Austri


Austri - 04.09.1997, Blaðsíða 12

Austri - 04.09.1997, Blaðsíða 12
Jafnþrýstibúnaður - 46 sæta - 3 áhöfn „ „ cnrir ÍSLfíNDSFLUG Sími 471-2333 V Fellabæ Sími 471-1623 Fax 471-1693 y Kurl Árni Vilhjálmsson sem lengi var læknir á Vopnafirði tók sér nær aldrei sumarfrí. Þó kom að því, þegar hann var kominn á efri ár, að hann ákvað að taka sér frí í nokkra daga. Hafði hann þá samband við Viimund Jónsson landlækni og bað hann að útvega fyrir sig af- leysingamann. Líklega hefur Árni hitt illa á landlækni, því hann hafði allt á hornum sér og sagðist engan afleysinga- mann hafa, enda þyrftu hér- aðslæknar manna síst á sumar- leyfi að haida þar sem ævi þeirra væri í raun samfellt sumarleyfí. Árni sagði fátt, þakkaði fyrir sig og Iagði á. Þegar nokkur ár voru liðin frá þessum atburði lét Árni af störfum fyrir aldurs sakir. Stóðu þá læknamál á Vopna- firði þannig, að ekki var öruggt með eftirmann. Þá barst Vil- mundi landlækni svohljóðandi skeyti: „Nú, nú, Vilmundur, nú gefst þér tækifæri til þess að taka þér sumarfrí - Vopna- fjörður er laus ! Árni.“ Slátrun hafin á Foss- völlum Um 800 dilkum var slátrað á Fossvöllum í síðustu viku ágúst- mánaðar og buðu verslanir KHB upp á sláturafurðir og kjöt af nýslátruðu um sl. helgi. Þann 2. september sl. hófst síðan haustslátr- un, en áætlað er, að um 37 þúsund dilkum verði slátrað á Fossvöllum á þessu hausti og á því verki að vera lokið þann 24. október. Þá tekur við slátrun á fullorðnu fé, en ekki er enn ljóst hversu margt það verður. Þá verður um þrjúþúsund fjár af svæð- inu slátrað utan svæðis vegna út- flutnings og skiptist það þannig að 1000 dilkar fara í sláturhúsið á Húsavík en um 2000 dilkar til slát- urhúss KASK á Höfn. Um 60 manns vinna við slátrunina, en óvenju illa gekk að fá fólk til starfa. Sáturhússtjóri er Stefán Pálmason. KHB verður áfram með Sláturhús Suðurfjarða á Breiðdalsvík á leigu. Þar er fyrirhugað að slátra um 10,500 fjár og hefst slátrun þann 15. september nk. Áætlað er að þar taki sláturtíð mánuð og ljúki um miðjan október. Sláturhússtjóri á Breiðdals- vík verður Stefán E. Stefánsson. m RCWELLS RA , VERÐ ÞJONUSTA KRINGLAN 7 • SIMI 5 88 44 22 Ný frystigeymsla Kambfell hf. á Reyðarfirði er um þessar mundir að byggja nýja 3000 m3 frystigeymslu. Byrjað var á verkinu í maí og er miðað við að geymslan verði komin í gagnið í lok september. Bjöm Armann Olafsson, segir félag- ið hafa verið komið í þrot með pláss fyrir frosnar afurðir, sérstaklega þeg- ar loðnu og síldveiðar standi sem hæst. Það hafi komið fyrir að sleppa yrði vinnu við frystingu í einn til tvo daga sökum skorts á geymsluplássi. Með samningum við KHB um geymslu á frosnum kjötafurðum, í eldri geymsl- um Kambfells, var með góðu móti hægt að ráðast í þessar framkvæmdir. Landsleikur í Neskaupstað Laugardaginn 6. september verður í fyrsta skipti landsleikur í handknattleik á Austurlandi, nán- ar tiltekið í Neskaupstað. Það eru frændur vorir og erkifjendur á handboltavellinum, Danir, sem att verður kappi við. Landsleikur þessi er haldinn í tengslum við 40 ára afmæli HSÍ og hefst hann kl. 13 í íþróttahús- inu í Neskaupstað. Austfirðingar fá nú loksins tækifæri til að fylgjast með 1. flokks handknattleik á heimavelli, en viðureignir Dana og Islendinga eru jafnan bráðspennandi, og er skemmst að minnast tveggja leikja í undankeppni síðasta heimsmeist- aramóts. Lögmenn þinga á Egilsstöðum Félag lögfræðinga á Norðurlandi og Austurlandi hélt aðalfund sinn í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum um helg- ina. Félagið var stofnað árið 1994 og eru allir lögfræð- ingar búsettir á svæðinu frá Hrútafirði til Skeiðarár fé- lagsmenn. Rúmlega 30 manns sóttu fundinn. Sú hefð hefur skapast að fylgja aðalfundinum eftir með fræðslu- erindi og var að þessu sinni fjallað um hálendi Islands frá lögfræðilegu sjónarmiði, en stór hluti hálendisins heyrir undir landsfjórðungana tvo sem félagssvæðið nær yfir. Fyrirlesari var Tryggvi Gunnarsson hæstaréttarlög- maður í Reykjavík. I erindi sínu gerði hann grein fyrir stjómarfrumvarpi til laga um þjóðlendur og ákvörðun eignamarka þjóðlenda og afrétta. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi á síðastliðnum vetri, en var ekki afgreitt og verður lagt fram aftur á komandi þingi. Við gerð frumvarpsins var stuðst við álit nefndar sem starfað hefur frá árinu 1984. Þá kom Tryggvi inn á nokkur mál sem höfðuð hafa verið vegna eignarhalds og réttar til nýtingar á hálend- inu og rakti þá dóma sem gengið hafa. Fram að þessu hefur aðalfundurinn verið haldinn á Akureyri, en var nú fluttur til Egilsstaða og er meiningin að hann flytjist milli staða á félagssvæðinu í framtíðinni. Um undirbúning og stjóm fundarins sáu lögmennimir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Hilmar Gunnlaugsson. Ný stjóm Lögfræðingafélags- ins er þannig skipuð: Ólafur Birgir Ámason, hæstaréttar- lögmaður á Akureyri, Jón ísberg, fyrrverandi sýslumað- ur Blönduósi, Ásgeir Pétur Ásgeirsson, héraðsdómari Akureyri, Berglind Svavarsdóttir, lögmaður Húsavík og Bjami Björgvinsson lögmaður Egilsstöðum. Fundarmenn utan við Hótel Valaskjálf. AustramyndAÞ wmm |—.-| | I I ; ’ ’ 1 Heimasíða Austra. http://eldhorn.is/austri . GLERAUGU ÚR & KLUKKUR SKART & GJAFAVARA Skólaúr - irtikið úrval Vekjaraklukkur / G-SHDCK SÍMI471-2020 /471-1606 FAX471-2021 LAGARÁSS-PÓSTHÓLF96- 700EGILSSTAÐIR CASIO Baby G-Shock í tnörgum litum /> G-SHOCK

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.