Austri - 10.06.1993, Page 4
4
AUSTRI
Egilsstöðum, 10. júní 1993.
Austraspurning
Spurt að lokinni skákviku.
Hvernig var að vera í skák-
skóla?
Einar Jónsson, 13 ára, Skriðdal.
Mér fannst það mjög gaman.
ívar Vilhjálmsson, 10 ára, Eski-
firði. Það var mjög gaman og mér
fannst ég læra heilmikið.
Sigurjón Gísli Jónsson, 13 ára,
Neskaupstað. Gaman, svo held ég
áfram að tefla þegar ég kem heim.
Benedikt Sigurjónsson, 9 ára,
Húsavík. Bara gaman, sérstaklega
að máta stóru strákana.
Sveinbjörn Gunnlaugsson, 9 ára,
Húsavík. Mjög gaman, mér finnst
skemmtilegt að tefla.
Björgvin Gunnarsson, 13 ára,
Fellabæ. Það hefur verið ágætt, við
höfum verið héma allan tímann og
haft það mjög skemmtilegt.
Hallormsstaður:
Lísbet og Skúli
sýna í Laufinu
Listsýning stendur nú yfir í
söluskálanum Laufinu á Hallorms-
stað en þar sýnir Elísabet Þorsteins-
dóttir pastelmyndir og blýants-
teikningar og Skúli Gunnarsson
ljósmyndir. Bæði eru þau áhuga-
fólk í listinni. Þetta er fyrsta sýning
Elísabetar en myndir hennar hafa
farið víða þar sem hún hefur teikn-
að myndir í bækur sem stúdentsefni
við Menntaskólann á Egilsstöðum,
MR og fleiri skóla í Reykjavík,
hafa gefið út. Skúli hefur haft ljós-
myndun að áhugamáli lengi og hef-
ur haldið sýningar á verkum sínum
á Sauðárkróki og Blönduósi. Mynd-
ir hans eru svarthvítar og mynd-
efnið gjarnan sótt út í náttúmna.
Oákveðið er hvað sýningin verður
lengi uppi.
Elísabet Þorsteinsdóttir og Skúli Gunnarsson.
Austramynd: AÞ
VEIÐIMENN ATHUGIÐ! N
Úrval nýrra og notaöra skotvopna
á ótrúlega góðu veröi
TIL D/€MIS:
Sako Heavy Barrel nýr
verð 80.000,-
Rem 870 haglab. 3" mag.
verð 40.395.-
Rem 11-87 Semi auto 3" mag
verð 80.676,-
Rem 1100 Semi auto
Special Field verð 74.512,-
Marocchi undir/yfir
tvíhleypa verð 44.321.-
Baikal undir/yfir tvíhleypa
verð 35.640.-
CBC einhleypa 3" mag.
verð 11.478,-
VEIÐIKOFINN
Selási 20 kjallara Egilsstöðum
OPIÐ frá kl. 20-22 mánudaga - miðvikudaga - föstudaga
og frá 10-14 laugardaga. <D 11437 hs. 11457 Fax 11597 J
Skot frá Hlað, Remington,
Federal, Sako, Game-Bore
og Eley.
Einnig leirdúfur og flest
til veiða.
GERIÐ VERÐSAMANBURÐ
ÓDÝRT HÁDEGI
í sumar bjóöum við ódýran
hádegisverö alla daga,
verö frá kr. 750.-
Alla fimmtudaga PASTAHLAÐBORÐ og
BLANDAÐ HLAÐBORÐ á föstudögum,
verö 950.-
HOTEL
VALASKJÁLF
Egilsstöðum © 97-11500
Umsjón : Amdís Þorvaldsdóttir
Eg skal kveða
við þig vel
Ágætu lesendur!
Að þessu sinni hef ég tínt til í
þáttinn nokkrar vísur eftir Aust-
firðinga. Heimamenn verða þó
ekki einráðir, því einnig verður
leitað á fjarlægari mið. Jónína
Þórðardóttir frá Fáskrúðsfirði
heilsaði einhverntíman tannlækni
sem hún gekk til á eftirfarandi
hátt:
Þó ég gangi frjáls og frí
fjarri sorg og pínum
kem ég enn með kjaftinn í
kápuvasa mínum.
Um “gráa fiðringinn” hafði Jón
Björnsson frá Berunesi þetta að
segja:
Ennþá hugann seiðir sex
þá svanna augun skína.
En eftir því sem aldur vex
- athafnimar dvína.
Vísur Lúðvíks Kemp hafa flogið
víða og iöngum þótt smellinn en
á köflum dálítið blautlegur kveð-
skapur og því ekki alltaf talinn
prenthæfur. Um að halda boðorð-
in segir Lúðvík:
Listisemda lífsins njótum
liðna tíma er vert að muna.
Þó við stöku boðorð brjótum
í bróðemi við samviskuna.
Systurnar Arnheiður og Hallveig
Guðjónsdætur frá Heiðarseli á
Jökuldal eru báðar dável hag-
mæltar. I garð þeirra sem minna
mega sín yrkir Amheiður:
Daprast hugur hryggist geð
harmsins örvar stinga.
Þegar léttúð leikur með
lífsins einstæðinga.
Og Hallveig yrkir:
Eg er bara eins og sprek
eld frá skari hrykki.
Er að fara allt mitt þrek
og engin varastykki.
Þá er að leita fanga í öðmm
landsfjórðungum. Þættir Baldurs
Hermannssonar hafa vakið mikið
umtal. Kristján Ámason, bóndi á
Kistufelli í Lundarreykjadal get-
ur ekki orða bundist og sendir
Baldri eftirfarandi kveðju sem
hann nefnir “Olnbogabam fortíð-
ar”:
Baidur Hermannsson sté í stól
stórvirki hugðist vinna
svarta messu þar gaurinn gól
um grimmdarverk feðra sinna.
Þó að harðlíft með honum sé
hátt í túðunni lætur
hrörnar fljótt það holaða tré
sem hatast við eigin rætur.
Meira verður ekki kveðið að
sinni.
AÞ
Askriftasími AUSTRA er 97-11984
HEITI: ICEFOX
Dekkjastœrö: 26".
Gírafjöldi: MT-200 GS
21 gíra.
Verð: 31.363.-
Staðgr. 29.795.-
Elgum mikiö
úrval af
Þríhjól hr. & kv.
Staðgr. verð frá
kr. 2.822,-
til 3.027,-
reiðhjóla-
hjálmum.
Sendum ípóstkröfu
Smiðjuvegi 4
200 Kópavogur
© 91-689699