Austri


Austri - 02.09.1993, Blaðsíða 1

Austri - 02.09.1993, Blaðsíða 1
38. árgangur. Egilsstöðum, 2. september 1993. 31. tölublað Míá ■ ® Geisladiskar, kasetturog mh-M myndbönd, yfjf 600 'MA 0 titlar. 1 Hefst mánudaginn 6. september, stendur il 8. sept.l 10 íéurapSa Skífi an | Voru 26 daga frá Hellissandi þvert yfir landið til Reyðarfjarðar Síðastliðinn fímmtudag lauk sögulegri hestaferð þegar hópur hestamanna, undir forustu Ein- ars Bollasonar, kom til Reyðar- fjarðar. Við það tækifæri færði hópurinn sveitarstjórn Reyðar- fjarðar gjöf sem hann hafði með í ferðinni frá sveitarstjórn Hell- issands. Ferðin tók alls 26 daga og var aðalega farin um hálendi landsins, en hún hófst 2. ágúst sl. á Hellissandi. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem svona löng ferð er farin á hestum hér á landi, a.m.k. á þessari öld. Næst síðasta daginn dvaldi hópurinn í Hallormstað en þaðan var haldið daginn eftir yfir Hallormsstaðaháls og yfir Þóru- dalsheiði til Reyðarfjarðar. Hesta- menn á Reyðarfirð riðu á móti hópnum og voru samferða þeim síðasta hluta leiðarinnar, og enn- fremur var margt fólk sem tók á móti þeim á leiðarenda. Ferðinni lauk við Andapollinn, sem er rétt innan við bæinn, þar sem ferða- löngunum var boðið uppá léttar veitingar. Til gamans má geta þess að þegar þýska fólkið kom til landsins hafði það meðferðis smá “brjóstbirtu” á vasapela sem að sjálfsögðu kláraðist fljótt. Var for- maður hestamannafélagsins á Hell- issandi fengið það hlutverk að fylla pelann til hálfs af sjó sem svo var tekinn með í ferðalagið. Þegar til Reyðarfjarðar var komið, fékk for- maður Hestaeigendafélags Reyðar- fjarðar líka það hlutverk að fylla sjó úr Reyðarfirði á pelann einsog á vantaði. Síðan verður pelinn varð- veittur útí Þýskalandi til minningar um þessa ferð. Islensku hestamir reyndust mjög vel í ferðinni en þeir máttu þola allskonar veður og sannaðist hve traustir og góðir þeir eru í svona ferðir. Létu ferðalang- amir, sem voru aðallega frá Þýska- landi, vel af ferðinni og voru sumir tilbúnir að fara í aðra ferð ef þeir bara kæmust í bað áður. MM Hópurinn við komuna lil Reyðarfjarðar. Einsog sjá má heilsaði þoka hópnum en veðrið var samt sem áður gott. Mynd: Iris S. Egilsstaðir: Nemendur 9. bekkjar á leið í Norrænar íþróttabúðir Nemendur 9. bekkjar í Egils- staðaskóla ásamt tveimur farar- stjórum eru á förum til Danmerkur þar sem þeir munu dvelja í viku- tíma í norrænum skólaíþróttabúðum í Hilleröd. Búðirnar eru starfræktar á vegum menntamálaráðuneyta á Norðulöndum. Sótt er um þátttöku til menntamálaráðuneytisins og var umsókn Egilsstaðaskóla að þessu sinni dregin út. Auk nemenda frá Egilsstöðum verða í búðunum nem- endur frá Finnlandi, Noregi, Sví- þjóð og Grænlandi. Að sögn Helga Halldórssonar, skólastjóra Egils- staðaskóla, er starfsemin í búðunum fjölbreytt. Auk þess að stunda úti- veru og íþróttir standa skólarnir til skiptis að menningar- og skemmti- dagskrám sem fluttar verða á kvöldin. Nemendur Egilsstaðaskóla hafa undanfamar vikur unnið að undirbúningi sinnar dagskrár, en þeir ætla að bjóða upp á söng, þjóð- dansa, hljóðfæraleik og leikrit, unn- ið upp úr þjóðsögunni um Búkollu. Ennfremur verður öllum þátttak- endum í búðununt skipt upp í þrjá hópa og á hver hópur að lesa eitt af ævintýram H.C. Andersen og flytja það síðan í leikritsformi. Til lesturs hafa verið valin ævintýrin: Eldfær- in, Svínahirðirinn og Hans Klaufi. Þá verður einum degi eytt í Kaup- mannahöfn þar sem farið verður í Tivolí. Ferðina út greiða krakkamir sjálfir en fæðis-og rútukostnaður í Danmörku verður greiddur af sam- eiginlegum sjóði nemenda og styrk frá menntamálaráðuneytinu sem samsvarar 9 þúsund íslenskum krónum á hvem nemanda. AÞ Aðalfundur SSA -samgöngumál í brennidepli Aðalfundur SSA var haldinn á Breiðdalsvík 26. og 27. ágúst síð- astliðinn. Fundinn sátu um 80 manns, 55 þingfulltrúar, starfsmenn SSA, framsögumenn og gestir. Eitt af aðalmálum fundarins var fyrir- huguð jarðgangagerð á Austur- landi. Þar fluttu framsöguerindi Þórhallur Jósepsson, aðstoðarmað- ur samgönguráðherra, Helgi Hall- grímsson, vegamálastjóri, og Hreinn Haraldsson, yfirjarðfræð- ingur V.R. Margir fundarmenn tóku til máls og fram komu mis- munandi sjónarmið en málið var afgreitt til Samgöngunefndar sem falið var að móta framtíðartillögur um jarðgangagerð og skila þeim sem fyrst. En fyrirhugað er að boða til aukafundar á kjörtímabilinu til að afgreiða tillögur í samgöngu- málum eða að öðrum kosti að þau verði aðalmál næsta fundar. Fund- urinn tók einnig fyrir ferðaþjónustu í fjórðungnum. Þar voru framsögu- menn: Magnús Oddsson hjá Ferða- málaráði, Steinn Lárusson, deildar- stjóri Markaðsdeildar Flugleiða, Omar Benediktsson, stjómarfor- maður Islandsflugs, Tryggvi Ama- son, framkvæmdastjóri Jöklaferða hf. og Karen Erla Erlingsdóttir, ferðamálafulltrúi. Þá gerði Gunnar Ingi Gunnarsson grein fyrir skýrslu um frumathugun á hagkvæmni orkubús Austurlands og Soffía Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisstjómar málefna fatlaðra á Austurlandi, ræddi stöðu fatlaðra almennt og kom m.a. inn á könnun sem fram hefur farið á búsetuþörf fatlaðra 16 ára og eldri. Sameining- armál bar ekki á góma á fundinum enda þrautrædd á meðal sveita- stjórnarmanna en fyrirhugað er að efnt verði til borgarafunda fyrir kosningarnar þann 20. nóvember en þá verður kosið um tillögur um- dæmanefndar. Aðalfundur SSA sendi frá sér fjölda ályktana s.s. um framhaldsnám, heilbrigðisþjónustu, náttúruvemd og fleira. Stjóm sam- takanna skipa eftirtaldir: Albert Ey- mundsson, Höfn, formaður, Guð- mundur Bjarnason, Neskaupstað, varaformaður, Ásbjöm Guðjóns- son, Eskifirði, Ólafur Ragnarsson, Djúpavogi, Magnús Þorsteinsson, Borgarfirði, Lars Gunnarsson, Búð- um, Aðalbjöm Björnsson, Vopna- firði, Sveinn Þórarinsson, Egils- stöðum, Guðmundur Bjamason, Neskaupstað og Sigurður Jónsson, Seyðisfirði. Framkvæmdastjóri SSA er Bjöm Hafþór Guðmunds- son. Sem fyrr segir fór fundurinn fram á Breiðdalsvík og voru fyrir hann uppi efasemdir um að aðstæð- ur á staðnum leyfðu svo fjölmennt þing. Að sögn Hafþórs voru slíkar raddir allar kveðnar í kútinn. Hús- næði grunnskólans reyndist hið besta til fundahalda og matur og þjónusta á Hótel Bláfelli var með miklum ágætum þó þröngt væri setinn bekkurinn. Þeir sem á gist- ingu þurftu að halda og ekki fengu inni á hótelinu gistu í bændagist- ingu á Felli og sumarhúsum í Norðurdal. AÞ / hvaöa bekk voru þeir á Breiö- dalsvík? Svipmynd frá fundinum. Fundurinnfór að þessu sinnifram á Breiðdalsvík í húsakynnum grunnskólans Austramynd BB

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.