Austri


Austri - 04.12.1997, Page 5

Austri - 04.12.1997, Page 5
Egilsstöðum, 4. desember 1997. AUSTRI 5 Rokk 5 Kirkwood hafði sigur í síðustu viku var haldin hljóm- sveitakeppnin Rokk 5 í Menntaskól- anum á Egilsstöðum. Sex hljóm- sveitir höfðu skráð sig til leiks. Hver hljómsveit átti að leika þrjú lög og hið minnsta eitt frumsamið. Verðlaun voru veitt fyrir bestu hljómsveit, athyglisverðustu hljóm- sveit og svo fyrir fæmi á rokkhljóð- færin fjögur. Hljómsveitirnar sex voru allar ágætar, en þó miságætar. Flestir mættu til leiks með frumsamið efni, en einhverjir höfðu ekki haft það af að berja saman lög fyrir keppnina og létu sér slagara nægja. Að mati dómnefndar var það hljómsveitin Kirkwood sem stóð upp úr og voru þeir vel komnir að sigrinum, þétt og gott band sem mætti vel æft til leiks, með ágætis lög. Athyglisverðasta hljómsveitin var Lebensraum, en þar voru á ferð ME- ingar í eldri kantinum. Þeirra tónlist var nokkuð frábrugðin öðr- um þetta kvöld, og ekki skemmdu hápólitískir félagsádeilutextar fyrir. Svanur D. Vilbergsson, úr hljóm- sveitinni Steinþór, var valinn besti gítarleikarinn, Magni Asgeirsson, besti söngvarinn, Hafþór Helgason úr sömu hljómsveit, var valinn besti trommarinn og Garðar Valbjörns- son, úr pönkhljómsveitinni Lebens- raum, besti bassaleikarinn. Hljómsveitin Steinþór. Svanur Vilbergsson var valinn gítarleikari keppninnar. A ustramynd:JIS Kynlegir kvistir í stuði Jón Arngrímsson heldur teiti Menntskælingar á Egilsstöðum hafa um langt skeið haldið svo- kallaðar 1. des. hátíðir og var það gert með pompi og prakt sl. föstu- dag. Þema skemmtiatriða var á kynlegum nótum og m.a. sýndu Valgeir Skúlason, kollegi í bransanum, og Jón Arngrímsson. Margir komu saman til að samfagna Jóni á þessari hátíð. Austramynd: sbb Það er ekkert grín að vera svín, eins og Frank N. kemst að í Rocky Horror. Lagskonur og menn reyna að styrkja klœðskiptinginn eftir bestu getu. Myndir: Lilja Kjerúlf nokkrir nemendur hæfni einnig á sviðinu. sína í varasamræmingu ME-ingar skemmtu sér vel und- („lip sync“) við tónlist úr ir borðum og á eftir var haldinn Frank N. Further, leikinn af Garðari Val. Rocky Horror Picture dansleikur með Duran Duran Páll Óskar var ekki mikið sennilegri. Show- Nokknr nánast klónunum í hljómsveitmm Moon naktir karlmenn sáust Boots. Jón Amgrímsson, tónlistarmaður, hélt útgáfuteiti í Golfskálanum á Ekkjufelli sl. laugardag. Vinir og vel- unnarar Jóns voru mættir til að samfagna honum. Jón var að halda upp á útgáfu síðasta disks síns, sem var gefinn út í nafni hljómsveitarinnar Nefndin. Hann heit- ir „Frá báðum hliðum“ og kom út sl. sumar. Þessi disk- ur hefur verið háður þeim örlögum að mikið hefur verið um gölluð eintök og er það fyrst nú sem þau mál eiga að vera komin á réttan kjöl. Þá em liðin tvö ár frá því að Jón gaf út sinn fyrsta disk, „Þetta gengur ekki lengur“ og til að kóróna þessa hátíð þá hélt hann um leið upp á að 25 ár em liðin síðan hann byrjaði í hljómsveitarbransanum. Jólahlaðborð í Húsó Nk. laugardag 6. des. mun verða boðið upp á jóla- hlaðborð í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert, en það hefur verið stefna í skólanum undanfarin ár að hver hópur sem er í matreiðslu fái nasaþef af því hvemig er að reka veitingahús. Jólahlaðborð eiga sívaxandi vin- sældum að fagna og er upppantað allar helgar í des- ember á fjölda veitingahúsa um allt land. Forstöðu- menn skólans töldu því að það væri nauðsynlegt að upprennandi veitingamenn fengju að kynnast þessu fyrirbæri. Boðið verður upp á hefðbundinn jólamat, svína- steikur og hangikjöt. Þá em allar líkur á að einhverj- ar tilraunir verði gerðar með hreindýrakjöt. Herleg- heitin hefjast kl. 17 og er rétt fyrir áhugasama að panta sér borð hið fyrsta. Þá verður hin hefðbundna sýning á afrakstri ann- arinnar þann 13. desember. Þar gefur að líta handa- vinnu nemenda, auk þess sem boðið er upp á kaffi- veitingar. Laugardaginn 6. og sunnudaginn 7. desember nk. Forsala í versluninni Birtu Lagarási 8. Og hjá kórfélögum Athugið að miðaverð er lægra í forsölu Pekkir einhver þessar konur? Myndin hér að ofan er líklega tekin upp úr 1915 og sýnir hún konur á saumanámskeiði hjá Guðrúnu Gísla- dóttur á Seyðisfirði. Myndin er úr myndasafni Guðlaugar S. Sigurðardóttur frá Hjartarstöðum (síðar hús- móður í Beinárgerði á Völlum) og er hún önnur frá v. í efstu röð. Einnig er þekkt Guðrún Gísiadóttir sem er þriðja frá v. í miðröð. Ef lesendur kannast við einhver andlit í þessum föngulega hópi eru þeir vinsamlegast beðnir að hafa samband við Ljósmyndasafn Austurlands, Hrafnkel eða Amdísi í síma 471-1417.

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.