Austri


Austri - 05.06.1997, Blaðsíða 6

Austri - 05.06.1997, Blaðsíða 6
6 AUSTRI Egilsstöðum, 5. júní 1997. Spurning vikunnar Attu þér uppáhalds sjónvarpsefni? Porvarður Stefánsson. Nei, ég horfi á fréttimar. Ásgeir Jónasson. Eg veit ekki hvað skal segja. Ég horfi á fréttimar og íslenska þætti. Sigurður Pálsson Ég fylgist með fréttum og svo læt ég engan þátt um íslenskt náttúmfar fram hjá mér fara. Elva Sveinsdóttir. Ég veit það ekki. Ég horfi oftast á Melrose Place. íris Lind Sævardóttir. Nýjasta tækni og vísindi og Island í dag. Unnar Geir Unnarsson. Vinir á Stöð tvö. I sumarbyrjun 97 Og fyrsta fellihýsið var kumið á tjaldstœðið á Egilsstöðum. Reykvíkingarnir Kristinn Hólm og Eygló Oskarsdóttir flýttu sér austur til að njóta blíðunnar í nokkra daga, áður en þau sigla á vit œvintýranna rneð Norrönu. Austramynd AÞ Breytingum er lokið að fullu í Skógarnesti á Egilsstöðum, búið að taka þar allt rceki- lega ígegn. Fínasti garður er kominn á bak við húsið og þar voru þœr Bára, Vala og Anna að gœða sér á ís í hitanum á þriðjudaginn. mynd: sbb Unglingavinnan er nú komin ífullan gang, og ekki geta ungmennin kvartað yfir veðr- inu fyrstu starfsdagana, nema þá helst of miklum hita. Þessi mynd var tekin í Tjarnar- garðinum sl. þriðjudag, en þar er unnið af kappi við að klára svœðið fyrir formlega opnun þess þann 28.júní. myd: sbb Búið er að opna Upplýsingamiðstöðina á tjaldsvœði Egilsstaða, en á svœðinu eru jafnframt heilmiklarframkvœmdir. Verið er að opna Mekka ferðamála á Héraði þarna, auk upplýsingamiðstöðvarinnar er ferðamálafulltrúi Héraðs og Borgarfjarð- ar með aðsetur sitt þarna, sem og Ferða- miðstöð A usturlands.Mynd:sbb Gasprað upp í gjóluna Bærilega stóðu þeir sig, hand- boltastrákarnir okkar, austur í Japan á dögunum og svo höfðu þrír Is- lcndingar sig upp á hæsta tindinn á fjallinu Everest fyrir skemmstu sem frægt er orðið og það sem mest er um vert: Þeir komust heilu og höldnu niður aftur. Þá setti Jón Arnar heldur en ekki svip á síðustu daga. Hann er ugglaust allra fjöl- hæfasti íþróttamaður okkar fyrr og síðar og mikið vildi ég að aðrir íþróttamenn okkar tækju sér framkomu hans í fjölmiðlum til fyrir- myndar. Hann gengur á hólminn án nokkurra yf- irlýsinga, vinnur afrek sín hljóðlaust, rabbar svo við uppveðraða fréttamenn á eftir rétt eins og íhug- ull bóndi sé að spjalla við granna sinn á hlaðinu hjá sér á blíðviðris- kvöldi að loknum góðum þerridegi. Svona eiga sýslumenn að vera. Að vísu var einhver grátkór að reyna að búa til þjóðarsorg hjá okk- ur út af þeim ósköpum að hand- boltastrákamir komust ekki í fjög- urra liða úrslit, en auðvitað fann hugulsamlega þenkjandi hugsjóna- maður strax út læknisráð við henni. Þessi kærleiksríki læknir sorgarinn- ar er bifreiðasali og kunngjörði ýmsum Sigurður Óskar Pálsson þjóðinni allramildilegast að tiltekin bílategund frá honum hughreysti Islendinga „á dimmum handbolta- degi“. Þetta er að sjálfsögðu afar fallega hugsað, umhyggjan fyrir náunganum án takmarka. Engu að síður er ég svo fátækur í andanum og illa innrættur að auki að það hvarflar stundum að mér, hvort af þessum blessuðum mönnum, sem dug- legastir em við að smíða auglýsingar þjóðinni til sáluhjálpar, sé í raun og veru eðlilega í skinn komið vitsmunalega. Og haldi þar að auki að væntanlegir viðskipta- menn þeirra séu hrein- ræktaðir bjálfar eða vitaheilaþvegnir snobb- arar, nema hvort tveggja sé. Svo voru smáþjóðaleikamir sett- ir í Laugardalnum í gær og Páll Oskar tuttugasti, sem sigraði fyrir- fram í Evrópusöngvakeppninni fyr- ir skemmstu var látinn hoppa svo- lítið fyrir forseta vorn, prinsinn af Mónakó og aðra hátíðargesti, en því miður láðist forráðamönnum keppninnar að auglýsa við athöfn þessa að Islendingar ætluðu að sigra á leikum þessum. S.Ó.P. 3. júní 1997. Neistaflugsstjórar ráðnir Poka í Keflavík- þotan hingað Boeing 757 vél Flugleiða á leið frá Osló lenti á Egilsstaðaflugvelli upp úr hádegi á þriðjudag annars vegar vegna bilunar og hins vegar vegna þoku í Keflavík. Ekkert al- varlegt var að, einn bilaður mælir, en flugvirki kom austur um morg- uninn til að bíða eftir vélinni og fór hún, með 60 farþega innanborðs, aftur í loftið eftir um 20 mínútur. Þetta er í annað skipti á hálfum mánuði sem þota lendir á Egils- staðaflugvelli vegna þoku í Kefla- vík. Tveir ungir atorkumenn hafa ver- ið ráðnir framkvæmdastjórar fjöl- skylduhátíðarinnar Neistaflug'97 í Neskaupstað, sem haldin verður um verslunarmannahelgina. Þetta eru þeir Jón Hilmar Kárason og Ás- mundur Helgi Steindórsson, báðir liðlega tvítugir. Hátíðin verður haldin í fimmta sinn í ár og hefur hún fest sig í sessi sem tjölskylduhátíð af bestu gerð, og er orðin viðurkennd sem ein af stærstu verslunarmannahelgarhátíð- um landsins. Jón Hilmar segir hátíðina verða með svipuðu sniði og undanfarin ár, en einhverjar áherslubreytingar fylgi nýjum mönnum. „Þetta verður alltaf fjölskylduhátíð, við förum ekki að ráða Botnleðju á dansleiki þrjú kvöld í röð. Við ætlum okkur að þétta þá dagskrá sem er yfir dag- inn, miðað við það sem var í fyrra, losna við þau göt sem mynduðust. Svo ætlum við að leggja meiri áherslu á lagakeppnina," segir Jón Hilmar. Keppt er um lag hátíðarinn- ar og er öllum heimil þátttaka, skila á efninu á spólu og rennur skila- frestur út 18. júní. Texta lagsins er ætlað að minna á Neskaupstað og hátíðina. Jón Hilmar Kárason og Asmundur Helgi Steindórsson eru jramkvœmdastjórar Neista- Jlugs '97. Þeir segjast ekki munu umbylta hátíðinni, en einhverjar áherslubreytingar fylgi nýjum mönnum. Mynd: S.Þ.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.