Fréttablaðið - 13.10.2020, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 13.10.2020, Blaðsíða 25
Betra start fyrir þig og þína TUDOR TUDOR er hannaður til þess að þola það álag sem kaldar nætur skapa. Forðastu óvæntar uppákomur. Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta TUDOR Veldu öruggt start me ð TUDOR LEIKHÚS Tæring Hælið í samstarfi við Leikfélag Akureyrar Leikstjóri: Vala Ómarsdóttir Leikskáld: Vilhjálmur B. Bragason Leikarar: Árni Beinteinn, Birna Pétursdóttir, Kolbrún Lilja Guðna- dóttir, Sjöfn Snorradóttir, Stefán Guðlaugsson, Ronja Sif Björk og Sigríður Birna Ólafsdóttir Leikmynda- og búningahönn- uður: Auður Ösp Guðmundsdóttir Ljósmyndir og vídeóverk: María Kjartansdóttir Frumsamin tónlist: Biggi Hilmars Selló: Gréta Rún Snorradóttir Hugmynd verkefnis/framkvæmd: María Pálsdóttir Hælið, Kristnes, Akureyri. Ung kona horfir út um gluggann, út í tómið. Áhorfendur horfa á úr fjarska, í þann mund að taka skref aftur í tímann. Tæring var frum- sýnd í september rétt þegar verið var að opna leikhúsin á nýjan leik, en sýningin er samstarfsverkefni milli Hælisins og Leikfélags Akur- eyrar. Upphaf lega hug my ndin að sýningunni kemur frá Maríu Páls- dóttur, sem fékk leik- og vand- ræðaskáldið Vilhjálm B. Braga- son sér til aðstoðar við að skrifa handritið. Tæring er innblásin af sögu berklasjúklinga sem dvöldu á Kristneshæli á síðustu öld, alvöru sorg og harmi. Leikstjórnin er í höndum Völu Ómarsdóttur sem Í snertingu við svartnættið Síðustu augnablik nísta inn að beini, segir gagnrýnandi. MYND/AÐSEND skapar dularfullan heim sem er samsettur af leiknum senum, upp- tökum og innsetningum. Einungis tíu áhorfendur geta séð sýninguna í einu og leiðir hjúkrun- arfræðingur, leikinn af Kolbrúnu Lilju Guðnadóttur, litla hópinn um þrönga gangana, litlu herbergin og sorgina sem virðist loða við vegg- ina. Sál Tæringar er Birna Péturs- dóttir sem leikur unga móður, sem er aðskilin frá ástvinum sínum og óviss um hvort þessi fáu skref sem hún hefur tekið í heimi fullorðinna verði mikið f leiri. Árni Beinteinn leikur ungan mann sem á erfitt með að skilja hlutskipti sitt í lífinu og möguleg lok þess. Stefán Guð- laugsson og Sjöfn Snorradóttir leika minni hlutverk en fá bæði tækifæri til að setja sitt mark á sýninguna. Öll standa þau sig með ágætum en gallinn er sá að ekki er farið nægilega á dýptina þegar kemur að karaktersköpun heldur koma þau og fara líkt og vofur. Mögulega er það markmiðið en Vala vinnur sýninguna á hug- myndum um staðbundið leikhús, þar sem sýningin er sköpuð inn rýmið. Kraftur Tæringar kemur aðallega frá staðsetningunni og þeim fordæmalausu tímum sem við upplifum nú. En þessir tímar eru kannski ekki eins fordæma- lausir og við viljum halda, heldur endurtekning á sögunni. Innviðir hússins hafa lítið breyst og kannski tímarnir ekki heldur. Að horfa inn í herbergið þar sem sjúklingar voru höggnir í lækningaskyni er eins og að fá hnefahögg í kviðinn. Sömu- leiðis einangrunartilf inningin sem skapast af því að horfa út í kalt náttmyrkrið. Tæring er einstakt tækifæri til að komast í návígi við sögu sem margir eru búnir að gleyma en er skelfilega nálæg okkur í tíma. Þrátt fyrir vankanta á handriti er margt í úrvinnslunni, og þá sérstaklega einstaka svipmyndir, sem situr sem fastast eftir. Síðustu augnablik sýningarinnar nísta inn að beini, þannig að lungun herpast saman. Áhorfendur horfa á úr f jarska, núna hinum megin við glerið. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Seiðmögnuð stað- setning og ljúfsárar svipmyndir smjúga inn að lungum. AÐ HORFA INN Í HERBERGIÐ ÞAR SEM SJÚKLINGAR VORU HÖGGNIR Í LÆKNINGASKYNI ER EINS OG AÐ FÁ HNEFAHÖGG Í KVIÐINN. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13Þ R I Ð J U D A G U R 1 3 . O K T Ó B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.