Austri


Austri - 04.09.1997, Síða 6

Austri - 04.09.1997, Síða 6
6 AUSTRI -KYNNINGARBLAð Egilsstöðum, 4. september 1997. Sævar Sigbjarnarson Rauðholti - Hjaltastaðahreppi Byggjum upp sterka samfélagsheild með fjölskrúðugu mannlífi og atvinnuháttum Ágætu sveitungar og nágrannar Með þessum línum ætla ég að vekja athygli á nokkrum atriðum, sem mér finnast skipta máli þegar við greiðum atkvæði um sameiningu sveitarfélaga á Austur- Héraði 6. sept. nk. Hver er munurinn á þörfum manna í sveit og þéttbýli? Þegar talið berst að sameiningar- málum heyrist alloft að bæjarmálin á Egilsstöðum séu eitthvað sem ekki komi okkur sveitamönnum við og ekki muni málefni okkar njóta mik- ils skilnings í þéttbýlinu. I krafti fólksfjöldans muni þéttbýlisbúar ráðskast með okkur að vild og ekki hlusta á óskir þeirra sem í sveitun- um búa, ef af sameiningu verður. En hvaða fólk er þetta, sem á heima í Egilsstaðabæ? Fljótt á litið sýnist mér meiri hluti þess vera upprunninn í sveitum Hér- aðsins. Foreldrar okkar systkini og böm og dagleg samskipti gera það að verkum að hér er eitt samfélag sem ég held að sé farsælast að reyna að stjóma með hagsmuni heildarinn- ar fyrir augum. Ekki vil ég þó draga úr því að margt er með öðmm brag í sveit en bæ og það er ekki meining þeirra sem vilja sameiningu sveitarfélag- anna á þessu svæði að ráðast neitt gegn því og þurrka út allan mismun. En mikill meirihluti þeirra verkefna sem sveitarstjórnir eru að fást við eru þau sömu, því er það mikil tíma- sóun að vera að leysa þau á mörgum stöðum samtímis. Það eru nefninlega sömu þarfir hjá fólki á flestum sviðum hvar sem það býr. Á hinn bóginn stendur ekkert í stað í mannlegu samfélagi og sér- hæfing starfa vex jafnt og þétt. Þeg- ar ég hugsa til breytinganna sem hafa orðið á þeim 27 árum sem ég hef verið í sveitarstjórn, þá dettur mér helst í hug samlíking við tré með mörgum greinum, þar sem var ein grein fyrir aldarfjórðungi eru nú vaxnar 10 nýjar og vegna þessa greinafjölda í stjómkerfinu þyrfti oddviti sem á að sinna öllum málaflokkum, að hafa yfirmann- lega þekkingu og hæfileika, ef honum ætti að takast það í hjá- verkum svo vel sé. Því auðvitað getur ekkert hundrað manna samfélag (eða svo) greitt odd- vita sínum hálf árslaun hvað þá heil. Hversu vænt sem okkur þykir um okkar litlu hreppsfélög verð- um við að gera okkur grein fyrir því að tími þeirra er liðinn og við verðum að leita annarra leiða til að viðhalda sérstöðu og töfrum sveitalífsins, heldur en halda dauðahaldi í óbreytt stjómkerfi að þessu leyti. Og þá held ég vegi þungt að við berum gæfu til að vinna saman að því að móta stjómkerfi hins nýja sveitarfé- lags, sem ég trúi að verði stofnað eftir 6. september í haust. Auðvitað eru ekki allir sammála um það skref. Kosningabarátta er hluti að heilbrigðu mannlífi í lýð- ræðisríki. Að kunna ekki að una úr- slitum kosninga er aftur á móti van- þroski eða skapgalli, sem ég trúi að ekki verði til að tefja það vanda- sama, en vonandi skemmtilega verk, að fullvinna starfsreglur fyrir hið nýja samfélag (sveitarmálasamþykkt og skipurit). Ég vil nota þetta tækifæri og þakka samstarfsfólkinu í sameining- arnefndinni fyrir samstarfið. Það var ekki alltaf lognslétt en einkennd- ist samt af vilja til að skilja og sætta margs konar sjónarmið. Ég vil sérstaklega vekja athygli á því, að samkomulag varð um það að heimilt sé að skipa 3ja manna heimanefndir í gömlu hreppunum og um það mun verða spurt í skoðana- könnun samhliða kosningunum 6. sept., hvort kjósendur telja eftirsókn- arvert að svo verði gert. Hvert hlutverk þeirra verður er ekki fullmótað frekar en margt ann- að, en fastbundið að formaður slíkr- ar heimanefndar sé fulltrúi „sinnar sveitar“ í fimm manna landbúnaðar- og samgöngunefnd, sem starfar fyrir sveitarfélagið í heild. Þessir þrír menn fá umsagnar eða ákvörðunar- vald eftir atvikum í sérmálum hverr- ar „þinghár" t.d. fjallskilastjórn. Næsta misseri getum við vonandi notað til þess að fullmóta þetta og margt fleira á farsælan hátt fyrir heildina. Kannski er þó meira raunsæi að segja næstu misseri, því að sjálfsögðu verður reynslan ólygnust. Þá er að víkja að fjármálunum. Einhver borgari með fangamark- ið Í.Í.E. setur fram hressilega gagnrýni á málflutning okkar sameiningarsinna í Austra 14.8. sl. og spyr formlegra spurninga um fjármálin. Ég vel þann kost að svara þessum spurningum óbeint á þessa leið: 1. Eignir og skuldir, taka ekki breytingum við að uppfær- ast á einu blaði í stað fimm áður. Hitt er annað mál að skuldir eru of miklar, að mínu mati, þótt á landsvísu verðum við ekki í hópi illa staddra sveitarfélaga. 2. Tekjur og gjöld. Tekjur aukast um nokkrar milljónir (6-8) að óbreyttum reglum Jöfnunarsjóðs og vonandi meira en það af völdum góðæris. Við álítum líka að rekstr- argjöldin verði markvissari. Þ.e.a.s. tekjurnar muni nýtast betur. Þessa rýmkun á fjárhag má nota á þrennanhátt: 1) Lækka skuldir. 2) Auka þjónustu. 3) Auka fram- kvæmdir. Ég tel fyrsta kostinn brýnastan. Þjónusta greidd með lánsfé er verri en engin þjónusta! því þá erum við að ræna böm okkar. Því vara ég hér og nú við þeirri hugsun. Á hinn bóginn vona ég að þjónustu megi samt auka, þótt við göngum markvisst í að lækka skuld- ir eitthvað á hverju ári, vegna meiri tekna og betri nýtingar á þeim. Svo opinberar I.I.E. áhyggjur sem hann eða hún mun ekki vera ein um: Verða ekki þessir afdalir og útnes þungur baggi á þéttbýlissamfélag- inu? Þama sjáum við hina hliðina á veggnum eða skilrúminu sem sumir vilja reisa á mörkum þéttbýlis og strjálbýlis, til þess að halda þeirri hugsun frá, að hér sé um eina sam- félagsheild að ræða. Ég held við eigum bara að rífa þennan skilvegg, þótt við hlúum að sér einkennum hvers svæðis frekar en að reyna að afmá þau. Viður- kennum líka að öll þjónusta getur ekki orðið með nákvæmlega sama hætti hverjar sem vegalengdimar em og þeir sem búa afskekkt eru gjaman að sækja fremur eftir þeim lífsgæð- um, sem ekki er hægt að veita í þröngbýlinu t.d. víðemum óspilltrar náttúm. Á það má líka benda að af- koma litlu afskekktu hreppanna hef- ur yfirleitt verið betri fjárhagslega. Við leysum ekki allan vanda með metingi og samanburði, en ég hef þá trú að þeir sem hér eru og verða í forystu, munu leitast við að leysa mál að sanngimi og víðsýni. Sigurður Arnarson Eyrarteigi - Skriðdalshreppi Sameiningarmál Um leið og gengið verður til atkvæða um sam- einingu Egilsstaðabæjar, Hjaltastaða-, Eiða-, Valla- og Skriðdalshreppa verður gerð könnun á hug kjósenda varðandi nafn á nýtt sveitarfélag ef af sameiningunni verður. Kjósendur munu fá sérstakt blað í hendur þar sem verða nöfn, sem tillögur hafa áður komið fram um, og eru menn beðnir að merkja við nokkur nöfn og númera þau. Jafnframt verða á könnunarblaði þessu spurningar til að kanna ástæður kjósenda fyrir viðhorfum til sameiningarinnar. Töluverðar hreyfingar eru nú í gangi á Austurlandi um sameiningu sveitarfélaga. Nýlega samþykktu íbúar Tunguhrepps, Hlíðarhrepps og Jökuldalshrepps að sameina þessi þrjú sveitarfélög í eitt. Nú er komið að íbúum Egilsstaða, Eiðahrepps, Hjaltastaða- hrepps,Skriðdalshrepps og Valla- hrepps að stíga þetta mikilvæga skref. Kröfur um aukna þjónustu sveitarfélaganna verða æ meiri. Auk þess hafa fjölmörg verkefni færst frá ríki á hendur sveitarfé- laga á undanförnum árum. Til þess að þau geti sinnt þeim verk- efnum af myndarskap er mikil- vægt að þau séu í stakk búin að taka við þeim. Lítil sveitarfélög, með litla samtryggingu, eru í eðli sínu verr undir slíka yfirtöku verkefna búin. I þessu sambandi má minna á að í Skriðdal eru 54 á kjörskrá, 43 í Hjaltastaðaþinghá, innan við 100 í Eiðahreppi og rétt rúmlega 100 í Vallahreppi. Flestir sveitarstjórnarmenn gera sér grein fyrir þessu og nú ríður á að íbúar þessara sveitarfélaga, svo og Egils- staða láti ekki hrepparíg og gamlar kreddur villa sér sýn. Geta sveitarfélaga til að veita þá þjónustu sem af þeim er krafist ræðst af rekstrarafkomu þeirra. Ut- hlutunarreglur Jöfnunarsjóðs sveit- arfélaganna hvetja til sameiningar sveitarfélaganna. Á meðan við þrá- umst við verður Héraðssvæðið allt af milljónum króna á ári hverju, sem nýta mætti íbúum til heilla. Atvinnuþróun síðustu ára hefur verið á þá lund að enn fleiri sækja vinnu sína á þétt- býlisstaði. Þéttbýliskjaminn er í þessu tilfelli Egilsstaðir. Þétt- býlið og dreifbýlið geta ekki án hvors annars verið. Egilsstaðir eiga afkomu sína undir sveit- unum í kring að þakka. Bærinn byggist fyrst og fremst upp af þjónustu við dreifbýlið. Á sama hátt geta sveitarfélögin ekki án Egilsstaða verið. Þang- að sækja menn alla sína þjón- ustu og auk þess í æ ríkara mæli, vinnu sína. Nú er komið að því að stíga sameiningar- skrefið til fulls í átt að jákvæðri þróun stjórnsýslunnar og til bættrar þjónustu og hagræðis fyr- ir íbúa svæðisins. Segjum já í kjör- klefanum 6. september næstkom- andi.

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.