Austri


Austri - 04.12.1997, Page 1

Austri - 04.12.1997, Page 1
Verið velkomin Verslanir fyrir þig 42. árgangur Egilsstöðum, 4. desember 1997. 44. tölublað Verð í lausasölu kr. 150 Hraðfrystihús Eskifjarðar kaupir rækjuverksmiðju Stefnt að 100% afkastaaukningu Hraðfrystihús Eskifjarðar hefur fest kaup á nýlegri rækjuverksmiðju í Noregi og er það hluti af endumýj- un rækjuverksmiðju fyrirtækisins. Haukur Björnsson, rekstrarstjóri, segir verksmiðjuna hafa staðið rétt hjá Hammerfest, en búið er að taka hana í sundur og er hún væntanleg í gámum til Islands innan skamms. Haukur segir að það eigi að setja rækjuverksmiðju Hraðfrystihússins upp í nýju húsnæði, sem svari betur kröfum markaðarins. Ekki er nægi- legt pláss í núverandi húsnæði til að koma fyrir hlutum eins og t.d. eftir- frystingu. Afkastaaukning í nýrri verksmiðju verður veruleg, 6-7000 tonn á ári, og afkastar norska verk- smiðjan um helmingi þess. Afkasta- getan í allt eykst á hinn bóginn um 100% frá því sem nú er. Ætlunin er að nýja verksmiðjan verði tekin í notkun næsta sumar, en kostnaður við að koma henni upp er að sögn Hauks alltaf um 100 millj- ónir. „Þetta verður gjörbylting. Við verðum með rækjuverksmiðju af flottustu gerð á landinu. Við viljum alltaf vera fremstir ef við mögulega getum,“ segir Haukur. ■í. ;;í ; ;;; ;:;;;;;; Það hefur lítið veiðst af sild að undanförnu, en þegar Ijósmyndari Austra átti leið fram hjá fiskvinnslunni Friðþjófi á Eskifirði nýverið var allt ífullum gangi við tilfœrslu tunna. Einn starfsmaðurinn sýndi blaðasnápinum þó að það var ekki mikið í tunnunum og jafnhnattaði eina, enda allar galtómar enn sem komið er. Austramynd: sbb Skýrsla Byggðastofnunar um búferlaflutninga Fimmtimgur Aust- firðinga ætlar burt Sameining Austur-Skaftafellssýslu Um 90% sögðu já - kjörsókn dræm á Hornafirði Skv. skýrslu sem nefnist Búseta á Islandi - Rannsókn á orsökum bú- ferlaflutninga, og var unnin fyrir Byggðastofnun af Stefáni Olafssyni prófessor, kemur í ljós að 21% Austfirðinga ætla að flytja úr fjórð- ungnum á næstu tveimur árum. Þar að auki langar 17% að flytja sig um set og 25% hafa hugleitt það. Astandið í þessum málum er verst hér á Austurlandi og á Vestfjörðum, þar sem hlutfallið er svipað, en langfæsta langar að flytja frá höfuð- borgarsvæðinu og Vesturlandi. Helstu ástæður sem menn gefa fyrir þeirri ætlan sinni að flytjast burt eru atvinnumál, menntakostir og almenn lífs- gæði. Það er tekið fram í skýrsl- unni að mjög ólíklegt sé að svo stór hluti íbúa flytji brott þegar á hólminn er komið, enda væri það mjög mikil aukning frá því sem verið hef- ur. Hafa verður í huga að brottflutningur er meiri á hverjum tíma en heildarfækkun íbúa vegna þess að hverjum straumi brott fylg- ir straumur í gagnstæða átt. Það er á hinn bóginn ljóst að mikils rótleysis gætir hjá íbúum fjórðungsins, í það minnsta í ein- hverjum byggðarlögum hans. í skýrslunni segir að miðað við þau svör sem fengust við spurningum um búferlaflutninga má gera ráð fyrir að brottflutningur verði áfram mikill af Vestfjörðum og Austfjörð- um. Sameining Borgarhafnar-, Bæjar- og Hofshreppa og Homafjarðarbæjar var samþykkt með miklum meirihluta í kosningum sl. laugardag. 89,2% kjósenda sögðu já, en 8,9% nei. Þar með er öO Austur-Skaftafellssýsla orð- in eitt sveitarfélag. Sturlaugur Þorsteinsson, bæjarstjóri á Höfn segist eðlilega vera ánægður með úrslitin. Hann segir úrslitin í Ör- æfúnum hafa vakið mesta athygli, en 92% kjósenda þar samþykktu samein- inguna. Fyrirfram var talið að úrslitin þar gætu orðið tvísýn. „Þar var mesta fylgið, sem er athyglisvert. Öræfingar hafa ákveðið að koma af fullum krafti inn í þetta,“ segir Sturlaugur. Kjörsókn var ákaflega dræm á Homafirði, einungis 37,4% kjörbærra manna mættu á kjörstað. Sturlaugur segir áhugaleysið þar hafa verið ákveðin vonbrigði. „Hins vegar ef miðað er við þann áhuga sem ég hafði fundið fyrir þá er ég ánægður með þessa kjörsókn, ég var hræddur um að þetta gæti orðið enn minna.“ Nú á eftir að finna nafn á nýja sveitarfélagið og segir Sturlaugur að þar séu skiptar skoðanir. Kjósendum gafst kostur á því að skrifa á at- kvæðaseðlana hugmyndir síh- ar að nafni og verða niður- stöður þeirrar könnunar gerð- ar opinberar eftir helgina. Nokkur nöfh hafa verið nefnd og hefur Homafjörður oftast verið nefndur í því sambandi. Sturlaugur segir þó að það séu alls ekki allir sammála því. Sameiningin tekur formlega gildi 6. júní nk. og fram að þeim tíma þarf að huga að ýmiskonar samræmingu. Sveitarfélögin hafa haft mikinn sam- eiginlegan rekstur fýrir, þannig að íbú- ar munu líklega finna lítið fyrir sam- einingunni. Ibúar nýja sveitarfélagsins em um 2500 og verður þetta annað stærsta sveitarfélag á Austurlandi, næst á eftir nýsameinuðu sveitarfélagi Eskfirð- inga, Norðfirðinga og Reyðfirðinga. Eskifirðingar mótmæla auðlindaskatti Þann 2. desember sl. samþykkti bæjarstjóm Eskifjarðar ályktun þar sem hún lýsir yfir and- stöðu við þá hugmynd að setja sérstakt veiðileyfagjald á veiðar úr norsk-íslenska síldarstofhin- um. Telur bæjarstjómin að auðlindaskattur á sjávarútveginn sé hið mesta óráð og komi ekki til greina. í ályktuninni segir, að veiðileyfagjafd á fiskistofna sé sérskattur á sjávarútvegsfyrirtækin, starfsmenn jreirra til sjós og lands og jreirra sveitarfélaga, sem mest eiga undir í sjávarútvegi. Veiðileyfagjald verði því fyrst og fremst skattur, sem auka muni enn á misvægi búsetuskilyrða milli landshluta. Allir bæjarfúlltrúar samþykktu ályktunina að undanskildum fulltrúa Alþýðu- flokksins sem sat hjá. w Vörutegund Eining Tilboðsverð Verð áður Mr. Muscle ofnhreinsir 300 ml 275 320 Mr. Muscle eldhúshreinsir 500 ml 248 325 Mr. Muscle glerhreinsir 500 ml 246 262 Goddard koparfægilögur Goddard silfurfægilögur Goddard fægiklútur Tilboðs- verð 125 ml 278 125 ml 278 1 stk. 316 Eining verð áður ' B Johnson Parkett bón 500 ml 369 420 Johnson Klar gólfbón 500 ml 369 420 Pledge húsgagnaáburður 250 ml 219 256 Pledge tekkolía 150 ml 248 310 Pledge viðarsápa 500 ml 239 268 Verslanir

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.