Austri - 04.12.1997, Qupperneq 2
2
AUSTRI
Egilsstöðum, 4. desember 1997.
Útgefandi: AUSTRI Tjamarbraut 19. 700 Egilsstaðir.
Sími 471-1984. Fax 471-2284.
Netfang: austri@eldhorn.is
Heimasíða: http://www.eldhorn.is/austri
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson.
Útgáfustjóri: Jörundur Ragnarsson
Blaðamenn: Amdís Þorvaldsdóttir,
S. Bjöm Blöndal, Marinó Marinósson
Áskriftarverð pr. mán. kr. 550.-m/vsk.
Setning og umbrot: Austri
Prentun: Dagsprent
Efni skal helst skila í tölvutæku formi (DOS, Wordl eða vélrituðu.
Austri er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða.
Sameining í
Austur Skafta-
fellssýslu
Austur Skaftafellssýsla er orðin eitt sveitarfélag með því að
sameining allra hreppa í sýslunni var samþykkt með yfirgnæf-
andi meirihluta í kosningum um síðustu helgi. Samstaða
fólksins í sýslunni skiptir miklu máli. Hún kemur ekki á óvart
í þessu tilfelli. Samstarf sýslunnar allrar, gegn um sterka
sýslunefnd, var langþróað og farsælt og í raun tekur ný sveitar-
stjórn nú við þeim verkefnum.
Hafnarhreppur er eitt af þeim sveitarfélögum sem tekið hef-
ur að sér tilraunaverkefni í ríkum mæli. Sú reynsla er góð og
margir horfa til reynslu þeirra af rekstri heilsugæslu og félags-
legra húsnæðismála og að annast málefni fatlaðra. Ljóst er að
með stækkuninni verður sveitarfélagið enn sterkari heild, þótt
vegalengdir séu miklar innan þess og um 200 kílómetrar séu
frá Hvalneshorni vestur á Skeiðarársand. Stórfljótin hafa ver-
ið sigruð og það skiptir sköpum í þessu sveitarfélagi, þótt brú-
in yfir Hornafjarðarfljót sé barn síns tíma og þarfnist endur-
nýjunar.
Eins og áður segir sýndu úrslit kosninganna mikla samstöðu
íbúanna um að stíga það skref sem nú er orðið staðreynd.
Ljóst er að fólkið gekk ekki óhugsað til þessa leiks og voru
forystumenn í dreifbýlissveitarfélögunum búnir að gera sér
grein fyrir því hvaða þjónustu þeir vildu að rekin yrði í hinu
nýja sveitarfélagi, til dæmis í Öræfum sem er það sveitarfélag
sem fjærst liggur þéttbýlinu á Höfn.
Það er athyglisvert að nú gengur yfir mikil sameiningar-
bylgja án þess að nokkur þrýstingur sé frá stjórnvöldum þar
um. Skiptir þar mjög um frá því fyrir fjórum árum þegar mikl-
ar áætlanir voru gerðar að tilstilli félagsmálaráðuneytisins og
allsherjar sameiningarkosningar fóru fram. Ut úr þeim kom
sáralítið. Vafalaust hefur þó umræðan þá undirbúið jarðveg-
inn fyrir það sem síðar varð, en það er þó alveg ljóst að rétt
stefna er að stjómvöld grípi ekki inn í þessi málefni með vald-
boði eða ofurþrýstingi. Farsælast er að fólkið gangi til þessa
leiks sjálfviljugt og mikil nauðsyn upp á samstarfsanda í nýju
sveitarfélagi.
Þær sameiningarkosningar sem verið hafa á Austurlandi nú
upp á síðkastið vekja athygli um allt land, ekki síst vegna ríkr-
ar samstöðu fólksins í byggðarlögunum. Vafalaust hafa þær
mikil áhrif bæði fyrir austan og annars staðar. Það skal þó
endurtekið að fólkið og forystumenn þess í sveitarfélögunum
verður að eiga frumkvæðið að frekari viðræðum og ekki er rétt
af fulltrúum ríkisvaldsins að blanda sér í þessi mál til dæmis
með valdboði um lágmarksíbúatölu í sveitarfélögunum.
íbúum Austur- Skaftafellssýslu eru hér færðar bestu óskir um
farsæld í nýju sveitarfélagi.
J.K.
Hæsta jólatréð 14,40 m
Starfsmenn Skógræktar ríkisins
á Hallormsstað vinna nú baki
brotnu við að höggva jólatré handa
Austfirðingum. Skúli Björnsson,
skógarvörður, segir að í ár verði
höggvin milli 1000 og 1100 tré.
Helmingur þess er rauðgreni, um
30% blágreni og tæp 20% stafa-
fura. Þetta er svipað magn og á
síðasta ári.
Þá eru höggvin um 50 torgtré,
sem eru yfir 3 m og er hæsta tréð
eins og venjulega fyrir utan Vöru-
hús KHB á Egilsstöðum, sitka-
greni sem mælist 14,40 m. Þetta er
að öllum líkindum hæsta íslenska
jólatréð sem fellt er í ár, en þó er
hugsanlegt að Sunnlendingar geti
fundið stærra tré, sem er þeim mik-
ið kappsmál, af skiljanlegum or-
Það hefur verið stefna KHB árum saman að hafa hœsta jólatré sem fellt er í
Hallormsstaðaskógi fyrir utan vöruhús sitt á Egilsstöðum. Hér er Völundur
Jóhannesson að snyrta tréð áður en það fer ífótinn. Austramynd: sbb
sökum. Austurland, en eitt fer í útflutning.
Skúli segir að trén, sem eru Það er ríflega 5 m fjallaþinur sem
hoggin á Hallormsstað og í ná- Egilsstaðabær gefur vinabæ sínum
grenni fari nánast öll hingað á í Færeyjum, Runavik.
Félagsmál samvinnu-
hreyfingarinnar
Nýlega boðaði Samband ís-
lenskra samvinnufélaga til fundar á
Selfossi þar sem tekin voru fyrir
félagsmál samvinnuhreyfingarinn-
ar. A fundinn mættu stjórnarfor-
menn flestra samvinnufélga innan
Sambandsins. Megin áhersla var
lögð á:
- Að efla samráð og tengsl í
starfi samvinnufélaga
- Skipulagningu fræðslu- og ráð-
stefnuhalds
- Að koma á námskeiðum fyrir
stjórnendur og starfsfólk
- Stórauka upplýsingastarfsemi
og virkja hinn almenna félags-
mann
- Að Sambandið verði að nýju
öflugur málsvari samvinnuhreyf-
ingarinnar.
í samtali við AUSTRA sagði Eg-
ill Olgeirsson, formaður Sam-
bandsins, að á fundinum hefðu ver-
ið miklar og hreinskiptar umræður
um stöðu samvinnuhreyfingarinn-
ar. Hann sagði samvinnuhreyfing-
una hafa gengið í gegnum mikið
erfiðleikatímabil og miklar breyt-
ingar á undanförnum árum. Egill
sagði að á fundinum hefðu fulltrúar
verið sammála um að nú væri kom-
ið að kaflaskilum og samvinnu-
menn horfi fram á nýja öld með
það að markmiði að nýta sér mögu-
leika upplýsingatækninnar til þess
að gera samvinnuhreyfinguna hæf-
ari og framsækna til framtíðar.
Egill sagði að fundurinn hefði
ályktað um framtíðarhlutverk Sam-
bandsins, um fræðslu og kynning-
arstarf á þess vegum og hverning
ætti að fjármagna starfsemina mið-
að við að Sambandið væri ekki í
beinum atvinnurekstri. Fundurinn
áréttaði að þrátt fyrir uppgjör Sam-
bandsins væri samvinnustarf í
landinu öflugt. Aðildarfélög innan
Sambandsins eru um 20 talsins og
félagsmenn um 27 þúsund. Mörg
kaupfélaganna eru með umfangs-
mikla starfsemi og meðal stærstu
og öflugustu fyrirtækja í sínum
byggðarlögum, sama má segja um
mörg þau fyrirtæki sem urðu til úr
deildum Sambandsins að þau eru
meðal öflugustu fyrirtækja landsins
hvert á sínu sviði.
í framhaldi af fundinum á Sel-
fossi hélt svo stjórn Sambandsins
fund þar sem að verkáætlun fyrir
árið 1998 var samþykkt. Egill
sagði ákveðið að opna þjónustu-
skrifstofu fyrir aðildarfélögin og
ráða starfsmann. Þá hefði verið
ákveðið að standa að námskeiðum
fyrir stjórnarmenn og starfshópa
samvinnufélaganna ásamt ýmsum
öðrum félagslegum þáttum til sam-
ræmingar samvinnufélögunum. Eg-
ill sagðist að lokum vera bjartsýnn,
það væri mikið afl í íslensku sam-
vinnustarfi og því hlutverk Sam-
bandsins mikilvægt í að stuðla að
sem bestum árangri samvinnufé-
laga og efla samvinnuformið sem
valkost í íslensku atvinnulífi til
frambúðar, samvinnufólki og
landsmönnum öllum til hagsbóta.
Hallormsstaðaskóli 30 ára
Sigfús Grétarsson, skólastjóri, afhenti elsta starfsmanni skólans, Ingibjörgu
Sigurðardóttur, sérstaka viðurkenningu, en hún hefur starfað við skólannfrá upphafi.
í ár eru liðin 30 ár frá því að
grunnskólinn á Hallormsstað tók
til starfa. Það var í janúar 1967, en
þá var kennsluhlutinn og helming-
ur heimavistar fullbúinn, en öll
byggingin var tekin í notkun
haustið 1967. Fjórir hreppar stóðu
að byggingu skólans, Fellahrepp-
ur, Fljótsdalshreppur, Skriðdals-
hreppur og Vallahreppur, en Fella-
hreppur dró sig út úr samstarfinu
1974. Framkvæmdir við bygging-
una hófust vorið 1964.
I tilefni af þessu var efnt til sam-
komu í skólanum sl. föstudag.
Meðal gesta voru alþingismenn-
irnir Egill Jónsson og Hjörleifur
Guttormsson og Einar Már Sig-
urðsson, forstöðumaður Skóla-
skrifstofu Austurlands. Þeir lofuðu allir það starf sem
unnið hefur verið í skólanum og þökkuðu skólastjór-
anum sl. 12 ár, Sigfúsi Grétarssyni vel unnin störf, en
hann mun hverfa til annarra starfa um næstu áramót.
Haldin voru erindi um sögu skólans og gamlir nem-
endur rifjuðu upp andann í skólanum fyrstu árin. Þá
afhentu hreppamir þrír, sem enn standa að skólanum,
formlega íþróttamannvirki sem nýlega voru tekin í
notkun. Nemendur skólans unnu yfirgripsmikla sýn-
ingu um breytingar á skólastarfi, umhverfi og sam-
göngum í síðustu viku og var afrakstur þeirrar vinnu
opinberaður við þetta tækifæri.