Austri


Austri - 24.11.1994, Page 1

Austri - 24.11.1994, Page 1
Áttahundruð til þús- und jólatré felld í ár í Hallormsstaðaskógi Á bilinu 800 - 1000 jólatré verða höggvin í Hallormsstaðaskógi fyrir jólin og verða þau öll sett á markað hér í fjórðungi. Þegar blaðamaður hafði samband við Þór Þorfinnsson, skógarvörð í byrjun viku lá fyrir að fara í skóginn og velja jólatré fyrir Kaupfélag Héraðsbúa en vinnan við að höggva jólatré fyrir hinn hefð- bundna heimilismarkað hefst upp úr mánaðarmótum. Hefð er fyrir að Kaupfélagið kaupi hæsta tréð sem fellt er í skóginum fyrir jólin ár hvert og taldi Þór, að fyrir valinu yrði að þessu sinni rauðgrenitré, um 10 metra hátt. Hægt verður að velja um þrjár mismunandi tegundir jólatrjáa frá Hallormsstað, rauð- greni, blágreni og stafafuru og eru tré ætluð til heimilisnota frá 0,70 - 1,75 m. á hæð. Skógræktin verður að þessu sinni með greinar frá Hall- ormsstað til sölu fyrir jólin en fram til þessa hafa þeir flutt inn greinar sem verið hafa á markaði. Um 12 manns eru í vinnu hjá Skógrækt- inni, en verið er að vinna girðingar- efni fyrir Egilsstaðabæ sem á að fara í gerði í kringum sundlaugina. AÞ Mynd þessa sendi Sigrún Jóhannsdóttir,Eiríksstöðum Jökuldal í keppnina „Besta Ijósmyndin “ sem Austri stóð jyrir á dögunum. Má sjá á myndinni að grassúra hefur náð fótfestu í gömlum tréstaur og virðist dafna all vel, þar sem hún virðist ná í vatn og næringu í glufum staursins. Geðugt fiskirí eftir fjögurra ára ördeyðu „Hér var geðugt fiskirí í síðustu viku“ sagði Karl Sveinsson fisk- verkandi og útgerðarmaður á Borg- arfirði, en síðustu þrjá daga vik- unnar var landað þar 27 tonnum. Síðastliðin fjögur ár hefur verið einmuna lélegt fiskirí á miðum Borgarfirðinga og hafa sjómennim- ir talað um steindauðan sjó. Að sögn Karls hefur síðasta ár verið með versta móti og hafði Fiskverk- unin um mánaðarmótin september - október tekið á móti 200 tonnum upp úr sjó á móti 300 tonnum í fyrra. Undanfamar vikur hefur afl- inn verið að glæðast og hefur veiðst töluvert af ýsu sem Karl segir óvenjulegt á þessum tíma árs. Hjá Saltfiskverkun Karls unnu að jafnaði 5-6 manns í sumar, en þessa síðustu daga hafa yfir 20 manns verið þar við störf. Frá Borgarfirði róa 10 bátar. Ekki gaf á sjó vegna brælu nú í byrjun viku, en vonandi verður framhald á afla- hrotunni. AÞ Nýi aðflugsbúnaðurinn kemur að góðum notum Nýi aðflugsbúnaðurinn sem settur var upp á Egilsstaðaflugvelli í byrj- un októbermánaðar hefur komið að góðum notum þann stutta tíma sem hann hefur verið í notkun. Þrátt fyrir að óvenju þokusamt hafi verið í haust hefur varla fallið niður flug og mjög lítið verið um seinkanir. Sjö ár em nú liðin síðan bygging nýja flugvallarins hófst. Upphaflega var áætlað að hefja verkið árið 1988 og ljúka því á fjórum árum. Stjómvöld ákváðu síðan að hefja framkvæmdir fyrr og var fyrsta skóflustungan tek- in 27. nóvember 1987. Á bygging- artímanum var ákveðið að flug- brautin yrði gerð burðarmeiri og byggð þannig að auðvelt yrði að lengja hana síðar og lengdi það verktímann nokkuð. Völlurinn var formlega tekinn í notkun 25. sept- ember 1993. Að sögn Ingólfs Arn- arssonar, flugvallarstjóra, hefur þotuumferð verið miklu meiri en búist var við. Frá 25. september til áramóta í fyrra lentu 3 þotur á vell- inum og í ár eru þær orðnar 11. Vel hefur gengið að afgreiða vélamar sem flestar hafa millilent til að taka farþega í leiguflugi. þá sagði Ingólfur að Egilsstaðaflugvöllur væri kominn á kort erlendra flugfé- laga og hafa erlend flugfélög spurst fyrir um völlinn, auk þess að þrjú félög hafa sent fulltrúa sína hingað í því augnamiði að athuga möguleika á að nota völlinn sem varavöll fyrir tveggja hreyfla þotur í Atlantshafs- flugi. Aðspurður um væntanlega samvinnu Brunavarna á Héraði og Flugmálastjórnar um slökkvilið og slökkvibúnað sagði Ingólfur að þau mál væru í biðstöðu, þar sem ekki fengist neitt fé til til þessara hluta fyrr en 1996. Samvinna þessara að- ila er þegar hafin og hefur tankbíll frá Brunavömum verið á vellinum þegar stærri vélar hafa lent þar. Þessa dagana standa yfir breytingar í flugstöðinni á húsakynnum þar sem innritun fer fram og á þeim að ljúka í þessum mánuði. Vonir standa til að eftir áramót verði hafist handa við að ljúka innréttingum í biðsal og veitingaaðstöðu á annarri hæð. AÞ Það sem afer þessu ári hafa 11 þotu lent á Egilsstaðaflugvelli flestar að sœkjafarþega í millilandaflugi. Myndin hér að ofan var tekin þegar þota með 168farþega af Austur- landi var að komafrá Glasgow á dögunum. Austramynd MM Loðnuflokkunar- stöð hjá SR-mjöl á Reyðarfirði Þessa daganna er unnið að því að koma upp flokkunarstöð hjá SR- mjöl á Reyðarfirði. Að sögn Jóns Inga Ingvarssonar verksmiðjustjóra er ætlunin að flokka loðnu í vetur. Venjulega hefst loðnufrysting í byrjun febrúar. Hann sagði að búið væri að steypa gmnn undir 200 fm húsnæði við löndunar- bryggjuna. Það er Tréiðjan Einir sem reisir húsið undir flokkunar- tækin. Flokkunartækin sem verða 3 í húsinu eru fengin notuð að utan. Jón segir að búið sé að koma fyrir nýjum dælubúnaði á bryggjunni í tengslum við flokkunarbúnaðinn sem eru svokallaðar vakumdælur sem soga hráefnið upp úr tönkum skipa án þess að skemma hráefnið. Flestar verksmiðjur sem flokka loðnu era komnar með svona dæl- ur. Jón sagði að með flokkunar- búnaðinum ættu allir sem koma ná- lægt vinnslunni að hagnast, bæði fjárhagslega og í vinnusparnaði. Með búnaðinum geta loðnu- frystendur einbeitt sér að frysting- unni þar sem handflokkun mun hverfa. Það hráefni sem skilst frá við flokkunina fer strax í bræðslu en það er oft um helmingur af afla. MM þegar búið er að fella þau. ejteipp

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.