Austri


Austri - 17.12.1998, Síða 8

Austri - 17.12.1998, Síða 8
8 AUSTRI Jólin 1998 Af ilmreyni á Upphéraði og í Fjörðum Texti og myndir: Sigurður Blöndal Almennt um ilmreyni Ilmreynir (Sorbus aucuparia L.), sem í daglegu tali er nefndur reyniviður eða bara reynir, er ein af fjórum náttúrulegum trjá- tegundum á Islandi, sem geta orðið tré, ef miðað er við alþjóðlega skilgreiningu þess orðs til aðgreiningar frá runnum. Reynirinn er skrautlegastur hinna fjög- urra íslensku trjátegunda vegna • hinna stóru, hvítu blómklasa fyrrihluta sumars, • fagurrauðra berjaklasa á haustin og • skærrauðra blaða fyrir lauffall, þegar svo árar, að rauði liturinn komi í ljós - sem ekki er þó árvisst. Reynirinn er í skógvistfræðinni nefndur einstæðingur. Það táknar, að hann vex sjaldan í breiðum, eins og flestar trjáteg- undir, heldur standa tré stök hér og þar, oft langt á milli þeirra. Þetta stafar af því, hvernig honum fjölgar: Fuglar (einkum skógarþröstur hér á íslandi) tína berin á haustin um leið og þau verða fullrauð. Fræ- ið (sem er örsmátt) fer ómelt gegnum fugls- magann og fellur síðan til jarðar í driti fugl- anna. Fræið þarf síðan að liggja í jörð yfir veturinn til þess að geta spírað. Víðast vex reynir í birkiskógi eða birkikjarri. En til eru dæmi um reynitré eða -runna á bersvæði, í skriðum eða á bergsyll- um. Vegna þeirra kosta reyniviðar, sem hér voru nefndir, hefur hann lengi verið eitt vinsælasta garðtré á íslandi. Fyrsta ræktaða reynitré, sem vitað er um, var gróðursett í Fjörunni á Akureyri 1797 og stóð fram um 1930. Elstu núlifandi reynitré á Islandi voru gróðursett á Skriðu í Hörgárdal 1826, að því er talið er. Þau eru nú farin að láta allmikið á sjá. Sums staðar á strönd Islands verða reynitré skammlíf í görðum. Svo- Reyniáta Algengasti sveppsjúkdómur er reyniáta (Cytospora rubescens). Hann kemst inn um sár á greinum og brumum, leggst á innri börkinn og eyðileggur hann, svo að greinar deyja. Fyrir kemur, að hann drepur viðar- æðar í risjunni næst vaxtarlaginu og litast þá viðurinn dökkur langt út fyrir svæði með dauðum berki. Algengust er hröð sýking, þar sem heilar greinar deyja á einu ári. Lík- legast er, að strandveðrátta með tíðum um- skiptum hita og frosts veikli trén gagnvart sveppnum. Halldór Sverrisson, sveppa- fræðingur á Rannsóknarstofnun landbúnað- arins, er sá eini, sem hefur rannakað reyni- átu hérlendis. Grein hans „Reyniáta" er í íslenskar landbúnaðarrannsóknir, 1982, 14. h.,bls: 19-27. nefnd reyniáta grandar þeim (sjá rasta- grein). Astæða er til að auka ræktun reyniviðar mjög frá því sem gert hefur verið til þessa, einkanlega í svonefndum útivistarskógum, og jafnvel líka í gagnviðarskógum til þess að bæta nokkuð fyrir einhæfnina, sem gjarnan er einkenni þeirrar ræktunar. Við vitum ekki, hve gömul eru hin stærstu villtu reynitré á Islandi. Það verður væntanlega kannað í náinni framtíð. Á Vestfjörðum finnst meira af villtum reyniviði í birkikjarrlendi en annars staðar á landinu. Þar eru tré ógjarnan hærri en 5-6 m, og oftar en ekki er stofninn boginn neðst, sem líklega má kenna snjóþyngslum, meðan trén voru ung. I sumum skógum á Upphéraði er allmikið af villtum reyniviði, og hér eru tré stærri en ég veit um annars staðar á landinu. Á s.l. tveimur árum hef ég gert mér til gamans að leita uppi reynitré og mæla hæð þeirra og gildleika í Eyjólfsstaða-, Hall- ormsstaða-, Rana- og Arnaldsstaðaskógum. Jafnframt hef ég reynt að taka af þeim myndir, ef aðstæður leyfðu. Hér á eftir birtast sýnishorn af þessari iðju minni. Eg vona þau geti vakið áhuga lesenda þessa blaðs á því djásni, sem reyni- viðurinn er í hinu upprunalega og fátæklega lífríki Islands. ✓ Atrúnaður og hjátrú I nokkrum löndum við norðanvert Atlants- haf var á fyrri tíð átrúnaður á reynitré og hjátrú bundin honum.. Ég minnist í fljótu bragði dæma um þetta frá Noregi og Skotlandi. Margar heimildir eru um þetta á Islandi. Frægust reynihrísla í þessu tilliti stóð í Möðru- fellshrauni í Eyjafirði. Við siðbreytinguna á 16,öld var hríslan felld til að koma í veg fyrir hjáguðadýrkun. Mörg dæmi eru um átrúnað á reynivið í fomum ritum, en verða ekki nefnd hér. Ég get þó ekki stillt mig um að tilfæra eftirfarandi klausu úr Ferðabók Olafs Olavíusar um hjátrú bundna reyniviði. Þetta er í kafla, þar sem hann nefnir reyni, sem vaxi í Seljalands- og Hattardölum við Isafjarðardjúp (I. bindi, bls. 152, útg. 1964): Að því mér er best kunnugt, höggva menn ekki reynivið í Isafjarðarsýslu né nota hann á nokkurn hátt. Þessu er það sennilega að þakka, að í Hest-, Skötu- og Mjóafirði em 6-8 álna há reynitré, því að menn trúa því, að ef þessi viður er notaður í hús, þá geti hvorki konur fætt þar börn né skepnur þrifist. Ef reyniviður er hafður í báta, trúa menn því, að þeim sé glötunin vís. Orsök hjátrúar þessarar mun vafalaust vera sú, að menn, sem hefur verið annt um trén og hafa haft ánægju af að láta þau standa, hafa talið alþýðu manna trú um þetta, og síðan hefur hjátrúin haldist við mann fram af manni. En saga birkiskóganna hefur verið öll önnur. Eyj ólfsstaðaskógur Hér eru ekki mjög mörg reynitré sýni- leg. Þegar þau stóðu í rauðum haustlitum 15.okt. 1998, taldi ég af góðum útsýnis- stað 10 tré, sem stóðu upp úr birkiskógin- um. En meðal þeirra er kannski glæsileg- asta villta reynitré, sem ég þekki hér á landi. Mynd af því er á forsíðu þessa jólablaðs Austra, og var tekin 15.okt. 1998. Þá var nokkuð af laufinu fallið. Fimm dögum fyrr tók ég mynd af því í fullum laufskrúða, en þá voru laufin enn- þá gulgræn og gul. Tréð stendur á klettahjalla í miðri skóg- arhlíðinni, og hefur staðurinn nýlega ver- ið nefndur Reynivellir eftir trénu. Á hjallanum er að hluta til gróðurlaus klöpp og að hluta til mjög grunnur jarðvegur með kræki- og sortulyngi og lágvöxnum, kræklóttum birkirunnum. Þama er allstór, sléttur flötur. Þar sem hallar norðvestur af honum og birkikjarrið hækkar í 2-3 m, stendur þessi mikli reyniviður eins og kúpull yfir birkinu. Hann sést víða að, einkum neðan úr skóginum og jafnvel af þjóðveginum milli Eyjólfsstaða og Úlfs- staða. Þetta er raunar ekki eitt tré, heldur fjór- ir stofnar, sennilega sinn af hverri rót, sem standa það nálægt hver öðrum, að þeir mynda sameiginlega krónu. Þegar mað- ur stendur undir krónunni, sér hann, hvernig stofnarnir fjórir bera uppi þessa miklu hvelfingu. Rétt norðaustan við er einstofna reynir svo nálægt, að króna hans snertir næstum kúpulinn og verður hluti af honum, horft frá vissu sjónarhorni, eins og sést á for- síðumyndinni fyrrnefndu. Stofnarnirfjórir, sem bera uppi hina miklu krónuhvelfingu. lO.júlí 1997. ö'fÁi/m w(/f‘St^//ýi/ij//m<jr/eJf/ej//i jó/a, mjfa/'sceÁ/a/1 á /w/mmc/i 0/0. /ÁöÁÁam m 'döÁi/f tw á Á/ý/a/ á/i, Hótel Bláfell Sími 475-6770 Breiðdalsvík

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.