Austri - 13.07.1995, Blaðsíða 6
6
AUSTRI
Egilsstöðum,13. júlí 1995.
Sjóður Sigríðar J.
Kjerúlf
Árið 1991 ánafnaði Sigríður J.
Kjerúlf eigur sínar Vistheimilinu
Vonarlandi sem nú hefur verið
breytt í sambýli. Fjármagnið hefur
verið ávaxtað til þessa en í nóvem-
ber á síðastliðnu ári setti félags-
málaráðuneytið reglu um vörslu og
ráðstöfun á arfi Sigríðar J. Kjerúlf.
I annarri grein reglnanna segir:
“Arfinum skal varið til þess að
styrkja starfssemi Vonarlands á því
sviði sem ríki og sveitarfélög veita
ekki fé til, bæði til sambýlisins sem
heildar svo og einstakra íbúa þar,
og til bflakaupa, reksturs bfls,
ferðalaga íbúanna og fleira. Skal
þess gætt að ráðstöfun fjársins hafi
ekki í för með sér framhaldsskuld-
bindingar á einhvem hátt fyrir nk-
ið. Auk Vonarlands er heimilt að
ráðstafa arfinum til þroskaheftra á
Austurlandi til kaupa á innbúi til
þeirra sem em að stofna eigið
heimili, enda rýrir það í engu út-
hlutun samkvæmt 2.gr.” Sam-
kvæmt reglunum mun úthlutunar-
nefnd sjá um úthlutanir. Sú nefnd
hefur nú þegar tekið til starfa og
verður úthlutað í fyrsta sinn í sum-
ar. I nefndinni eiga sæti þnr fulltrú-
ar, Unnur Fr. Halldórsdóttir, for-
stöðukona sambýlanna að Tjamar-
braut 39a-b Egilsstöðum, Sigurlaug
Stefánsdóttir, Egilsstöðum, tilnefnd
af Félagsmálaráðuneyti og Ástvald-
ur Kristófersson, Seyðisfriði, til-
nefndur af svæðisráði. Nánari upp-
lýsingar veita Unnur Fr. Halldórs-
dóttir og Soffía Lámsdóttir í s:
471-1833.
Unnur Fr. Halldórsdóttir,
formaður.
Hjólreiðahátíð á
Austurlandi um
næstu helgi
Helgina 15.-16. júlí verður haldin
hjólreiðahátíð á Austurlandi. Islands-
mót í fjallahjólreiðum verður haldið
á Hallormsstað laugardaginn 15. júlí
og verður keppt í 6 flokkum og í
fjómm vegalengdum.
Bikarmót í götuhjólreiðum verður
sunnudaginn 16. júlí og verður
Frá Islandsmeistaramótinu 1994.
hjólað frá Egilsstöðum til Neskaup-
staða. Leiðin, sem meistaraflokkur
mun fara er 71 kflómetrar en B-
flokkur, sem er 17 ára og eldri,
kvennaflokkur og unglingaflokkur
48 kílómetra eða frá Egilsstöðum til
Eskifjarðar.
Á sunnudag verður fjölskylduhjól-
Ljðsmynd Jón Ingi Sigvaldason.
Upplifun í skjóli
skógarins
^\\,EIK HtýS/ö
"iHérfyrir austan"
reiðakeppni á Egilsstöðum (vega-
lengd 5 kílómetrar). Er sú keppni
stillt inn á að allir í fjölskyldunni geti
tekið þátt í keppninni, jafnvel með
bamið í barnastólnum. Bjarni Svav-
arsson, íslandsmeistari í hjólreiðum,
sem leit við hjá ritstjórn Austra í vik-
unni, sagði að um 20 hjólreiðamenn
úr Reykjavík ætluðu að mæta á stað-
inn til að taka þátt í mótinu. Hann
sagði að leiðimar sem famar yrðu
væru alveg meiriháttar. í Hallorms-
stað væm t.d. aðstæður á heimsmæli-
kvarða og gæfu mikla möguleika
fyrir fjallahjól. MM
MOLDVARPA
Nú er skurðgrafan óþörf
Nú þarf ekki að eyðileggja malbikið
Með moldvörpunni leggur þú lögn neðan-
jarðar án alls óþarfa jarðrasks og óþarfa
kostnaðar sem gröftur hefur í för með sér.
Leitið upplýsinga
Ofnasmiðja Björns Oddssonar
Egilsstöðum, símar471 1665, 852 2660 og 852 1916
BÆTT HEILSA
og betra líf
Umsjón: Sigurborg Kr. Hannesdóttir, sími 12143
GRÆNMETIA GRILLIÐ
Eins og veðrið hefur verið hér
á Héraði undanfama daga, er
ekki hægt að efast um að hið
langþráða sumar er komið. Á
kvöldin og um helgar heyrist
sláttuvélaniður um allt og grill-
ilmurinn fyllir loftið. Við mann-
eskjurnar emm eins og mold-
vörpur sem eru að skríða út úr
holunni, nema hvað að einmitt
núna notum við tækifærið til að
“molvarpast” í garðverkunum.
Grannar hittast við útiverkin og
þegar hlýnar í veðri er eins og
allt verði svolítið hlýrra í mann-
lífinu. Og það er um að gera að
njóta alls þessa, og upplifa
augnablikið í allri sinni dýrð.
Já, grillið er ómissandi hluti af
sumarlífinu, og í dag ætla ég að
fjalla lítillega um grillun á græn-
meti. Flestir hafa þann hátt á
þegar grillað er, að setja kartöflur
á kolin til að hafa sem meðlæti
með kjötinu. Hitt vita kannski
ekki allir, að hægt er að grilla
allskyns grænmeti, og það er
hreinasta lostæti. Svo ég nefni
það helsta, þá em það maís-
kólfar, tómatar, paprikur, laukur,
púrrulaukur og hvítlaukur. Allur
laukur verður sætur við grillun,
og sérstaklega verður hvítlaukur-
inn ljúffengur - eða það finnst
mér að minnsta kosti.
Kartöflunum er pakkað í álp-
appír og þær settar beint á heit
kolin. Þar þurfa þær að vera allt
frá hálftíma eða lengur, eftir
stærð kartaflnanna og hversu
heitt er í kolunum. Lauk og hvít-
lauk finnst mér best að setja líka
beint á kolin og án þess að pakka
þeim inn. Þeir líta að vísu ekki
sérlega fallega út á eftir, en það
er bara ysta lagið sem “brennur”,
laukurinn sjálfur verður safaríkur
og ljúffengur. Eins má setja
laukinn í álpappír og kannski
svolitla smjörklípu með, fyrir þá
sem vilja veita sér slíkan munað.
Maískólfar og púrrulaukur (í
heilu lagi) eru sett á grindina og
þau eiga að fá dökkar rendur,
jafnvel svo að virðist brennt.
Það á reyndar sérstaklega við um
púrmlaukinn.
Paprikan og tómatamir fara
líka á grindina. Paprikan verður
mjúk og ljósari á litinn, en tómat-
arnir mega vera þar til hýðið
byrjar að springa.
Svo er ágæt hugmynd að verða
sér úti um trépinna og þræða upp
á þá ca. 2cm kúrbítssneiðar (-
zucchini), sveppi og lauk. Þetta er
svo allt penslað með olíu, annað-
hvort ólífuolíu eða til þess gerðri
grillolíu. Pinnamir þurfa að vera
drjúga stund á grillinu, eða þar til
kúrbíturinn er orðinn mjúkur í
gegn.
Með öllu þessu lostæti er upplagt
að hafa góðar kaldar sósur. Það má
t.d. benda á að klippa niður gras-
lauk og blanda saman við kotasælu.
Grísk jógúrtsósa með hvítlauk, fínt
saxaðri agúrku og hreinni jógurt er
lflca bæði holl og góð. Eins er hægt
að kaupa tilbúna gríska hvítlauks-
sósu, sem fæst í bréfum og er
blandað í sýrðan rjóma (10% að
sjálfsögðu!).
I eftirmat er svo tilvalið að grilla
banana, sem settir eru á grindina.
Venjulega er hellt súkkulaðisósu
yfir þá og rjóma þar á ofan. Hollari
útgáfa er að nota þess í stað ristaðar
möndlur og hunang. Einnig mæli
ég með svokallaðri Tahini sósu,
sem búin er til úr sesamfræum, með
banönunum. Eg veit reyndar ekki
til að hún fáist í matvöruverslunum
á svæðinu, heldur eingöngu í
heilsubúðum á Akureyri eða í
Reykjavík.
Já, góðir lesendur, þetta eru bara
nokkrir punktar um grillun á græn-
meti, og ekki ætla ég að halda því
fram að ég sé neinn sérfræðingur á
því sviði. Það er hins vegar ákaf-
lega gaman að gera tilraunir, og
þetta er góð leið til að draga úr kjöt-
neyslu án þess að það komi niður á
bragðlaukunum eða sælkeratilfinn-
ingunum. Og ilmurinn er ekki síðri
en af nautasteikinni. Gleðilegt
grænmetis- grillsumar!
Verðlaunahafar ásamt Jóni Guðmundssyni framkv.stj. Austmats, lengst til vinstri.
Ljósmynd: Arna Sigurðardóttir.
Opna Aust-
matsmótið
Opna Austmatsmótið fór fram á
Ekkjufellsvelli 8.-9. júlí og urðu úr-
slit eftirfarandi: í Karlaflokki án
forgjafar sigraði Halldór Birgisson
GHH 146 högg, Þorsteinn Hall-
grímsson GV 146 og Finnur
Sveinsson GR 147 högg. Halldór
sigraði í annarri holu í bráðabana.
Þorsteinn setti vallarmet er hann
lék á 70 höggum en Finnur setti
vallarmet á 9 holum 8. júlí er hann
lék á pari vallarins, 33 höggum. I
Karlaflokki með forgjöf sigraði
Kristinn Ástvaldsson GFH 125
högg, Haukur Kjerúlf GFH 126
högg og Sigurður Elís Rögnvalds-
son GFH 128 högg. í Kvennaflokki
án forgjafar sigraði Laufey Odds-
dóttir GE 192 högg, Emelía Gúst-
afsdóttir GFH 199 högg og Dagmar
Óskarsdóttir GE 203 högg.
Kvennaflokkur með forgjöf: Emel-
ía Gústafsdóttir GFH 143 högg,
Dagmar Óskarsdóttir GE 147 högg
og Laufey Oddsdóttir GE 148
högg. Unglingaflokkur án forgjaf-
ar: Birgir Már Vigfússon GHH 156
högg, Guðgeir Jónsson GN 163 og
Baldur Jónsson GE 173 högg.
Unglingaflokkur með forgjöf: Birg-
ir Már Vigfússon GHH 122 högg,
Guðgeir Jónsson GN 129 högg og
Baldur Jónsson GE 135 högg.
Þátttakendur voru alls 61. Þar sem
enginn keppandi fór holu í höggi
bíður nautið sem Austmat hf. bauð
í verðlaun fyrir holu í höggi.
■
■
Matarfiíaðborð öíí íaugardagskvöíd
Kaffifiíaðborð á sunnudögum
Afía daga á ía carte
HALLORMssTAÐ
Sundíaugin er opin aíía dagafrá
L 13-19 nema sunnud,
ojj fimmtucí. frá Lf. 13-21