Austri


Austri - 25.03.1993, Blaðsíða 8

Austri - 25.03.1993, Blaðsíða 8
MALLAND? iðnaðar DJÚPAVOGI sími 88131 GOLF Að leika sér, og lifa Af mannlífi og atvinnulífl á Vopnafirði * Eldhús- og baðinnréttingar Trésmiðja * Fataskápar Guðna J. Þórarinssonar ^ Útihurðir o.fl. Másseli sími 11093 Egilsstaðir: Kardimommuhátíð allan aprílmánuð Þorrablót Vopnfirðinga var að venju haldið fyrstu helgi í þorra í hefðbundnu formi. þá tóku menn sér nokkurra vikna frí frá stór- skemmtunum. En á meðan störfuðu klúbbar á venjubundinn hátt. Bridgefélag, Kiwanisklúbbur og kvenfélögin stóðu fyrir tveimur gengjum af þriggja kvölda félags- vist, sem var vel sótt. Tónlistar- skólanemendur héldu tónleika, sem voru áhugaverðir sérstaklega fyrir það, hvað þátttakendur voru ungir að árum. þá hafa ýmsar menningar- legar uppákomur verið haldnar á Hótel Tanga í vetur. Þegar kom fram á góu hófst árshátíðarstemn- ingin með hinni vinsælu Bænda- gleði um fyrstu helgi í mars. Að henni stóðu Búnaðarfélag Vopna- fjarðar og hestamannafélagið Gló- faxi. Samkvæmið sátu 120 manns og þótti það vel takast. þá var um síðustu helgi árshátíð Vopnafjarðar- skóla, voru bömin með mikla dag- skrá sem gerður var góður rómur að. Geysimikið fjölmenni eða hús- fyllir var á tveimur sýningum á föstudaginn. Á þeim mikla fjölda bama og unglinga sem settu svip sinn á árshátíðina var mér ljóst að við Vopnfirðingar þurfum ekki að örvænta um framtíðina, þar sem að reynslan sýnir að með þverrandi vinnuálagi snúa menn sér að fram- leiðslu þess lifandi gróðurs sem mölur og ryð fær ekki grandað. Þó þarf atvinnuleysi líklega allverulega að aukast til þess að unga fólkið nái öfum og ömmum þegar ekki þótti umtalsvert fyrr en bamahópurinn náði 12-16 í stað. Svolítið fækkaði þó íbúum í Vopnafirði á síðasta manntalsári. Á laugardaginn kom Leikfélag Þórshafnar í heimsókn með söngleikinn “í sal hans hátign- ar”, sem er úrval úr söngvum og leikritum þeirra Vopnfirskfæddu bræðra Jónasar og Jóns Múla Áma- sona. Þetta var hin ágætasta skemmtun og nágrönnum okkar N- Þingeyingum til mikils sóma. Mér skilst að ekkert lát sé á skemmtun- um framundan. Árshátíð Tanga og uppfærsla Leikfélags Vopnfirðinga á Músagildrunni á næstu vikum. En svolítið fleira gerum við en að skemmta okkur, og má þar nefna að Vopnfirðingar vinna ötullega að því að yfirtaka rússneska fiskiskipa- flotann, og kenna honum að taka upp nútíma vinnubrögð við veiðar og meðferð afla. Nú á þriðjudaginn kemur einn þessara togara, líklega úr 9. veiðiferðinni, með fisk hingað úr Barentshafi. þama er um að ræða fyrsta flokks meðhöndlaðan fisk rétt blóðgaðan og ísaðan í kössum, en stýrimaður af Brettingi hefur farið með togaranum í tvær síðustu veiði- ferðir og kennt áhöfninni rétt vinnu- brögð með góðum árangri. Nú er grásleppuveiði að hefjast og binda trillukarlar miklar vonir við þá út- gerð. Líklega stunda 13 -14 bátar héðan þessar veiðar. Ovenju mikið atvinnuleysi hefur verið hér frá því fyrir jól i vetur eða viðvarandi um 40 manns. Vonast er til að einn tug- ur manna hverfi af þessari leiðu skrá á gráslepputímanum og vonandi flestir með vorinu, þó fyrir því sé engin vissa. I sveitinni er langt kominn vetrarrúningur á fé, en allir bændur vélklippa féð, sumir að haustinu eða tæpur þriðjungur bænda, en hinir í mars eða hér um bil. Tveir matsmenn (bændur) meta svo ullina jafnóðum og senda í Ull- arþvottastöðina í Hveragerði. Ullar- magn af fé í Vopnafirði er um 17 - 18 tonn á ári. Þegar bændur hittast ræða þeir að sjálfsögðu þá fram- leiðsluskerðingu sem þeir standa frammi fyrir og bera sig sumir illa eins og gengur enda “enginn bóndi nema hann kunni að berja sér”. Mér finnst samt að menn meti varla að verðleikum það lán að vera lausir við að hafa fengið riðuveikina í fjár- stofninn hér, og einnig að flestir bændur höfðu sæmilega fjártölu að miða við, þegar framleiðslutak- markanirnar voru settar á. Að sjálf- sögðu þyrftu flestir bændur að hafa meiri tekjur, en hvaða stétt telur sig ekki þurfa að hafa meira milli handa nú, þegar kreppir að í þjóðfélaginu? Við sem vorum að hefja búskap á árum gamaveikinnar í sauðfé fyrir rúmum 40 árum höfðum ekki full fjárhús af fé, né nærri fullar hendur fjár, en komum þó upp stærri bú- stofni en almennt gerist nú, að ekki sé talað um næstu kynslóð á undan sem lifði af heimskreppuna. Nú er ég kominn út á hálann ís saman- burðar sem margir telja ekki sam- bærilegan. En bölsýni og uppgjöf bætir ekki úr skák. við íslendingar þurfum aðeins að halda ögn fastar í þær fækkandi krónur sem við vinn- um okkur inn og verja þeim betur, ef við ætlum að verða menn til að lifa af í landinu, sem við auðvitað ætlum. Ytri-Hlíð 21. mars 1993 Sigurjón Friðriksson þann 2. apríl næstkomandi frum- sýnir Leikfélag Fljótsdalshérðaðs í Hótel Valaskjálf bamaleikritið Kar- dimommubæinn undir stjóm Guð- jóns Sigvaldasonar, leikstjóra í Hótel Valaskjálf. Um 70 manns taka þátt í sýningunni þar af rúm- lega 30 böm. Ræningjana ráðagóðu og íbúana í Kardimommubæ þarf ekki að kynna fyrir börnum þessa lands og söngvamir í leikritinu hafa um áratuga skeið létt lund manna. Uppsetning Guðjóns Sigvaldasonar er á margan hátt nýstárleg og mjög lífleg. I Kardimommubæ er mikið Kraftlýsi hefur hafið sölu á lýsisperlum sem innihalda hákarla- lýsi. Perlumar eru seldar á lyfjaglösum og eru 30 stykki í hverri pakkningu, þ.e. mánaðar- skammtur, þar sem hæfilegur skammtur af lýsinu er talinn 1 hylki á dag. Tækjakostur til að framleiða lýsishylki er ekki til stað- ar í landinu og hefur fyrirtækið sent hákarlalýsi til Bandaríkanna, þar sem lýsisperlur hafa verið unnar úr því. Pökkunin fer hinsvegar fram á Djúpavogi og verður starfsmönnum fjölgað úr þrem í sex vegna þessa á næstunni. Auk hákarlalýsis fram- leiðir Kraftlýsi þorskalýsi til mann- eldis og fóðurlýsi til skepnufóðurs. Ennfremur er hluti af framleiðsl- unni fluttur út til frekari vinnslu. Gunnlaugur Friðbjamarson, fram- kvæmdastjóri, sagði í viðtali við um að vera þar er fjölleikahús starfandi með öllu sem því fylgir s.s. eldgleypi, fimleikafólki, dans- andi hesti og fleiri dýrum. í hlut- verkum ræningjanna eru: Eymund- ur Magnússon, Einar Þór Einarsson og Þráinn Sigvaldason og með hlutverk hinnar ströngu og siða- vöndu Soffíu frænku fer Guðlaug Olafsdóttir. Um tónlistina sér 6 manna hljómsveit. Fyrirhugað er að sýna leikritið út apríl, alls 10 sýningar og verður boðið upp á sér- stakar skólasýningar og rútuferðir í tengslum við þær. AÞ blaðið að hin nýja framleiðsla lof- aði góðu, sem stæði væri eingöngu framleitt fyrir innanlandsmarkað en útflutningur gæti vel komið til greina í framtíðinni. AÞ A Djúpavogi hefur aH’innulíf verið þokka- legt í vetur. KURL Minni fyrirhöfn Alvarlegar umræður stóðu yfir á heimili einu í Hveragerði og mamma spurði Ola lital: - Hort viltu frekar eignast lít- inn bróður eða litla systur? - Ef það kæmi sér ekki illa fyr- ir þig, mamma mín, vildi ég helst fá þríhjól. Hurðinni á kaffistofu fyrirtæk- is var hent upp og í gættinni stóð kraftalegur maður sem öskraði: -Jóhann! - Lítill og pervisinn maður stð- oð upp og sagði veiklulega:- Já. Sá kraftalegi gekk að þeim litla og rak honum bylmings- högg. Síðan gekk hann út. Sá litli rotaðist og lá hreyfingarlaus í tíu mínútur. Þegar hann rank- aði við sér og hafði spýtt út úr sér brotinni tönn, færðist sigur- glott yfir sprungnar varimar: - Djöfull fór ég illa með hann. Ég heiti alls ekki Jóhann. Einu sinni var maður á ferð um götur Reykjavíkur og kemur að litlum snáða sem stóð úti á miðri götu háskælandi. Maður- inn spyr snáða hvað sé að ? - “Ég týndi krónunni minni”, sagði drengurinn með tárin í augunum. _ Svona nú, ég skal gefa þér aðra krónu og færir honum eina. Drengurinn rekur nú upp enn meira öskur en áður. - “Hvað er að” spyr maðurinn. - “ Ef ég hefði ekki týnt hinni krónunni, þá hefði ég átt tvær krónur núna. Einu sinni var lítill drengur skælandi út á götu. Kemur þar að maður og spyr hvað sé að. - Það fá allir frí í skólanum í dag, nema ég. - Nú hvemig stendur á því ? - Ég er ekki byrjaður í skólan- um enn. Alvitur Nýi landbúnaðarráðunautur- inn, sem kemur úr borginni, er að kynna sér lífið í sveitinni og kemur heim á einn bæ í sveit- inni. Bóndinn er að atast út í svínastíu þegar ráðunauturinn kemur að og ungur sonur hans fylgist með að áhuga í hæfilegri fjarlægð. Ráðunauturinn sem vildi vita hvað sá litli vissi mikið um lífið í sveitinni. - Hvað er þetta sem er þama ? - Þetta em ógeðslegir grísir og þessi þama í miðjunni með grænu húfuna er pabbi minn. Frá œfingu. Mynd: RRI. Djúpivogur: Hákarlalýsisperlur frá Kraftlýsi komnar á markað HRAÐ myncf Miðvangi, Egilsstöðum, sími 11777 Umboðsmenn um allt Austurland Framköllunarþjónusta Til fermingargjafa: myndavélar, vídeovélar, sjónaukar. KLÚBBUR FYRIR ALLA Með eftirsóknarverðum fríðindum.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.