Austri


Austri - 06.06.1996, Blaðsíða 2

Austri - 06.06.1996, Blaðsíða 2
2 AUSTRI Egilsstöðum, 6. júní 1996. Þinglokin Alþingi er nú að ljúka, og það má segja með full- um rétti að þetta hefur verið eitt af starfsömustu þingum frá upphafi. Að sjálfsögðu hafa mörg mál sem um var fjallað verið umdeild og má þar einkum nefna frumvörp sem varða breytta skipan á vinnu- markaði. Fjölmörg önnur mál hafa hlotið afgreiðslu sum stórpólitísk, önnur þverpólitísk. Löggjöf frá Alþingi er nokkurs konar umferðarregl- ur fyrir samfélagið og þar er settur sá lagarammi sem ber að vinna eftir. Það fer síðan eftir eðli máls hve víðtæk áhrif löggjöfin hefur. Stjórnarsamstarf Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins hefur nú staðið í eitt ár. Því var spáð að þetta yrði stjórn kyrrstöðu og helminga- skipta. Flokkarnir myndu standa vörð um óbreytt ástand á sem flestum sviðum. Þegar litið er yfir verkefnaskrá Alþingis fyrir liðinn vetur má sjá að þetta er víðs fjarri. Flokkarnir hafa hrint í framkvæmd fj'ölmörgum verkefnum sem voru á stefnuskrá þeirra þótt ekki sé liðið nema eitt ár af kj örtímabilinu. Frumvörpin um samskiptareglur á vinnumarkaði miða að tvennum meginmarkmiðum. í fyrsta lagi þeim að samræma að nokkru reglur um opinbera starfsmenn og almenna vinnumarkaðinn. í öðru lagi að löggjöf um vinnumarkaðinn stuðli að heild- arsamningum á vinnumarkaði og reglur séu svipað- ar eins og í nágrannalöndunum. Akvæði um við- ræðuáætlun eru mjög mikilvæg og styrkja stöðu verklýðshreyfingarinnar í því að hefja viðræður við viðsemjendur sína, án þrýstings eða hótana um vinnustöðvanir þegar í upphafi. Nú er tekin upp skattlagning fjármagnstekna líkt og annarra tekna. Það er nauðsjm að gera sér grein fyrir nokkrum grundvallaratriðum varðandi þessa skattlagningu. I fýrsta lagi að hún er einföld og fel- ur í sér sömu skattprósentu á allar fjármagnstekjur þar á meðal arð og söluhagnað. Sú undantekning er gerð að söluhagnaður yfir þrjár milljónir króna hjá einstaklingi er skattlagður með hefðbundnum hætti en annars er skattprósentan 10%. Þessi lága prósenta og að skatturinn var lagður á allar fjár- magnstekjur á í fýrsta lagi að tryggja skil á honum og í öðru lagi að hann hefur að mati fróðra manna ekki áhrif á vaxtastigið í landinu í þeim mæli sem hærri skattprósenta mundi hafa. Samræming skattlagningar fjármagnstekna og tekna af arði ætti að vera hvatning til þess að leggja fé í atvinnulífið í landinu, en eigendur fjármagns hafa oft á tíðum verið tregir til að taka áhættu í þessum efnum vegna þess að betra var að varðveita fjármagnið skattfrjálst í banka heldur en að leggja það í áhætturekstur. Möguleikar atvinnufyrirtækja til þess að fjármagna sig með hlutalj árútboðum ættu því að aukst mjög. Þetta er atriði sem sterklega ber að hafa í huga. Það ber einnig að undirstrika að nefnd sem vann að undirbúningi fjármagnstekjuskattsins náði víð- tæku samkomulagi um málið. Þar á meðal voru full- trúar ASÍ sem studdu þessa skipan mála. Stjórnar- andstaðan kaus síðan að afflytja allt málið á þeim forsendum að með því væri verið að hygla stóreigna- mönnum sérstaklega. Það hefur verið talað lengi um fjármagnstekju- skatt. Hann er nú kominn á, en framkvæmdin er á þann veg að hún ætti ekki að auka hættu á fjár- magnsflótta úr landinu eða leiða til vaxtahækkana. Það er nauðsynlegt að þetta komi fram í þeirri umræðu sem framundan er um þessi mál. J.K. U pplýsingamiðstöð Austurlands Upplýsingamiðstöð Austurlands var opnuð sl mánudag. Þetta er fimmta árið sem Upplýsingamið- stöðin starfar við tjaldstæðin á Eg- ilsstöðum og var húsið sem hún starfar í byggt af K.H.B. sem kostar reksturinn, en Egilsstaðabær og Ferðamálasamtök Austurlands styrkja þessa þjónustu líka. Stöðugt fleiri nýta sér þá þjónustu sem þarna er veitt og í fyrra var t.d. metár hvað varðar fjölda gesta á tjald- stæðunum, en u.þ.b. 10.000 manns dvöldu þar þá. Þeir sem leituðu upp- lýsinga hafa sennilega ver- ið nálægt 30.000. Það eru þær Karen Erla Erlingsdóttir og Edda Jóns- dóttir Langworth sem sjá um reksturinn og eru fimm manns í vinnu tengdri Upplýsingamiðstöðinni. Karen Erla sagði að markmiðið með þessari starfsemi væri að veita góða þjónustu um sem flest sem við kemur ferðamennsku. Upplýsing- amar sem þama er hægt að nálgast em á landsvísu, þó að mest sé spurt um það sem er í boði á Austurlandi. Fyrst og fremst vilja menn fá vit- neskju um gistingu og afþreyingu en líka um rútuferðir o.m.fl. Farþegar með Norrönu eru stór hluti þeirra sem leita til Upplýsinga- miðstöðvarinnar. Karen Erla segir mjög mikilvægt að hægt sé að þjón- usta þessa farþega eins og best verð- ur á kosið því að þessi miðstöð og sú í Reykjavík séu þær sem taka á móti ferðamönnum þegar þeir koma inn í landið. Ferjufarþegar em líka mikið á eigin vegum og þar af leið- andi þurfa þeir nauðsynlega að fá góðar upplýsingar um færð, veður, gistingu o.fl. og þær er hægt að fá þarna. Hlutverk Upplýsingamið- stöðvarinnar verður því mjög stórt fyrir þessa ferðamenn. Bókunarþjónusta í gistingu verður tekinn upp í sumar og verður tekið smávægilegt gjald fyrir hana og hægt að bóka sig í gistingu á öllu landinu. Einnig er hægt að bóka sig í rútuferðir og kaupa svokallaða hringmiða og tímamiða sem gera ferðamönnum kleift að ferðast nokkuð frjálst með rútum um allt land. Göngufólk mun geta sótt þjónustu til Upplýsingmiðstöðvarinnar í formi upplýsinga um gönguleiðir og einnig verður sérstök þjónusta á gönguleiðinni Seyðisfjörður-Loð- mundarfjörður-B orgarfjörður. Séð verður um að bóka gistingu fyrir þá sem ætla að ganga þessa leið og einnig verður hægt að fá farangur fluttan á milli staða. Þetta er gert í tilraunaskyni og ef áhugi reynist mikill er ætluninn að þróa þetta frekar í fram- tíðinni. Þetta er liður í að gera Austurland aðgengi- legra fyrir göngufólk. íslendingar notfæra sér Upplýsingamiðstöðina í auknum mæli. Það eru þó fyrst og fremst þeir sem gista á tjaldstæðun- um sem það gera og eins þeir sem eru í sumarhús- um í nágreninu. Það eru fyrst og fremst upplýs- ingar um afþreyingu sem þeir sækj- ast eftir. Karen Erla vildi benda öllum þeim sem eru í ferðaþjónustu á að nýta sér Upplýsingamiðstöðina. Það er öllum til hagsbóta að sem mestar upplýsingar um það sem stendur ferðamönnum til boða séu fáanleg- ar á einum og sama staðnum. Nú eru uppi hugmyndir um það að Ferðamiðstöð Austurlands og ferðamálafulltrúinn flytji í húsnæði Upplýsingamiðstöðvarinnar í haust og er þá öll þessi þjónusta komin í eina sæng. Austram:S.B.B. Nýir rekstraraðilar í Shell Berglind Steingrímsdóttir og Gestur Gestsson tóku við rekstri Shell-skálans (Skógamesti) á Eg- ilsstöðum 1. júní sl. Þau hafa hug á að brydda upp á einhverjum ný- ungum í sumar og hafa þegar fest kaup á pizzu-ofni og ráðið til sín bakara, Hjálmar Vilhjálmsson sem er þrautreyndur flatbökubakari. Matseðillin er nýr en þó með hefð- bundnu sniði. Svo er meiningin að bjóða upp á eitthvað af nýlendu- vörum, s.s. mjólk, brauð o.s.f.v. Berglind og Gestur sjást hér kampakát í veitingasal sínum. Austram:S.B.B Mánaðaráskrift kr. 500 m/ vsk. Tveir fyrstu mán. á verði eins. Austri - Pósthólf 173 - 700 Egilsstaðir. Nafn Kt: ______________ Heimili __________ Póstnúmer_________ Sími___________ Númer korts:______ Rithandarsýnishom (krossið þar sem við á) Eurocard Visa □ □ Gildistími n Þeir sem greiða með korti fá 5% afslátt. J

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.