Austri - 13.07.1995, Qupperneq 2
2
AUSTRI
Egilsstöðum, 13. júlí 1995.
Útgefandi: KSFA.
Skrifstofa Austra Tjarnarbraut 19, 700 Egilsstaðir,
pósthólf 173, sími 471-1984, fax 471-2284.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson.
Útgáfustjóri: Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir.
Biaðamenn: Arndís Þorvaldsdóttir og Marinó Marinósson.
Auglýsingar: Sími 471-1984, Sigrún Lárusdóttir.
Áskrift: Sími 471-1984, Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir.
Verð í lausasölu kr. 150.- Áskrift kr. 125.-
Prentun: Héraðsprent sf. Egilsstöðum, sími 471-1449
Austri kemur út á fimmtudögum.
Aðsent efni þarf að hafa borist fyrir kl. 10:00 föstudaga.
Efni skal skila á diskum eða vélrituðu.
Austri er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða.
Samhengi ríkisfjármála
og atvinnuuppbyggingar
Skuldir rrkissjóðs og sveitarfélaga eru um þessar mundir
nálægt 238 milljörðum króna. Á undanfömum ámm hefur
verið viðvarandi hallarekstur á ríkissjóði og þann halla þarf
að jafna með lántöku erlendis eða innanlands og þau lán bera
vexti eins og gerist á markaðnum hverju sinni.
Því eru skuldir sveitarfélaganna einnig nefndar hér að þau
þurfa einnig að leita inn á lánsfjármarkaðinn til þess að jafna
þær, sé ekki dregið úr útgjöldum. Vandi þeirra hefur því áhrif
í efnahagslífinu, rétt eins og fjármál ríkissjóðs. Afkoma
sveitarfélaga hefur farið mjög versnandi síðustu árin. Kemur
þar margt til, bæði auknar kröfur um framkvæmdir og þjón-
ustu og þátttaka í atvinnulífinu.
Þau vaxtagjöld sem falla á ríkissjóð árlega nema nú yfir
12 milljörðum króna og munu fara í 18 milljarða á næstu
fjórum ámm verði þróunin viðlíka og verið hefur. Þetta er
hrikaleg upphæð sem betur væri komin í öðru.
Það er alveg ljóst að ef ekki verður spomað við fæti í rík-
isfjármálum er verið að leggja afar þungar byrðar á framtíð-
ina og því þyngri sem hallarekstur og lántökur halda lengur
áfram í sama mæli og verið hefur. Vandinn verður sífellt
verri viðfangs.
Vissulega á ríkið verðmætar eignir á móti skuldum. Upp-
bygging hefur verið gríðarlega mikil á síðustu áratugum. Það
hefur orðið orkubylting í landinu og innlendir orkugjafar
anna nú að langmestu leyti raforku og hitunarþörf lands-
manna. Það hefur einnig orðið umhverfis- og samgöngubylt-
ing með lagningu bundinna slitlaga í þéttbýli og miklum
vegaframkvæmdum sem vissulega er þó hvergi nærri lokið.
Það hefur orðið bylting í húsakosti skóla, í byggingu íþrótta-
mannvirkja og í byggingu heilbrigðisstofnana og svona
mætti lengi telja. Við eigum að hafa alla möguleika til þess
að staldra við og finna út úr því með hverjum hætti er hægt
að spoma við útgjaldaþenslunni hjá ríkissjóði. Þörfin fyrir
opinbert fjármagn verður alltaf fyrir hendi en það verður að
skoða það vel, hvaða verkefni eiga að hafa forgang. Með nú-
verandi afkomu er einfaldlega ekki hægt að gera að gera allt
fyrir alla.
Áframhaldandi skuldasöfnun opinberra aðila leiðir til auk-
innar samkeppni um lánsfé og hækkandi vaxta. Um leið er
þrengt að möguleikum atvinnufyrirtækjanna til þess að
byggja sig upp og möguleikum nýrra fyrirtækja að komast á
legg. Á hvorutveggja er þörf, ef takast á að skapa störf fyrir
þá sem koma inn á vinnumarkaðinn og minnka atvinnuleys-
ið. Opinber þjónusta hefur vaxið hröðum skrefum á síðustu
árum. Þess er ekki að vænta að þróunin verði viðlíka næstu
áratugina. Önnur framleiðslu- eða þjónustustarfsemi verður
að koma til.
Slík framþróun verður ekki nema almenna atvinnulífið í
landinu fái svigrúm. Aðhaldssöm stefna í ríkisfjármálum
verður að veita það svigrúm. Það er farsælast fyrir þjóðina
og atvinnulífið þegar til lengri tíma er litið.
J.K.
Sýning á skúlptúrum í
Hallormsstaðaskógi
Um næstu helgi, 14. - 17. júlí,
verður haldin sýning í Hallorms-
staðaskógi á höggmyndum (tréút-
skurð) eftir 17 íslenska listamenn.
Sýningin er haldin að frumkvæði
Skógræktarinnar á Hallormsstað en
myndlistarmennirnir Helgi Þorgils
Friðjónsson og Hannes Lámsson
hafa haft umsjón á vali þátttakenda
á sýningunni.
Tilgangur sýningarinnar er að
vekja athygli á skóginum og þeirri
starfsemi sem þar fer fram. Jafn-
framt er verið að gefa almenningi
kost á að kynnast list í óvenjulegu
umhverfi. Markmið sýningarinnar
er einnig að gefa listamönnum kost
á að vinna út frá íslenskum efnivið
en flest verkin, sem unnin em úr
lerki úr skóginum, tengjast honum
á einn eða annan hátt. Sýningunni
verður valin staður meðfram
gönguleiðum um trjásafn skógar-
ins, sem er það stærsta á Islandi. Á-
kveðið var að allir listamennirnir
fengju tveggja metra lerkibol sem
grunn að listaverki. Þeir hafa síðan
útfært sínar hugmyndir, bætt við
bolinn, sagað hann niður eða skorið
út. Verkin hafa verið unnin á
vinnustofum í vor og í sumar en
nokkrir hafa verið að skapa verk
sín í þessari viku í Hallormsstaða-
skógi. Listafólkið sem verða með
verk á sýningunni em: Kristján
Guðmundsson, Magnús Pálsson,
Halldór Ásgeirsson, Þorvaldur Þor-
steinsson, Helgi Þ. Friðjónsson,
Hannes Lámsson, Gunnar Ámason,
Kristinn G. Harðarson, Sólveig Að-
alsteinsdóttir, Valborg Ingólfsdótt-
ir, Finna B. Steinsson, Erling Klin-
genberg, Ólafur Gíslason, Jóhann
Eyfells, Inga Svala Þórisdóttir,
Inga Jónsdóttir og Ingileif Thor-
lacius. MM
Breið-
dalsá
opnuð
Fjórir laxar veiddust í Breiðdalsá
fyrstu viku veiðitímans en áin var
opnuð þann 30. júní síðastliðinn.
Laxamir vom vænir eða á bilinu 10
-15 pund. Á sama tíma hefur verið
mjög góð silungsveiði í ósnum og
er mesta veiði eftir daginn 32 sil-
ungar. í Breiðdalsá em leyfðar 5
stangir á dag og eru veiðileyfi seld
í Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík.
Framsóknarfélag
Mánudag 14. ágúst
Spjall um
bæjarmálin
Bæiarfulltrúarnir verða á staðnum
s4Ctin
veC&otmUn
*í4ecit á
HJ
Austrahusinu, Tjjarnarbraut I9, kjallara