Austri


Austri - 04.09.1997, Blaðsíða 7

Austri - 04.09.1997, Blaðsíða 7
Egilsstöðum, 4. september 1997 AUSTRI -KYNNINGARBLAð 7 Halldór Sigurðsson Hjartarstöðum - Eiðahreppi Eflum austfírskt samfélag Þann 6. september næstkomandi munum við íbúar Héraðsins, sem búum austan Lagarfljóts, taka um það ákvörðun hvort við viljum búa saman í einu sæmilega fjölmennu sveitarfélagi með öflugum þéttbýl- iskjama, eða búa áfram í fjórum fá- mennum sveitahreppum og kaup- staðnum Egilsstöðum. Þetta verður lýðræðisleg ákvörðun þar sem einfaldur meirihluti mun ráða, kosið verður í fimm kjördeild- um og þar með er hægt að sam- þykkja eða fella sameininguna í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Þegar hefur verið ákveðið, að verði sam- einingartillagan felld í einu eða fleiri sveitarfélögum munu hin sem sam- þykkja, blása til nýrra kosninga. En hvers vegna emm við að velta fyrir okkur að brjóta upp þessi gömlu hreppamörk sem ganga eins og ósýnilegargirðingaryfírjörðina? Er ekki nauðsynlegt að hólfa landið niður í einhverskonar reiti svo hægt sé að vera með afmarkaðar stjóm- sýslueiningar? Jú ekki verður því á móti mælt, en einingarnar sem sumar telja aldur sinn í tugum ára en þó flestar í öldum standast ekki lengur tímans tönn vegna þess hversu fámennar og vanmegnugar þær em. Sameiginlegar ákvarðanir þurfa að fara til samþykktar í mörg- um sveitarstjórnum og eru því þungar í vöfum og frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fengist allt að 11 millj- ónum kr. meira árlega ef sveitarfé- lögin fimm rynnu saman í eitt. Lítum til baka um 10-15 ár og hugsum um hvernig atriði eins og samgöngur, fjarskipti og milliríkja- viðskipti hafa breyst í þá átt að koma fólki, vömm og fjármagni hraðar og í æ ríkari mæli milli áfangastaða. Við sem búum í fámenninu á Fljóts- dalshéraði verðum að vera meðvituð um það sem fram fer í kringum okk- ur, leggjast fast á árar og halda í það sem við höfum og ná meiru. Það getur ekki verið ásættanlegt að fólki á Austurlandi fækki ár eftir ár, það dregur úr okkur kjark og þor til að takast á við ný verkefni, einkum í at- vinnumálum sem aftur leiðir til minni tekna, minni menntunar og minni velmegunar á öllum sviðum. Með flutningi grunnskólans til sveitarfélaganna hefur komið í ljós að fámennari sveitarfélögin eiga erf- iðara að standa undir þeim rekstri en stóru sveitarfélögin, og ekki léttist róðurinn með yfirfærslu fleiri mála- flokka frá ríki til sveitarfélaga. Við sameiningu munu aftur á móti ýmsar leiðir opnast til að gera reksturinn hagkvæmari, bæði fyrir dreifbýlið og þéttbýlið. Til er húsnæði í skólunum á Hallormsstað og Eiðum sem nýta má betur, hæft starfsfólk sem nýtist betur þegar vinnustaðimir eru innan sama sveitarfélags og vinnuveitandi gjaman sá sami, ýmis þjónusta unn- in fyrir fleiri og þar með kostuð af fleirum, þá er ótalið það atriði þegar við förum öll að líta á okkur sem sveitunga sem eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta, þá fyrst er kom- in ný og sterkari eining. Þessi sameining er aðeins fyrsta, eða e.t.v. annað (Tunga, Hlíð og Jök- uldalur) skrefið í að sameina allt Héraðið. Á hinn bóginn er það á miklum misskilningi byggt að greiða atkvæði á móti þessari sameiningu vegna þess að menn vilja sameina allt Héraðið og e.t.v. Borgarfjörð, Seyðisfjörð og Reyðarfjörð. Þvert á móti mun þessi sameining flýta mjög fyrir því að fleiri hreppar koma til samstarfs og verði tillagan samþykkt hef ég trú á að til verði „Fljótsdals- hérað“ þar sem allir íbúarnir lúta einni sveitarstjóm innan mjög fárra ára. Þuríður Backman Egilsstaðabæ Hvers vegna sameining ? Sveitarstj órnarstigið Stjómskipulag íslenska lýðveldisins er í stöðugri mótun og hefur verið að þróast alveg frá stofnun þess. Aðild íslands að EES gerir okkur þátttakendur að öllum þeim breyting- um, sem nú eiga sér stað í Evrópu. Við erum hrifin með, sama hvaða rfkisstjóm eða sveitarstjórn situr við stjómvölinn. Þó margar mikilvægar ákvarðanir, sem snerta okkur öll, séu nú teknar af öðrum en íslenskum stjórnvöldum, þá getum við ráðið umfangi ákveðinna opinberra mála- flokka og hvort stjóm þeirra sé hjá ríki eða sveitarfélögum. Mörg undanfarin ár hafa talsmenn sveitarfélaganna óskað eftir fleiri verkefnum frá ríkinu og talið að það styrkti sveitarstjómarstigið. Verkefn- um fylgja störf og tekjur og þjónust- an færist nær fólkinu. Allur ríkis- rekstur og umsvif ríkisins hefur einnig verið í endurskoðun og þá sér- staklega nú síðustu árin. Þetta sam- anlagt hefur fært, og mun í auknum mæli færa, aukin verkefni og ábyrgð yfir á sveitarfélögin. Til þess að standa undir þessum verkefnum og auknum kröfum um bætta þjónustu á nær öllum sviðum, þá verða sveitar- félögin að hafa tekjur og mannskap til að standa undir tilskilinni þjón- ustu. Ef sveitarfélögin eru undir þessum mörkum, þá geta íbúarnir aldrei notið þess réttar sem þeir ann- ars eiga og sitja því ekki við sama borð hvað þetta snertir og þeir, sem búa í fjölmennari eða tekjuhærri sveitarfélögum. Jöfnunarsjóður Hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laga er þríþætt, þ.e. í fyrsta lagi bundin framlög, í öðru lagi sérstök framlög, m.a. til að greiða úr fjár- hagserfiðleikum sveitarfélaga, til kostnaðarsamra stofnframkvæmda hjá fámennari sveitarfélögum og til að bæta upp aukinn kostnað vegna breyttrar verkaskiptingar og í þriðja lagi til sveitarfélaga, sem hafa lægri skatttekjur en sambærileg sveitarfé- lög svo og til þeirra sem skortir tekj- ur til að halda uppi þeirri þjónustu sem eðlilegt má telja að sveitarfélag af þeirri stærð veiti. Úthlutun úr Jöfnunarsjóðnum bætir fjárhagsstöðu litlu sveitarfélaganna, en getur aldrei bætt aðstöðu íbúanna hvað varðar möguleika á að hafa aðgang að sér- fræðiþjónustu eða hlutlausri faglegri afgreiðslu mála vegna fámennis sveitarfélagsins. Úthlutunarreglur Jöfnunarsjóðsins hvetja til stækkunar sveitarfélaganna og má segja að Héraðssvæðið hafi orðið af tugi milljóna króna undan- farin ár vegna smæðar sveitarfélag- anna. Samvinna sveitarfélaga Samvinna sveitarfélaga á Fljóts- dalshéraði og Borgarfirði eystri er töluverð og hefur aukist undanfarin ár. Sveitarfélögin standa saman m.a. að rekstri Dvalarheimilis aldraðra, Minjasafns Austurlands, bókasafni og ferðamálafulltrúa. Þau hafa sam- eiginlega öldrunamefnd, heilbrigðis- nefnd, almannavarnir, brunavarnir, barnaverndarnefnd og beiðni um eina félagsmálanefnd liggur fyrir. Nýlega hófst vinna við svæðisskipu- lag og byggðaáætlun er að fara í gang og verið er að ganga frá lög- reglusamþykkt. Einstaka sveitarfélag tekur þó ekki þátt í þessum sameig- inlegu verkefnum. Oddvitasamstarfið er í nokkuð föstum skorðum, reglulegir samráðs- og upplýsingafundir, sem geta unnið að sameiginlegum málum í umboði sveitarfélaganna. Sumum þykir þetta samstarf vera orðið of umfangsmikið og kosti of mikið, en flest verkefni eru til komin annað hvort vegna hagræðingar fyrir svæðið í heild eða vegna þess að lítil sveitarfélög ráða ekki við þau ein. Allt samstarf milli sveitarfélaga er gott en getur aldrei komið í stað stærri og þar með sterkari sveitarfé- laga. íbúaþróun Á Austurlandi hefur orðið umtals- verð fólksfækkun hin síðari ár, mis- mikil eftir sveitarfélögum og hefur Héraðssvæðið ekki farið varhluta af því. Tvö sveitarfélög skera sig þó úr, því fjölgað hefur í Egilsstaða- og Fellabæ. Héraðssvæðið er löngu orðið eitt atvinnusvæði og má í raun bæta Seyðisfirði og Reyðarfirði við, þar sem æ fleiri keyra daglega á milli þessara svæða til og frá í vinnu. Snúum vörn í sókn Við verðum að snúa vöm í sókn til að spoma við fólksfækkun á lands- byggðinni og stækkun sveitarfélag- anna er ein leið til þess. Hagkvæmni og hagræðing í rekstri ásamt samnýtingu fasteigna og starfsmanna næst ekki nema innan sama sveitar- félags. Því stærri, sem einingin er því meiri möguleikar em á hagræðingu í rekstri. Stærra sveitarfélag er lík- legra til að ráða við og verða falin ný verkefni, sömuleiðis að það geti ráðið sérhæfða starfsmenn á ýmsum sviðum svo þjónusta sveitarfélags- ins verði bæði faglegri og skilvirk- ari. Félagsþjónusta sveitarfélaganna verður sífellt umfangsmeiri sam- hliða því sem kröfur um faglega þjónustu eykst. Þjónusta við fatlaða er næsta verkefni sem flyst yfir til sveitarfélaganna og fyrir lítil sveit- arfélög getur orðið erfitt að ráða eða hafa aðgang að þeim sérfræðingum, sem sú þjónusta kallar á. Flutningur grunnskólans yfir til sveitarfélaganna hefur kallað á við- brögð sveitarstjóma um allt land og komið af stað hugmyndum og um- ræðum um sameiningu sveitarfélaga. Hér á Héraði hefur mikil vinna verið í gangi og samstarfsnefndir um sameiningu sveitarfélaga skipaðar og þær skilað af sér tillögum,sem ekki hafa verið samþykktar fyrr en nú í seinni kosningunni um sameiningu Jökuldals-, Hlíðar- og Tunguhrepps. Hvað sem svo verður þar sem kosn- ingamar hafa, þegar þetta er skrifað, aftur verið kærðar. Samstarfsnefnd um sameiningu Hjaltastaða-, Eiða-, Valla-,Skriðdals- hrepps og Egilsstaðabæjar hefur skil- að af sér tillögum um sameiningu þessara sveitarfélaga og hafa sveitar- stjómimar nær einróma samþykkt þá tillögu. Kynning hefur farið fram á tillögunum og verður þeim gerð bet- ur skil fyrir kosningamar um samein- inguna þann 6. september n.k. Samhliða kosningunum um sam- einingu sveitarfélaganna verður kos- ið um nafn á hinu nýja sveitarfélagi. Frestur til að skila tillögu að nafni rennur út 1. ágúst nk. svo það er ekki seinna vænna fyrir þá, sem vilja koma tillögum á framfæri að skila inn tillögum á skrifstofu Egilsstaða- bæjar. Ef báðar þessar sameiningar ganga eftir þá verða 5 sveitarfélög á Hér- aðssvæðinu í stað 11 í dag þ.e. Fella, Fljótsdals- og Borgarfjarðarhreppar auk hinna tveggja nýju. Fulltrúar í samstarfsnefnd um sameiningu Hjaltastaða-, Eiða-, Valla-, Skriðdalshrepps og Egils- staðabæjar hafa unnið vel saman, lært hver af öðmm og náð lendingu í sátt og fullum skilningi. Eftir þessa vinnu er ég enn sannfærðari en áður um að hagsmunir íbúanna séu svo samofnir að það muni ekki taka lang- an tíma fyrir alla að skilja sérstöðu mismunandi hópa og taka tillit til sjónarmiða dreifbýlis- og þéttbýlis- búa. Ég vil hvetja alla íbúa þessara sveitarfélaga og vonandi væntan- legra sveitunga til að kynna sér til- lögurnar og séu þeir eftir þá kynn- ingu ekki hlynntir sameiningu sveit- arfélaganna, að gera þá upp við sig hvaða leiðir skuli fara til að draga úr fólksfækkun og efla byggð á svæð- inu Það er einlæg von mín og annarra bæjarstjórnarmanna á Egilsstöðum að niðurstöður kosninganna verði já- kvæðar og til verði nýtt sveitarfélag sem hafi frekari möguleika á að efl- ast og þjóna íbúunum enn betur en þau gera hvert um sig í dag. Með síðsumarkveðju Þuríður Backman forseti bæjarstjómar á Eg.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.