Austri


Austri - 06.06.1996, Side 5

Austri - 06.06.1996, Side 5
Egilsstöðum, 6. júní 1996. AUSTRI 5 Gasprað upp í gjóluna í dag hef ég byrjað á tveim gösprum sem bæði eru komin í bréfakörfuna með sóma og sann af því að þau stefndu í að verða svo hrikalega leiðinleg að þau hefðu getað „drepið naut“ eins og Steinn Steinarr sagði forðum um ljóð Ezra Pounds. Ég legg frá mér penn- ann örvæntingarfullur yfir heimsku minni og höfuðtómleika, horfi út um gluggann. Æ,æ, apar, ljón og ísbimir! Er þá ekki kattarfjandi einhvers stað- ar héðan úr grenndinni tekinn enn einu sinni til að lymskast um lóð- ina í morðhugleiðinum, með þrastarblóðþorstann ólgandi undir hljóðlátu fasi, græðgin skín úr svipnum eins og á frjálshyggju- manni, sem eygt hefur nýja gróðavon í braski sínu. Undur væri gaman að vera uppfinningamaður og smíða há- þrýstisprautubúnað við vatns- lögnina tengja hann við skynjara sem miðaði út morðóða ketti, er koma inn á lóðina, og sendi boð í sprautustútinn að opna fyrir vatnskraftinn þegar þeir kæmu í gott færi. Ætli þeir hættu þá ekki að hugsa um þrastakjöt um sinn? Annars er mér síður en svo illa við ketti og sjálfur hef ég eignast þrjá svoleiðis gripi um ævina, prí- vat og persónulega. Sá fyrsti var svartur og sómakær í hófi, sóttist eftir að gera stykki sín í þvott ný- kominn af snúrunni ilmandi af sól og blæ ellegar á öðrum álíka vel völdum stöðum. Honum var fargað að mér forspurðum. Þá var ég mjög ungur. Annar var móbröndóttur og ærið stásslegur en skap- gallaður. Væri honum strokið til mals brást hann stund- um ókvæða við í miðjum klíðum, læsti klóm í bak og lófa handar- innar, er strauk, og beit kjaftfylli í jaðarinn. Ekki kembdi Brandur hæmrnar. Eftir á að hyggja hafa báðir þessir högnar þjáðst af læðuleysi. Hinn þriðji var svo laus við allan persónuleika að ég man ekki hvemig hann var á lit- inn. Hann var afar latur, sat löng- um og hugsaði en fór sér hægt ef hann hreyfði sig. Hann rölti oft með mér í fjárhúsið. Það var einmitt á fjárhúshlaðinu sem hann rakst á rottuna og stökk upp í loft- ið af hræðslu, lét svo fætur forða sér heim. Aldrei sá ég hann flýta sér, nema þá. 1. júní Sigurður Óskar Pálsson Að meðaltali 2362 ökumenn kærðir fyrir meinta ölvun við akstur á ári Umferðaráð hefur sent frá sér skýrslu um umferðarslys árið 1995, sem gerð er samkvæmt lögregluskýrslum. Á árinu 1995 vora slys skráð eins og á áranum 1975-1994 og hefur slys- um með meiðslum fjölgað miðað við árið áður. Látnum fjölgaði úr 12 árið 1994 í 24 árið 1995. Árið 1995 slösuðust 1.631 í 1.057 slysum, þar af 239 alvarlega, en árið 1994 slösuðust 1.473 í 1.004 slysum, þar af 242 alvarlega. Slys þar sem fólk meiddist eða lést jukust um 11,2% frá 1994 til 1995. Skráð eignatjónsóhöpp vora 3.867 miðað við 3.631 árið 1994. Árin 1968-1969 er fjöldi látinna mun minni en á áranum á undan og á eftir og má án efa þakka það þeirri umferðarfræðslu og því eftirliti, sem tengdist breytingu í H-umferð vorið 1968. Á sama hátt má m.a. þakka aukinni umferðarfræðslu og umferðareftirliti á Norræna umferðaröryggis- árinu 1983 að dauðsföll vora þá mun færri en í meðalaári eða samtals 18 látnir. Þess má geta að sjúkrastofnanir og tryggingafélög hafa á undanförnu áram skráð mun fleiri lítið slasaða en fram kemur í skráningu Umferðar- ráðs. Þessi munur hefur þó minnkað enn meira á síðustu þremur áram þar sem lögregla hefur gert skýrslur um fleiri slasaða vegfarendur en áður. Ökumenn .2 "tw 7« «5 09 kærðir fyrir j 05 o. s i iL "3 meinta ölvun '3 5 3 s 08 09 sS s « B við akstur. z C/J 4> £ 3 < cn a -j 1977 9 25 9 22 2273 1978 28 53 20 31 2472 1979 17 45 22 28 2610 1980 28 52 18 31 2567 1981 17 29 17 18 2314 1982 12 39 19 27 2515 1983 12 68 11 14 2464 1984 19 59 15 27 2496 1885 12 46 19 26 2481 1986 13 61 11 25 2333 1987 21 71 15 24 2664 1988 18 41 30 38 2617 1989 9 47 25 20 2570 1990 11 41 23 18 2446 1991 11 42 17 33 2246 1992 45 29 25 21 1997 1993 49 19 10 20 1955 1994 38 13 14 13 1936 1995 32 14 6 32 1921 meðaltal á öllu landinu: 2362 á ári Mikil aðsókn í Tón- skólann á Egilsstöðum Tónlistarskólanum á Egilsstöðum var slitið föstudagskvöldið 24. maí sl. í Egilsstaðakirkju. Á skólaslitunum voru afhent stigsprófsskírteini og vetraramsagn- ir nemenda. I skólanum stunduðu nám sl. vetur 116 nemendur á öllum aldri. Kennarar voru 7 auk skóla- stjóra í 5,2 stöðugildum. Forskóla- deild starfaði með 6 og 7 ára böm- um þar sem kennt var í hóptímum. Afgreiðslur á öllum þéttbýlisstöðum a Austurlandi. VIGGÓ HF Foreldrafélag var sett á laggimar í vetur. Starfaði það í kringum hljóm- sveit skólans. Skiptu foreldrar á milli sín að koma með hressingu á æfingar sveitarinnar, auk þess sáu þeir um kaffisölu á degi tónlistar- skólanna. Innritun fyrir næsta skóla- ár lauk 20. maí sl. Umsóknir era nú fleiri en nokkru sinni áður eða 128. Unnið er að því að koma á stofn tónlistarbraut í samvinnu við Menntaskólann á Egilsstöðum. Magnús Magnússon skólastjóri fer í ársleyfi frá skólanum og hefur Jón Guðmundsson kennari við Hallormsstaðaskóla og Tón- listaskólann verið ráðinn sem skólastjóri á meðan Magnús er í leyfi. Ráðinn hefur verið söngkennari að skólanum, en hann mun hefja hér störf í upphafi næsta skólaárs. Hann heitir Keith Reed og er sem stendur við óperasöng og kennslu í Þýska- landi þar sem hann hefur starfað sl. fjögur ár. Hann bjó tvö ár í Reykja- vík og kenndi við Söngskólann og Nýja tólistarskólann auk þess sem hann söng í íslensku óperunni. Hann er kvæntur Ástu B. Schram og eiga þau fimm böm. ~... blessaður™ verfu, það kostar bara 24 krónur... " Heyrðu, nú verð ég að fara að hœtta þessu, ég er búinn að tala í tíu K mínútur... A Nú er allt að helmingi ódýrara aö hringja innanlands Póstur og sími hefur einfaldað gjaldskrá fyrir innanlands- símtöl. Nú eru aðeins tveir gjaldflokkar og næturtaxtinn hefst klukkan 19.00. Það jafngildir 50% lækkun á símtöl- um frá kl. 19.00 til 23.00 og 33% lækkun á símtölum frá klukkan 23.00 til 08.00 á þeim símtölum sem tilheyrðu gjaldflokki 3. Símtal á milli Keflavíkur og Egilsstaða kostar 2 krónur og átta aura á mínútu eftir klukkan 19.00. POSTUR OG SIMI

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.