Austri


Austri - 10.06.1993, Side 2

Austri - 10.06.1993, Side 2
2 AUSTRI Egilsstöðum, 10. júní 1993. Útgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi. Skrifstofa Austra Lyngási 12, 700 Egilsstaðir, pósthólf 173, sími 97-11984, fax 97-12284. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson. Útgáfustjóri: Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir. Blaðamenn: Arndís Þorvaldsdóttir og Marinó Marinósson. Auglýsingar: Sími 97-11984, Sigrún Lárusdóttir. Áskrift: Sími 97-11984, Svanfriður Kristjánsdóttir. Áskrift kr. 95 pr. blað. Lausasöluverð kr. 120.- Prentun: Héraðsprent sf. Egilsstöðum. Austri kemur út á fimmtudögum. Aðsent efni þarf að hafa borist fyrir kl. 10:00 föstudaga. Austri er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Póstur sími Póstur og sími er það fyrirtæki landsmanna sem hver og einn hefur mjög mikil samskipti við. Miklar framfarir hafa orðið í símamálum á grundvelli nýrrar tækni. Landsmenn hafa mikil not af þjónustu símans og á margan hátt hefur hún verið til fyrirmyndar. Ljósleiðarinn, sem hefur verið lagður um land allt á undanförnum árum, hefur valdið byltingarkenndum breytingum. Þetta kemur ekki eingöngu fram í betri og breyttri þjónustu heldur opnast jafnframt ýmsir möguleikar til hagræðingar í rekstri. Minna máli skiptir hvar starfsmenn eru staðsettir eftir að öryggi í fjarskiptum hefur gjörbreyst. Á sama hátt gefa bættir fjarskipta- möguleikar mikla möguleika til að reka margvíslega starfsemi í fámennari byggðarlögum. Landfræðileg einangrun hefur ekki lengur áhrif á möguleika til samskipta. Menn hrökkva hins vegar við þegar stefna Pósts og síma í hagræðingarmálum birtist í framkvæmd. Þjónusta, sem hefur verið veitt úti um landsbyggðina um áratuga skeið, er flutt til Reykjavíkur og störf úti um land lögð niður. Nú nýlega hefur verið ákveðið að leggja niður þjónustu ritsímans á Seyðisfirði og flytja hana til Reykjavíkur. Margir höfðu vonast til að með vaxandi möguleikum á tæknisviðinu yrði það stefna Póst og síma að flytja hluta af starfsem- inni út á land og styrkja með því grundvöll byggðar- innar. Hagræðing, sem gengur fyrst og fremst út á að þjappa starfseminni saman í Reykjavík, er andstæð þeim markmiðum sem margir stjórnmálaflokkar hafa sett fram um að flytja meira af þjónustustörfum ríkisins út á land. Póstur og sími getur, ef vilji er fyrir hendi, flutt hluta af starfseminni í Reykjavík til annarra staða á landinu, þar með talið Seyðisfjarðar. Það hefði verið eðlilegt að styrkja starfsemina á Seyðisfirði en ekki að leggja hana niður. I ljósi þessarar reynslu verður að skoða einkavæð- ingarform Póst og síma. Ef einkavæðingin á að ganga út á það að fækka störfum stofnunarinnar úti um land og fjölga þeim í Reykjavík í nafni hagræð- ingar getur vart orðið friður um það. Stórt fyrirtæki eins og Póstur og sími verður jafnframt að taka tillit til þess hvað er þjóðhagslega hagkvæmt og starfa í sátt við landsfjórðungana. Austfirðingar geta ekki sætt sig við það að starf- semin á Seyðisfirði sé nánast lögð niður. Þvert á móti er það krafan að fleiri störf stofnunarinnar verði flutt út á land enda hafa breytingar á tækni- sviðinu gert það mjög auðvelt. H.Á. Egilsstaðir: Olöf Blöndal með mál- verkasýningu Þann 24. maí síðastliðinn opnaði Ólöf Birna Blöndal málverkasýn- ingu í húsnæði Ríkisútvarpsins að Miðvangi 2 -4 á Egilsstöðum. Þetta er 3. einkasýning Ólafar en hún hefur einnig tekið þátt í samsýning- um í Reykjavík, Akureyri, Egils- stöðum og á Seyðisfirði. Myndimar eru 12 að tölu og eru frá Héraði og Seyðisfirði. Þær eru unnar með ol- íukrít á litaðan pappír. Sýningin er opin á vinnutíma alla virka daga og stendur út júlí. ÓlöfBirna Blöndal. Fljótsdalshérað: Hjóladagur fjöl- skyldunnar Á Héraði er nú í gangi herferð í því skyni að bæta hjólreiðamenn- ingu íbúanna undir yfirskriftinni “Gerum Fljótsdalshérað að fyrir- myndar hjólreiðahéraði”. Næst- komandi laugardag verður haldinn hjóladagur fjölskyldunnar á Egils- stöðum. Dagskráin hefst klukkan 13:00 úti á Egilsstaðaflugvelli þar sem farið verður í leiki og þrautir. Ennfremur verður lögreglan með hjólaskoðun og seldir verða 100 reiðhjólahjálmar á 500 kr stykkið, en þess má geta að á hjólamarkaði um síðustu helgi seldust 100 hjáim- ar á sama verði upp á tæpum hálf- tíma. Hjóladeginum lýkur á úti- vistarsvæðinu í Egilsstaðaskógi en þangað verður hjólað klukkan 15:00, farið í leiki og endað með grillveislu í boði þeirra aðila sem að átakinu standa. AÞ Skagfirskir látúnsbarkar á ferðinni Karlakórinn Heimir í Skagafirði verður á söngferðalagi á Austur- landi um næstu helgi. Kórinn verður með tónleika í Stöðvarfjarðarkirkju á föstudags- kvöld, í Herðubreið, Seyðisfirði á laugardag og í Egilsstaðakirkju laugardagskvöld. Undirleikarar eru þeir Tomas Hig- gerson, píanó og Jón St. Gíslason, harmonikka. Einsöngvarar eru Ein- ar Halldórsson, Gísli Pétursson, Pétur Pétursson og Sigfús Péturs- son. Efnisskráin verður mjög fjöl- breytt undir stjóm söngstjórans Sólveigar S. Einarsdóttur. Með þessu söngferðalagi er kórinn að ljúka vetrar og vorstarfinu en hann hefur haldið 10 tónleika frá áramótum víðsvegar um Norður- land. Söngfélagar í vetur hafa verið Munaðar- hóllá tímamótum Veitingastaðurinn Munaðarhóll á 1 árs afmæli laugardaginn 12.júní nk. Af því tilefni verður tilboð á þríréttuðum matseðli. Einnig verð- ur sú nýbreytni tekin upp að bjóða uppá súpu og rétt dagsins frá kl. 11:30-14:00. Auk þess er í boði kaffi og smáréttaseðill alla daga. Nýr kokkur Hallgrímur Jónsson verður á Munaðarhólnum í sumar og kemur hann frá Veitingahúsinu Argentínu. Sú breytta stefna er nú á Munaðarhóli að fækka dansleikjum °g leggja meiri áherslu á létta pía- nótónlist. Einnig verður boðið uppá þægilega dinnertónlist sem Ámi Is- leifs mun sjá um. 56. Hljómplatan, geisladiskurinn og snældan “Undir Bláhimni” verða til sölu á tónleikunum. Fréttatilkynning. 0 0 1 1 1 1 i 1 i 1 1 Karlakórinn Heimir syngur íStöðvarfjarðarkirkju föstudaginn ll.júníkl. 21.00 í félagsheimilinu Herðubreið, Seyðisfirði laugardaginn 12. júnikl. 16.00 og í Egilsstaðakirkju laugardaginn 12. júní kl. 21.00. Söngstjóri er Sólveig S. Einarsdóttir, undirleikarar Tómas Higgerson og Jón St. Gíslason. Mjögfjölbreytt dagskrá. 1 i i 1 i 1 i 1 1 0 MSM0J0M0ISMSM0MSM5MaMiMa0MaMSMSM0M 0 Reyðarfjörður: Tveir menn heiðraðir fyrir björg- unarafrek Á Sjómannadaginn voru þeir Gunnar Hjaltason og Jón Ómar Halldórsson heiðraðir af Slysa- vamarfélaginu Ásól fyrir björg- unarafrek sem þeir unnu á síð- asta ári. Jón Ómar bjargaði stúlku út úr bíl sem hafði oltið út í sjó rétt við heimili hans 8. mars á síðasta ári. Þann 28. september bjargaði Gunnar Víði Péturssyni trillu- sjómanni út við Skrúð er trillan, sem Víðir var á, sökk skyndi- lega. Ekki mátti tæpara standa því slysið gerðist mjög snöggt. MM RAYNOR hágæða amerískar iðnaðar- og bílskúrshurðir MARMOROC utanhússklæðning - yfjr 13 ára reynsla á íslandi ÞAK- OG VEGGSTÁL úrval þak- og veggefna, frábært verð, fjöldi lita VERKVER Skúlagotu 61 a Sími 621244/fax 629560

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.