Austri - 17.12.1998, Page 7
Egilsstöðum, 5. nóvember 1998
AUSTRI
7
og handavinna vönduð. Athygli
vekur Feneyjaútsaumurinn í dúk-
um í mörgum verslunum. Hann er
heimsfrægur.
Afgreiðslufólk er mjög lipurt og
háttvíst og mjög vel talandi á
ensku og þýsku, að ég heyrði. Sín
á milli tala Feneyingar ítalska
mállýsku, sem er sérkennileg
þannig að samhljóðarnir eru nærri
slípaðir burt úr orðunum. Mállýsk-
an er vart til á bók og er það hlið-
stætt við Luxemburg- málið, sem
er blendingsmál, aðeins talað af
íbúum og ekki til á bók.
Feneyingar fylgjast vel hver
með öðrum og geta jafnvel verið
smáborgaralegir. Erlend kona gift-
ist Feneyingi og bjó þar um skeið.
Hún sagði frá því síðar að hvert
sinn sem hún fór út á götu, fylgd-
ust þrjár föðursystur og tvær
ömmusystur manns hennar með
klæðnaði hennar og gátu tilgreint
eftir marga daga, hvernig hattur
hennar var á lit í hvert sinn.
Gripdeildir eru sjaldgæfar í
borginni og tekið er afar hart á
slíku.
Feneyjum má líkja við sköpun,
sem rís upp af hafinu á mótum
strauma hafs og lands. Margvís-
legir straumar mannlífs hafa um
hana leikið frá því bygging hennar
hófst við upphaf miðalda. þá lauk
fornöld með falli Rómarveldis, hið
heilaga rómverska ríki þýskrar
þjóðar hófst á legg, austrómverska
ríkið, ríki Öttómana, herhlaup
Napóleonsstyrjalda, yfirráð Aust-
urríkis og Italíu, að ógleymdum
tveimur heimsstyrjöldum og
möndulveldunum, allt hefur þetta
geisað kringum borgina, en hún
stendur ósnert og fögur, sem
minnisvarði menningar, verktækni
og mannlegra samskipta. Loftárás-
ir voru ekki gerðar á hana í seinni
heimsstyrjöldinni. Er vandséð
hvernig ástatt væri nú í Feneyjum,
ef slíkt æði hefði þangað náð.
Feneyjar eru mjög lítil borg,
minna en 10 ferkílómetrar að flat-
armáli. Henni tilheyrir allstórt
svæði á “fastalandinu”, þar er
Feneyjaflugvöllur og borgin
Nestre með stóru svæði að Fen-
eyjalóni. Þarna er raunar svefn-
borg Feneyinga, því þar búa um
180.000 manns, eða nærri þrisvar
sinnum fleiri en í Feneyjum sjálf-
um. Hvorug borgin getur án hinn-
ar verið. Talið er að nærri 40.000
manns streymi daglega milli
þeirra vinnu sinnar vegna. Mörg
þúsund manns vinna við það eitt
að flytja vörumagnið að borginni
og umbúðir frá henni til eyðingar
eða endurnotkunar. Flutningur til
verslana, frágangur og uppstilling-
ar taka sinn tíma og allt þarf að
vera tilbúið, þegar ferðamanna-
straumurinn flæðir yfir. En vör-
urnar eru fallegar og yfirleitt
vandaðar, þótt lélegt minjagripa-
dót sjáist líka.
Mikill áhugi er víða um lönd að
bjarga borginni og stórar peninga-
fúlgur eru lagðar fram árlega í því
skyni. Sumir segja að Feneyingar
séu svo vanir þessu, að þeir séu
orðnir kærulausir um framtíðina,
hugsi aðeins um líðandi stund,
finnist umheimurinn hugsa aðeins
um borgina, en álíti þá sjálfa
einskis virði.
I Bandaríkjunum er félag sem
nefnist Save Venice, eða, “Björg-
um Feneyjum.” Félagið leggur ár-
lega fram mikið fé til viðhalds á
mannvirkjum og listaverkum. Fé-
lagarnir segja þó að þetta sé til
einskis, ef borgin sjálf sekkur.
Feneyingar verða því að horfast í
augu við raunveruleikann og
hætta að fljóta sofandi að feigðar-
ósi, í orðsins fyllstu merkingu.
Líklega þarf svipaðar aðgerðir og
í Hollandi.
Við íslendingarnir héldum aftur
til Portorose kl. 4 síðdegis. Venju
fremur hljótt var í bifreiðinni og
því auðfundið, að fólkið hafði
orðið fyrir ýmsum hughrifum.
Mér fannst besta að hafa átt þessa
stund í bíllausri borg, við að
skoða þessi miklu mannanna verk
í næði.
Hinn 13. júlí héldum við heim-
leiðis. Farið var með flugvél frá
Feneyjaflugvelli, svo að leiðin
þangað lá aftur um iðjagræna
Pósléttuna. Við fórum í loftið um
kl. níu, en komum til Keflavíkur
um kl. eitt um nóttina, eða um tólf
að íslenskum tíma. Á leið til
Reykjavíkur gaf á að líta, hraun-
hrjóstur Reykjanesskagans vafin
þoku í hægri suðvestanátt. En
bjart og fagurt var að líta yfir suð-
urströnd íslands og til jökla, allt
til Suðausturlands, þar sem Snæ-
fell gnæfir bak við Vatnajökul.
Umhugsunarefni voru næg að
lokinni ferð.
(%Áam . (//r/frdá/c/c///^ (/ÁÁ/Áy/Yf/á/a
a///fiirsÆ/cfar á ný/a ári
Mk Stólpi
- Verndaður vinnustaður -
Lyngási 12, Egilsstöðum
(ásAitm < (if'Sj/u'áfftyiuri öf/ittn
{(//eá(/e(//t<r/ó/(f oí//á/ssu’h/a/1 á
/io/na/u/i á/H.
.fiöfífiurn (jáfsfi(/)/(/(
HRAÐFRYSTiHUS ESK|FJARÐAR HF
Strandgata 39 - 735 Eskifjörður
hkiun viðskiptavinum okkar og
Austfirðingum öllum gleðilegra
jóla
og farsœldar á komandi ári,
með þökk fyrir viðskiptin
á árinu sem er að líða.
Súnbúðin
Hafnarbraut 6
Neskaupstað
Á
r
\
ösfta/n öf/a/n ifáani ffá,/fafi/*eJjini
<h/ öd/H/n//a,s/f(/'<((//(//(///
{<//e/fi/e<//H//ó/a oy/fa/Hiœfc/an á
fion/azu/i á/H.
Fellahreppur
Einhleypingi 1, Fellabæ
sími 471-1341
J
Suraarbæklingurinn
1999
er korainn
M/F Norröna
Ævintýrasigling
Vikuáætlun Smyril Line 1999
SMYRIL- LINE
Áfanga- staðir Viku- dagur Stað Koma artími Brottf. Maí Júní Júl Ágúst Sept. Áfanga- * staðir Viku- dagur Staðí Koma irtími Brottf. Sept.
Hanstholm Laugard. 16.00 22.00 15 22 29 05 12 19 26 03 10 17 24 3l| 07 14 21 28 04 Hanstholm Laugard. 16.00 20.00 11
Þórshöfn Mánud. 06.00 08.30 17 24 31 07 14 21 28 05 12 19 26 02 09 16 23 30 06 Þórhöfn Mánud. 07.00 15.00 13
Leirvík Mánud. 22.00 22.30 17 24 31 07 14 21 28 05 12 19 26 02 09 16 23 30 06 Seyðisfjörður Þriðjud. 08.00 12.00 14
Bergen Þriðjud. 12.00 15.00 18 25 01 08 15 22 29 06 13 20 27 03 10 17 24 31 07 Þórhöfn Miðvikud. 06.00 08.30 15
Leirvfk Miðvikud. 01.30 02.00 19 26 02 09 16 23 30 07 14 21 28 04 11 18 25 01 08 Hanstholm Fimmtud. 16.00 - 16
Þórhöfn Miðvikud. 15.00 18.00 19 26 02 09 16 23 30 07 14 21 28 04 11 18 25 01 08 * Ath. Eftir 7. september verður ekki komi ð við í Be -gen
Seyðisfjörður Fimmtud. 09.00 12.00 20 27 03 10 17 24 01 08 15 22 29 05 12 19 26 02 09 Eftir 8. september verður ekki komið við í leirvík
Þórshöfn Föstud. 06.00 08.30 21 28 04 11 18 25 02 09 16 23 30 06 13 20 27 03 10
Ath. Litla timatatlan a einungis við um siðustu
siglingarviku Norröna.
Gleðileg jól og gott farsælt komandi ár
Með von um
samsiglingu
ánægjulega ^AAUSTFAR
Seyðisfirði sími 472 1111 - 472 1105
Norræna
ferðaskrifstofan hf.
Sími 562 6362, fax 552 9450
Laugarvegi 3 Reykjavík