Austri


Austri - 15.04.1993, Blaðsíða 6

Austri - 15.04.1993, Blaðsíða 6
6 AUSTRI Egilsstöðum, 15. apríl 1993. BARNALEIKTÆKI ★ Aspar leiktæki eru ætluö börnum á öllum aldri. Þau eru sterk • endingargóð • hagkvæm • auðveld í uppsetningu • íjölbreytt • örugg ag umfram allt skemmtileg. ★ Aspar leiktæki em gerð úr gagnvarðri furu og fökkuðum krogsvið í ýmsum litum, en leiktæki úr tré hafa marga kosti framyfir tæki úr öðrum efnum. ★ Hlýlegur viðurinn og líflegir litirnir fegra umhverfið og auðga ímyndunarafl barnna. ★ Leiktækin henta jafnt á almennum leikvöllum, í skemmtigarða sem á leiksvæðum íbúðarhúsa eða í garðinn. Nesvegi 13 • Stykkishólmi S 93 - 81225 & 81179 - Fax: 93 - 81B25 Framhaldsnám á Austurlandi kynnt Slr. 44-58 Vorvörurnar streyma inn STÖRILISTINN Baldursgötu 32 sími 622335. Opiðfrá kl. 13-18. Laugard. kl. 10-14. Út er komið blaðið Eining, blað um framhaldsskólanám á Austur- landi, en að útgáfu þess stendur: Stjórnunamefnd framhaldsskóla- náms á Austurlandi. I Einingu er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um framhaldsnám í fjórðungnum. Albert Einarsson, skólameistari, VMA lýsir gangi iðnnáms frá grunnskóla til sveinsprófs. Margrét Sigbjömsdóttir, skólastjóri, segir frá skólastarfi í Hússtjómarskólan- um á Hallormsstað. Zophonías Stefánsson, skólameistari Fram- haldsskólans í Austur - Skaftafells- sýslu og Emil Björnsson, aðstoðar- skólameistari, ME skrifa stuttar hugleiðingar um skólamál og nokkrir fyrrnm nemendur í ME eru teknir tali. Ritstjóri Einingar er Björn Vigfússon. AÞ ninnii Wélín Spwtlanb Súðarvogi 18 Knarrarvogi 2 Sími 91-685128 Fax 91-685119 kiltipei VARAHLUTIR í FLESTAR GERÐIR VÉLSLEÐA YAMAHA VIÐGERÐARÞJÓNUSTA Vélhjól, vélsleðar, utanborðsmótorar o.fl. Fuglaþáttur sr. Sigurðar Ægissonar LANGVÍA (Uria aalge) Langvían er af ættbálki fjörunga (strandfugla) og tilheyrir þaðan ætt svartfugla, ásamt 21 núlifandi teg- und. En svartfuglar eru mestan partinn svartir og hvítir sjófuglar, er kafa og synda af mikilli leikni. Þeir eru hálsstuttir og vængirnir litlir og mjóir. Nefið er oddhvasst og oft hliðflatt. Þeir fljúga beínt og hratt. með þytmiklum vængja- burði; yfirleitt þó ekki langt í einu. Fætumir eru mjög aftarlega á bolnurn. Þessir fuglar sitja venju- lega uppréttir og em ákaflega fé- lagslyndir. Langvían er 38-41 sm á lengd, um 1 kg á þyngd, og með 64-70 sm vænghaf. Fræðimenn skipta henni í nokkrar deiiitegundir. Allra nyrst, frá svæðinu N-Noreg- ur (mestan partinn norðan 69°N), Múrmansk, Bjarnarey, Svalbarði, og Novaja Semlja, er U. a. hyper- borea. Þá tekur við U. a. aalge, er nær frá A-Kanada, um Grænland, Island, Færeyjar, norðurhiuta Skotlands (að 55°38’N), Eystra- salt, og S-Noreg. Syðst er U. a. al- bionis, sem nær frá Bretlandseyj- um ( sunnan 55°38’N), um írland, Helgoland, Bretagneskagann á NV-Frakklandi, og vesturhluta Pýreneaskagans. Auk þessara deilitegunda eru svo a.m.k. tvær aðrar, báðar í Kyrrahafi, U. a. cali- iomica og U. a. inomata. Að sumri til eru fuglar norrænu deilitegundanna (hyperborea og aalge, einkum þó hinnar fyrr- nefndu) allt að því svartir að ofan, en hvítir að neðan. Að auki eru þeir með dökkar kámur á síðunum og dökkt í undirvæng. Suðræna deilitegundin (albionis) er hins vegar nokkuð ljósari á baki, eða dökkkaffibrún og að jafnaði minni. Kyrrahafsdeilitegundirnar liggja á milli hluta, að þessu sinni. Á veturna halda norrænu fugl- arnir dökka litnum að mestu á baki, en hin suðræna verður grá- brún. Augnlitur þeirra allra er svartur, og goggur og fætur líka. Úti í náttúrunni er mjög erfitt að greina á milli kynjanna. I varpbúningi liggja mörk dökka og hvíta litarins þvert yfir hálsinn, en í vetrar- og ungfuglabúningi eru þau uppi við kollinn, ofan við dökka rák aftur frá auga. Til er sérstakt litarafbrigði teg- undarinnar, er nefnist hringvía, og nernur ákveðnum hundraðshlutum í stofninum, og verður því algeng- ara, sem norðar dregur á út- breiðslusvæðinu. Einkenni þessara fugla er hvítur augnhringur og sams konar lit rák aftur frá honum. Þetta hlutfall er 0% á Pýrenea- skaga, 1-5% í Englandi, 6-17% í Skotlandi, 7-53% á Islandi (mest í Vestmannaeyjum), 12,5% í S-Nor- egi, 19,4-24,6% í N-Noregi,35- 50% á Nóvaja Semlja, og 57,3% í Bjamarey. Aðalútbreiðslusvæði langvíunn- ar er N-Atlantshaf, en líka Ber- ingshaf, nyrst í Kyrrahafi. Á rekíssvæðum N-íshafsins er aftur meira urn stuttnefjur. Þéttustu stofnar langvíunnar eru frá Skotlandi til N-íslands. Á þessu svæði eru taldar vera um 2 milljónir varppara. Langvían er flækingur víða suð- ur um lönd, m.a. við Italíu, Marokkó og Azoreyjar. Fækkun hefur orðið í mörgum langvíustofnum á síðustu árum, og er ástandið þó sýnu verst í Færeyj- um. Þar hefur orðið meira en helmings fækkun, dottið niður í 200 þúsund pör á seinustu 30 árum. Á skosku eyjaklösunum hefur þessa orðið vart líka, þó ekki í eins ríkum mæli. Langvían er, eins og aðrir svart- fuglar, mjög félagslynd, bæði um varptímann og á öðrurn árstímum. í apríl er fuglinn korninn í bjargið og tilhugalíf er í algleym- ingi, en langvían er einkvænisfugl og velur sér maka til frambúðar. Varpið hefst seint í maí, og öllu fyrr á norðanverðu landinu. Langvían helgar sér örlítinn varpstað til langframa, eða nokk- urs konar hreiðurhelgi, og ver blettinn. Egginu, sem getur verið ákaflega margbreytilegt á litinn, en er þó oftast blágrænt, með gul- um, brúnurn, rauðum, eða svört- um yrjum, verpir hún svo á bera klöppina, fyrst allra svartfugla, eða í maí. Það er perulaga, þ.e.a.s. mun breiðara í annan endann, svo það veltur í krappan hring, sem dregur úr hættunni á að það detti fram af. Engin fuglategund önnur í heiminum er með jafn fjölbreyti- legt munstur eða eggjalit. Líklega er þetta aðferð náttúrunnar til að auðvelda fuglunum að rata á egg sitt í öllum þrengslunum. Stundum verpir langvían dreift, en oftar leggja þó stórir hópar undir sig ákveðið flæmi, sem þá kallast langvíubæli; er það ýmist ofan á eyjum, í skútum, eða á bekkjum eða mjóum þræðingum sjávarbjarganna. Útungun tekur um 4 vikur. A Báðir foreldrar skiptast á um að liggja á, en þegar unginn er kom- inn úr egginu, bíður annar fuglinn á meðan hinn sækir í fæðuleið- angur. Þegar unginn er orðinn um 3 vikna gamall, hálfstálpaður, en ófleygur, stekkur hann, ásamt öðru foreldrinu, úr bjarginu, í sjó fram. Kvenfuglinn dvelur við hreiðrið nokkuð eftir þetta, en langvíukarl- inn sér um að ala önn fyrir ungan- um næstu vikurnar. Að loknu varpi skilja hjónin, en mætast að ári við hreiðurstað, á gömlu syllunni eða í bælinu, en nýir makar kynnast trúlega á sam- komustöðum tegundarinnar. Langvíur verða kynþroska 4 eða 5 ára gamlar, að talið er, og fá þá sess í langvíubæli. Langvíur eru, eins og aðrir svartfuglar, prýðis kafarar, og geta sótt allt niður á 70 m dýpi. Eru vængimir þá notaðir líkt og bægsli. en stýrt með fótunum. Aðalfæðan er alls kyns fiskur úr sjónum, einkum þó sá, er gengur í torfum nálægt yfirborðinu (loðna og sandsíli), en einnig krabbadýr, skeldýr, og ormar. Langvían er mjög algengur varpfugl í íslensk- um fuglabjörgum, og hefur stofn- stærðin verið áætluð þar um 1,6 milljón verpandi pör. Enginn fugl getur orpið jafn þétt og langvían. Eru dæmi um 70 verpandi fugla á 1 m2 spildu. Elsta langvía, sem menn vita deili á, náði því að verða rúmlega 32 ára gömul.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.