðum einnig fjölbreytt úrval af rúllubindi- og
pökkunarvélum.
Vekjum einnig athygli á dreifurum í húsdýra-
áburð - taðdreifarar - 2,5, 4 og 6,5 m3 á verði
frá 215-330.000.
Kaweco haugsugur frá 4200 lítra á 490.000 -
kalkdreifara á 290.000 og fjölbreytt úrval af
vögnum og kerrum!
Semjið nú tímanlega fyrir vorið vegna takmark
aðs framboðs og vinsamlega munið að tíman-
leg pöntun tryggir góða afgreiðslu!
1000
Bútækni á sérkjörum!
Ath. öll verð tilgreind an vsk.
L7
Járnhálsi 2,110 Rvk, Sími 91-683266
Benidorm - Benidorm
- Aukaferð -
Páskaferð til Benidorm
7. apríl, 16, dagar.
Aðeins 9 vinnudagar.
Verð frá kr. 48.600.-
/ tvíbýli og 39.100.-
Aukaferð 22. aprfl
Frábært verð frá kr. 67.600,2 í íbúð eða
kr. 64.220 ef ferðin er staögreidd.
Njóttu vorsins á Spáni.
Góðir gististaðir - beint leiguflug - íslensk
fararstjórn - skemmtilegt mannlíf • góðir
veitingastaðir - skoðunarferðir
- Benidorm er fyrir alla.
Hafðu samband strax - örfá sæti laus.
Föst gjöld: kr. 3.450 f. fulloröna, kr. 2.225 f. börn 2ja - 11 ára.
Blaðið sem merkið er á skal merkja með dulnefni en segja
til um hver á dulnefnið á öðru blaði.
Philip Vogler,
Dalskógum 12, 700 Egilsstaðir, sími 11673
pr. mann, 3 fullorðnir og
2 börn 2ja -15 ára.
ÖRFÁ SÆTI LAUS!
FERÐASKRIFSTOFA
REYKJAVÍKUR
Aðalstræti 16, sími 621490 i
------V