Austri - 05.06.1997, Blaðsíða 5
Egilsstöðum, 5. júní 1997.
AUSTRI
5
Egilsstaða-
maraþon
Egilsstaðamaraþon verður hald-
ið á Egilsstöðum sunnudaginn
29. júní nk. Keppt verður í
eftirtöldum greinum, ef næg þátt-
taka fæst: Maraþoni, hálfmara-
þoni 10 km hlaupi og 4 km
skemmtiskokki. þátttakendur geta
skráð sig á skrifstofu UIA í síma
471-1353 eðafax 471-1891. Tek-
ið skal fram að hægt er að skrá sig
á staðnum í 4 km skemmti-
skokkið.
Sumar-
hátíð
UÍA
Sumarhátíð UÍA verður haldin
áEiðum dagana 11.-13. júlí 1997.
Sumarhátíðarnefnd undir forystu
Steins Jónassonar hefur komið
saman og vinnur að skipulagn-
ingu hátíðarinnar ásamt frjáls-
íþrótta og knattspymuráði.
I nefndinni starfa auk Steins:
Vignir Hjelm, Margrét Ámadótt-
ir, Þórarinn Rögnvaldsson og
Guttormur Kristmannsson. Há-
tíðin verður með hefðbundnu
sniði þ.e.a.s. íþróttahliðin, frjáls-
íþróttir og knattspyma, og við-
burðir eins og varðeldur og tjald-
dansleikur verða á sínum stað en
ljóst er að um einhverja nýbreytni
varðandi aðra dagskrá verður að
ræða', sem ekki þykir rétt að upp-
lýsa að svo komnu máli. Hvað
varðar skráningu í íþróttakeppn-
ina þá munu frjálsíþróttaráð og
knattspymuráð senda út skráning-
areyðublöð til félaganna fljótlega
en miðað er við að skráningar
berist til skrifstofu UIA um mán-
aðamót júní - júlí '97. Nú þegar
hefur verið ákveðið að fara þess á
leit við aðildarfélög UÍA að taka
að sér ákveðnar greinar til um-
sjónar á mótinu eins og gert var á
síðustu Sumarhátíð og þótti gefast
ákaflega vel. Nefndin ákvað að
verðlauna prúðasta félagið á
svæðinu og verða þau verðlaun
veitt í fyrsta skipti á komandi
Sumarhátíð.
Auglýsingasími
Austra
Sími 471 1984
fax 471-2284
Þorsteinn Sigurðsson læknir
f. 15.05.1914. d. 25.05.1997.
Þorsteinn Sigurðsson læknir á
Egilsstöðum er nú allur. Með hon-
um er genginn einn af bestu son-
um Fljótsdalshéraðs og heiðursfé-
lagi Læknafélags Austurlands.
Þorsteinn var bóndasonur frá
Utnyrðingsstöðum á Völlum.
Hanh var í æsku laginn og list-
fengur en svo ófjár-
glöggur að sýnt var að
fjárbúskapur yrði
trauðla hans ævistarf.
Hann fór því til Akur-
eyrar að áeggjan
frænda síns, Þorsteins
M. Jónssonar, skóla-
stjóra, í fyrstu til þess
að nema útskurð en úr
varð að hann hóf nám í Mennta-
skólanum á Akureyri. Þaðan lá
leiðin í læknadeild H.í. Að loknu
kandidatsnámi hóf Þorsteinn störf
á Djúpavogi 1948, þá kvæntur
Friðbjörgu Sigurðardóttur frá Nes-
kaupstað. Þau fluttu til Egilsstaða
1954 og þar starfaði Þorsteinn síð-
an allan sinn starfsaldur uns hann
lét af störfum 1985 sjötugur að
aldri.
Við Þorsteinn vorum samstarfs-
menn frá árinu 1976 og stendur
okkur Helgu enn fyrir hugskots-
sjónum hversu hlýlega þau hjónin
Þorsteinn og Friðbjörg tóku á móti
okkur er við fluttumst austur. Á
starfsævi sinni upplifði Þorsteinn
mikla breytingu og þróun í lækn-
isstarfinu. Hann kynntist því að
starfa einn og einangraður frá
annarri hjálp og þurfti oft að beita
þeirri lagni og útsjónarsemi sem
honum var gefin í ríkum mæli.
Hann var af þeirri kynslóð lækna
sem upplifðu hinar byltingar-
kenndu breytingar sem urðu í
starfi lækna upp úr miðri öldinni
með komu nýrra lyfja og síðar
þegar læknamiðstöðvar og heilsu-
gæslustöðvar sköpuðu læknum
samstarfsvettvang og bætta að-
stöðu. Þorsteinn átti drjúgan þátt í
því að læknamiðstöðvarnar
komust á laggirnar um 1970. Þar
áður hafði hann oft staðið vaktina
einn á stóru landssvæði og þurfti
að leggja á sig ferðalög og vökur
hvernig sem á stóð fyrir honum.
Þessum kjörum deildi Friðbjörg
með Þorsteini og stóð þétt að baki
honum meðan hennar naut við.
Þorsteinn hafði þá seiglu og þraut-
seigju til að bera sem þurfti til þess
að halda út þegar læknaskortur var
sem mestur úti á landi. Það verður
seint metið að verðleikum né full-
þakkað.
í samstarfi var Þorsteinn hið
mesta ljúfmenni, léttur í skapi og
óspar á spaugsyrði og bjó yfir
góðri frásagnargáfu. Það vakti oft
undrun mína hve auðvelt hann átti
með að aðlagast þeim breytingum
sem urðu á læknisstarfinu á
starfsævi hans og gat hann kennt
okkur sem yngri vomm margt sem
að gagni kom. Þegar Þorsteinn
hætti störfum hóf hann að smíða
borðplötur úr skrautsteinum sem
sumar hverjar eru listasmíð en fyrr
á ævinni fékkst hann við frí-
merkjasöfnun og var alla ævi mik-
ill áhugamaður um skógrækt sem
sér víða stað. Margt er ósagt um
þann merka mann Þorstein Sig-
urðsson.
Við hjónin eigum honum og
Friðbjörgu gott að gjalda og kveðj-
um hinn aldna vin með söknuði.
Sonum hans og ættingjum sendum
við samúðarkveðjur okkar.
Stefán Þórarinsson.
Þessa fögru
vordaga þegar
minnst er fimrntíu
ára afmælis þétt-
býlisins á Egils-
stöðum erum við
einnig að kveðja
sveitunga sem
settu svip á
samfélagið hér. Þorsteinn Sig-
urðsson, „Þorsteinn læknir," eins
og við sveitungarnir kölluðum
hann í daglegu tali hefur nú kvatt
eftir farsælt ævistarf. Eg vil að
Austri geymi nokkur minningar-
og þakkarorð um hann frá mér
og minni fjölskyldu.
Þorsteinn Sigurðsson var
maður sem gaf sig allan í starf
sitt, en þrátt fyrir hið erfiða hlut-
verk héraðslæknisins hafði hann
ávallt tíma til þess að sinna
áhugamálum og hugðarefnum,
og ég hygg að skógræktin hafi
verið þar efst á blaði. Hann var
listfengur maður og hefði náð
langt á því sviði, frábærlega
handlaginn eins og frændur hans
margir hér um slóðir, natinn frí-
merkjasafnari og tók einnig
myndir af því sem fyrir augu bar
með glöggu auga náttúruunn-
andans. Eg kynntist Þorsteini
einkum í Rotaryklúbbnum á Eg-
ilsstöðum, en þar vorum við
samtíða um tvo áratugi, en Þor-
steinn var einn af hvatamönnum
stofnunar þess félagsskapar og
félagi frá upphafi.
Hann naut virðingar í lækna-
stétt og ég er sannfærður um að
sú kjölfesta sem hann var hér á
Héraðinu í heilbrigðisþjónust-
unni og það orðspor sem af hon-
um fór, laðaði hingað til starfs
ýmsa ágætismenn sem hafa
starfað við Heilsugæslustöðina á
Egilsstöðum.
Þorsteinn læknir var hæglátur
maður og sló ekki um sig. Hann
var þó maður sem setti sterkan
svip á sitt samfélag og það er fá-
tækara án hans. I honum blund-
uðu margir eðlisþættir, náttúru-
unnandi, ræktunarmaður, hand-
verksmaður og listamaður, þótt
hið erfiða og kröfuharða starf
héraðslæknis í víðfeðmu héraði
þar sem samgöngur voru vond-
ar yrði hans ævistarf. Hann var
harður ferðamaður eins og menn
af hans stétt og hans kynslóð
voru.
Eins og margir gera var tóm-
stundastarf hans við ýmis hugð-
arefni tæki til þess að dreifa
huganum frá erfiðu starfi.
Rotaryklúbburinn var eitt af
þessum tækjum. Þar naut frá-
bær kímnigáfa hans sín á góðum
stundum, gamanmálin voru sett
fram með þeim kurteisa og hæg-
láta hætti sem einkenndi hann.
Þorsteinn læknir tilheyrði
þeim hópi sem flutti til Egilsstaða
á fyrstu árum þéttbýlisins. Sá
hópur var um margt eins og ein
stór fjölskylda, enda frændur og
vinir. Það er gangur lífsins að
kveðja og þakka fyrir samfylgd-
ina. Það er tilgangur þessara
minningarorða. Við Margrét
sendum fjölskyldu hans innilegar
samúðarkveðjur.
Jón Kristjánsson.
Kveðja við leiðarlok
Laugardaginn 31. maí sl. var til
grafar borinn Þorsteinn Sigurðs-
son, læknir.
Hann innti af höndum langt og
giftusamt starf í þágu íbúa í
Egilsstaðalæknishéraði og setti
svip á sína samtíð. Þorsteinn var
ekki hávaðamaður og vann sín
störf án fyrirgangs; hann var geð-
góður og vænn maður og nærvera
hans vakti traust sjúklinga hans og
samstarfsmanna. Lipurð hans var
viðbrugðið og lag hafði hann á að
róa kvíða þeirra sem meðhöndlun-
ar þurftu við. Allt lék í höndum
hans og efalaust hefði hann getað
gert listrænni iðju, en læknis-
störfin, að ævistarfi. Þorsteinn
Sigurðsson var þeirrar kynslóðat
lækna sem treysta þurftu á sjálfan
sig og getu sína. Þeir þurftu að
taka skjótar ákvarðanir upp á eig-
in spýtur og uxu af starfi sínu.
Hans verður minnst sem manns
sem vann sinni samtíð gagn og
margur stendur í þakkarskuld við.
Við, sem áttum því láni að fagna
að starfa með Þorsteini á heil-
brigðisstofnunum á Egilsstöðum
og njóta samvista með honum,
færum honum bestu þakkir fyrir
og óskum honum góðrar heim-
komu. Einar Rafn Haraldsson
s
Eg skal kveða
við þig vel
Umsjón:
Agústa Jónsdóttir
Heil og sæl.
Þó kuldalegt sé úti þegar ég rita
þessar línur, geta verið komin græn
grös þegar þær koma lesendum fyr-
ir sjónir. Semi hvað líður fara lax-
veiðiár að niða, tærar og fallegar,
og freista veiðimanna. Tvær veiði-
vísur rak á fjörar mínar nýlega, því
miður era báðar ófeðraðar. Máske
einliver viti um höfunda. Veiðimað-
ur orti við Norðurá í Borgarfirði:
Aflistfengi kasta ég langt út í hyl,
lendi hjá brotinu, hér um bil.
Ó, bjarti fiskur, ó, bleiki lax,
bíttu nú á hjá mér. Strax!
Annar veiðimaður orti og hefur
verið að hugsa um söguna af þeim
stóra:
Ó, fírottinn, lát mig fisk einn fá,
svo fagran vatnabúa,
aö er ég síöar segi frá
sé engin þörf að Ijúga.
Nú fletti ég gömlum blöðum og
rekst á vísu sem mér sjálfri og fleir-
um, sem aldrei hafa vit á að þegja,
er hollt að hafa í minni. Höfundur
er Jón Arason, ekki biskupinn,
heldur verkamaður, sem bjó í
Reykjavík, gaf út ljóðabók sem
nefnist Milli élja.
Setti ég kjaftinn sóttkví í,
sem er réttur vegur,
yrði ég talinn allt aðþví
óaöfmnanlegur.
Jón orti um prest nokkum:
Rennir fœri röng á miö,
rœr oft andans tómu fleyi.
Tónar eins og tarfur við
tóman stall á vetrardegi.
Og árin líða. Jón kveður:
Hárin grána, hallar leið
hels aö ránarslóðum.
Valt er lán, en vökin breið,
vegurinn skánar óöum.
Hér kemur upp í hendumar á mér,
skemmtilega orðuð vísa, eftir Jak-
ob Ó. Pétursson frá Hranastöðum:
Leitt er karlsins kjótl og tutl,
káf ípilsum, betl og fitl.
Sífellt nudd og rjátl og rutl,
ráp og trítl og dútl og kitl.
Ég ætla að vona hún komist rétt í
blaðið, þessi.
Fyrir nokkru setti ég í þáttinn gaml-
ar auglýsingavísur. Af því tilefni
sendi Þorsteinn Stefánsson á
Vopnafírði mér gamla vísu sem of-
urlítið vantar í. Ef til vill geta les-
endur bætt úr því. Vísan er svona:
Heyrið menn og konur, krakkar,
komið hingaö öll til mín,
hér fást svipur, söölar, hnakkar,
sútuð ferðaskrín.
Ólarnar sem aldrei slitnaö fá,
istööin úr koparnum sem spegil-
fögurgljá.
Hér fást sterkust beisli í bœnum,
bara komið, sjáiö þér,
allt meö letri, útsaurn vœnum
útflúrað af mér.
Þorsteinn segir sig minni að þessi
auglýsing væri í Austra snemma á
öðrum áratug þessarar aldar.
Um það leyti mun hafa verið á
Seyðisfirði söðlasmiður sem Jón
Grímsson hét. í Brekkukotsannál
eftir Halldór Laxness, er vísa sem
greinilega er að uppruna sú sama
og hér um ræðir, en þó er þar nokk-
uð mikill orðamunur á, einkum á
niðurlagi vísunnar. Mér hefur verið
bent á að til hafi verið kvæði eftir
Jónas frá Hrafnagili, sem hafi heit-
ið „Baunadrykkurinn brúni." Getur
nokkur upplýst mig um þetta kvæði
eða hvar það gæti verið að finna?
Ég þakka ykkur lesturinn.
Ágústa Ósk, Eiríksstöðum II
S: 471-1067.