Fréttablaðið - 13.10.2020, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 13.10.2020, Blaðsíða 9
Það er margt sem getur valdið okkur áhyggjum og hugar-angri í lífinu. Sem dæmi getur heilsan, húsnæðisvandi, peningar, COVID og tíminn haft mikil áhrif á okkur. Jafnvel þó að Einstein hafi sagt að tíminn væri afstæður getur það angrað okkur þegar við náum ekki að nýta tímann okkar eins og við viljum. Okkur dreymir dagdrauma um hlutina sem við vildum að við gætum gert og um staðina sem okkur langar að heimsækja. En á meðan við vinnum myrkr- anna á milli til að ná endum saman og tíminn í sólarhringnum sem við viljum eyða með ástvinum styttist, þá getur maður ekki annað en hug- leitt hvort maður ætti að gera hlut- ina öðruvísi. Mig langar ekki að eyða tímanum í að hugsa um alla þá hluti sem ég er að missa af, heldur njóta þess sem lífið hefur boðið mér upp á. Ég bý í frjálsu landi, þar er hreint vatn og ég get menntað mig til að verða hvað sem ég vil verða. Ég á fjölskyldu sem elskar mig og vini sem standa með mér og hlæja með mér. Ég trúi að ef ég sýni þakklæti þá verði ég ánægðari með það sem ég á. Það er hollt fyrir okkur að sjá fegurðina í umhverfinu, samgleðj- ast öðrum og sýna öðrum áhuga og umhyggju. Stundum er þetta eins einfalt og að sjá glasið hálffullt fremur en hálftómt. Það kostar ekki neitt að eyða tíma með fólkinu okkar sem er það dýrmætasta sem við eigum. Stöðug samkeppni er þreytandi og samvera er yndisleg þegar við erum til staðar. Það getur verið mjög gefandi að ná að stíga út úr aðstæðunum sem við erum í og taka vel eftir þeim og varðveita minninguna til þess að hamingjan vari lengur. Við erum með ákveðnar rang- færslur þegar kemur að hamingju, sem dæmi þegar við ímyndum okkur hvernig okkur mun líða ef við föllum á prófi eða ef við fáum lægri einkunn en við höfðum óskað okkur. Við hugsum að það sé van- máttur og niðurlæging og að við verðum óhamingjusöm í kjölfarið en í raun getur ferlið hvatt okkur til að ná lengra og jafnvel fengið okkur til að breyta um lærdómsaðferð. Við getum eytt löngum tíma í að leita að hlutum sem við höldum að geri okkur hamingjusamari, til dæmis f lottari bíl, hærri launum, maka og stærra húsi en þegar öllu er á botninn hvolft þá eykst ekki hamingjan með stóru trampólíni, Gucci-skóm og nýjasta símanum og getur leitin að þessum hlutum jafnvel verið streituvaldandi og gert okkur óhamingjusamari. Einstaklingar á íþróttaviðburð- um leggja oft mikinn metnað í að sigra og því heldur fólk því oft fram að bronsverðlaun gefi meiri ham- ingju en silfurverðlaunin. Ástæðan fyrir því er einföld. Til þess að fá silfurverðlaunin tapar maður í úrslitaleiknum og missir þar af gull- inu, á meðan maður þurfti að sigra í bronsverðlaunaleik og komast þannig á verðlaunapall. En eins og við lærðum svo fallega á Ólympíu- leikunum 2008 þá er gott silfur gulli betra. Við þurfum einfaldlega að breyta viðmiðunarpunktinum okkar til að verða hamingjusamari, ekki ein- blína á sigra og tap og ekki ímynda okkur að við verðum óhamingju- söm þegar við töpum því það er ekki raunin. Þrátt fyrir tap getum við nefnilega átt okkar besta leik. Bestu íþróttamennirnir eru ein- faldlega þeir sem ná að halda höfði í gegnum allan leikinn. Nýtum heldur tímann til að finna styrkleikana okkar og notum þá í okkar daglega amstri. Lifum í núinu, elskum náungann og sýnum þakklæti, það nær að fleyta okkur ansi langt. Við þurfum einfaldlega að breyta viðmiðunar- punktinum okkar til að verða hamingjusamari, ekki einblína á sigra og tap og ekki ímynda okkur að við verðum óhamingjusöm þegar við töpum því það er ekki raunin. Hvað gerir okkur hamingjusöm? Helga María Guðmunds- dóttir hjúkrunar­ fræðingurLífsskilyrði stórs hluta lands-manna hafa gjörbreyst á undan-förnum mánuðum. Aldrei fyrr hafa svo margir misst vinnuna á stuttum tíma, aðrir hafa misst heils- una og enn aðrir búa við gjörbreyttar aðstæður. Bilið á milli örorkulífeyris og lágmarkslauna heldur áfram að breikka og tæplega 6.000 eldri borg- arar þurfa að lifa undir fátæktar- mörkum. Fólki sem fær fjárhagsað- stoð til framfærslu fjölgar hratt og hjálparstofnanir hafa vart undan að aðstoða þau sem ekki eiga fyrir nauð- synjum. Á sama tíma er annar hluti sam- félagsins sem hefur það bara nokkuð gott. Laun hafa hækkað og aðgangur að óverðtryggðum íbúðalánum með sögulega lágum vöxtum hefur það í för með sér að dýrar íbúðir seljast hraðar en áður. Á tímum sem þessum er gríðar- lega mikilvægt að hafa það staðfasta markmið að auka jöfnuð og jafnræði meðal fólks og að við komum úr þessum erfiða tímabundna ástandi án þess að ójöfnuður aukist. Ójöfn- uður er enda ekki bara óréttlátur heldur einnig skaðlegur samfélaginu öllu. Höfum einnig hugfast, að í síð- ustu kreppu, í kjölfar bankahrunsins, tókst ríkisstjórn jafnaðarmanna að auka jöfnuð á Íslandi, ólíkt f lestum öðrum ríkisstjórnum kreppuhrjáðra landa. Það er því vel hægt, ef pólitísk- ur vilji er til staðar. Það er margt hægt að gera til að auka jöfnuð og það er mikilvægt að hið opinbera nýti öll verkfæri sín til þess núna. Nú reynir á okkur sem stýrum sveitarfélögum og ríki að vera samtaka um aðgerðir til að styðja við fólk og fjölskyldur í vanda og fjárfesta í grænni og réttlátari framtíð. Nú er ekki lag að ráðast í hagræðingarað- gerðir sem fela í sér uppsagnir starfs- fólks eða minni þjónustu, um það erum við sammála þó sjálfsagt sé að hagræða þar sem það er hægt með aukinni tækni og hagsýni. Sveitarfélögin þurfa nú meira en nokkru sinni fyrr að veita öf luga nærþjónustu til þeirra tugþúsunda fjölskyldna um allt land sem eru að upplifa erfiðra tíma. Kvíða, ofbeldi, atvinnumissi, f járhagserfiðleika, veikindi, heimilisleysi og svo fram- vegis. Á sama tíma hafa tekjur sveit- arfélaga dregist verulega saman og öfugt við ríkið þá hafa sveitarfélög ekki margar leiðir til að fá auknar tekjur, taka hagstæð lán eða fara í sveiflujafnandi aðgerðir. Það er hagur ríkissjóðs að aðgerðir sveitarfélaga vinni ekki á móti efnahagslegum örvunaraðgerðum sem nú er mikil þörf á. Áætlað er að viðbótar fjárþörf sveitarfélaga sé um 50 milljarðar á næstu tveimur árum. Verði efnahags- legum áhrifum af faraldrinum alfarið velt yfir á fjárhag sveitarfélaganna með stóraukinni lántöku eða niður- skurði, myndi það hafa skelfilegar af leiðingar fyrir lífsskilyrði fólks og langvarandi og lamandi áhrif á starfsemi sveitarfélaga. Skuldsett sveitarfélög fjárfesta ekki í nýjum vegum, skólum eða öðrum innviðum og þannig verða samfélögin minna aðlaðandi og verr í stakk búin til að veita góða þjónustu. Nú þarf fjárfest- ingu í grænum lausnum og atvinnu- skapandi verkefnum sem varða veg- inn til framtíðar. Nú þarf kröftugt skólastarf og enn betri þjónustu við aldraða, fatlaða, heimilislausa og fólk sem er í vanda statt vegna ástandsins. Það er því eðlilegt og skynsamlegt að ríkið styðji við sveitarfélögin með kröftugum hætti, þannig að áfram sé hægt að veita mikilvæga nær- þjónustu og fjárfesta í framtíðinni með þeim. Sveitarfélögin móta rammann utan um okkar daglega líf. Þegar fólk velur sér búsetu horfir það til þjónustu sveitarfélaga. Það er hagur okkur allra að um allt land séu öflug sveitarfélög sem bjóði þjónustu og aðstæður til að þar þrífist spennandi vinnumarkaður, menning og góð skilyrði til að lifa heilsusamlegu og innihaldsríku lífi. Þannig samfélög þurfum við áfram að byggja upp, hvað sem COVID líður, því við erum í samkeppni um fólk og við viljum að unga fólkið velji Ísland. Án öflugs stuðning ríkisins munu mörg sveitar- félög ekki ráða við það mikilvæga verkefni, ójöfnuður eykst og Ísland dregst aftur úr. Það má ekki gerast. Saman út úr COVID-kreppunni Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og varafor­ maður Sam­ fylkingarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Söluver 515 1100 | rekstrarland.is OPIÐ ALLA VIRKA DAGA KL. 8–17 10% AF ANDVIRÐI SELDRA BLEIKRA VARA RENNA TIL BLEIKU SLAUFUNNAR Í OKTÓBER BLEIKUR OKTÓBER 10% RENNUR T IL BLEIKU SLAUFUNN AR Þeim Íslendingum sem þokast í raðir háaldraðra, 85 og eldri, mun fjölga hratt á næsta áratug. Háaldraðir og aðstandendur þeirra munu í framtíðinni gera ríkari kröfur um þjónustu og lífsgæði. Í æ meira mæli verður áherslan á sjálfstæða búsetu á heimili fram á ævikvöldið. Heilbrigðiskerfið þarf því óhjá- kvæmilega að búa sig undir gagn- gera stefnubreytingu varðandi heimahjúkrun og heimaþjónustu. Stefnan á að byggjast á því að með viðeigandi aðstoð ríkis og sveitar- félaga geti aldraðir búið miklu lengur á eigin heimili en í dag. Forsenda þess er að heimahjúkrun og heimaþjón- usta verði stórefld. Í þeim efnum eru Íslendingar algerir eftirbátar annarra Norðurlanda. Frændþjóðir okkar verja nú þegar 8-15% hærra hlutfalli landsframleiðslu til þessara þátta en Íslendingar. Öldruðum fjölgar hratt með hækk- andi lífaldri, og hjá háöldruðum er vöxturinn mestur. Á síðustu þremur áratugum þrefaldaðist fjöldi háaldr- aðra á Íslandi. Mánaðagömul skýrsla spáir tvöföldun þeirra innan tveggja áratuga. Innan hálfrar aldar verða háaldraðir næstum 6% Íslendinga. Við þurfum því að búa okkur undir gjörbreytta aldurssamsetningu þjóð- arinnar á minna en hálfri öld. Í dag búa um 17% 80 ára og eldri á hjúkrunarheimilum. Hvert hjúkr- unarrými í byggingu kostar um 35 milljónir og árlegur rekstur þess 12 milljónir. Samkvæmt nýrri fjármála- áætlun stendur til að fjölga hjúkr- unarrýmum um 488. Heildarkostn- aður við þá uppbyggingu verður um 17 milljarðar. Stefnubreyting yfir í þjónustu og hjúkrun við aldraða sem búa heima mun því í senn tryggja miklu betri nýtingu á fjármunum skattborgaranna og aukna vellíðan háaldraðra. Gagnger uppstokkun á hjúkrun og þjónustu við aldraða í heimahúsum verður hins vegar varla framkvæm- anleg nema gert verði stórátak í að fjölga sjúkraliðum. Á tíu ára tíma- bili hefur sjúkraliðum sem starfa við fagið fjölgað um aðeins 45 á ári. Um 45% félagsmanna eru 55 ára og eldri. Það er því viðbúið að árlega verði starfslok hjá um 100 sjúkra- liðum næstu tíu árin sökum aldurs. Stefnubreyting yfir í stóraukna heimahjúkrun og heimaþjónustu verður ekki framkvæmanleg nema sjúkraliðum fjölgi umtalsvert. Áhersla á það er því ein af forsend- um fyrir því að hægt sé að tryggja háöldruðum næstu kynslóða það ævikvöld sem þeir eiga skilið. Það ættu höfundar nýrrar mönnunar- stefnu stjórnvalda að hafa hugfast. Öldrun Íslands krefst fleiri sjúkraliða Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9Þ R I Ð J U D A G U R 1 3 . O K T Ó B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.