Austri - 07.10.1993, Blaðsíða 2
2
AUSTRI
Egilsstöðum, 7. október 1993.
Útgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandí.
Skrifstofa Austra Lyngási 12, 700 Egílsstaðir,
pósthólf 173, sími 97-11984, fax 97-12284.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson.
Útgáfustjóri: Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir.
Blaðamenn: Arndís Þorvaldsdóttir og Marinó Marinósson.
Auglýsingar: Sími 97-11984, Sigrún Lárusdóttir.
Áskrift: Sími 97-11984, Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir.
Áskrift kr. 95 pr. blað. Lausasöluverð kr. 120.-
Prentun: Héraðsprent sf. Egilsstöðum.
Austri kemur út á fímmtudögum.
Aðsent efni þarf að hafa borist fyrir kl. 10:00 föstudaga.
Efni skal skila á diskum eða vélrítuðu.
Austri er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða.
Ræktunarstarf
Um þessar mundir eru liðin 90 ár frá því að skipuleg
skógrækt hófst á Austurlandi með starfsemi gróðrar-
stöðvar Skógræktarinnar á Hallormsstað. Þessara tíma-
móta var minnst með myndarlegum hætti á Hallorms-
stað síðastliðinn laugardag.
Mikil hugarfarsbreyting hefur orðið hérlendis í af-
stöðu almennings til skógræktar. Jákvæð viðhorf hafa
komið í stað afskiptaleysis eða beinnar andstöðu. Ahugi
á skógrækt í hverri mynd sem hún birtist hefur vaxið
með hverju árinu sem líður.
Starfsemi gróðrarstöðvanna á ekki síst þátt í þessu,
þar sem fagleg vinnubrögð hafa verið í fyriiTÚmi. Þær
hafa stutt þrotlaust starf áhugamanna á þessu sviði, en
skógræktin hefur alltaf hlotið fulltingi hugsjónamanna.
Skógur er ekki sjálfsagt mál, allra síst á Islandi. Is-
lendingasögur segja að landið hafi allt verið skógi vax-
ið milli fjalls og fjöru, en þúsund ára byggð í landinu
hefur leikið skóglendið illa eins og víðar. Gamlar
myndir frá Hallormsstað sýna að sá vöxtulegi skógur
sem þar en nú, var eitt sinn kjarrlendi. Starfsemi gróðr-
arstöðvanna var upphaf skipulegra vinnubragða á sviði
skógræktar, hún var einnig upphaf landnáms innfluttra
trjátegunda hérlendis.
A Fljótsdalshéraði er skógrækt orðin atvinnugrein
sem skiptir máli. Miklu varðar að henni verði sköpuð
þau skilyrði áfram, að hún geti vaxið og dafnað, og á
það bæði við um starfsemi Héraðsskóga og Skógrækt-
arinnar á Hallormsstað. Starf gróðrarstöðvarinnar á
Hallormsstað sannaði það að skógrækt á framtíð fyrir
sér hérlendis. Til þess að sannfærast um það þarf ekki
annað en að ganga í það mikla skóglendi á Fljótsdals-
héraði sem var ekki til fyrir tveimur áratugum.
Samvinna bænda og skógræktarmanna hefur verið
með miklum ágætum á Austurlandi, og fjölmargir hafa
gert samninga um að taka hluta af landi sínu til skóg-
ræktar. Þetta er gert í trausti þess að þessi starfsemi
haldi áfram og henni verði skapaður fjárhagslegur
grundvöllur, því að tekjur skila sér ekki af skógræktinni
fyrr en eftir langan tíma.
Menningarlegt gildi skógræktar er afar mikið, og var
það rakið í ágætu erindi Sigurðar Blöndal á afmælishá-
tíðinni á Hallormsstað síðastliðinn laugardag. Umhverfi
í þéttbýli hefur tekið miklum stakkaskiptum með þeim
aukna áhuga sem er á skógrækt hjá öllum þorra lands-
manna. Bylting hefur orðið hér á Austurlandi í þéttbýli
til sjós og lands, og áhugamenn um skógrækt hafa víða
lyft grettistaki í því að bæta og fegra umhverfið.
Skógrækt var hafin til vegs og virðingar í hugsjónum
aldamótamannanna, og þá hugsjón þarf að bera fram til
nýrrar aldar. Það er skylda þeirra sem nú ráða málum.
J.K.
í 90 ár
Körfu-
bolta-
vertíðin
að
hefjast
Um næstu helgi hefst körfu-
knattleikstímabilið hjá Hetti
með tveimur heimaleikjum á
laugardag og sunnudag. Hattar-
menn horfa með bjartsýni til
komandi keppnistímabils. Liðið
hefur styrkst verulega frá í fyrra
með tilkomu nýrra leikmanna og
nýs þjálfara. Til liðs við Hött
hafa gengið tveir leikmenn sem
áður léku með úrvalsdeildarliði
Tindastóls á Sauðárkróki.
Einnig hafa fleiri heimamenn
gengið til liðs við körfuknatt-
leiksdeíld Hattar þó kjami liðs-
ins sé sá sami og undanfarin ár.
Einnig hefur Höttur fengið til
liðs við sig grískan þjálfara Nick
Pashalis að nafni. Nick er mjög
reyndur og hæfur þjálfari og
mun hann sjá um þjálfun allra
flokka Hattar í körfuknattleik í
vetur.
Fyrir skömmu lék liðið tvo
æfingaleiki í Reykjavík. And-
stæðingamir voru ekki af verri
endanum, Valur og KR, en þessi
lið kepptu einmitt til úrslita um
Reykjavíkurbikarinn um síðustu
helgi. Höttur tapaði báðum
leikjunum naurnt og sýnir sú
frammistaða að liðið er til alls
líklegt í vetur því þetta eru fima-
sterk lið.
Eins og á síðasta ári verður 1.
deildin riðlaskipt í vetur og er
leikin fjórföld umferð innan rið-
ils en tvöföld umferð við liðin í
hinum riðlinum. Með Hetti í
riðli eru IR, Leiknir og Reynir
Sandgerði en í hinum riðlinum
eru Léttir, Þór Akureyri, Breiða-
blik og íþróttafélag stúdenta.
Alls verða leiknir 20 leikir á
keppnistímabilinu.
Fyrstu leikir Hattar verða hér
á Egilsstöðum um næstu helgi
en þá kemur Leiknir í heimsókn
en það er nýtt lið í deildinni og
er Torfi Magnússon landsliðs-
þjálfari leikmaður og þjálfari
með liðinu.
BS.
Eskifjörður:
Gömlu fötin
hennar
ömmu
Á laugardaginn kemur verður
mikið húllum hæ í Valhöll, Eski-
firði, en þá ætla allir saumaklúbb-
ar á Austurlandi að koma saman
og borða góðan mat og skemmta
sér. Að þessu sinni stendur
saumaklúbburinn Sæmundur á
Eskifirði fyrir skemmtuninni en í
fyrra var haldin samskonar
skemmtun á Reyðarfirði og var á-
kveðið í framhaldi af því að end-
urtaka leikinn að ári. Bergleif
Joensen sem sér um rekstur Val-
hallar, tjáði blaðamanni Austra að
mikið væri spurt um skemmtunina
og stefndi í góða þátttöku allsstað-
ar að.
Oprúttnir náungar á ferð
Fyrir skömmu sá blaðamaður að
búið var að skjóta þremur skotum í
gegnum vegvísi sem er staðsettur
fyrir ofan Egilsstaðabæ við vega-
mót þegar ýmist er farið til Seyðis-
fjarðar, Egilsstaða eða á Reyðar-
fjörð. Má glögglega sjá að skotið
hefur verið í áttina að Egilsstaða-
bæ. Því miður er slíkt ekki ný-
mæli, en í þessu tilfelli má sjá
hversu stórhættulegt þetta hefur
verið. Ekki veit blaðamaður
hvenær þetta gerðist en það skiptir
ekki máli. Svona atvik sýnir hversu
hættuleg skotvopn geta verið, séu
þau í röngum höndum. MM
▲ 8 1 ! 1 fafl t9lt**t*8lr
Ibúum Egilsstaða hefur stafað mikil hœtta af, þegar skotið var á merkið. Annað merki
ofar er líka sundurskotið og sér til íbúðarhúsa frá því líka.
Umdæmanefnd
Austurlands:
Fundardagar kynningafunda
Umdæmanefndar Austurlands
23/10 - 2/11 1993:
Umdæmanefnd Austurlands mun halda kynningarfundi fyrir
íbúa allra byggöarlaga á Austurlandi, sem kjósa eiga um
tillögur vegna sameiningar sveitarfélaga 20. nóvember
1993. Fundirnir verða sem hér segir:
Fundarst.
Sveitarfélag
1. Skeggjastaðahr.
2. Vopnafjarðarhr.
3. Hlíðarhreppur
4. jökuldalshr.
5. Tunguhreppur
6. Fljótsdalshr.
7. Vallahreppur
8. Skriðdalshr.
9. Fellahreppur
10. Egilsstaðabær
11. Eiðahreppur
12. Hjaltastaðarhr.
13. Borgarfjarðarhr.
14. Seyðisfjörður
15. Mjóafjarðarhr.
16. Neskaupstaður
17. Norðfjarðarhr.
18. Eskifjörður
19. Reyðarfjarðarhr.
20. Fáskrúðsfj.hr.
21. Búðahreppur
22. Stöðvarhreppur
23. Breiðdalshr.
24. Bæjarhreppur
25. Nesjahreppur
26. Höfn
27. Mýrahreppur
28. Borgarhafnarhr.
29. Hofshreppur
Grunnskólinn
Mikligaður
Hálsakot
Skjöldólfsstaðir
Tungubúð
Végarður
Iðavellir
Arnhólsstaðir
Grunnskólinn
Valaskjálf
Grunnskólinn
Hjaltalundur
Fjarðarborg
Herðubreið
Sólbrekka
Egilsbúð
Grunnsk. Kirkjumel
Valhöll
Félagslundur
Grunnsk. Búðum
Skrúður
Samkomuhús
Grunnskolinn
Skólahús v/Stafafell
Mánagarður
Sindrabær
Grunnskólinn
Hrollaugsstaðir
Hofgarður
Dagur Klukkan
Fi. 28/10 20:00
Fö. 29/10 20:00
Su. 31/10 13:00
Su. 31/10 17:00
La. 30/10 20:00
Má. I/II 20:00
Su. 31/10 20:00
Fö. 29/10 20:00
La. 30/10 16:00
Þr. 26/10 20:00
Má. I/II 20:00
Su. 31/10 20:00
La. 23/10 20:00
Mi. 27/10 20:00
La. 23/10 13:00
Su. 24/10 20:00
Su. 24/10 15:00
La. 30/10 15:00
Mi. 27/10 20:00
Mi. 27/10 20:00
Þr. 2/11 20:00
Má. 25/10 20:00
Má. 25/10 20:00
Su. 24/10 15:00
Þr. 26/10 20:00
Mi. 27/10 20:00
Su. 24/10 20:30
La. 23/10 20:30
La. 23/10 15:00
Áskilinn er réttur til að breyta fundadögum eða
tímasetningum fundanna ef óviðráðanlegar aðstæður kaila á
slíkar breytingar.
Fyrir hönd Umdæmanefndar Austurlands.
Stöðvarfirði 4. okt. 1993,
Björn Hafþór Guðmundsson.