Austri


Austri - 15.04.1993, Qupperneq 1

Austri - 15.04.1993, Qupperneq 1
38. árgangur. Egilsstöðum, 15. apríl 1993. 15. tölublað. GILSSTOÐUM, sími 12333 Hj altastaðaþinghá: Vegaskemmdir heftu ferðalög um páskahelgina Ófærð og skemmdir vegna aur- bleytu á veginum vestan Selfljóts- brúar í Hjaltastaðaþinghá gerðu ábúendum á bænum Unaósi í Hjaltastaðaþinghá, ásamt íbúum á Borgarfirði erfitt fyrir með ferðalög um páskahelgina og komust t.d. hjónin á Unaósi ekki til páska- messu annan páskadag vegna vega- skemmda. Vegurinn var aðeins fær jeppabílum og voru dæmi þess að ferðafólk á leið til Borgarfjarðar legði bílum sínum við forarvilpuna og léti vini og venslafólk á Borgar- firði sækja sig þangað. Að sögn Ó- lafar Sölvadóttur, húsfreyju á Una- ósi er það árviss atburður að þama verði ófært, en þrátt fyrir það hefur Vegagerðin ekkert gert til að bæta ástandi vegarins. Annað hvarf myndaðist í veginn rétt ofan við af- leggjarann heim að Unaósi og fór Alfreð bóndi á Unaósi í tvígang á dráttarvél og aðstoðaði vegfarendur við að komast leiðar sinnar. AÞ Reyðarfjörður: Fjárhagsáætlun 1993 Fjárhagsáætlun Reyðarfjarðar- hrepps fyrir árið 1993 var sam- þykkt nýlega. Rekstartekjur hreppsins eru áætlaðar rúmlega 81 milljón. Almenn rekstrargjöld eru áætlaðar rúmlega 58 milljónir. Til ráðstöfunar hefur hreppurinn rúmlega 22 milljónir. Til fram- kvæmda fara rúmlega 14 milljónir og í afborganir lángtímaskulda fara rúmlega 7 milljónir í gatnagerð eru áætlaðar rúmlega 4 milljónir. Unnið verður í gatna- gerð við nýja hafnarsvæðið. Til almenningsgarða og útivistar er áætlað um 4 milljónir og í íþróttamál fara um 10.5 milljónir. Rekstrartekjur hafnarsjóðs voru rúmar 11 milljónir og gjöld rúm- lega 7 milljónir. MM Egilsstaðir: Heilsuvika í tilefni af ári aldraðra Dagana 19.-25. apríl n.k. verður efnt til “Heilsuviku aldraðra” á Eg- ilsstöðum. Heilsuvikan er haldin að tilhlutan Félagsmálaráðs Egils- staðabæjar í tilefni af ári aldraðra. Fjölbreytt dagskrá verður á Heilsu- vikunni: Tveir fyrirlesarar koma að, Asta R. Jóhannesdóttir, upplýs- ingafulltrúi Tryggingastofnunar ríkisins, flytur fyrirlestur um rétt- indamál aldraðra og Jón Björns- son, félagsmálastjóri Akureyrar verður með fyrirlestur sem nefnist “Lífsgleðin, Fyrirlestur um ham- ingjuna”. Ennfremur verða Helga Hreinsdóttir, næringarfræðingur, Helga Alfreðsdóttir, íþróttafræð- ingur og Antoine Kasteren, sjúkra- þjálfi með fyrirlestra um matarræði og hreyfingu. Einnig verður efnt til fundar undir yfirskriftinni “Hvað er í boði” þar sem starfsmenn þjón- ustustofnanna á Egilsstöðum kynna ævintýrum Lappa - sjá bls. 2 þá þjónustu sem öldruðum stendur til boða. Iþróttir eru ofarlega á blaði í Heilsuvikunni. Antoine, sjúkraþjálfari leiðbeinir í boccia, sundleikfimi verður undir hand- leiðslu Ernst Backman, íþrótta- kennara og gönguhópur með Helgu Alfreðsdóttur í fararbroddi heldur sínu striki. Ymislegt fleira verður á dagskrá s.s. harmoníkuball, sumar- kaffi kvenfélagsins Bláklukku og Guðsþjónusta í Egilsstaðakirkju, þar sem félagar úr kór eldri borgara taka þátt í messunni. Undirbúning- ur og skipulag hefur verið í hönd- um 5 manna nefndar. I henni hafa starfað 2 fulltrúar frá Félagsmála- ráði, 2 frá Heilsugæslustöð og sjúkrahúsi og 1 frá Félagi eldri borgara. Heilsuvikan er öllum opin sem áhuga hafa og þáttökugjald ekkert. AÞ — Flöskuskeyti fundið eftir 54 ár - sjá bls. 3 Fjölmennt var á fjöllum um páskana og þröngt setinn bekkurtnn t fjallaskálunum. Myndin hér að ofan er tekin í skála Ferðafélags Akureyrar við Laugafell. Fimm Ijós voru eyðilögð á göngustígnum. Mynd: MM Vísnaþáttur Dísu - sjá bls. 4 Mynd Helga Gunnlaugsdóttir. Egilsstaðir: Gönguljós eyðilögð Að undanförnu hafa verið brotin nokkur ljós sem eru staðsett fyrir framan Búnaðarbankann á Egils- stöðum. Þarna er um að ræða staura með ljósakrónum ofaná og virðist einhver vera að dunda við að sparka ljósin ofanaf staurunum. Ennfremur virðast einhverjir hafa þörf fyrir að fá útrás fyrir listræna sköpun sína, því veggjakrot er nokkuð vinsælt þessa daganna. A veggi Pósts og síma hússins hefur verið krassað. Það væri betur að sá aðili færi í listaskóla til að fá útrás fyrir listræna sköpun sína því að svona á ekki að þurfa að sjást. MM — Hjá fólki og ræningjum í Kardimommubæ - sjá bls. 5 Seyðisfjörður: Samkeppni um skrautmerki í tilefni 100 ára afmælis kaup- staðarins 1995 Um páskana voru sýnd verk þriggja listamanna sem fengnir voru til að koma með tillögur að skraut- merki (skúlptúr) sem kemur til með að prýða ráðhústorg Seyðisfjarðar- kaupstaðar á 100 ára afmæli staðar- ins árið 1995. Ákveðið var að efna til lokaðrar samkeppni þar sem þrem- ur listamönnum væri gefinn kostur á þátttöku og voru listaverkum skilað undir dulnefni. Dómnefnd valdi list- verkið Útlínur, hannað af Kristjáni Guðmundssyni og hlaut hann 200 þús. kr.í verðlaun. 5 tillögur voru lagðar fram af lista- mönnunum þremur. Hinir listamenn- irnir voru Sigurður Guðmundsson og Þorvaldur Þorsteinsson. í greinar- gerð listamannsins um Útlín-ur segir svo: “Verkið er ekki táknrænt fyrir neinn einn þátt í sögu Seyðisfjarðar öðrum fremur, heldur eru línur þess séðar sem nokkurs konar lykill að sögu staðarins frá upphafi til líðandi stundar og væntanlega um ókomna framtíð. Nokkurskonar frumform sem byggðin hvilir á og þar með saga hennar.” Rúmlega 300 gestir komu til að sjá tillögumar sem voru til sýn- is í bamaskólanum yfir páskahátíðina og sýndist sitt hverjum eins og geng- ur. MM Skúlptúrbm Útlínur. Mynd: ÞG Hefur enginn fundið upp drullu- gleypi?

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.