Austri


Austri - 05.06.1997, Blaðsíða 8

Austri - 05.06.1997, Blaðsíða 8
tsia ' 'an'""1' ..^0 ISLRNDSFLUG f\U9 - f\Jf |r Sími 471-2333 Jafnþrýstibúnaður - 46 sæta - 3 í áhöfn Skriðdælingar slást í hópinn Skriðdalshreppur hefur nú bæst í hóp þeirra er verða með í kosningu um sameiningu Vallahrepps, Hjalta- staða - og Eiðaþingháa og Egils- staðabæjar. Jón Júlíusson oddviti segir að haldinn hafi verið sveita- fundur þar sem gerð var skoðana- könnun um hvort menn fýsti að fara í þessa sameiningu og mikill meiri- hluti var hlynntur því. Skriðdælingar ganga að þeim drögum er búið var að gera milli hinna hreppanna, en ekki verða gerðar aðrar breytingar á þeim en nauðsynlegt er, t.d. varðandi orða- lag og fjölgun í nefndum. „Það er ekkert sérstakt sem kemur inn vegna okkar,“ sagði Jón. Steinway og synir í Egilsstaðakirkju Blossandi menn- ingarauki Það eru ekki margar kirkjur á landinu sem geta státað af Steinway flygli, en 23. maí kom einn slíkur í Egilsstaðakirkju. Flygillinn er 30 ára gamall, var upphaflega í eigu Abjörns Olafssonar, heildsala, og hefur alla tíð verið í einkaeign og mjög vel með farinn. Julian Hewlet, organisti í kirkjunni, segir þetta vera besta flygil á Austurlandi og mikinn feng í þessu hljóðfæri. Astráður Magnússon, formaður sóknamefndar, segir að Jónas Ingi- mundarson, píanóleikari hafi bent sér á flygilinn, og sagt hann „betri en nýjan.“ Þess má geta að Steinwayverksmiðjan var seld fyrir nokkxum ámm og þá hrakaði gæð- um nokkuð, enda samkeppni orðin mjög hörð við japanska hljóðfæra- framleiðendur og verð lækkað. Þessi flygill er á hinn bóginn alfarið handunninn. Jónas benti Astráði á að þetta væri hljóðfæri sem listamenn vildu spila á og því gæti reynst mun auð- veldara að fá menn hingað til tón- leikahalds. „Ég var að spyrja hann um allt annað hljóðfæri sem mér hafði verið bent á og hann hafði lát- ið kaupa í Hjallakirkju í Kópavogi, en hann vissi þá um Steinwayinn og sagði að ef þessir flyglar væru sinn í hvoru húsinu þá myndi enginn líta við hinum.“ Flygillinn kostaði 2,4 milljónir og segir Astráður sóknina greiða það til að byrja með, en vonast sé til að hægt verði að halda fjáröflunartón- leika, jafnvel tónleikaröð, bæði með heimamönnum og aðkomnum. Julian Hewelet við Steinway flygilinn, sem hann segir vera hinn besta á Austurlandi og þó víðar vœri leitað. Jón Kristjánsson alþingismaður tók þessa mynd af gistiheimilinu á Smyrlabjörgum 23. maí eða viku jyrir opnun. Að góðum og gildum íslenskum sið lögðu menit nótt við dag síðustu vikuna og var nánast allt tilbúið þegar fyrsti gesturinn var skráður inn 2.júní. Nýtt gistiheimili opnar á Smyrlabjörgum Sigbjörn Karlsson og Laufey Helgadóttir ferðaþjónustubændur á bænum Smyrlabjörgum í Austur- Skaftafellssýslu opnuðu nýlega gistiheimili í nýju húsi sem þau byggðu sérstaklega fyrir þessa starf- semi. I nýja gistiheimilinu eru 20 tveggja manna herbergi með baði og setustofa. Fyrir eru þau hjón með gistiherbergi fyrir 17 manns í gömlu húsi. Þar er einnig eldhús og matsal- ur sem byggður var við húsið fyrir nokkrum árum og geta þau hjón nú tekið á móti um 60 manns. Laufey og Sigbjöm hafa rekið ferðaþjónustu á 8 ár. Þau segja nýtinguna nokkuð góða yfir sumartímann en lítið er að gera yfir veturinn. Nýtt hótel -nýir aðilar Nýr aðili hefur tekið við hótelrekstri í grunnskólanum á Hall- ormsstað, Fosshótel, og ásamt heimamönnum byggt þar nýja gisti- álmu, sem verður vígð í dag (fimmtudag) kl. 5.Bókanir eru miklar í sumar, hótelið er full- bókað fyrstu dagana og að stórum hluta það sem eftir er sumars. Nú er unnið myrkr- anna á milli við að leggja lokahönd á frá- gang gistiálmunnar, en hún hefur verið reist á mettíma. Framkvæmd- ir hófust í nóvember. Hótelstjóri er Sigríður Sigmundsdóttir. Iðnaðarmenn hafa unnið hörðum höndum að frágangi hótelsins. Svo virðist sem þeir muni ekki verða jafn tœp- ir og þeir er unnu að opnun veitingastaðarins í mynd Jacues Tati, Playtime. til kl. 23:30 alla daga V Fellabæ Sími 471-1623 Fax 471-1693 KURL Víða Ieynast á heimilum út- varpstæki með svokölluðum „skanner,“ en í þeim er hægt að hlusta ýmsar lokaðar rásir, m.a samtöl sem fara fram milli flug- umferðarstjóra og flugmanna. Fyrir ekki löngu síðan var Bene- dikt Vilhjálmsson sem vinnur við flugumferðarstjórn á Egilsstaða- flugvelli að taka niður eina af áætlunarvélum íslandsflugs. Hafði þá fyrir stuttu síðan verið kunngjört að félagið mundi hætta flugi til Norðfjarðar. Þennan dag hafði millilent á Eg- ilsstaðaflugvelli rússnesk her- flutningaflugvél af gerðinni Ilyushin IL 76 og var hún á vell- inum þegar vélin frá íslandsflugi kom. Þegar flugmaður íslands- flugs sá flykkið spurði hann í forundran: „hvað er nú þetta?“ Benedikt var að vanda fljótur að hugsa og svaraði: „Það er nú hugmyndin að nota hana þessa í Norðfjarðarflugið.“ Grásleppu- vertíðin þokkaleg Grásleppuvertíð er enn í fullum gangi en henni lýkur þann 20. júní nk. Aðaiverstöðin er Bakkafjörður en þaðan róa á milli 20 og 25 bátar. Veiði er mun betri en í fyrra, en aflabrögð eru misjöfn eftir bátum og hafa sumir haft lítið. Hraungerði er stærsta söltunarstöðin en þar er tekið á móti afla af 18 bátum. Þar höfðu sl. mánudag verið saltaðar 919 tunnur sem er mun betra en í fyrra, en þá var heildarsöltunin yfir vertíðina 620 tunnur. Tveir aðrir hrognaverkendur eru á Bakkafirði, hafði annar verkað í 103 tunnur en hinn í 38 þannig að heildarsöltun, það sem af er vertíðar, nemur um 1060 tunnum. Gleraugnanælur Sólgleraugu -mikið úrval SIMI471-2020 /471-1606 FAX 471-2021 LAGARÁS 8 - PÓSTHÓLF 96 - 700 EGILSSTAÐIR Birta Einarsdóttir úrsmiður - Sævar Benediktsson sjóntækjafræðingur POLAROID BIRTA

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.