Austri - 07.10.1993, Qupperneq 6
6
AUSTRI
Egilsstöðum, 7. október 1993.
Sameining sveitarfélaga
-Undirbúningi stórlega
ábótavant
Slöngur - Barkar - Tengi
Söluaðilar á Austurlandi Cch LANDVÉLAR HF
Bílar og Vélar, Vopnafirði
Síldarvinnslan Neskaupstað SMIÐJUVEGI 66, KÓPAVOGI
Björn og Kristján, Reyðarfirði SÍMI 91-76600
Um sameiningu sveitarfélaga:
Hvar eru austfirskir
pennar?
Ert þú hlynntur eða andvígur
sameiningu sveitarfélaga?
Tekjustofna sveitarfélaga jafn
réttháa tekjustofnum ríkisins
Nokkur umræða hefur orðið um
sameiningu sveitarfélaga upp á
síðkastið, aðallega hefur sú um-
ræða þó verið á vettvangi embætt-
ismanna og stjómmálamanna. Það
athyglisverða við þessa umræðu er
innihaldsleysi umræðunnar. Nýlega
var dreift bæklingi frá samráðs-
fundi um sameiningu sveitarfélaga
sem ætlað er það hlutverk að hvetja
menn til að greiða atkvæði um
mótun síns samfélags. Erfitt er að
sjá tilgang með útgáfu bæklingsins
annan en þann að tilkynna að sam-
ráðsnefndin sé til og koma á fram-
færi auglýsingu um kjördag. Þá er
og látið að því liggja að meðal að-
alatriða í sameiningarumræðunni sé
hvað sveitarstjómarmenn verði
margir og hvað króinn eigi að heita
eftir sameiningu. Ég sakna upplýs-
inga um það hvort frumvarp um
breytingar á stjómarskrá lýðveldis-
ins, um að gera tekjustofna sveitar-
félaga jafn réttháa tekjustofnum
ríkisins, verði lagt fram. Þeim er
vorkunn sem hafa verið valdir í
nefndir til þess að gera tillögur um
breytta stjómskipan landsins því
stjómvöld vantar vilja til að breyta
stjómkerfinu svo réttlæti, skilvirkni
og eða jöfnuður aukist ásamt tiltrú
almennings á stjórnvöldum.
Jafna atkvæðisréttinn og gjör-
breyta stjórnskipan ríkisins
Við hverjar alþingiskosningar
vaknar upp umræða um mismun-
andi vægi atkvæða og er það engin
furða þegar atkvæði Vestfirðinga
hafa margfalt, nærri fjórfalt meira
vægi en atkvæði þeirra sem óhag-
stæðast vægi hafa, þetta er gjaman
réttlætt með því að á landsbyggð-
inni sé erfiðara að hafa áhrif á
stjómsýsluna, en það er málinu ó-
viðkomandi. Við sem búum á
strjálbýlli hlutum landsins verðum
að skilja að við getum ekki krafist
óréttlátra kosningareglna í sárabæt-
ur því að óréttlætið bitnar líka á al-
menningi á suðvesturlandi. Það er
staðföst trú mín að jafna eigi at-
kvæðisréttinn og reyndar gjör-
breyta stjómskipan ríkisins. Ekki
má þó grípa til gamalkunnra ráða
eins og þeirra að fjölga þingmönn-
um til að ná jafnræði í þingmanna-
tölu kjördæmanna. Þingmönnum á
að fækka um leið og kjör þeirra
yrðu bætt og liggur því beinast við
að fækka þingmönnum í fámenn-
ustu kjördæmunum. Þá er um leið
nauðsynlegt að efla svo nýtt stjóm-
sýslustig að það geti tekið við
megninu af þeirri þjónustu sem rík-
ið nú veitir í húsnæðismálum, sam-
göngumálum, umhverfismálum,
heilbrigðismálum og skólamálum.
Ríkistofnanir eins og Fasteignamat,
Brunamálastofnun, Húsnæðisstofn-
un og Byggðastofnun verði lagðar
niður í núverandi mynd og málefn-
um þeirra komið fyrir í nýju stjóm-
sýslustigi sem annað hvort verði
stóreflt sveitastjómarstig, þar sem
lágmarks íbúatala yrði miðuð við
að minnsta sveitarfélagið verði
aldrei minna en sem nemur tíunda
hluta þess stærsta eða stofnað verði
til þriðja stjómsýslustigsins, en víð-
ast í Evrópu eru stjómsýslustigin
þrjú og hefur það gefist vel, en það
segir ekki að við þurfum að hafa
þau þrjú ef við getum fundið aðrar
aðferðir sem duga jafn vel eða bet-
ur. Spumingar sem mig og marga
aðra vantar að fá svör við eru um
aðalatriði sem nú brenna á almenn-
ingi þegar landsstjórnin virðist ráð-
villt og rúin trausti nagandi rotvarin
kalkúnabein.
Sömu annmarkar munu koma í
veg fyrir verkefnaflutning
Gagnstætt því sem stendur á for-
síðu snepilsins sem samráðsnefndin
lét útbúa er mér eða öðrum ekki
gefinn kostur á að segja álit sitt á
neinum tillögum á kjörstað 20.
nóvember næstkomandi nema þá
þeim að strika út línur á landakorti
og þá kannski bara af því að það er
svo langt síðan þær vom dregnar
og mér er meira að segja leyfilegt
að kenna mig við Súðavíkurhrepp
eftir að búið er að leggja hann nið-
ur. Er þörf að stækka öll sveitarfé-
lög á landsbyggðinni eða verður
því með réttu haldið fram að lítið
sé verra en stórt án þess að rök-
styðja það frekar, sem reyndar
verður erfitt, því svo dæmi sé tekið
þá geta Súðvíkingar leyst sín sorp-
mál einir sér ódýrar en reynslan
sýnir, að sum stærri sveitarfélög
geta gert. Skólahald verður ekki ó-
dýrara í Súðavík við það að sam-
einast og líklega tekst Súðvíking-
um að afla neysluvatns fyrir plássið
með minni kostnaði og minna
brambolti en sumum stærri sveitar-
félögum. Þannig getur minni eining
sýnt hagkvæmni fram yfir þá stóru
þó því verði heldur ekki á móti
mælt að til að sveitarfélögin verði í
stakk búin til að taka við megninu
af þjónustu ríkisins þá þarf að
stækka þau og efla, en tillögur sem
sveitarfélaganefnd lét frá sér fara
eru of mótsagnakenndar til að
nokkur maður sem lagt hefur sig
niður við að hugsa um þessi mál
taki þær alvarlega hvað varðar
breytta verkaskiptingu á milli ríkis
og sveitarfélaga eða eflingu sveit-
arstjórnarstigsins þar sem sömu
annmarkar munu koma í veg fyrir
verkefnaflutning eftir sameiningu
sveitarfélaga og standa í veginum
nú, sum sveitarfélögin verða of lít-
il, stærðarmunur yrði 200faldur,
samkvæmt tillögum sveitarfélaga-
nefndar en mætti varla vera meira
en lOfaldur að mínu áliti.
Vara við stórauknum afskipt-
um jöfnunarsjóða
Umdæmanefnd á Vestfjörðum
leggur fram lítt rökstuddar tillögur,
án samráðs við sveitastjómimar, en
leggur því meir upp úr því að gera
gagnrýnendur tillagnanna tor-
tryggilega áður en tillögumar eru
lagðar fram.
Það stendur til að kjósa um það
að færa þjónustuna frá fólkinu sem
býr á fámennari svæðunum. Beðið
er með tillögur um að leggja niður
fámennari skóla. Ætlar ríkið einu
sinni enn að fela sveitarfélögunum
í landinu verkefni án þess að tekjur
til að standa undir kostnaðinum
fylgi með? Væri ekki rétt að kanna
vilja kjósenda til þriðja stjórnsýslu-
stigsins.
Umræðan snýst, að því er virðist,
um aukaatriði tilfinningalegs eðlis
og ef spurt er um hverjar hugmyndir
séu uppi um nýja verkaskiptingu
milli ríkisins og sveitarfélaganna þá
eru svörin á þann veg, að litlu eða
engu þyrfti að breyta, til að gera þá
verkaskiptingu að veruleika, öðru
en verkaskiptalögum.
I lokin vil ég vara menn við til-
lögum um að stórauka afskipti
jöfnunarsjóða af málefnum samfé-
lagsins, reynslan sem við höfum
ætti að verða okkur víti til varnaðar
í þeim efnum. Eðlilegast er að
tekjujöfnunin eigi sér stað í skatt-
kerfinu en aldrei má ganga svo
langt í tekjujöfnun að hagkvæmni
njóti sín ekki og eða óljóst sé hvar
fjármálaleg ábyrgð liggi í samfé-
laginu.
Súðavík 30. sept. 1993.
Heiðar Guðbrandsson
Nú líður óðum að kosningu um
sameiningu sveitarfélaga sem
fram fer 20. nóvember nk. Frek-
ar lítil umræða hefur verið hér á
Austurlandi undanfarið um undir-
búning og kynningu málsins.
Að sögn Bjöms Hafþórs Guð-
mundssonar, framkvæmdastjóra
hjá Samtökum sveitarfélaga í
Austurlandskjördæmi,SSA. verða
haldnir kynningarfundir um sam-
eininguna í lok mánaðarins í þeim
sveitarfélögum þar sem kosið
verður um sameiningu.
Hver er þín skoðun eða ertu
búin(n) að rnynda þér skoðun um
Gaman væri að fá sendar inn
línur frá lesendum Austra um
málið, hvort sem menn eru sam-
mála eða ósammála sameiningu
sveitarfélaga. Skrifa mætti til
dæmis um kosti og galla fyrir
íbúa og hvað ávinnst og koma
með spurningar t.d. til ráða-
manna. Með von um góð við-
málið ?
fagtún
Sornofil - hugtak fyrir þétt þak
AUSTFIRÐINGUR!
Býrð þú undir bárujárnsþaki
með of litlum halla?
Áttu lika bílskúr með steyptri, sléttri plötu?
SARNAFIL er þakdúkur sem margir íslendingar
eiga yfir höfði sér og líkar ágætlega.
SARNAFIL er langtímalausn fyrir timburþök, steinþök og þaksvalir.
™ fagtún hf.
Brautarholti 8 - Reykjavík
Sími 91-621370 - Fax 91-621365
BYÐUR YKKUR VELKOMIN
Óvenju fallegt, hagkvæmt
og vel staðsett
mlLLc
SKÓLAVÖRÐUSTlG 30 • SÍMI 623544
WIR
Wirsbo-PEX-rör
Hitaþolin PEX-rör frá Wirsbo í
Svíþjóð hafa verið seld hérlendis f
um 15 ár.
Wirsbo er leiðandi I framleiðslu á
rörum og fylgihlutum fyrir neyslu-
vatn (rör-í-rör), gólfhita og snjó-
bræðslu.
Allt viðurkennt efni.
Leitið upplýsinga.
ÍSLEIFUR JÓNSSON
- meö þér i veitun vatns -
BolholU 4. Sfmi 680340
fu680440
IOI
Sendum í póstkröfu.