Austri


Austri - 11.11.1993, Blaðsíða 10

Austri - 11.11.1993, Blaðsíða 10
Ótrúlegt tilboð! Hótel Borg, gisting í eina nótt kr. 9.900.- miðað við tvo í herbergi. Innifalið erflug fram og til baka, gisting í eina nótt, morgunverður og farþegaskattur. Islandsflug Egilsstaðir, sími 12333 Skrifstofuhjálp Sími 97-41441 Vopnafjörður: Menningarhátíðin tókst með ágætum Menningarhátíð Vopnafjarðar sem haldin var síðastliðinn laugar- dag tókst með miklum ágætum. Hátíðin er þannig til komin að Sig- ríður Dóra Sverrisdóttir, húsmóðir á Vopnafirði vaknaði einn morg- uninn í haust, full að umfram orku og ákvað að sjá til þess að Vopn- firðingum gæfist kostur á að sjá eina af leiksýningum þeim, sem um þessar mundir eru á fjölunum í höfuðborginni. Eftir að hafa lesið leikdóma leist henni best á sýningu Pé leikhópsins, Fiskar á þurru landi, nýtt íslenskt leikrit með fjór- um leikendum, eftir Árna Ibsen í leikstjórn Andrésar Sigurvinssonar. Eftir að hafa talað við leikstjórann, sem taldi ekkert því til fyrirstöðu að fara með sýninguna til Vopna- fjarðar, hófst hún handa við að fjár- magna fyrirtækið sem hlaut nafnið “Lambamenning” til heiðurs ís- lenskum bændum og sauðkindinni. Ymis fyrirtæki og stofnanir lögðu málefninu lið og fékk Sigríður styrki upp í um helming kostnaðar. Eins og fyrr segir tókst hátíðin mjög vel en hún hófst með hátíða- kvöldverði á Hótel Tanga á undan leiksýningu, en leikritið var sýnt bæði á laugardagskvöld og á sunnudag og urðu áhorfendur í allt á þriðja hundraðið. í tilefni dagsins bauð Sigíður frú Vigdísi Finnboga- dóttur, forseta Islands til hátíðar- innar og komst hún á áfangastað eftir ævintýralegt flug, en vinda- samt var í háloftunum s.l. laugar- dag og truflanir á flugi. Ennfremur var höfundi og leikstjóra boðið til sýningarinnar. í viðtali við blaðið sagði Sigríður Dóra, að barátta hennar til að fá þessa sýningu væri Egilsstaðir: Skólaferðalag 10. bekkjar næsta vor Krakkar úr lO.bekk Egilsstaða- skóla eru þessa dagana að safna fyrir skólaferðalagi, sem fara á næsta vor. Ætlunin er að fara ein- hverja innanlandsferð. Ferðina ætla krakkarnir að fjármagna með ýmsu móti s.s. vinnu og félagsstarfi í skóla. Hingað til hafa þau fengið verkefni við að hreinsa í kringum Búnaðarbankann og Miðvang og verður það gert í hverri viku í allan vetur. Krakkarnir hafa einnig feng- ið vinnu við að bera út fréttabréf ofl. fyrir Egilsstaðabæ og ennfrem- ur við að týna rusl í Egilsstaðabæ og nágrenni. Ætlunin er að fara í skólaferða- lagið fljótlega eftir skólaslit, til að halda upp á það að grunnskóla sé lokið. Ef einhverjir hafa verkefni handa krökkunum þá eiga þeir að hafa samband við einhvem í 10. bekk eða Laufeyju Eiríksdóttur s: 11533 eða Börk Vigþórsson s: 12040 V.H. (Víðir Hallgrímsson er í starfskynn- ingu hjá Austra og skrifaði þessa frétt.) Frá Egilsstaðaskóla. Austramynd: Víðir Hallgrímsson. ¥ Eldhús- og baðinnréttingar Trésmiðja * Fataskápar Guðna J. Þórarinssonar ^ Útihurðir o.fl. Másseli sími 11093 BLOM - GJABAVARA - GÆLUDÝR öj Miðvangi 31, Egilsstöðum - Sími 12230 Opið: mánud. - laugard. 10-12 og 13-20. Sunnud. 13-20. Frá Vopnafirði. ekki til komin vegna þess að henni þætti menningarlíf á Vopnafirði fá- skrúðugt, þar væri heilmikið um að vera og alls konar menningarstarf- semi í gangi. Hins vegar væri hún mikill aðdáandi leikhúss, en gæti ekki fremur en aðrir landsbyggðar- menn sótt sýningar suður til Reykjavíkur þegar henni dytti í Eskifjörður: ,,Rauða- gullið“ rennur út "Þú ert að spyrja um rauða- gullið”, sagði Búi Birgisson, verkstjóri í rækjuvinnslunni á Eskifirði þegar blaðamaður hringdi og innti frétta af rækju- vinnslunni. Að sögn Búa hefur frá því í apríl verið stöðug vinna í vinnslunni og útlit á að nóg verði að gera fram að jólum, en venjulega hefur vinna dregist saman í október. Vinnslan er með 6 báta í viðskiptum og um 40 manns vinna þar á vöktum. Vélakostur hefur verið bættur með þeim árangri að gæði fram- leiðslunar hafa aukist og selst öll framleiðslan nú jafnóðum. Sem dæmi um umfang þessara viðskipta nefndi Búi að frá því í byrjun september hefðu verið seld um 300 tonn. AÞ hug. Hún hefði fengið þessa hug- mynd og ákveðið að hrinda henni í framkvæmd, allt hefði gengið upp og Vopnfirðingar fengið að njóta einstaklega skemmtilegrar sýning- ar. AÞ E 0 Í i 1 1 1 1 1 1 1 i 1 1 i 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 I 1 1 1 1 lélÉoit Tilboð í nóvember 1 1 1 1 1 I 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 i 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 Jólakort með ljósmyndinni þinni er persónuleg jólakveðja. Magnafsláttur og 10% aukaafsláttur í nóvember. Sýnishorn og nánari upplýsingar hjá umboðsmönnum okkar um allt Austurland. Munið! Filman sem fylgir með framköllun hjá okkur var nýlega valin besta filman í Evrópu 1993- 1994. MEIRIGÆÐI - BETRA VERÐ xv Dynskógum 4, Egilsstöðum, sími 11699 0 SMSMSMSMeUSMSMSMSMSMS 0 KURL I fréttum á Bylgjunni síðast- liðinn mánudag var viðtal við leigubílstjóra í Keflavík, sem kært hafði vamarliðsmann fyr- ir líkamsárás. M.a. hafði kan- inn gefið Keflvíkingnum einn “á lúðurinn”. Þegar fréttamað- urinn spurði hvort hann hefði ekki svarað í sömu mynt, sagði fómarlambið að það hefði hann alls ekki lagt í, þar sem á- rásarmaðurinn hefði verið mjög uppsettur. Eftir því sem kurlritari kemst næst mun þetta vera keflvíska og að öllum lík- indum snörun á enska orðinu (upset.) Stefán Bjarnason í Flögu sendi Austra seðil með eftirfar- andi vísukorni og útskýring- um. “Föstudagskvöldið 29/10 síðastliðinn var fundur um sameiningu sveitarfélaga á Héraði haldinn í félagsheimili Skriðdæla. Frummælendur vom Hafþór Guðmundsson og Magnús Sigurðsson. Að fram- söguræðum loknum, voru frjálsar umræður. Vakti þá ein- hver athygli fundarmanna á, hve margir tækju til máls sem bæru nafnið Magnús. Eftirfar- andi hendingar urðu þá til: Magnús fyrstur flutti ræður, Magnús annar fússar svar. Magnús þriðji, maður skæð- ur marga galla fann hann þar. Þá sendi Erla Guðjónsdóttir á Seyðisfirði blaðinu vísu- kom. Kviðlingurinn varð til eftir að hún hafði hlustað á Snorra Sturluson umsjónar- mann Snorralaugar tala um leikkonu, og tók hann þannig til orða að hún væri með “tútt- umar á torfinu”, hvað sem það nú þýðir. Túttan manninn tælir oft en tæpast má því flíka. Ef tiginn barmur tómt er loft og torfið fúið líka. BIRTA Nýjar skrautklukkur. Laufabrauðsjárn - kleinujárn. Pínu styttur frá GLERAUGU Islensku jólaskeiðarnar úr silfri: Bing & Gröndal. ÚR & KLUKKUR Stekkjastaur'92 og Giljagaur'93 ^ SKART & GJAFAVARA -a—r SÍMI 97-J2020 /1)606 FAX 97-12021 Raksett á Standi. lagaras 8 - postholf 96 - 700 egilsstaðir Skyldir fyrir verðlaunapeninga. \ISIJ Jólaórói frá BirtaEinarsdóttirúrsmiður-SævarBenediktssonsjóntækjafræðingur "MÍnÍ" krÍStalstyttUr. °*° Georg Jensen

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.