Austri


Austri - 05.06.1997, Blaðsíða 2

Austri - 05.06.1997, Blaðsíða 2
2 AUSTRI Egilsstöðum, 5. júní 1997. Austurland - alþj óðasamskipti - upplýsinga- tækni Eitt af því sem skiptir sköpum í þróun byggðar og framfara- sókn byggðarlaga og landshluta er það frumkvæði og þekking sem er fyrir hendi í viðkomandi byggðarlögum. Löngun manna og kraftur til þess að sækja fram skiptir miklu máli. A hinn bóginn þarf að vera fyrir hendi ráðgjöf til þeirra sem takast á við ný verkefni. Atvinnuþróunarfélag Austurlands gegnir því hlutverki að vera ráðgjafi á þessu sviði. Félagið er um þessar mundir að efla og endurskipuleggja starfsemi sína sem er afar mikilvægt. Þær breyt- ingar felast í því að nú er tekist á við sérhæfð verkefni á sviði al- þjóðviðskipta, ferðamála og markaðssóknar. Einnig er unnið að þróunarverkefnum og öðrum samstarfsverkefnum. A aðalfundi félagsins sem var haldinn nú nýverið kom fram að starfsemi nýrrar deildar sem snýr að alþjóðaviðskiptum hefur þeg- ar orðið til þess að mynda sambönd á því sviði. Starfsmenn fé- lagsins töluðu á bjartsýnum nótum um möguleika landsfjórðungs- ins í atvinnumálum. Á aðalfundinum var sérstaklega tekið fyrir upplýsingatækni og möguleikar Austurlands á þessu sviði. Oddur Benediktsson pró- fessor flutti athyglisvert erindi um þessi mál. Islendingar hafa náð langt á sviði upplýsingatækni og eftirspum er eftir fólki á þessu sviði. Þetta er starfsemi sem í raun getur far- ið fram hvar sem vera skal þar sem völ er á hæfu fólki. Austur- land ætti ekki síður að hafa möguleika í þessum efnum en aðrir landshlutar. Það þarf að búa í haginn fyrir slíka starfsemi og það er vel að Atvinnuþróunarfélagið skuli sérstaklega taka til skoð- unar þennan vaxtarbrodd í íslensku atvinnulífi, því heimamenn þurfa að hafa frumkvæði að stefnumótun á þessu sviði. Rétt er að geta þess að með endurskipulagningu atvinnuvega- sjóðanna var búið svo um hnútana að deild úr nýsköpunarsjóði sinni þessum verkefnum á landsbyggðinni. Það er því fullkom- lega tímabært að huga að eflingu þessarar starfsemi hér eystra, en nú þegar er starfandi fyrirtæki á Homafirði í þessum geira sem intemetnotendur þekkja undir heitinu „eldhom“. Það em ungir menn sem bjóða fram þjónustu í netflutningum. Það er fagnaðarefni að bjartsýni virðist ríkja hjá Atvinnuþróun- arfélaginu og samheldni hjá stjómendum þess að sækja fram á nýjum sviðum, styrkja bein alþjóðleg tengsl landshlutans og sinna stefnumótun á sviði upplýsingaiðnaðarins sem reyndar tengist mjög útflutningi á hugviti. Þessi starfsemi hefur aukist mjög verulega hérlendis, og þarfnast fleirl menntaðra starfskrafta. J.K. FUNDARBOÐ Egilsstaðir Bæjarstjórnarfundir eru haldnir 1. og 3. þriðjudag í hverjum mánuði. 1. og 3. mánudag kl. 20:30 er bæjarmálafundur í Austrahúsinu, þar sem bæjarfulltrúar framsóknar- manna ræða bæjarmálin. Næsti fundur: 16. júní Allir velkomnir. Framsóknarfélag Egilsstaða 1818111 5=2 Glansan Veðrið lék við Austfirð- inga á sjómannadeginum og voru hátíðahöld alls staðar vel sótt. Myndirn- ar hér á síðunni eru teknar á Reyðarfirði og Neskaupstað, annars vegar í siglingu með Snæfuglinum á Reyðar- firði og hins vegar afval- kyrjum miklum er börð- ust sem mest þær máttu yfir sjó í Neskaupstað. Halldór Sigurðsson-Miðhúsum, látinn Halldór Sigurðsson, tréskurðar- meistari lést á Sjúkrahúsinu á Egils- stöðum miðvikudaginn 28. maí. Halldór fæddist að Bæjum á Snæfjallaströnd 24. júní 1923, sonur hjónanna Sigurðar Olafssonar og Maríu R. Ólafsdóttur. Halldór varð búfræðingur frá Hvanneyri 1944, tók smíðakennarapróf frá Handíða- skólanum í Reykjavík 1949 og Kennaraskóla íslands 1953. Þá varð Halldór húsasmíðameistari frá 1965. Halldór var kennari á Alþýðu- skólanum á Eiðum frá 1949 til 1965 og skólastjóri þar í forföllum síðasta árið. Halldór var kennari við Bama- og unglingaskólann á Egilsstöðum frá 1965 til 1977 og skólastjóri í for- föllum. Halldór tók virkan þátt í fé- lagsmálum og var m.a. í stjóm Fé- lagsheimilisins Valaskjálfar, fyrsti formaður Leikfélags Fljótsdalshér- aðs og í stjóm Bandalags ísl. leikfé- laga. Halldór var landsþekktur tré- skurðarmeistari og eru verk hans víða um land. Halldór kvæntist Sig- rúnu Einarsdóttur frá Klyppsstað í Loðmundarfirði og eignuðust þau fjögur böm. Þau em: Einar, Hlyn- ur, Sigrún og Sigurður Mar. Útför Halldórs fer fram frá Egilsstaða- kirkju laugardaginn 7. júní kl. 14.oo Vörður í Flugstöðinni Kristleifur Björnsson opnaði um síðustu helgi ljósmyndasýningu í Flugstöðinni á Eg- ilsstöðum hvar eru myndir sem hann tók af vörðum víðs vegar um landið 1996. I tilkynningu um sýninguna segir að hún sé „ekki hugsuð sem heimildasöfnun, heldur list- ræn úttekt á afmörkuðu sviði, tilraun til að sýna fegurð þeirra í einmanaleik sínum. Myndimar eru því ekki staðfærðar og þeim ekki gefin nöfn, þótt landfræðileg staðsetning þeirra sé kunn.” Kristleifur er fæddur 1973 í Reykjavík, fluttist til Egilsstaða á tíunda aldursári, stund- aði námi við ME og MH, var skiptinemi á Nýja Sjálandi í eitt ár og útskrifaðist frá ME 1994. Hann er nú við nám í listrænni ljós- myndun í Hochschule fiir Grafik und Buch- kunst í Leipzig í Þýskalandi. Sýningin er haldin í tilefni 50 ára afmælis Egilsstaðabæjar og mun standa til 31. júlí.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.