Austri


Austri - 04.09.1997, Blaðsíða 2

Austri - 04.09.1997, Blaðsíða 2
2 AUSTRI Egilsstöðum, 4. september 1997. Menntun - byggð - atvinna Á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi voru málefni háskóla í fjórðungnum til sérstakrar meðferðar. Nefnd hefur unnið að athugun á þessu máli á vegum sam- bandsins og því hefur verið hreyft á Alþingi með þingsá- lyktunartillögu um fræðslumiðstöð háskólastigsins hér í fjórðungnum. Það er ekki að ófyrirsynju að þessi mál eru tekin til með- ferðar. Það er alveg ljóst að þekking er undirstaða atvinnu og framfara, og bresti hún býður það stöðnun heim. Þekk- ingaröflun þarf einnig að laga að nýjum veruleika meðal annars í upplýsingatækni og fjarskiptum. Gamla mynstrið, þar sem langskólanám var undirbúningur fyrir embættis- mannastéttina í landinu gengur ekki lengur. Tækniframfarir eru mjög hraðfara og breyta vinnuaðferð- um og daglegu lífi fólks hraðar heldur en hægt er að gera sér grein fyrir í fljótu bragði. Nú orðið gengur fólk ekki út úr skólum menntað fyrir lífstíð. Símenntun og endur- menntun eru orð sem heyrast æ oftar í umræðu dagsins. Hver og einn hefur þörf á því að bæta við þekkingu sína, sama hvað vel hefur verið að verki staðið í skólagöngunni. Háskóli er margslungin stofnun, og til að skapa há- skólaumhverfi þarf mikið til. Stofnun Háskólans á Akur- eyri var farsælt skref á sínum tíma, og úti á landi finnst nám á háskólastigi á afmörkuðum sviðum svo sem í Samvinnu- háskólanum á Bifröst og í búvísindadeildinni á Hvanneyri. Á aðalfundi SSA var kynnt könnun sem gerð var á vegum Háskólans á Akureyri á þörf fyrir háskólanám á Austur- landi. Könnunin var á ýmsan hátt athyglisverð, þótt halda þurfi áfram og kanna ákveðna þætti nánar. Þar kom í ljós að forsvarsmenn fyrirtækja telja þörf fyrir háskólamenntað fólk, og einnig vakti það athygli að mjög litlu fjármagni fyr- irtækja er varið til þróunarmála, en slíkt starf kallar á fólk með háskólamenntun. Fram kom að smæð fyrirtækja sem þátt tóku í könnuninni gæti verið ein ástæðan fyrir þessari útkomu. Sá tónn var í umræðum á fundinum að fyrst í stað bæri að stefna að fræðslumiðstöð háskólastigsins í tengslum við há- skóla annars staðar og hún yrði jafnframt miðstöð símennt- unar og endurmenntunar í fjórðungnum. Þetta gæti verið skynsamlegt skref í upphafi. Atvinnulíf sem byggir á þekkingu sem aflað er á fram- haldsskólastigi og háskólastigi er grundvöllur byggðar og nútíma samfélags. Því er þetta háskólamál, ásamt skipu- lagi framhaldsskólanna á Austurlandi eitt brýnasta málið sem vinna verður að um þessar mundir. J.K. Steinboginn í Virkisfellinu hruninn Ferðamenn staddir í Sigurðarskála í Kverk- fjöllum hrukku heldur betur við á sunnudags- morguninn þegar stein- bogi utanvert í toppi Virk- isfells hrundi með tilheyr- andi hávaða og skriðuföll- um. Skálinn stendur við rætur fellsins og fylgdist Þórhallur Þorsteinsson frá Egilsstöðum með grjót- hruninu af skálahlaði, en nokkur myndarleg björg stöðvuðust á neðri brún fellsins rétt ofan við skál- ann. Þórhallur dró þegar þá ályktun að steinboginn væri hruninn. Reyndist það rétt vera þegar betur var að gáð, en ekki sá upp á topp fellsins fyrir þoku þegar ósköpin dundu yfir. Nokkur dæmi eru um að fjallageitur og ofurhugar hafi látið sig hafa það að ganga út á steinbogann. Síðastur til þess að ganga á Virkisfell var Bragi Björgvinsson, ferðafélagi Þórhalls, sem brá sér yfir bogann, þegar hann gekk á Virkisfell daginn fyrir hrunið og varð þá ekki var við neitt óvenjulegt. Þórhallur hafði samband við Veðurstofuna til að forvitnast um, hvort orðið hefði vart við jarðhræringar á svæðinu og reyndist svo ekki vera. Það er víst að margir unnendur Kverkfjalla- svæðisins koma til með að sakna steinbogans sem óneitanlega setti sinn svip á Virkisfellið, en svona er landið okkar stöðugt að breyta um svip. Sumarferð Kjördæmissambands Framsóknarmanna á Austurlandi • 'iu..;•- h s» u.i'- Hin árlega sumarferð verður farin í Hornafjörð og Lón dagana 6. og 7. september nk. Rútuferð verður frá Norðfírði og Egilsstöðum og ekið með strönd . Kl. 14.30 á laugardag verður komið til Hafnar í Homafirði. Kl. 15.00 mætast við Sindrabæ Landsstjóm- og þingflokkur Framsóknarflokksins, heimamenn í Austur-Skaftafellssýslu og félagar í sumarferðinni og fara saman inn í Haukafell og planta þar trjám í minningu Ásgríms Halldórssonar (trjáplöntur verða til sölu á staðnum). Kl. 18.00-20.00 býður Halldór Ásgrímsson til teitis í Sindrabæ í tilefni af 50 ára afmæli sínu. Allir velkomnir. Að loknu teiti Halldórs verður farið að Stafafelli í Lóni þar sem gist verður um nóttina. Þá er komið að okkar árlegu grillveislu, en með þeirri breytingu að nú koma allir með sinn mat sjálfir. Kvöldvaka. udaginn, 8. september, verður farið í Stafafellsfjöll og Illakamb, komið aftur að Stafafelli um kl. 15.00. Reiknað er með að rútan verði á Egilsstöðum um kl. 20. Ferðalok. Frá Norðfiröi Frá Eskifirði Frá Reyðarfirði Frá Egílsstöðum Frá Reyðarfirði Frá Fáskrúðsfirði Frá Stööuarfirði Frá Breíðdalsuík Frá Djúpauogi Komið til Hafnar kl. 8.00 kl. 8.20 kl. 8.40 kl. 9.30 kl. 10.00 kl. 10.45 kl. 11.15 kl. 12.00 kl. 12.45 kl. 14.30 Uerö fyrir sæti frá Egs, Norðf. Esk. og Rf. kr. 3.800,- Uerö fyrir sæti frá Fáskr. - Stf. og Brd. kr. 2.800,- Uerð fyrir sæti frá Djúpauogi kr. 2.400,- Gisting í Stafafelli Svefnpokapláss í rúmi kr. 800,- Uppbúið rúm kr.1,400.- Verð fyrir ferð í Stafafellsfjöll kr. 1.700,- pr mann Eftirtaldir einstaklingar t aka við skránin gum í ferðina: Ólafur Sigurðsson Svínafelli s.478-1760 Bjöm Kristjánsson Höfn s.478-1110 Ragnhildur Steingrímsdóttir Djúpavogi s.478-8810/8801 Soffía Rögnvaldsdóttir Breiðdalsvík s. 475-6677/6639/6689 Albert Geirsson Stöðvarfirði s.475-8830 Amfríður Guðjónsdóttir Fáskrúðsfirði s. 475-1180 Þórarinn Pálmason Fáskrúðsfirði s. 475-1246 Guðmundur Bjamason Reyðarfirði s. 474-1472 Einar Bjömsson Eskifirði s. 476-1452 Sigrún Júlía Geirsdóttir Norðfirði s. 477-1812 Óla Biörg Magnúsdóttir Seyðisfirði s. 472-1217 Þórhalla Snæþórsdóttir Egilsstöðum s. 471-1155/2585 Vígdís Sveinbjömsdóttir Egilsstöðum s. 471-1580 Bjöm Aðalsteinsson Borgarfirði s. 472-9972 Jósep Jósepsson Vopnafirði s. 473-1550 Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.