Austri


Austri - 05.06.1997, Blaðsíða 3

Austri - 05.06.1997, Blaðsíða 3
Egilsstöðum, 5. júní 1997. AUSTRl 3 S I dagsins önn Landnemasaga Það er margkveðin vísa að þessi öld sé umbrotasöm, enda orð að sönnu. Gildir þá einu hvar drepið er niður, þótt vissulega séu umbrotin mest og alvarlegust á fyrri hluta aldarinnar með tveimur heimsstyrjöldum. Það er at- hyglisvert að í þeim hildarleik náðum við íslendingar lokaáföng- um í sjálfstæðisbaráttu okkar, full- veldi í lok fyrri heimsstyrjaldar og fullu sjálfstæði meðan sú síðari stóð yfir. Þessar staðreyndir og það um- rót sem fylgdi styrjaldarárunum í Evrópu varð til þess að ekkert varð hið sama eftir. Það herti á þjóð- félagsbreytingum í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar, þegar þjóðin hafði komist í kynni við atvinnu í meira mæli en áður og peningar voru meiri í umferð. Þetta umrót náði til Fljótsdals- héraðs, og þar voru menn í fram- farahug á fimmta áratug aldarinnar og unnu skipulega að því að byggja þéttbýliskjama á Héraðinu. Þessi kjami óx hratt næstu áratug- ina en nú um þessar mundir er haldið upp á 50 ára afmæli Egils- staðabæjar. „Frá býli til bæjar“ Einn þátturinn í hátíðarhöldum vegna afmælisins er útgáfa sögu bæjarins. Það mætti ætla að það væri létt verk að skrifa sögu sem er svo skammt undan í minningu núlifandi manna, en ég er ekki viss um að svo sé. Tíminn skilur hismið frá kjarnanum, og hann hefur ekki unnið verk sitt á hálfri öld. Saga Egilsstaða, sem ber nafn- ið „Frá býli til bæjar“ var kynnt með samkomu í Valaskjálf um síð- ustu helgi. Þar var komið margt af því fólki sem ungt settist að á „Asnum“ sem þá var kallaður, reisti þar hús sín og stundaði þjón- ustu við landbúnaðarsamfélagið á Héraðinu. Þetta var landnemalíf og ekki dans á rósum, allt þurfti að byggja upp frá rótum. Fólk sem nú er á áttræðisaldri hefur tekið þátt í þessari uppbyggingu, allt frá því að grafið var fyrir fyrsta hús- inu, og það man svo sannarlega tímana tvenna. Vanhæfur dómari Eg ætla mér ekki að fara að dæma bókina, hvort hún er góð eða slæm sagnfræði. Eg er van- hæfur í málinu. Mér er það alltof skylt. Eg hef lesið bókina þegar ég hef haft tækifæri til síðan ég fékk hana í hendur á samkomunni á laugardaginn. Hún er mér fróð- legur lestur og upprifjun um fólk sem ég hef lifað og starfað með í áratugi og þykir vænt um. Vafa- laust má rökræða endalaust um það hvort einhverju sé ofaukið eða eitthvað vanti. Það breytir því ekki að þetta rit er eigulegt og vandað og þeim mikill fengur sem unna byggð og mannlífi á Egils- stöðum og þekkja til, og það er fróðlegur lestur fyrir miklu fleiri. Varnarlína Maður verst ekki þeirri hugs- un þegar bókin er skoðuð og rakin saga þeirra fjölskyldna sem fyrst settust að í Egilsstaðakauptúni, hvað hefði orðið um þær ef þorpið hefði ekki risið. Eitthvað hefði vafalaust flust til nærliggjandi staða, en eigi að síður er Ijóst að þessi byggð var sú varnarlína sem kom í veg fyrir að fjöldi fólks af Héraðinu flytti úr fjórðungnum með tæknivæðingu og breytingu í landbúnaði sem kallaði á færra fólk. Síðan hefur byggðin dregið að sér aðkomufólk í staðinn fyrir þá sem leita sér að starfsvettvangi annars staðar. Afmælis Egilsstaðabæjar verður minnst með margvíslegum hætti á árinu, en það er óhætt að óska þeim sem stóðu að útgáfu nefndrar bókar til hamingju með það verk sem nú hefur verið unn- ið. Jón Kristjánsson. RððiisHptl • RððuvSiprðlr* • Ný tækni í límdum rúðum Elías Þór Elísson, bifreiðasmiður Smiðjuseli 5 - Fellabæ. Sími 471-1696 ILAFEUE Vatnskassa og bensíntankaviðgerðir Gerurn við og seljum nýja vatnskassa. Gerum einnig við bensíntanka og gúmmíhúðum að innan. Alhliða blikksmíði. Blikksmiðjan Grettir Ármúla 19, 568-1949 og 568-1877 Sérsmíði og vtðgerðir. ALLT PLAST S © Kænuvogi 17 • Sími 588 6740 Umsjón: Sigurborg Kr. Hannesdóttir, sími 471-2143 01 V C V Frá fjöldaferðamennsku til grænnar ferðamennsku - fyrri hluti Nú í seinni tíð heyrist æ oftar talað um svokallaða græna ferðamennsku. Hvað þýðir það annars? Em það þeir sem koma bara í bakpokaferðir, eða eru það til dæmis þeir sem fara keyr- andi um hálendið, e.t.v. á bensíni sem þeir hafa komið með heiman frá sér? Það er ekki alltaf augljóst hvað er átt við með hugtakinu græn ferða- mennska, en við skulum skoða það örh'tið nánar í þessum pistli og næsta. Eftir heimsstyrjöldina síðari varð sprenging í ferðaþjónustu. Uppbygg- ingin og eftirspumin varð einna mest á sólarströndum þar sem hver ferða- mannastaðurinn af öðrum spratt upp. Það voru byggð hótel, sundlaugar, vegir og afþreying, t.d. veitingahús, skemmtigarðar, dýragarðar og skemmtistaðir. Mikið af fjármagninu til uppbyggingarinnar kom frá er- lendum fyrirtækjum því hótelkeðjur og aðrir fjárfestar sáu sér hag í því að taka þátt í þessu „lottói“ um nýja og vaxandi markaði. En það var oftar en ekki lítið tillit tekið til heima- manna, þeirra menningar og óska. Þeir lögðu ekki til fjármagnið og höfðu þess vegna lítinn atkvæðisrétt. Þeir gátu kannski fengið vinnu, en þó ekki alltaf, því iðulega var ,,hæ íara“ vinnuafl flutt inn í landið. Það vom þá helst óþrifalegustu og verst borg- uðu störfrn sem lágu á lausu. Ferðamenn flykktust í stómm hóp- um á þessa vinsælu ferðamannastaði. Heilu farmamir af fólki komu með flugvélum og rútum. Öllum var smalað saman í hóp í skoðunarferðir og allskyns „grísaveislur“ og það voru ekki margir möguleikar til að vera einn með sjálfum sér. Að ekki sé nú talað um að blanda geði við innfædda, tja nema kannski einn eða tvo barþjóna sem lærðu nöfn gest- anna strax á öðmm degi. Þeir sem voru ferðamenn á þess- um stöðum fundu svo sem ekki mik- ið fyrir því þó menning heimamanna væri fótum troðin. Það var næstum hægt að vera á slíkum ferðamanna- stað án þess að það skipti nokkru máli í hvaða landi hann var. Hótelið, barinn, skemmtanalífið, og sundlaug- in eða ströndin var allt á sínum stað og það var fyrir mestu. Þetta var hin dæmigerða fjölda- ferðamennska. Eftir því sem árin liðu fór sól sumra ferðamannastað- anna að hníga, en þá byggðust bara nýir upp. Ferðaskrifstofur sáu sér leik á borði og hurfu á brott með öll sín viðskipti því nýir staðir þurftu að kynna sig og buðu sérstaklega lágt verð. I auglýsingum og bæklingum ferðaskrifstofanna var því svo slegið upp með stórum stöfum: „NYR ÁFANGASTAÐUR“. Kannski misstu einhverjir vinnu vegna þessa, en það var sjálfsagt algjört aukaatriði. Þó svo að fjöldaferðamennskunni sé hér lýst í þátíð, er hún enn við lýði. Þó er núna komið að hennar sól að hnigna og mótvægið er græna ferða- mennskan. En um hana verður fjall- að í næsta pistli. Austfírðingar ath! munið hagstæðu fargjöldin Bónus kr. 8.330,- Egilsst. - Reykjavík - Egilsst. (ath. háð skilyrðum) Beint flug daglega kl. 1 5.00 frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. 46 sæta vél, m/ jafnþrýstibúnaði ISLANDSFLUG 00 3 í áhöfn. A/lar nártari upplýsingar ísímum: 471-2333 (ísl.flug Egi/sstaðir) 477-1800 (ísl.fluq Neskaupstaður) 570-8090 (ís/.flug Reyk/avík)

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.