Austri


Austri - 09.09.1993, Qupperneq 8

Austri - 09.09.1993, Qupperneq 8
Óbreytt áætlun til Reykjavíkur frá Egilsstöðum. Kl. 14:30 á mánud.. miðvikud. og föstud. Kl. 15:25 á þriðjud. og fimmtud. Kl. 15:55 á sunnud. íslandsflug Alla daga frá Reykjavík kl. 13:00 nema laugard. Umboðið Egilsstöðum, sími 12333 MALLAND? IÐNAÐAR ✓ DJÚPAVOGI sími 88131 GOLF * Eldhús- og baðinnréttingar Trésmiðja * Fataskápar Guðna J. Þórarinssonar * Útihurðir o.fl. Másseli sími 11093 Egilsstaðir: Ný lína í íbúðarhúsaflórunni Útlit íbúðarhúsa á Egilsstöðum hefur í gegnum tíðina verið fremur einhliða og hafa tvö parhús sem í sumar hafa risið við Dalskóga vak- ið athygli fyrir útlit sitt. Húsin byggir Asmundur Þór Kristinsson, byggingameistari og eru þau teikn- uð af Eyjólfi Valgarðssyni, tækni- fræðingi. I húsunum eru fjórar í- búðir og hafa þrjár þeirra þegar verið seldar. Flutt er í eina, önnur verður afhent eftir mánuð og sú þriðja í desember. Snemma í vor afhenti Asmundur tveggja íbúða parhús við Einbúablá sem einnig er teiknað af Eyjólfi, þannig að segja má að hann hafi staðið að byggingu 6 íbúða á árinu. I viðtali við blaðið sagði Asmundur að á Egilsstöðum væru mörg fyrirtæki í húsbygging- um og því erfitt að hasla sér þar völl. Hann hefði því ákveðið að fara nýjar leiðir í útliti og lagt mikla áherslu á að halda bygging- arkostnaði í lágmarki. Sem dæmi um leiðir til sparnaðar nefndi hann að á fyrirtækinu væri engin yfir- bygging sem hann taldi spara á bil- inu 10 -15 % og í öllum greinum væri reynt að halda kostnaði niðri. I sumar hafa unnið hjá fyrirtækinu 12 menn, fastráðnir, auk iðnaðar- manna. Þessa dagana er Ásmundur að vinna að grunni undir 900 m2 hús sem rísa á á tveimur hæðum við Lyngás. Þar hyggst hann í framtíðinni verða með aðstöðu á neðri hæð fyrir fyrirtæki sitt. Efri hæð hússins hefur þegar verið ráð- stafað. AÞ Egilsstaðir: Listasmiðja lífgar upp á bæinn Verðá líflömbum Iækkað frá í fyrra Verð á líflömbum hefur lækkað allt að þriðjungi frá í fyrra en fjárbændur á Austur- landi áætla að kaupa tæplega 2000 lömb í haust. Lömbin verða aðallega keypt í Öræfum og í Reykhólahreppi, en einnig verður keypt fé í Vestur-Skafta- fellssýslu og á Ströndum. Að sögn Þorsteins Kristjánssonar, formanns fjárskiptanefndar verður þetta síðasta haustið sem farið verður til fjárkaupa, en ör- fáir bændur eru að kaupa fé í fyrsta sinn eftir niðurskurð. Mest er keypt af lömbum á Jök- uldal, í Fellum og í Fljótsdal, en að þessu sinni eru engir stórtæk- ir kaupendur og koma lömbin til með að dreifast vítt og breitt um fjárskiftasvæðið og er í flestum tilfellum um að ræða nokkra tugi lamba á bæ. AÞ Ungt leiklistarfólk setti svip sinn á Egilsstaðabæ einn góðviðrisdag í ágústlok. Þama var á ferðinni 13 manna hópur sem verið hafði á námskeiði í svokallaðri Listasmiðju á vegum Margrétar Guttormsdótt- ur, Gunnars Hersveins og Atla Gunnlaugssonar. Námskeiðið stóð í vær vikur. Á meðal þess sem krakkarnir unnu að var leiksýning úr norrænni goðafræði og útbjuggu þau sjálf alla búninga, smíðuðu vopn og máluðu skjaldarmerki. Eft- ir að hafa gengið fylktu liði um götur bæjarins var efnt til stuttrar sýningar á útimarkaði BSA. Þar gekk Sveinbjöm Beinteinsson, alls- herjargoði til liðs við leikflokkinn og flutti bæði fmmsamið efni og úr Völuspá. AÞ Þátttakendur í Listasmiðju. A ustramynd AÞ Í I i 1 1 1 I 1 1 1 1 I H 1 1 I H 1 1 H 1 r H I 1 H 1 1 H H 1 I I H 1 H 1 1 I I 1 H i 1 H 1 H I 1 I 1 I 1 i H 1 1 Besta verðið og mestu gæðin eru hjá okkur. FUJISUPER G hágæðafilma. (Besta filman á markaðnum) Dynskógum 4, Egilsstöðum, sími 11699 1 1 H 1 1 H '1 H I 1 H H 1 H H 1 I | | 1 1 H H 1 H 1 I H 1 1 i 1 i 1 i i H 1 1 1 KURL Hreppstjóri í sveit á Suðurlandi átti jafnan góða hrúta og var stoltur af. Honum þótti því lítið til koma þegar nágranni hans einn keypti sér tvo hrúta af úrvalskyni í næstu sveit. Þegar bóndi tók bekra sína á hús korn fljótlega í ljós að ekki mundu nýju hrútamir til stórræða, því búið var að gelda þá báða. Bárust nú böndin að hreppstjóranum sem þótti líklegur til slíkra verka. Ekkert var þó afhafst í máiinu. Stuttu seinna kemur hreppstjóri í kaupfélagið. þar er þá fyrir bóndi úr sveitinni sem lagði stund á landabrugg. Hrepp- stjóri gekk að honum lagði hönd á öxl hans, Iét brúnir síga og mæltí valdsmannslega: “Jæja, Þeir segja að þú bruggir vín”. Bóndi svaraði að bragði: “Þeir segja sumir ég bruggi vín og sjálfsagt brugga ég marga kúta. - En hitt er satt að þú er svín og sólginn í að gelda hrúta”. Saga úr daglega Iífinu Tvær systur Friðný og Margrét keyptu sér í ellinni hús ásamt vin- konunní Albínu. Húsið var tveggja hæða og hreiðruðu systurnar um sig á efri hæðinni en Albína réði ríkjum á þeirri neðri. Eitthvað var elli keriing farin að hrjá þær stallsyst- urnar t.d. minnið aðeins farið að láta sig. Dag einn lét Friðný gamla renna í bað. Þegar hún hafði afklætt sig og stóð allsnakin á baðherberg- isgólfinu mundi hún skyndilega ekki, hvort hún var að koma úr baði eða að fara í bað. Hún brá þegar yfir sig skýlu, snaraðist fram og spurði systur sína: “Hvort var ég að koma úr baði eða fara í bað?” Mar- grét sagðist ekki vera viss en sagði: "Hún Albína er nú svo klár í kollin- um, ég ætla að spyrja hana”. Á leið- inni niður mætti hún Albínu í stig- anum og spurði: "Hvort er ég að fara upp eða niður”? Albína hristi hneyksluð hæruskotinn kollinn og sagði: “Ósköp er að vita hvað þið systur eruð orðnar kalkaðar, Það er nú eitthvað annað með mig” Að þessum orðum sögðum bankaði hún þrjú högg í vegginn og sagði: “Sjö, níu, þrettán”. - “Kom inn”. í Litljósritun. Stœkkum litmyndir. Tökum eftir slidesmyndum. Þrykkjum myndir á boli. tMMMiíf:-,.. Umboðsmenn á Austurlandi: Bókaverslun Brynjars, Neskaupstaö, Shell-skálinn, Eskifirði, Kaupfélagiö Djúpavogi, Lykill, Reyöarfiröl, Kaupfélagið Breiödalsvík, Söiuskáli Stefáns Jónssonar, Fáskrúðsfirði, Kaupfélagiö Stöövarfiröi Bókaverslun AB og ES, Seyðisflröi Hótel Tangi,

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.