Austri


Austri - 15.02.1996, Page 1

Austri - 15.02.1996, Page 1
Hótelbygging í burðarliðnum Ákveðið hefur verið að ráðast í hótelbyggingu á Egilsstöðum og verður stofnað hlutafélag um bygginguna. Þegar hafa fimm að- ilar samþykkt aðild: Ferðaskrif- stofa Islands, Ferðamiðstöð Aust- urlands hf. KHB, Sjóvá Almenn- ar og Egilsstaðabær. Hlutafé verður um 75 milljónir króna sem er helmingur af áætluðum bygg- ingarkostnaði. Fyrirhugað er að framkvæmdir hefjist fljótlega en áætlað er að taka bygginguna í notkun um miðjan júní á næsta ári. I fyrsta áfanga hússins verða 36 tveggja manna herbergi ásamt tilheyrandi þjónusturými og eru möguleikar á að stækka bygging- una um helming. Frumdrög af teikningum eftir Björn Kristleifs- son arkitekt liggja fyrir. I umræð- unni er að hótelið rísi í miðbæ Egilsstaða en fleiri möguleikar hafa verið nefndir, en eins og málin standa í dag hafa engar ákvarðanir verið teknar þar að lútandi. Hótelið verður leigt út og hefur verið ákveðið að Ferða- skrifstofa íslands (Hótel Edda) taki það á leigu næstu árin. í bæj- arstjórn á Egilsstöðum var tekist á um suma þætti málsins og má lesa nánar um það í bæjarmála- dálki á bls. 6. Blíðviðrið í vetur hefur gert það að verkum að gefið hefur að líta menn við störf sem oftar eru unnin að sumarlagi. Hér ,flikkar“ Jón Jónsson vélstjóri á rœkjuskipinu Gesti upp á fleyið, en báturinn er nú í slipp hjá Vélsmiðjunni Stál á Seyðisfirði. Hringvegur Jökulsá - Víðidalur Samið við Héraðsverk Stærsta verkefni í vegagerð sem austfírskt verktakafyrirtæki hefur fengið síðan að Oddskarðsgöngin voru byggð Samið hefur verið við Héraðsverk á Egilsstöðum um byggingu 13,3 km kafla á hringveginum, þ.e. Jök- ulsá - Víðidalur. Alls bárust 24 til- boð í verkið og var tilboð Hérðas- verks hið 7. lægsta, en það hljóðaði upp á 99,391,000,- eða 61, 36 % af kostnaðaráætlun sem er kr. 161,955,700.- Vegarkaflinn Jökulsá - Víðidalur er stærsta verkefni í veg- agerð sem austfirskt verktakafyrir- tæki hefur tekist á hendur síðan að Oddskarðsgöngin voru byggð. Hér- aðsverk hefur öðlast töluverða reynslu í nýbyggingu vega og hefur unnið að slíkum verkefnum fyrir Vegagerðina á Berufjarðarströnd, í Heiðarenda, Oddskarði, Jökulsábrú og við Eiða. Fyrirhugað er að fram- kvæmdir hefjist í júní n.k. og er áætlað samkvæmt samningum að fyllingum verði lokið og vegur kominn með burðarlagi á 9,4 km kafla þann 15. október n.k. Héraðs- verk hefur hins vegar boðist til að ljúka fyllingum og gerð burðarlags að fullu næsta haust þannig að hægt verði að taka allan veginn í notkun þá þegar. Áætlað er að það verk kosti 15-20 milljónir og verður það fjármagnað af verktaka með stuðn- ingi Búnaðarbankans. Sumarið 1997 verður síðan lögð einföld klæðning á veginn og á því verki að ljúka fyrir 1. september. Að sögn forsvarsmanna Héraðs- verk er mikil akkur í að fá þetta verk. Um 15-20 vinnuvélar verða á svæðinu og er fyrirséð að skipta þarf út eldri vélum að hluta fyrir nýrri og öflugri tæki. Verkinu fylgir mikil tilfærsla á efni. Um 300 þús- und rúmmetrar af efni fara í fylling- ar og rúmir 57 þúsund rúmmetrar í burðarlag. Þá verður klæðning sam- tals um 80 þúsund fermetrar og frá- gangur fláa og skerðingarsvæða um 265 þúsund fermetrar. Á milli 20 og 30 manns fá vinnu við verkið og verður að öllum líkindum unnið á vöktum til að nýta tímann sem best. Miklu skiptir að hægt sé að hefja vinnu strax í júní en menn óttast að mikið frost í jörðu kunni að hamli því að verkið geti hafist á tilskyld- um tíma. Héraðsverk var á sínum tíma stofnað af vinnuvélaeigendum á Héraði í tengslum við uppbyggingu flugbrautar á Egilsstöðum. Stjórn fyrirtækisins skipa eftirtaldir: Ingólfur Bragason, formaður, Einar Bjarnason, Helgi Hrafnkelsson, Rúnar Kjartansson og Sigurþór Sig- urðsson. Framkvæmdastjóri er Sveinn Jónsson, verkfræðingur. IF©§juo[p©siir©aoiiafe©[p(pmiQ ffiflpxálílGr li'ií (SQQíajifi feQ§i©aQfii(!j] ASalinngangur Svona á ný hóíelbygging á Egilsstöðum að líta út samkvœmt frumdrögum af teikning- um. Hljómsveit / / Arna Isleifssonar Á leið í víking Hljómsveit Árna ísleifssonar bregður undir sig betri fætinum í vikulokin og heldur til Svíþjóðar þar sem hún mun leika fyrir dansi á Þorrablóti Islendingafélagsins í Lundi. Hljómsveitina skipa: Ámi Is- leifsson, djassgoði með meiru, Fá- skrúðsfirðingarnir Jóhannes Péturs- son og Jóhann Midjörd og Stöðfirð- ingurinn Garðar Halldórsson. Til- boðið um að spila í Svíþjóð kom mjög óvænt, en Fáskrúðsfirðingar sem þar eru búsettir og þekkja hljómsveitina frá fyrri tíð munu hafa bent á þá félaga, sem undireins ákváðu að láta slag standa og taka boðinu. Að sögn Garðars verður lagavalið fjölbreytt, rokk, ról og blús og svo auðvitað görnlu dans- arnir. Loðna fryst allan sólar- hringinn Hjá Búlandstindi á Djúpavogi er nú unnið allan sólarhringinn við loðnufrystingu og ganga á milli fimmtíu og sextíu manns vaktir. Að sögn Jóhanns Þórs Halldórssonar, framkvæmdastjóra, hefur hrogna- prósenta náð því lágmarki sem krafist er fyrir Japansmarkað og fryst hjá Búlandstindi á fullum af- köstum, auk þess að pakkaðri loðnu er keyrt til Breiðdalsvfkur þar sem hún fer í frystingu. Það er Þórshamar Gk sem sér vinnslunni fyrir hráefni og höfðu á mánudag borist um þrjú þúsund og sex hund- ruð tonn af loðnu til Djúpavogs og búið var að lrysta um tólf hundruð tonn. Allur bolfiskur af smábátum er fluttur til Breiðdalsvíkur og unn- in þar en sama tilhögun var á með- an á síldarvertíð stóð í haust. Þegar blaðið fór í prentun var Þórshamar á leið til hafnar með fullfermi.

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.