Austri


Austri - 06.06.1996, Qupperneq 7

Austri - 06.06.1996, Qupperneq 7
Egilsstöðum, 6 1996. AUSTRI 7 T,gi[sstaðabœjar-tyskaupstaðar Neskaupstaður Nýja húsnæði slökkvistöðvarinn- ar er að verða tilbúið og verður gamla húsnæðið notað undir að- stöðu fyrir vinnuskólann. Búseti Norðfirði hefur óskað eft- ir viðræðum við bæjarstjórn Nes- kaupstaðar um hugsanlega samein- ingu íbúða Búseta við aðrar íbúðir í félagslega kerfinu. Tólf manns vom á atvinnuleysi- skrá í apríl. Nokkrir drengir sem ekki hafa aldur til að aka skellinöðr- um á götum bæjarins hafa sótt um svæði til æfinga og er verið að skoða það. Bæjarráð samþykkt að nýta for- kaupsrétt bæjarins í hlutabréf Sfld- arvinnslunnar hf. (SVN), kr. 27.982.251 og verða kaupin fjár- mögnuð með lántöku. Lífeyrissjóð- ur Neskaupstaðar hefur lýst yfir vilja sínum til kaupa á hlutabréfum í SVN fyrir kr. 5-7 millj. og óskar eft- ir að bæjarsjóður tryggi sjóðnum hlutabréf. Beiðni Verðbréfamarkað- ar íslandsbanka hf. um að fá fram- seldan forkaupsréttinn í áðumefnd hlutabréf var hafnað. Landbúnaðarráðuneytið hefur lýst yfir stuðningi við þá hugmynd að efna til skógræktarátaks á mið- fjörðum Austfjarða í svipuðum dúr og verkefnið Héraðsskógar. Samráðsnefnd Neskaupstaðar, Eski- og Reyðarfjaðar samþykkti að beina því til viðkomandi sveitar- stjórna að þær samþykki samein- ingu heilbrigðisnefndanna. I stað þriggja nú verði komið á fót einni sjö manna nefnd sem í eigi sæti 3 fulltrúar frá Neskaupstað og 2 frá Eski- og Reyðarfirði. Varðandi sameiningu hafnarsam- laga voru nefndarmenn samráðs- nefndarinnar sammála um að skyn- samlegra væri að kanna fyrst mögu- leikann á sameiningu sveitarfélag- anna áður en farið væri að stofna byggðasamlög um einstaka þætti sbr. hafnarsamlög. Egilsstaðir Verið er að setja á fót nefnd sem fjalla á um nám á háskólastigi. í Æskulýðs- og íþróttaráði kom fram í viðræðum við forsvarsmenn Hattar að verulega hefur áunnist við að leysa fjárhagsvanda félagsins. Samþykkt að taka 5 millj. kr. lán til að endurlána Hótel Valaskjálf. Bæjarstjóm samþykkti að nýta forkaupsrétt Egilsstaðabæjar í hluta- fé Ferðamiðstöðvar Austurlands upp á kr. 1.159.000. Vegna atkvæða- greiðslu Atvinnumálaráðs um hluta- fjárkaupin telur bæjarstjóm að Er- lendur Steinþórsson, sem greiddi til- lögunni atkvæði sitt þar, hefði átt að víkja af fundinum á meðan hún var afgreidd, þar sem hann var bæði starfsmaður Ferðamiðstöðvarinnar auk þess að eiga hlutafé í fyrirtæk- inu. Gmnnskólanum var veitt viðbót- arfjárveiting sem nemur 35 kennslu- stundum á viku til að mæta sérþörf- um og skiptingu bekkjardeilda næsta skólaár. Akveðið hefur verið að útbúa betri aðstöðu fyrir vinnumiðlunina sem er með aðstöðu á bæjarskrif- stofunni. I sjónmáli er lausn á bílastæða- vanda gmnn- tón- og leikskólans og félagsmiðstöðvarinnar þar sem ætl- unin er að útbúa sameiginleg bfla- stæði og gera aðkomu betri. Fjármögnun greiðslu á hlutafé til Asgarðs ehf., (nýja hótelið) verður gerð að hluta til með lántökum og greiðast kr. 9,5 millj. þ.e. helmingur árið 1996 og afgangurinn á næsta ári. Vigdís Sveinbjömsdóttir spurði um endanlega staðsetningu hótels- ins og sagðist telja vænlegast að staðsetja það við Valaskjálf, ekki væri fullreynt með þá athugun. Ein- ar Rafn Haraldsson, sem situr í stjóm Asgarðs f.h. bæjarins, svaraði því til að nálægðin við félagsheimil- ið væri hluthöfum og væntanlegum rekstraraðilum þymir í augum. Vig- dís lagði fram bókun frá fulltrúum B-listans þar sem þeir lýsa skoðun- um sínum á að ekki hafi verið full- reynt með að byggja við Valaskjálf. Bygging við Valaskjálf muni reyn- ast farsælli lausn með tilliti til gisti- möguleika og nýtingar núverandi hótelhúsnæðis. Einar Rafn Haraldsson svaraði með bókun á þá leið að stjórn Ás- garðs ehf. hafi ítrekað skoðað þann valkost að byggja við Valaskjálf en ekki talið það heppilegt vegna kostnaðar, nálægðar við héraðs- heimilið og skuldastöðu Hótels Valaskjálfar. Lýsti hann furðu sinni á endurteknum fullyrðingum B-list- ans um ágæti þess að byggja við Valaskjálf og hvatti hann þá til að kynna sér málið þannig að þeir geti fjallað um það af þekkingu. 15 ^ RUSSBUL Opið virka daga kl. 17 - 22 laugard. kl. 16 - 20 j r Ztápsfjör’x Reyniveliir 5. EgilsstOðum ' Simi 471-2012 Þrír bekkir, einstaklingssturtur, hlj ómflutingstæki við hvern bekk. ifWfimi-Tfflii uówitw iÞHÓTTmUJi ICLSPCC SÍMI 471-2434 Opið mán- föst kl. 14 - 22 laug kl. 11-15 flLVÖHy lÖLMMTOfll Kirkjubæjar- kirkja 9 júní kl. 14:00. Guðfinna Harpa Ámadóttir, Straumi. Heiðdís Anna Þórðardóttir, Brúarási. Kraki Ásmundsson, Vífilsstöð- um. Rúnar Ingi Tómasson, Kleppjámstöðum. Tómas Bragi Friðjónsson, Flúðum. Einar Þorsteinsson sóknarprestur. Leiðrétting í stuttri grein um árangur í sam- ræmdu prófunum í síðasta blaði var leiðinleg villa. Hluti greinarinnar var um samanburð á ámnum 1993- 1996 og var eitthvað á þessa leið: Árangur frá 1993-1996 hefur verið svipaður en þó hefur meðaleinkun sigið nokkuð upp. Þarna kom ekki fram að það er meðaleinkun í ensku sem hefur hækkað. Auk þessa er það ekki al- veg kórrétt að segja að eitthvað sigi upp. En það sem átti að koma fram var það að meðaleinkun í ensku hefur hækkað nokkuð á umræddu tíma- bili. Árið 1993 var hún 5,9 og var hæst 7,2 1994.1 ár er hún hins veg- ar7,0. Er hér með beðist velvirðingar á þessum mglingi. Smáauglýsingar Smáauglýsingar Smáauglýsingar Til sölu Til sölu. Fjögurra manna gúmmíbátur f. 10 hestafla mótor. I þokkalegu ástandi. Selst fyrir lítið. Uppl. í sfma 471-2348. Til sölu rúm 1,20 x 2 m. með eða án dýnu. Sanngjamt verð. Uppl. f síma 471-1217. Nýr og gómsætur harðfiskur. Olís Fellabæ Oskast Óska eftir að kaupa notaðan mykju- dreifara í góðu standi. Uppl. í síma 478-8981. Óska eftir gefins þvottavél og húsbún- aði. Uppl. í síma 471-1187. Ymislegt Líf í leir Nemendasýning að Tjamarbraut 39e helg- ina 8. og 9. júní klj 14:00 til 22:00. Verslanir K.H.B. endurbættar Þessa dagana er verið að vinna að breytingum á verslunum K.H.B. á Eg- ilsstöðum og Reyðarfirði. Á Egilsstöðum á framkvæmdum við kjörbúðina að ljúka mjög fljótlega. Breytingum á Söluskálanum á að ljúka upp úr sautjánda júní og Reyðarfjarðarbúðin verður fullkláruð í lok júní. Að sögn kaupfélagsstjórans, Inga Márs Aðalsteinssonar, er ætlunin að minnka vefnaðarvöm- og fatadeildir á Reyðarfirði og leggja meiri áherslu á matvöru. Verslunin á Egilsstöðum hefur tekið nokkrum breytingum. Ferskvaran er komin framar í búðina og fata- vefnaðarvöru og raftækja- deildir innst í búðina. Hún hefur einnig rýmkast nokkuð með niðurbroti eins veggjar. Þá er verið að byggja nýstárlegt andyri við kjörbúðina í anda píramídans við Louvre safnið. Söluskálinn stækkar talsvert og vöruúrval mun aukast samfara því, ekki síst í nýlenduvömm, ferðamönnum til þæg- inda. Bensínafgreiðslan verður lfka endurbætt talsvert og verið er að setja nýja bensíntanka niður í stað þeirra eldri og eru þeir heldur stærri en þeir sem fyrir vom. Hið nýstárlega andyri eins og það mun líta útfullklárað. Menn munu ekki einu sinni þurfa að opna hurðirnar sjálfir því skynjarar munu sjá til þess að þœr opnast sjálf- krafa. ÍSLANDSMÓTIÐ ÍBÚAR Á 3. DEILD EGILSSTÖÐUM OGÍ FELLABÆ! HÖTTUR - DALVÍK Skráningardagur í íþróttaskóla barnanna (íþrótta- og leikjanám- FÖSTUDAG 7/6 KL. 20:00 skeið) á vegum Egilsstaðabæjar og Hattar verður fimmtudaginn Miðaverð kr. 500,- 6. júní milli kl. 12 og 15 í síma Frítt fyrir yngri en 16 ára. 471 1991. Einnig er hægt að Ársmiðar seldir á staðnum. koma í Hettuna. Ikjár fefflar Forsetakjör 1996 S ?iki l Kosningaskrifstofur Brottför úr Reykjavík: þriðjudaga,fimmtudaga Olafs Ragnars Grímssonar á Austurlandi og föstudaga. Afgreiðsla á Landflutningum. Neskaupstaður Egilsbraut 11 2. hæð. Sími 568-5400. Sími 477-1992. Bílasímar: Mánudagar og fímmtudagar kl. 19-22 sími 852-1193 Þriðjudaga, miðvikudaga, föstudaga kl. 13-18 og 20-22. sími 852-7236 Helgar kl. 13-16. SVAVAR& KOLBRÚN Egilsstaðir Tjarnarbraut 19 kjallari. Sími 471-2601 fax 471-2611. Sími 471-1953 /fax 471-2564 Mánudagar og fímmtudagar kl. 13-18 og 20-22. Þriðjudaga, miðvikudaga, föstudaga kl. 15-18 og 20-22. Miðás 1-5 Helgar kl.13-16. 700 Egilsstöðum Stuöningsfólk Austurlandi.

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.