Austri - 02.09.1993, Page 4
4
AUSTRI
Egilsstöðum, 2. september 1993.
Austraspurning
Borðar þú villibráð?
Zophonías Einarsson,
Hallormsstað.
Já, ég geri það t.d. rjúpur, en ég veiði
ekki sjálfur, hef aldrei skotið úr byssu
og varla kastað stöng af í vatn.
^ \ w
Anna Einarssdóttir, Fellahreppi.
Já, töluvert, endumar bragðast best.
(
Helgi Hallgrímsson, Reykjavík.
Jú, það geri ég á stundum, en ég er
engin veiðimaður sjálfur.
Hreinn Haraldsson, Reykjavík.
Já, t.d. gæs. Sjálfur er ég ekki veiði-
maður en hef aðgang að villibráð hjá
öðrum.
Oddrún Bjarnadóttir,
Eyrarbakka.
Nei, mér finnst hún ekki góð.
Geirrún Stefánsdóttir,
Reyðarfirði.
Ég hef bara smakkað rjúpur og mér
finnast þær ágætar.
Verðkönnun
Blaðinu hefur borist fréttabréf
frá Neytendafélagi Fljótsdalshér-
aðs sem inniheldur verðkönnun í
nokkrum matvöruverslunum á
Austurlandi.
Þann 9. ágúst sl. gerði Neytenda-
félag Fljótsdalshéraðs verðkönnun í
4 matvöruverslunum á Egilsstöðum
og Fellabæ. Til samanburðar var í
könnuninni einnig birt verð í einni
verslun á Eskifirði.einni í Hafna-
firði og einni í Bolungarvík, en
verð var kannað í verslunum á
þessum stöðum 5. ágúst sl. Kann-
að var verð á algengum dósa- og
pakkavörum, en í könnuninni voru
einnig nokkrar tegundir af kjöt-,
fisk- og mjólkurvörum, ávöxtum
og grænmeti. I könnunina voru val-
in vörumerki sem allajafna fást í
flestum verslunum. Þess vegna eru
ekki í henni vörumerki sem t.d. eru
aðeins seld í ákveðnum verslunar-
keðjum, eða sem verslanir flytja
inn sjálfar. Þess má geta að eftir að
könnunin var gerð hefur heildsölu-
verði á sumum tegundum af græn-
meti verið breytt.
Hér koma nokkur dæmi úr könn-
uninni hér austanlands en þess má
geta að valdar voru vörur af handa-
hófi.
Þess má geta að verð úr verslun-
unum Fjarðarkaup Hafnarfirði og
Versl.Einars Guðfinnsonar Bolung-
arvík eru með þegar um er að ræða
lægsta og hæsta verð.
KHB VAL Ártún VAL Pönt
Egil Egil Egil Fell Eski
1 1 1 X X Lægsta Hæsta
T ▼ T T T verð verð Mism.
Hveiti, kornax 2 kg. 110 105 105 139 69 139 101%
Strásykur, 2 kg. 136 125 125 125 127 98 155 58%
Flórsykur, Dansukker, 69 55 55 55 64 55 75 36%
Hrísgrjón, River rice, 31bs. 218 277 203 288 203 292 44%
Hrísmjöl, Pama, 250g 139 119 119 119 87 87 139 60%
Lyftiduft.Royal,420g dós 298 327 327 327 321 235 327 39%
Maizena sovsejævner,250g 169 170 165 171 95 171 80%
Sýróp,Golden Lyles,500g 122 161 147 135 122 161 32%
Vanilludropar 51 55 55 55 46 38 55 45%
Kakómalt.Nesquik 400g 326 313 296 313 294 196 326 66%
Spaghetti,Honing 250g 63 77 77 77 81 55 81 47%
Rúsínur Califom, Hagver 250 79 65 65 65 79 22%
Piparsósa.Toro 1 pk. 62 60 58 59 39 66 69%
Sveppasúpa Toro.lpk. 89 89 91 87 59 93 58%
KaffiMerrild no.l03,500g 290 282 282 295 249 295 18%
Tómatsósa, Libby's 567 gr. 101 115 118 115 133 97 133 37%
Grænar baunir Ora 450 g 75 72 72 72 89 56 89 59%
Maískom, Ora 430 g 126 126 159 126 156 94 160 70%
Bakaðar baunir Ora.440 g 56 59 59 59 62 54 64 19%
Fiskibollur Ora 830 g 264 259 259 259 312 211 320 52%
Svali.1/4 1. 40 37 35 37 36 24 40 67%
Safi, Trópíkal nektar 11. 103 107 106 107 81 107 32%
Egils malt, 50 cl. dós 100 99 99 103 100 88 103 17%
Tómatar 1 kg. 270 163 321 414 163 414 154%
Agúrkur 1 kg. 198 298 213 298 209 86 298 247%
Paprika græn 1 kg. 730 718 718 619 179 795 344%
Gulrófur, 1 kg. 430 281 323 145 379 145 430 197%
Laukur 1 kg. 110 121 150 121 144 59 150 154%
Bananar 1 kg. 140 145 145 145 199 95 199 109%
Egg 1 kg. 275 367 367 367 349 275 382 39%
Mayones, Gunnars,500 ml. 172 172 193 173 164 120 193 61%
Kjúklingur 1 kg. 598 655 655 655 629 588 675 15%
Lambakótilettur, 1 kg. 720 842 842 842 766 657 873 33%
Lambalæri 1 kg. 759 874 874 874 732 598 919 54%
Bleyjur,Pampers (aðrar en 1-3 kg) 1198 1184 1184 1184 1139 989 1198 21%
ALLAR
GERÐIR
Auglýsingasími
AUSTRA
er
11984
Umsjón :
Amdís Þorvaldsdóttir
Eg skal kveða
við þig vel
Ágætu lesendur!
Hagyrðingurinn Hákon Aðal-
steinsson hefur um ævina gert
nokkuð víðreist, en er nú sestur
til rólegheita í Fljótsdal og orð-
inn skógarbóndi. Þar sem annir
skógarbænda eru gjaman árs-
tíðabundnar hefur hann á stund-
um verið við störf hjá Héraðs-
skógum, þar sem hann hefur ver-
ið nokkurskonar “altmugligt-
man”. A meðal þess sem hann
hefur gripið í er húsamálun og
hefur hann fengið á sig það orð,
að vera alldjarfur í litavali. Á
meðal þeirra sem þótt hefur nóg
um litagleði Konna er Þórunn
Hálfdánardóttir, skrifstofumaður
hjá Skógræktinni og lá hún ekki á
þeirri skoðun sinni við listamann-
inn, þegar hann í vor málaði skúr
í eigu Héraðsskóga í öllum regn-
bogans litum. Hákon benti hins-
vegar á að hjá Sógrækt ríkisins á
Hallormstað væri ræfilslegt kofa-
skrifli, eiganda sínum til skamm-
ar og kvað vísu því áréttingar:
Það er flestum mönnum í minni
svo mörgum er ekki rótt,
hvað kofaskriflið hjá skógræktinni
er skelfing andskoti ljótt.
Þórunn lét ekki kveða sig í kútinn
og svaraði af bragði:
I maí þú kofann málaðir,
mjög var í litum svallað
og hreysið verður hér eftir
“Hákonarstaðir” kallað.
Nokkuð er síðan svokallaðir
frjótæknar tóku að sér hlutverk
þarfanauta og var þar með lokið
merkilegum kafla í íslenskri bú-
skaparsögu. Löngu áður voru
bændur byrjaðir að huga að kyn-
bótum og komu sér þá í félagi
upp góðum griðungi sem gjarn-
an var staðsettur miðsvæðis í
sveit og voru þangað leiddar þær
kýr sem þjónusta þurfti. Ekki
veit ég hvemig eftirfarandi vísa
eftir Hákon Aðalsteinsson er til
komin, en vel mætti hugsa sér að
hann hafi á förnum vegi mætt
kvenmanni með kú í taumi í slík-
um erindagerðum og hafi þær
borið hratt yfir foldina:
Tölta áfram títt og ótt
tafir engar þola,
báðar vilja finna fljótt
fjósamann og bola.
Nú er sá tími að menn náttúraðir
til veiðiskapar á fiðurfénaði
munda vopn sín og verjur og
halda til gæsaveiða. Ekki hefur
umsjónarmanni þessa þáttar tek-
ist að grafa upp úr hugskotinu
nema eina vísu varðandi gæsa-
veiði og hafa gæsimar og lóumar
sem um getur í þeim kviðlingi
tæpast verið fiðraðar. Vísan er
eitthvað á þessa leið:( Þess má
geta að ég hef ekki hugmynd um
tilefni eða höfund og vildi gjam-
an heyra frá lesendum, ef einhver
veit betur.)
Þú skalt ekki elta gæsir
upp um heiðar
heima eru götur greiðar
og gott að fara á lóuveiðar.
Hvað varðar vísur um rjúpna-
veiði, hefur hinsvegar rekið á
fjörur mínar kveðskap eftir Vig-
fús Pétursson, sem orti eftirfar-
andi um prest sem stundaði slíkar
veiðar af miklu kappi:
Undan manni flýgur flest.
Fara skotin langt á mis,
Því um leið og sérann sést
svífa þær til helvítis.
Annarri rjúpanaskyttu sendi fyrr-
nefndur Vigfús kveðju:
Heyrist ntikill hagladynur.
Höfðinginn er þannig gerður.
Sídritandi dýravinur
drepur allt sem fyrir verður.
Mörgum eru sjálfsagt í minni út-
varpsmessumar í gamla daga og
þá ekki síst þegar prédikari
Hvítasunnumanna Einar Gísla-
son hóf upp raust sína. Einhverju
sinni var Guðmundur Sigurðsson
frá Brekkuvöllum í Amarfirði að
hlusta á útvarpsprédikun hjá
Einar sem hafði hátt að vanda:
Ekki ntinnkar áhuginn
enn þess flnn ég vottinn,
að þú heldur Einar minn
að illa heyri drottinn!
Með bestu kveðju.
AÞ
BUKKAS hf
Skemmuvegl 36
200 Kópavogur
Síml: 72000
Lífeyrissjóður Austurlands
Og
Farskólinn á Austurlandi
hafa í hyggju að halda námskeið á Austurlandi um
IF JJÁIMÁL MMILÁNNÁ
Námskeiðið verður haldið í Neskaupstað,
á Egilsstöðum og á Höfn. Fyrsta námskeiðið
verður væntanlega haldið í september.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 71620 eða
. 71170 (Hjálmar)
Lífeyrissjóður Austurlands,
Farskólinn á Austurlandi
Sími71620
Naut og Svín
✓
I heilum
skrokkum,
tilbúið í kistuna.
AUSTMAT
fyrir
Austfirðinga!
AUSTMAT
REYÐARFIRÐISÍMI41300