Austri - 04.12.1997, Page 8
Upplýsingar og bókanir í sima 471 1122
Þegar þú flýgur með
íslandsflugi try9Q«**
þú áfram hagstæð
fargjöld á
fiugteiðum
innaniands
ISLANDSFLUG
gerír fíeirum fært aö fijúga
Egilsstöðum, 4. desember 1997.
44. tölublað.
Enginn fangaði orminn
- verðlaunaféð hœkkað?
Ýmsar athyglisveröar myndir bárust íkeppnina og hér er ein þeirra. Dœmi nú hverfyrir
sig hvort það er Lagaifljótsormurinn sem þarna er á ferð.
Úrslit í ljósmyndasamkeppni Eg-
ilsstaðabæjar, um það hver næði
mynd sem væri óyggjandi af Lag-
arfljótsorminum, voru kynnt sl.
laugardag. Skv. tillögu Brodda
Bjarnasonar, bæjarfulltrúa, ákvað
bæjarstjóm Egilsstaða, fyrr á árinu,
að veita verðlaun að upphæð kr.
500.000,- fyrir þessa mynd.
í ávarpi sem Helgi Halldórsson,
bæjarstjóri, flutti við opnun sýning-
ar á þeim myndum sem bárust,
sagði hann að 14 myndir hefðu
borist í keppnina. I september var
skipuð nefnd til að dæma myndim-
ar, en hana skipuðu Helgi, Broddi
og Sigurður Mar.
Það er skemmst frá því að segja
að nefndin komst að þeirri niður-
stöðu að engin af þeim myndum
sem bámst væri óyggjandi af Lag-
arfljótsorminum. Því fékk enginn
500 þúsundin, en Helgi sagði að
bæjarstjórn myndi taka það til at-
hugunar að verðlaunaféð yrði hækk-
, ,Þetta er eins og flór og ég vil beina
því til Vegagerðarinnar að moka þenn-
an flór sinn sem fyrst“, segir segir
Guðmar Ragnarsson bóndi á Sandi í
Hjaltastaðaþinghá, sem ráðleggur veg-
farendum sem ætla sér á Borgarfjörð
að keyra Tunguna. Kurr er nú í Hjalta-
staðaþinghármönnum yfir ástandi veg-
arins frá Eiðum út í Sand. Vegurinn
hefur verið nánast ófær frá því í haust
sakir dmllu og á nokkmm stöðum á
að. „Eftir að hafa skoðað þessar
myndir erum við sannfærðir um það
að á næstu ámm fæst mynd af Lag-
arfljótsorminum, og hún verður
óyggjandi,“ sagði Helgi.
Þá ákvað bæjarstjórnin að verð-
launa þrjár myndir sem bárust í
Bóndastaðahálsi hafa myndast í hann
holur sem em hreinlega slysagildmr
þeim sem ekki þekkja til. Að sögn
Guðmars er ástæðan, óvenju vætu-
samt tíðarfar og leirkenndur ofaní-
burður sem veldur því að vatnið nær
ekki að síga niður. Myndast hefur á
veginum mikið dmllusvað og telur
Guðmar óhjákvæmilegt að keyrður
verði í hann nýr ofaníburður. Astandið
er verst á leiðinni frá Laufási út í Sand
keppnina, og munu sýningargestir
velja þessar myndir næstu tvær vik-
ur. Fyrstu verðlaun em 25 þús. kr.,
önnur verðlaun 15 þús. kr. og þriðju
verðlaun 10 þús. kr. Verðlaunin
verða afhent á Jólavöku Safnahúss-
ins 12. desembernk.
þar sem leiðin öll er nánast eitt dmllu-
dýki. Bflar sem fara um veginn verða
allir útataðir í leirkenndum aur sem
verður mjög harður ef hann nær að
þoma og em þess dæmi að skemmdir
hafi orðið á lakki á bflum. Málið var
nýlega tekið fyrir í hreppsnefnd
Hjaltastaðaþinghár með þeim lyktum
að sent var bréf til Vegagerðarinnar
þar sem þess er krafist að gerðar verði
útbætur hið fyrsta.
Borgarfjörður
Allir á kafi
í vinnu
Mikil vinna hefur verið á Borg-
arfirði í haust og því lítið tóm gef-
ist til menningarlífs. Tvö félög,
Kvenfélagið og slysavamardeild-
in Sveinungi efndu um síðast
liðna helgi til árlegrar uppákomu í
fjáröflunarskini, þar sem Kvenfé-
lagið var með bingó og kaffisölu
og slysavarnadeildin Sveinungi
með kökubasar. Einnig komu
nemendur grunnskólans við sögu
og héldu myndarlega tombólu.
Hjá Saltfiskvinnslu Karls Sveins-
sonar hefur verið mikið að gera í
haust, þar hefur þó sloppið til
með mannskap. Ágætlega aflaðist
í október, en þá komu á land um
130 tonn af þorski. Ekki hefur
gengið eins vel í nóvember og
hefur bræla hamlað sjósókn á
köflum.
Skólabygg-
ingu á Höfn
að ljúka
Ný viðbygging við Hafnarskóla
verður tilbúin eftir u.þ.b. mánuð.
Byggingin er 1000 m2 og er miðað
við að taka hana í notkun á næstu
önn. Áætlaður kostnaður er um 120
milljónir króna.
Sturlaugur Þorsteinsson, bæjar-
stjóri, segir að menn hafi sett sér að
einsetja grunnskólann á Höfn og
það hafi tekist með því að keyra
hluta nemenda í Nesjaskóla. Það
verður gert áffam en ef sá möguleiki
hefði ekki verið nýttur hefði þurft að
byggja helmingi stærra hús en gert
var.
Hjaltastaðaþinghá
Leirkenndur ofaníburður
veldur vandræðum
Nýja íþróttahúsið tekið í notkun
Fáskrúðsfirðingar hafa tekið í notk-
un nýtt glæsilegt íþróttahús og verður
það vígt og formlega tekið í gagnið
þann 13. desember nk. I húsinu er
handboltavöllur af löglegri stærð, ann-
ar tveggja á Austurlandi, enda mun
handknattleikur skipa stóran sess í
vígsluhátíðinni. En handknattleikslið
Hauka og FH í meistarafokki sækja
Fáskrúðsfirðinga heim í tilefni dagsins
og leika opnunarleikinn í húsinu og
fjölmargt fleira verður til skemmtunar.
Bygging íþróttahússins hófst í júlí árið
1995 og var ffá byijun stefht á að taka
það í notkun á árinu 1997. Bygging-
unni er lokið að öðru leyti en því að
efri hæð, sem bætt var ofan á þjón-
usturými í viðbyggingu, er ólokið. Frá
því að húsið var opnað hefur þar verið
mikið um að vera og hafa Fáskrúðs-
firðingar ekki síst yngri kynslóðin nýtt
þessa góðu aðstöðu. Umsjónarmaður
hússins hefur verið ráðinn Ölver Jak-
obsson.
til
kl. 23:30
alla
daga
V
Fellabæ
Sími 471-1623
Fax 471-1693
Kurl
Eins og kunnugt er hélt Egils-
staðabær uppá 50 ára afmæli sitt á
árinu. Margt var gert til að fagna
þessum tímamótum, haldnar sam-
komur, gefin út bók, ferðast og
margt fleira. Eitt var svo að bæjar-
stjóm ákvað að veita 500 þúsund
króna verðlaun ef einhver gæti lagt
fram mynd af Lagarfljótsorminum.
Um síðustu helgi var svo opnuð
sýning í Safnahúsinu á Egilsstöð-
um þar sem sýndar voru þær
myndir sem borist höfðu. í dóm-
nefnd vom auk Brodda Bjamason-
ar, sem átti hugmyndina, bæjar-
stjórinn Helgi Halldórsson og Sig-
urður Mar Halldórsson myndsmið-
ur. Ekki fannst nefndinni nein
myndanna 14 sem bámst sýna hinn
raunvemlega Lagarfljótsorm held-
ur bara eitthvað fals. Á hagyrð-
ingakvöldi í Tungubúð í Hróars-
tungu sl. laugardag kom Þorsteinn
Bergsson með smávísu um nefnd-
ina og ormana.
Fjórtán orma fengu að sjá
fals við myndir loddi.
Sjóðnum áfram sitja á
Siggi, Helgi og Broddi.
Samband ísl. samvinnufélaga er
af mörgum talið hafa liðið undir
lok. Sagt hefur verið að SÍS sé
bara eitthvert „skúffufyrirtæki"
heima á Húsavík. í Austra í dag
kemur í ljós að Sambandið er enn
við hesta heilsu og mun nú ein-
beita sér að félagsmálum innan
samvinnuhreyfingarinnar. Kurlrit-
ara barst smávísa til eyma þegar
ljóst var að SÍS er á lífi.
Almúginn er ekki vís
ýmsir eru að tala um lík.
En góðu lífi lifir SÍS
í læstri skúffu á Húsavík.
HRAÐ rnynd
Egilsstöðum, sími 471-1777
Afgreiðslutími:
Manud. - fimmtud. kl. 9-12:10 og 12:50-18.
Föstud. kl. 9-12:10 og 12:50-19.
Laugard. kl. 10-14.
Vm
P. O. Bojc 910 -121 Reykjavik
Söluumboð
Þú þarft ekki filmuna.
Auðvelt er að laga
rauð augu.
Myndgæðin eru eins og
þau gerast best.
Stækka myndir bæði í
lit og svurtu
Kodak
Einstök leið til að stækka
og hressa uppá
gömlu myndimar
Þú getur stækkað upp besta hluta
myndarinnar.
Mvndirnar eru unnar á meðan
þú bíður.
Fiimutilbuð:
Ný filma fyrir Zooin mvndavélar