Austri - 13.07.1995, Blaðsíða 3
Egilsstöðum, 13. júlí 1995.
AUSTRI
3
Stríðsárasafnið á
Reyðarfírði opnar
á laugardag
Næstkomandi laugardag opnar
Stríðsárasafnið á Reyðarfirði sýn-
ingu í svokölluðum Spítalakampi
sem er efst í bænum við Búðareyr-
ará. Sýningin ber yfirskriftina
“Samskipti hers og þjóðar”. Breski
herinn var með spítala á þessum
stað á stríðsárunum. Að sögn Isaks
Olafssonar, sveitarstjóra hafa þrír
nemendur við Háskóla Islands unn-
ið við söfnun gagna allt síðastliðið
ár og væri sú vinna að skila sér til
baka, því safninu væri að berast
ýmsar gjafir um þessar mundir.
Hann sagði að safnið væri enn-
fremur á höttunum eftir gömlum
húsmunum frá þessum sama tíma
s.s. borðum, stólum, eldhúsmunum
svo eitthvað sé nefnt. Sýningargest-
ir fá afhent kort af nágrenni Reyð-
arfjarðar þar sem merkt hafa verið
inn staðir sem vert er að skoða.
I síðustu viku komu þeir Þór
Magnússon, þjóðminjavörður og
Sturla Böðvarsson. formaður þjóð-
minjaráðs í heimsókn og skoðuðu
aðstæður. Þess má geta að í tengsl-
um við opnun Stríðsárasafnsins
verður síðar um kvöldið sama dags
haldin skemmtun í Félagslundi þar
sem Leikfélag Reyðarfjarðar og
Fjarðavísnafélagið munu skemmta
fólki með skemmtiatriðum frá
stríðsárunum. Sýningin í Spítala-
kampinum verður opin alla daga til
31.ágústnk. MM
Þar sem ekki var búið að stilla upp munum þegar Ijósmyndara Austra bar að stilltu
iðnaðarmennirnir sem voru að standsetja salinn sér upp með nokkra hluti sem verða á
sýningunni.
Hálf milljón til kaupa
á snjóflóðaýlum
Nýlega færði Félag austfirskra svo þessi gjöf ætti að koma að góð-
kvenna björgunarsveitum Slysa- um notum.
varnafélags íslands á Austurlandi
Framsóknarmenn og aðrir vinir og
velunnarar flokksins, hafíð þið komið í Viðfjörð?
Kjördæmissamband Framsóknarmanna á Austurlandi býður ykkur með í Viðfjörð
sunnudaginn 30. júlí n.k. gegn vægu gjaldi. Farið verður frá Egilsbúð, Neskaupstað kl.
13 og siglt til Viðfjarðar. Fararstjóri verður Þórarinn V. Guðnason. Þegar komið verður á
áfangastað munu hinir stórsnjöllu og landsþekktu matreiðslumenn Halldór og Jón grilla
pylsur og snúa sneiðum á hefðbundinn hátt með dyggum stuðningi eiginkvenna sinna
Sigurjónu og Möggu. Ferðin er dagsferð en umhverfi Viðfjarðar og Hellisfjarðar verður
skoðað. Siglt verður heim seinnipart dagsins en þeir sem vilja reyna meira á sig geta
gengið inn til Norðfjarðar í góðra manna hópi (u.þ.b. 3 klst. gangur). Rútuferðir verða
frá söluskála KHB, Egilsstöðum og frá upplýsingamiðstöðinni á Höfn. Allar nánari upp-
lýsingar og skráningar í ferðina eru hjá formönnum Framsóknarfélaganna á hverjum stað
og hjá Þórhöllu í síma 471-2585. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir með.
f.h. KSFA
Þórhalla Snæþórsdóttir
500 þúsund krónur að gjöf til
kaupa á snjóflóðaýlum.
Gjöfin er eins og fyrr segir ætluð
til kaupa á snjóflóðaýlum fyrir
sveitirnar á Austurlandi en björg-
unarsveitimar á Austurlandi eru 13
að tölu.
Snjóflóðaýlur geta skipt sköpum
í snjóflóðaleit, fjallaferðum og ef
fólk grefst undir fargi. Tækið er
bæði sendi- og móttökutæki.
Dæmin hafa sýnt að í snjóflóði er
það tíminn sem skiptir höfuðmáli
og getur slíkt tæki ráðið úrslitum
um björgun.
Snjóflóðaýlan vinnur þannig að
það sendir stöðugt út merki sem á
fljótlegan hátt er hægt að staðsetja
og auðveldar því alla leit.
Félag austfirskra kvenna var
stofnað árið 1942 og var tilgangur-
inn í upphafi að viðhalda kynnum
kvenna frá Austurlandi sem fluttst
höfðu til höfuðborgarinnar. Fljót-
lega sneru félagskonur sér að því
að styrkja austfirska sjúklinga sem
þurftu að dvelja yfir jól á sjúkra-
húsum. Enn í dag bera þær um-
hyggju fyrir sveitungum sínum og
styðja með ýmsu móti. Félagskonur
eru um 100 talsins.
í vetur kom fram í útvarpsviðtali,
við austfirskan björgunarsveitar-
mann, að björgunarsveitir á Austur-
landi vantaði m.a. snjóflóðaýlur
ýóðati cCayiíUt ~ ýáðatt dayúut ^etfðan.- ýóðcut, dayúut Setfð-Cd^jönðcci
Islandsflug fafun s4u&t£cn<íúty<z
Flug alla daga vikunnar milli Reykjavíkur og Austurlands - Akstur til og frá Reyöarfirði og Eskifirði alla virka daga
Nýir umboðsmenn:
Eskifjörður:
Kristinn Aðalsteinsson
Verslunin Nýjung, sími 476 1105
Reyðarfjörður:
Jónas Pétur Bóasson
Bíley, sími 474 1453
Seyðisfjörður:
Davíð Gunnarsson
Essóskálinn, sími 472 1240
Sááent %ex - eddzent þex
íslandsflug - “SáHue 4úfcen.
'fexð en ódtpiaAt.
/íðtci fem^tcc aíiiti <zð dtnya facCCt fcvtyfaCd...
e*t 4WL átMt íslandsflug.
ödýuzAt Sye. ~ TQetý. - £$4.
aðeittd 6st. 7.900-
Aðrir umboðsmenn á Austurlandi eins og áður: _
Egilsstaðir- r'eneittuCe^ ftjéttítAta
Ásta Sigfúsdóttir, Blómabær, sími 471 2333
Neskaupstaður:
Magni Kristjánsson, Tröllanaust, sími 477 1797
íslandsflug leitast við að þjóna Austfirðingum í rúmlega þrjú ár.
Wlóttökurnar sýna að þörf var á nýjum valkosti.
ISLANDSFLUG
ditia ftuerfélcuýið med lifvuc AýimiXtunn