Austri - 04.12.1997, Síða 7
Egilsstöðum, 4. desember 1997
AUSTRI
7
Pétur Guðvarðsson Snjóholti
Gróðurhúsa-
áhrifín
Tölvukaup fyrir jólin
Mikill fjörkippur hleypur nú í
umræðuna um svokölluð gróður-
húsaáhrif, sem eiga að stafa af los-
un ýmiskonar lofttegunda út í and-
rúmsloftið, og á lofttegundin koltví-
sýringur (C02) að vera þeirra
hættulegust þar sem hún er sögð
hindra „hitaútgeislun" jarðarinnar
og þar með valda því að hiti safnist
upp, þar til allt er komið á suðu-
mark, eða hvað?
Gróðurhús gegna sama hlutverki
og önnur hús, að mynda skjól fyrir
vindinum því það er vindurinn sem
kælir með því að dreifa hitanum. í
loftinu er hins vegar ekkert skjól.
Koltvísýringur er hluti af loftinu
og lýtur nákvæmlega sömu eðlis-
lögmálum og loftið sjálft og hefur
því jafn mikið eða lítið einangrun-
argildi eins og það.
Allar jurtir binda koltvísýring.
Það er frumskilyrði alls lífs á jörð-
inni. Ef veður hlýnar þá vaxa jurt-
imar hraðar og verða stærri og
gróskumeiri og binda þar með
koltvísýring hraðar. Hlýrra veðurfar
þýðir líka meiri uppgufun og þar
með meiri úrkomu sem örvar
sprettu gróðursins enn meir. Þama
er þannig innbyggt jafnvægiskerfi,
sem ekki verður raskað.
Ef koltvísýringur hindrar hitaút-
geislun frá jörðinni myndi hann þá
ekki einnig hindra hitageislun til
jarðar frá sólinni? Ætti það þá ekki
að valda kólnandi veðurfari en ekki
hlýnandi?
En þetta em allt óþarfa vangavelt-
ur, því hiti getur ekki safnast upp,
hann geymist ekki. Víðast á jörðinni
er vandamálið að hita upp og halda
hita í húsum manna, einnig gróður-
húsum. I hitabeltinu er víða mjög
heitt meðan sólin skín, en um leið
og hún sest kólnar jafnvel niður fyr-
ir frostmark sums staðar. Þetta á sér
skýringu í þeirri staðreynd að heitt
loft er léttara en kalt og stígur því
upp og því heitara sem það er því
örar stígur það.
I háloftunum er fimbulkuldi. Hit-
inn lækkar að jafnaði um eina gráðu
fyrir hverja hundrað metra sem ofar
dregur. Sé miðað við 0°C þá er
10°frost í eins km hæð, í 10 km hæð
er þá komið 100°frost. Það er ekki
meiri hæð en það að flugvélar fljúga
oft hærra. Loft sem er -100° er létt-
ara en loft sem er -110° og leitar því
Smáar
Einbýlishús á Djúpavogi til sölu
Til sölu er 130 m2 íbúð 60 m2 bflskúr á neðri
hæð og 20 m2 sólstofa (plexigler). Tilboð
óskast. Upplýsingar hjá Kristjáni í síma 852-
2559
Tilboð óskast í Peaugut 505, 8 manna árg.
1987, með bilaða vél. Nánari upplýsingar í
síma 471-2171
Tilboð óskast í leigu á túnum Eyjólfsstaða á
Völlum næstkomandi sumar. Upplýsingar í
síma 471-1732
Til sölu
Chervolett Monza árgerð ‘88. Verðhugmynd
100 þúsund. Góður bfll. Upplýsingar í síma
478-1751
Til sölu
4 herbergja íbúð á Brekkunni á Akureyri. Laus
strax. Upplýsingar í síma 464-4292
Til sölu sófasett 3-2-1 á kr. 8-1Ö þús.
Upplýsingar í síma 471-1986.
upp fyrir það. Svona mætti halda á-
fram að telja upp staðreyndir, sem
sýna að óttinn við gróðurhúsaáhrif
og ofhitun jarðarinnar er ástæðu-
laus, alveg sama hver efnasamsetn-
ing loftsins er. Náttúran fer sínar
eigin leiðir og sér um sig sjálf,
þarfnast ekki aðstoðar mannanna,
enda geta menn lítið hjálpað þótt
þeir tylli fæti á jörðina í lítið brot úr
augnabliki miðað við jarðsöguna.
Hvers vegna þyrla menn upp slíku
moldroki og það gegn betri vitund,
því vísindamenn viðurkenna greið-
lega að allt þruglið sé ósannað og
geti því allt eins verið rangt?
Lönd hafa sokkið í sæ af öðrum
ástæðum en bráðnun ísa, en það
gæti verið efni í annan pistil.
Kenningin um gróðurhúsaáhrif
lofttegunda verður að rökstyðja
mun betur en gert hefur verið, helst
sanna hana svo óyggjandi sé, áður
en lengra er haldið. Vilji einhver
gera athugasemd við það, sem hér
hefir verið sagt, væri æskilegt að
birta það hér í Austra annars er ekki
víst að það komi fyrir sjónir undir-
ritaðs.
Nýjustu fréttir herma að nú sé
hlýrra á heimsskautasvæðunum en
verið hafi í heil 400 ár. Þetta þarf
engan að undra. 400 ár er aðeins ör-
lítið brot af jarðsögunni. Tíðarfarið
sveiflast dag frá degi ár frá ári. Það
koma hlýindaskeið og kaldari tíma-
bil. Isaldir margar og einhvemtíma
hefur verið mun hlýrra á norðurslóð
en verið hefur nú um skeið. Það
sýna t.d. leifar af jurtum sem vaxa í
mun hlýrra loftslagi en nú er.
Hverju reiddust goðin ...?
Nú þegar jólin em að ganga í garð er kominn tími til
að huga að tölvukaupum, fyrir sjálfan sig eða sem gjöf
handa öðmm. Margar íslenskar tölvuverslanir hafa
komið sér upp heimasíðu til að auka þjónustu við við-
skiptavini. Meðal þeira stærri má nefna Einar J.
Skúlason, sem hefur sína heimasíðu á slóðinni
„http://www.ejs.is", Nýherji hefur síðu á
Hver er á myndinni?
Halldóra Gunnarsdóttir, Höfn, baö Austra aö birta nokkrar
myndir sem varöveittar eru í dag á Skjalasafninu á Höfn.
Fólkiö á myndunum átti sennilega heima á Hornafiröi hér
áöurfyrr en safniÖ vantar nöfn á því.
Þeir sem hugsanlega geta þekkt einhverja á myndunum eru
vinsamlegast beönir aö hafa samband viö Halldóru Gunn-
arsdóttur í síma 478-1711.
„http://www.nyherji.is", Aco á
„http://www.aco.is" og Apple Umboðið á
„http://www.apple.is". Meðal annarra tölvu-
sala má nefna Gagnabanka Islands
(„http://www.smart.is/gbi/"), Tölvukjör
(„http://www.itn.is/tolvukjor/") og Nett
(„http://www.nett.is/").
Ef þú vilt finna fleiri verslanir vil ég benda
þér á að leita á heimasíðu Gulu Línunnar sem
er að finna á slóðinni „http://www.gulalin-
an.is".
Sveit Herðis hf. sigur-
vegari í Bikarkeppni
BSA1997
Úrslitaleikurinn í Bikarkeppni Bridgesam-
bands Austurlands var háður á Vopnafirði
laugard. 29. nóv. 1997. Til úrslita kepptu sveit
Landsbankans Vopnafirði og sveit Herðis hf.
Fellabæ.
Leiknum lauk með sigri Herðismanna, 113
gegn 86.
Sigursveitina skipuðu: Pálmi Kristmannsson,
Guttormur Kristmannsson, Stefán Kristmannsson,
Bemhard N. Bogason og Hlynur Garðarsson.
f sveit Landsbankans Vopnafirði voru: Ólafur
Sigmarsson, Stefán Guðmundsson, Þórður Páls-
son og Gauti Halldórsson.
Stöðvarfirði l.des. 1997;
Hafþór Guðmundsson.
Beint innval hjá
Hönnun og ráðgjöf
Síðastliðið eitt og hálft ár hefur
Póstur og sími boðið upp á svokall-
aða samnetsvæðingu (ISDN). Fyrsta
fyrirtækið á Austurlandi til að nýta
sér þessa þjónustu er Hönnun og
ráðgjöf hf. á Reyðarfirði, en við-
skiptavinir geta nú náð símasam-
bandi við fyrirtækið með beinu inn-
vali. Til að byrja með verður þessi
þjónusta aðeins á skrifstofu fyrirtæk-
isins á Reyðarfirði, en ákveðið hefur
verið að setja upp sams konar sím-
stöð á skrifstofu Hönnunar á Egils-
stöðum. Beint innval þýðir að hægt
er að hringja beint í ákveðna aðila
innan fyrirtækisins. Fram kemur
hvaðan hringt er og möguleikar em
á að fá enn frekari upplýsingar með
númerabirtingunni. Til þess að geta
nýtt sér samnetsvæðingu þarf að
kaupa nýjar símstöðvar og taka upp
svokölluð samnetsnúmer. Samnets-
væðing bætir símaþjónustu fyrir-
tækja og minnkar vinnu við sím-
svörun á skiptiborði þar sem hægt er
að ná inn beint.
Hönnuit og ráögjöf á Reyöarfiröi erfyrstfyrirtœkja á Austurlandi til aÖ nýta sér sam-
netsvœöingu. F.v. Gunnar Þór þjónustustjóri si'mans, Arni Ragnarsson tœknimaöur
Pósts og síma ásamt Kára Óttarssyni og Jóhannesi Pálssyni hjá Hönnun og ráögjöf.
Glókollur á flækingi
í haust flæktist fugl er nefnist glókollur til landsins og gerði hann sig
heimakominn hjá RARIK á Egilsstöðum. Þessi tegund er útbreidd í
barrskógabelti Evrópu og það hefur bmgðið við að hann sjáist hér á
landi, þó ekki sé það oft. Halldór Walter Stefánsson, fuglaáhugamaður,
segir að reynt hafi verið að merkja fuglinn með merkjum sem passa á
músarindil, en þau hafi verið of stór. Hann telur að glókollurinn sé þó
mjög svipaður að stærð og músarindill, en lappimar séu ívið minni.