Austri


Austri - 11.11.1993, Blaðsíða 6

Austri - 11.11.1993, Blaðsíða 6
6 Egilsstöðum, 11. nóvember 1993. Listaskáldið góða um hreppana á Islandi „Óskandi væri að íslendingar færu að sjá, að það er aumt líf og vesælt að sitja sinn i hverju horni og hugsa um ekkert, nema sjálfan sig, og slíta svo sundur félag sitt og skipta sundur afli sínu x svo marga parta, sem orðið getur - í stað þess að halda saman og draga allir einn taum og hugsafyrst ogfremst um heiður og velgengni landsins, sem öllum góðum íslendingum ætti að vera ífyrirrúmi. “ Jónas Hallgrímsson „Nokkur orð um hreppana á Islandi“ Fjölnir 1835 Sameining sveitarfélaga ALMENNAR KOSNINGAR 20. NÓVEMBER 1993 Bændur og breytingar Það var áhugavert að hlusta á mál- flutning fundarmanna á opnum fundi í Fellabæ 30. október síðastliðinn um sameiningu sveitarfélaga. Einum hópi manna virðist mikið í mun að engar breytingar nái fram að ganga. Slíkt sé óþarfi því núverandi skipan hafi alltaf verið til staðar og gefist vel. Þetta em bændur og er afstaða þeirra mjög skiljanleg. Hart hefur verið að þeim sótt hin síðari ár og þeir verið skomir niður eins og hvert annað riðufé, einn af öðmm. Það er gamanlaust að horfa upp á þvílíkar aðfarir gegn mönnum sem ekki em sekir um annann glæp verri, en að vera til og byggja afkomu sína á því sem hið harðbýla “ísaland” býður þeim frá ári til árs. Fækkun býla Eru stjómvöld að gera sér leik að því að svipta marga þessa menn lífs- björginni, eða býr eitthvað annað og meira undir ? Allt frá öndverðu og fram á þessa öld hafa íslendingar lif- að af landi sínu, verið bændur öðm fremur. Og það sem meira er, bænd- ur réðu lögum og lofum í samfélaginu langt fram á þessa öld. Þéttbýli voru litin homauga og sem tilræði við sveitir landsins. Slíkt byggðist vitan- lega á hefðinni. Aðlögun úr sveit í bæ tók lengri tíma í nágrannalöndun- um og má því tala um þróun í því sambandi. Á fslandi varð slík þróun ekki á löngum tíma, heldur stuttum. Þess vegna hafa mörg býli lagst af á skömmum tíma. Er þróunin óæskileg ? Því er vandsvarað til hlítar, en eitt er þó nokkuð víst: Þjóðin hefur ekki efni á að halda uppi viðlíka at- vinnustigi í sveitum og áður. Það byggist fyrst og fremst á því að fram- leiðslugeta býla hefur stóraukist. Fækkun sveitabýla á Héraði er því ekki hægt að kenna stjómvöldum um, heldur er þjóðfélagið í heild að breyt- ast úr bændaþjóðfélagi í borgarsamfé- lag. Það að bændur skuli lenda þar í hlutverki píslarvottanna er ekki til- komið vegna illsku þéttbýlisbúa eða stjómvalda. Breyttir atvinnuhættir - breytt byggðaskipan Vegna breyttra atvinnuhátta, aðal- lega í landbúnaði, hefur fólksfjöldi til sveita minnkað samfara því. Margt fólk flyst suður á mölina, aðrir þrauka heima í héraði og setjast að á næsta þéttbýlisstað til að geta verið nær uppruna sínum og ættingjum. Það er því óskiljanlegt er bændur mótmæla því að aukin verkefni séu flutt til þeirra byggðarlaga sen næst þeirn eru. Hvert ætla þeir að sækja vinnu ef bregða þarf búi, eða ef kvóti verður skorinn enn þá meira niður en nú er orðið ? [Sumir bændur sækja nú þeg- ar vinnu í þéttbýlið.] Það er alger reginskyssa bænda að setja sig upp á móti þeim breytingum er í uppsigl- ingu eru. Ef metnaður þeirra fyrir sjálfa sig og hönd afkomenda nær út fyrir túnfótinn hjá þeim ættu þeir að vera menn til að sjá hag héraðsins í heild og taka þátt í því að byggja upp sterka landsbyggð eins og hún í eina tíð var. Og hver veit nema í framtíð- inni aukist þörfin fyrir landbúnaðar- vörur, nú þegar krafan um lífrænt ræktaðar afurðir verður æ háværari. En fari svo, sem líklegt verður að telj- ast, að fleiri býli leggist af í náinni framtíð og enginn verkefnaflutningur verður frá ríki til sveitarfélaga, þá verður enginn landsbyggð til og allra síst á þjónustusvæði eins og hér um slóðir. Eina þjónustan sem eftir stendur verða elliheimili fyllt með vormönnum Islands sem neituðu að skilja vitjunartíma nauðsynlegra breytinga landsbyggðinni í hag. Því verður ekki trúað að óreyndu að landsbyggðin éti sig upp innanfrá undir forystu þeirra manna er ólu önn fyrir þjóðinni í ellefu hundruð ár. “Vér mótmælum allir”, kvað við á Þjóðfundinum 1851, og aftur í grunn- skóla Fellamanna á laugardaginn var. Það er rétt að mótmæla órétti, en ekki framförum og breyttum tímum, því öll okkar verk leggja grunninn að framtíð þeirra er á eftir koma. Þeir sem gleyma því eru ekki á vetur setj- andi, hvað þá meir. Benedikt Sigurðsson, Sunnufelli 5 Gistiheimili! Austfirðingar bjóðum góð herbergi góða þjónustu góðan morgunverð gott verð Verið velkomin Hótei Mar Brautarholti 22 Reykjavík Sími91-25599 Fax 91-625599 Mikið úrval af gæludýrum. Einnig mikið úrval af pottaplöntum. Blóma- og gæludýraverslunin . . Fáskrúðsfirði Sími 97-51489 Opið mánudaga - laugardaga frá 14 -18. Lokað á sunnudögum. Legsteinar 10% afsláttur Gildir til 31. 12. 1993 Dæmi 35.000 51.000 um -3.500 -5.100 afsláttarverð 31.500 45.900 Flutningskostnaður innifalinn. Stuttur afgreiðslufrestur. Fáið myndalistann okkar. 720 Borgarfirði eystra 97-29977 Bílaþvottur, bílabón Alþrif ■ utan sem innan ik Djúphreinsun - teppi og sœti ik Vélarþvottur - mótorplast Pústkerfi, pústbarkar, upphengjur og pakkningar 1 Teppahreinsun! Djúphreinsum teppi og húsgögn í heimahúsum. Pústviðgerðir Dráttarbeisli Demparar Lyngási 12, Egilsstöðum Sími 12347- Hs. 12327 " j Edduhótelið á Kirkjubæjarklaustri kappkostar að veita hlýlega ogpersónulega þjónustu. Herbergin eru notaleg og hótelið er rómað fyrir Ijúffengan mat. Aðstaða til hvers konar funda- og ráðstefnuhalds ermjöggóð. Hótelið er opið allt árið. Verið velkomin! KIRKJUBÆJARKLAU STRI 880 Kirkjubæjarklaustur Sími 98-74799 • Telefax 98-74614

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.